Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SVESI Samtök um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar AÐALFUNDUR Samtaka um vernd eignarréttar á sviði iðnaðar, SVESI, verður haldinn miðvikudaginn 5. júní nk. kl. 16.00 í fundarsal A&P Árnason og LOGOS í Efstaleiti 5, 103 Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. 5. gr. félagslaga. Stjórnin SÍLDARVINNSLAN hf. í Neskaup- stað keypti í gær hlutabréf í SR-mjöli hf. að nafnverði tæplega 298 milljónir króna. Er eignarhlutur Síldarvinnsl- unnar í SR-mjöli nú 29% eða 358 milljónir króna að nafnvirði. Eignar- hlutur Síldarvinnslunnar í SR-mjöli hf. var fyrir kaupin 4,6%. Ætla má að verðmæti hlutarins sem Síldarvinnsl- an keypti í gær sé 1,5–1,6 milljarðar króna. Í tilkynningum til Verðbréfaþings í gær kom fram að seljendur bréfanna eru m.a. Sundagarðar ehf., sem seldu hlutafé að nafnvirði 97,3 milljónir, Ís- landsbanki hf. sem seldi hlutafé að nafnvirði 20,6 milljónir, Bergur-Hug- inn ehf. í Vestmanneyjum sem seldi 44 milljónir og Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri Bergs-Hugins, sem seldi 14,4 milljónir króna. Fram kom að hlutur Magnúsar var seldur á genginu 5,05. Miðað við það má ætla að verðmæti SR-mjöls sé um 5,6 milljarðar króna. Í tilkynningu á Verðbréfaþingi kemur fram að Síld- arvinnslan kaupir um 155,7 milljónir að nafnverði á framvirkum samningi með gjalddaga 12. júlí nk. og 42,2 að nafnverði eru keyptar á framvirkum samningi með gjalddaga 20. júní 2002. Samherji eignast 12,86% hlut Þá keypti Samherji hf. í gær hluta- bréf í SR-mjöli hf. að nafnverði kr. 97,3 milljónir króna. Eignarhlutur Samherja hf. er nú 12,86% eða 159 milljónir króna að nafnverði, en var áður 4,99%. Samanlagður hlutur Síldarvinnslunnar og Samherja í SR- mjöli er því 41,82% að loknum við- skiptunum í gær. Samherji átti 11,87% hlut í Síldarvinnslunni um síðustu áramót. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar hf., segir að ástæð- an fyrir kaupunum sé fyrst og fremst sú að SR-mjöl sé gott og vel rekið fé- lag. Eins vilji Síldarvinnslan vera þátttakandi í þeim umbreytingum sem fyrirsjáanlegar eru á íslenskum uppsjávarmarkaði. „Það hefur verið uppi umræða um að framundan sé mikil hagræðing í vinnslu og veiðum uppsjávarfisks. Þannig má búast við sameiningum fiskimjölsverksmiðja og að þeim fækki. Það var okkar mat að við viljum vera þátttakendur í þeim umbótum sem framundan eru og erum því einfaldlega að fjárfesta í góðu og vel reknu félagi og vonumst þannig til að með svo stórum eign- arhlut getum við haft áhrif á þá þróun sem framundan er,“ segir Björgólfur. SR-mjöl hf. er eitt stærsta sjávar- útvegsfyrirtæki landsins á sviði upp- sjávarfisks. Það rekur fiskimjöls- verksmiðjur á Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði, Reyðarfirði og í Helgu- vík, auk þess sem félagið rekur fiski- mjölsverksmiðju á Hornafirði. Ætla má að afkastageta verksmiðjanna sé um 4.800 tonn á sólarhring. SR-mjöl hf. hefur í gegnum tíðina tengst útgerðarfélögum með beinum og óbeinum hætti. Ótal útgerðir hafa til margra ára landað nánast öllum uppsjávarfiski hjá verksmiðjum SR- mjöls, auk þess sem félagið hefur á undanförnum árum eignast eignar- hluti í mörgum útgerðarfyrirtækjum. SR-mjöl á 100% hlut í útgerðarfélag- inu Valtý Þorsteinssyni ehf. á Akur- eyri sem gerði út Þórð Jónasson EA, 53% hlut í útgerð Guðmundar Ólafs ÓF, 50% hlut í útgerð Ásgríms Hall- dórssonar SF, 45% hlut í útgerð Hugins VE, 38% hlut í útgerð Bjarna Ólafssonar AK og 37% hlut í Langa- nesi hf. sem m.a. gerir í Björgu Jóns- dóttur ÞH. Þá seldi Fjarðabyggð í gær hluta- bréf í Síldarvinnslunni að nafnverði 30 milljónir króna á genginu 5,5 eða fyrir um 165 milljónir króna. Eign- arhlutur Fjarðabyggðar í Síldar- vinnslunni er nú 2,6% en var áður 5,2%. Síldarvinnslan eignast 29% hlut í SR-mjöli Keypti hlutabréf fyrir rúma 1,5 milljarða í gær SR-mjöl er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins á sviði uppsjávar- fisks, á fimm fiskimjölsverksmiðjur og tengist útgerð fjölmargra uppsjáv- arveiðiskipa á beinan og óbeinan hátt. Morgunblaðið/Kristinn AFKOMA af reglulegri starfsemi Flugleiða og dótturfélaga fyrir skatta batnaði um 745 milljónir króna á fyrsta ársfjórðingi 2002 frá sama tímabili árið áður. Forstjóri fé- lagsins segir að þetta séu skýrar vís- bendingar um að aðgerðir sem félag- ið greip til í vetur væru að skila árangri. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var tap af reglulegri starfsemi Flugleiða fyrir skatta 1.553 milljónir króna en var 2.298 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Í fyrra kom félaginu til tekna 690 milljóna króna lækkun tekjuskatts, sem er ekki til að dreifa í uppgjörinu nú og því urðu lokanið- urstöður rekstrarreiknings fyrstu þrjá mánuði ársins 1.608 milljóna króna tap. Fjármunamyndun frá rekstrinum hefur batnað töluvert milli ára, eða sem nemur um einum milljarði króna. Veltufé frá rekstri á tímabilinu var 683 milljónir króna, en var 1.704 á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur Flugleiða námu 6.879 milljónum króna á fyrstu þremur mán- uðunum í ár, en voru 6.616 milljónir króna í fyrra. Gjöld voru 8.338 milljónir króna nú, en 8.693 á sama tíma 2001. Tap fyrir vexti, afskriftir og flugvélaleigu nam 275 milljónum króna nú, en var 1.109 milljónir á sama tíma í fyrra, sem er umtalsverður rekstrarbati. Glögg batamerki Afkoman fyrstu þrjá mánuði 2002 er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í nýjum endurskoðuðum áætlunum Flugleiða er gert ráð fyrir að hagn- aður verði af rekstri félagsins á árinu 2002. Þó er veruleg óvissa um eft- irspurn og afkomu á síðasta ársfjórðungi. „Við erum að sjá glögg batamerki í rekstrinum á sama tíma og alþjóðaflug- rekstur á víða erfitt uppdráttar,“ segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. „Við munum því halda áfram þeim breytingum sem við hófumst handa um að gera á starfseminni í vetur því enn er töluvert í að afkoman sé við- unandi. Batamerkin eru skýrust í al- þjóðafarþegaflugi og innanlandsflugi Flugfélags Íslands. Einnig hefur verið góð afkoma af nýju dótturfélagi Flugleiða, Flugleiðir-Leiguflug.“ Í frétt frá Flugleiðum segir að vegna mikillar árstíðasveiflu í flutn- ingum sé jafnan töluvert tap af starf- seminni á fyrsta fjórðungi ársins, en á móti komi mikill hagnaður af sum- arvertíðinni, sem nú fer í hönd. Meginástæður batnandi rekstrar- afkomu Flugleiða séu annars vegar þær breytingar sem gerðar voru á rekstri félagsins eftir 11. september og hins vegar hagstæðari ytri skil- yrði. Félagið hefur minnkað fram- leiðslu sína og sætaframboð verulega yfir vetrarmánuðina og lækkað ýms- an rekstrarkostnað. Þetta hefur leitt til þess að farþegum hefur fækkað, en eins og að var stefnt hefur fækk- unin fyrst og fremst orðið á arð- minnstu leiðunum yfir Norður-Atl- antshaf. Þá brást félagið við markaðsaðstæðum eftir 11. septem- ber með því að stórauka markaðs- sókn fyrir íslenska ferðaþjónustu, meðan flestir aðrir drógu úr mark- aðsstarfsemi. Þetta var gert í sam- vinnu við íslensk stjórnvöld og kem- ur Flugleiðum og ferðaþjónustunni til góða nú og hefur skapað nýja sóknarstöðu. Bókunarstaða fyrir sumarið er góð, einkum hvað varðar bókanir til Íslands. Aðgerðir, sem gripið var til á síð- asta ári til að snúa við rekstri Flug- félags Íslands, sem er dótturfélag Flugleiða, eru nú einnig að skila sér og afkoma fyrirtækisins var 140 milljónum króna betri fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Ytri skilyrði í rekstri félagsins breyttust til batnaðar á milli ára. Gengi gjaldmiðla er því hagstæðara en á sama tíma á fyrra ári. Þar skipt- ir mestu innbyrðis gengi dollars og Evrópumynta. Eldsneytisverð hefur einnig lækkað frá því á fyrsta árs- fjórðungi 2001. 1.553 milljóna tap af reglu- legri starfsemi Flugleiða Afkoman batnar um 745 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi HÆRRA hlutfall farþega á leið til Ís-lands og frá Íslandi og minnkandi umsvif á Norður-Atlantshafsmark- aðnum einkenndi millilandaflug Flugleiða í aprílmánuði og á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2002. Það er í samræmi við breyttar áherslur í markaðsstarfi félagsins á erlendum mörkuðum. Aukin áhersla hefur í vetur verið lögð á sölu Íslandsferða, en minni áhersla en fyrr á sölu ferða milli Bandaríkjanna og Evrópu þar sem farþegar hafa aðeins stutta við- komu á Keflavíkurflugvelli. Farþegum sem áttu erindi til Ís- lands eða frá Íslandi fækkaði um 9,9% í apríl, en þeim sem fljúga yfir Norður-Atlantshafið um Ísland fækkaði um 36,3%. Farþegum í milli- landaflugi Flugleiða fækkaði í heild um 23,7% í apríl í samanburði við sama mánuð á síðasta ári. Þeir voru 92.878 nú en voru 121.683 í apríl 2001. Farþegum á almennu farrými fækkaði um 25,0% en á við- skiptafarrými fækkaði farþegum um 0,2%. Félagið hefur lagað framboð sitt að minnkandi eftirspurn og í apríl minnkaði sætaframboð Flugleiða um 15,7% og salan um 25,8%, sem leiddi til þess að sætanýting var í mánuðinum 9,1 prósentustigu lakari en í apríl 2001. Hún var 66,8% í apríl í ár, en 75,8% á síðasta ári. 18,5% fækkun í innanlandsflugi Farþegum í innanlandsflugi Flug- félags Íslands, dótturfyrirtækis Flugleiða, fækkaði í aprílmánuði um 18,5%, úr 26.036 farþegum í fyrra í 21.228 í ár. Þá fækkaði fluttum tonn- um hjá Flugleiðum-Frakt, dótturfyr- irtæki Flugleiða, um 15,2%. Aukin áhersla á farþega til og frá Íslandi og minnkandi umsvif á Norð- ur-Atlantshafsmarkaðnum ein- kenndi millilandaflug Flugleiða á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2002. Flugleiðir drógu framboð í heild saman um 20,4%, en farþegum fækkaði fyrst og fremst á leiðum yf- ir Norður-Atlantshafið með viðkomu á Íslandi eða um 36,7%, en um 6,4% á markaðnum til og frá Íslandi. Í heild fækkaði farþegum í millilandaflugi Flugleiða úr rúmlega 390 þúsund í rúmlega 304 þúsund eða um 22,1%. Farþegum Flugleiða fækkaði um 23,7% í apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.