Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
20 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HAGNAÐUR Granda hf. og dótt-
urfyrirtækis þess, Faxamjöls hf., á
fyrstu 3 mánuðum ársins 2002 nam
575 milljónum króna, en á sama
tíma árið 2001 var hagnaðurinn 68
milljónir króna. Rekstrartekjur
samstæðunnar á tímabilinu námu
1.673 milljónum króna samanborið
við 1.257 milljónir króna á sama
tíma á síðasta ári og jukust um
33%.
Rekstrarhagnaður fyrir afskrift-
ir var 609 milljónir króna eða 36%
af rekstrartekjum samanborið við
366 milljónir króna fyrir sama
tímabil árið áður. Veltufé frá
rekstri nam 445 milljónum króna
sem er 27% af rekstrartekjum
samanborið við 305 milljónir króna
á sama tíma árið áður.
Hagnaður
Rekstrarhagnaður Granda hf. og
Faxamjöls hf. af eigin starfsemi
var 446 milljónir króna samanbor-
ið við 232 milljónir króna á sama
tíma árið áður. Hreinar fjármuna-
tekjur námu 193 milljónum króna
samanborið við 128 milljóna króna
gjöld á sama tíma árið 2001. Geng-
ishagnaður af erlendum skuldum
nam um 270 milljónum króna
fyrstu 3 mánuði ársins, en geng-
isvísitalan hefur lækkað um 4% frá
áramótum.
Hagnaður varð á rekstri Faxa-
mjöls hf. að fjárhæð 159 milljónir
króna á tímabilinu. Hlutdeildar-
félögin eru fjögur. Þormóður
rammi – Sæberg hf. var rekið með
hagnaði. Hjá fyrirtækjunum í
Mexíkó gekk reksturinn illa og hjá
Deris í Chile var tap á tímabilinu.
Rekstur Stofnfisks var samkvæmt
áætlun og var félagið rekið með
hagnaði á tímabilinu. Alls var hlut-
deild Granda í rekstrarafkomu
hlutdeildarfélaga jákvæð um 55
milljónir króna.
Eignabreytingar
Í byrjun árs 2002 fékk félagið
afhentan frystitogarann Venus HF
519 sem keyptur var með afla-
heimildum er nema um 3.000
þorskígildistonnum. Kaupverð
skipsins og aflaheimilda nam sam-
tals 1.621 milljón króna. Á sama
tíma var Snorri Sturluson RE 219
afhentur nýjum eigendum ásamt
veiðarfærum og aflaheimildum
sem nema 1.045 þorskígildis-
tonnum. Söluverð skips, veiðafæra
og aflaheimilda nam samtals 878
milljónum króna og er það greitt
með hlutafé í Ísfélagi Vestmanna-
eyja hf. Hagnaður af sölu Snorra
Sturlusonar nam um 85 milljónum
króna og er hann meðtalinn í
rekstrartekjum undir öðrum
tekjum í rekstrarreikningi.
Eigið fé
Eigið fé Granda hf. var hinn 31.
mars sl. 5.214 milljónir króna og
hefur það hækkað um 575 milljónir
króna frá ársbyrjun 2002. Eigin-
fjárhlutfall er 36%. Arðsemi eigin
fjár var 12,3% á tímabilinu. Á aðal-
fundi félagsins hinn 5. apríl sl. var
samþykkt að greiða 11% arð og
var hann greiddur hinn 23. maí sl.
Arðurinn var óbókaður hinn 31.
mars sl.
Hagnaður Granda
575 milljónir króna
ÍSLANDSBANKI hefur fengið
nýtt aðalnúmer, 440 4000. Nýja
símanúmerið veitir aðgang að
þjónustuveri bankans og skipti-
borði. Í einu númeri má því
sækja alla bankaþjónustu og ná
sambandi við hvaða starfsmann
bankans sem er. Útibú Íslands-
banka og starfsmenn hafa jafn-
framt fengið ný bein símanúmer,
en eldri númer verða í gildi jafn-
hliða þeim nýju út ágústmánuð.
Nánari upplýsingar um ný síma-
númer útibúa og starfsmanna er
að finna á vef Íslandsbanka
isb.is.
Nýtt símanúmer
Íslandsbanka
KAUPHÖLLIN í Ósló hefur tengst
SAXESS-viðskiptakerfinu sem er
notað af Verðbréfaþingi Íslands auk
kauphallanna í Kaupmannahöfn og
Stokkhólmi en allar kauphallirnar
eru aðilar að NOREX-samstarfinu.
Með þessu skrefi munu aðilar allra
kauphallanna hafa aðgang að skráð-
um bréfum á öllum mörkuðunum.
Kauphallaraðilar í 10 löndum
munu hafa aðgang að SAXESS-við-
skiptakerfinu. Íslensk verðbréf
verða því ekki aðeins sýnileg íslensk-
um kauphallaraðilum heldur einnig
dönskum, sænskum, norskum,
finnskum, enskum, frönskum, þýsk-
um, hollenskum og svissneskum og
þar af leiðandi viðskiptavinum
þeirra, fjárfestum. Þéttriðið net
kauphallaraðila gefur fjárfestum um
allan heim tækifæri til að fjárfesta á
norræna markaðnum. Af vel þekkt-
um erlendum bönkum sem eru aðilar
að NOREX-kauphöllunum má nefna
Merrill Lynch, Morgan Stanley,
Citibank, Deutsche Bank, UBS, Sal-
omon Brothers og Lehman Brot-
hers.
Aukinn seljanleiki
Aðgengi erlendra fjárfesta að nor-
ræna markaðnum og miðlæg við-
skipti með bréf á heimamarkaði
skapa forsendur fyrir auknum selj-
anleika og betri verðmyndun. Hvort
tveggja eru mikilvægar forsendur
við mat erlendra fjárfesta á fjárfest-
ingarkostum. Eitt af markmiðum
Verðbréfaþings með þátttökunni í
NOREX-samstarfinu var að opna
markaðinn fyrir erlendum fjárfest-
um.
„Verðbréfaþing hefur nú auðveld-
að erlendum bönkum og verðbréfa-
fyrirtækjum að gerast aðilar að
þinginu til að eiga viðskipti með ís-
lensk verðbréf. Mjög einfalt er t.d.
fyrir kauphallaraðila í Ósló að gerast
aðili að Verðbréfaþingi. Þetta er ein
leið til að fá erlenda fjárfesta inn á
markaðinn og á næstu mánuðum
mun þingið leggja aukna áherslu á
að fjölga erlendum aðilum að
þinginu. Nauðsynlegt er að fá erlent
fjármagn til að auka veltuna og
dýpka markaðinn,“ segir Þórður
Friðjónsson, forstjóri Verðbréfa-
þings Íslands.
Kauphöllin í London (LSE)
hyggst opna útibú í Stokkhólmi til að
mæta aukinni samkeppni samfara
SAXESS-viðskiptakerfinu. Þetta
var tilkynnt á blaðamannafundi, sem
haldin var á sama tíma og SAXESS-
viðskiptakerfið var kynnt í Osló.
Þetta er fyrsta útibúið sem LSE
opnar utan Bretlands og segja tals-
menn kauphallarinnar að ef vel tak-
ist til, verði fleiri útibú opnuð á
Norðurlöndum.
Norski mark-
aðurinn tengist
SAXESS
Allar NOREX-kauphallirnar munu
eiga viðskipti í sama viðskiptakerfinu
Verkefnastjórnunarfélag Íslands
heldur námstefnu miðvikudaginn
29. maí á Hótel Loftleiðum undir
yfirskriftinni Verkefnastjórnun í
fjármálafyrirtækjum. Á námstefn-
unni verður gefin innsýn og yfirlit
yfir verkefnastjórnun í fjármála-
fyrirtækjum og fjallað um hvar og
hvernig megi beita henni. Einnig
verða fluttar nokkrar reynslusög-
ur úr fjármálafyrirtækjum.
Þröstur Sigurðsson, fagstjóri
fjármálaráðgjafar hjá Pricewater-
houseCoopers, mun m.a. skýra frá
nýtingu verkefnastjórnunar við
lausn ráðgjafarverkefna í fjár-
málafyrirtækjum. Hann mun einn-
ig koma inn á sérstöðu fjármála-
fyrirtækja með tilliti til
aðferðafræði verkefnastjórnunar.
Rætt um reynslu
fyrirtækja
Páll Kolka Ísberg, verkefna-
stjóri hjá Íslandsbanka, mun fjalla
um reynslu af innleiðingu og upp-
byggingu verkefnastjórnunar hjá
Íslandsbanka. Stefán H. Stefáns-
son, framkvæmdastjóri þróunar-
sviðs Landsbankans, mun skýra
frá nýtingu aðferðafræðinnar í
stefnumótunar-, þróunar- og hag-
ræðingarverkefnum hjá Lands-
bankanum, og Kristinn Tryggvi
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
markaðssviðs SPRON, mun skýra
frá því hvernig SPRON hefur nýtt
sér aðferðafræðina á sviði mark-
aðs- og vöruþróunarmála.
Að lokum mun Lára Jóhanns-
dóttir, gæðastjóri hjá Sjóva-Al-
mennra, fjalla um reynslu fyrir-
tækisins af verkefnastjórnun m.a.
við skráningu fyrirtækisins á
Verðabréfaþing Íslands.
Námstefna
um verkefna-
stjórnun í
fjármála-
fyrirtækjum