Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 24
NEYTENDUR 24 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT EKKERT lát er á efnahagskrepp- unni í Argentínu eins og lýsir sér í því að atvinnuleysið í landinu er 25%, verðbólgan 21% og verð á brýnustu lífsnauðsynjum hefur hækkað um 35%. Hefur kaup- máttur launa ekki verið minni í 50 ár. Jorge Alvarez er atvinnu- laus eins og svo margir aðrir og hann sér nú um húsverkin. Kona hans, sem er hjúkrunarfræð- ingur, hefur hins vegar vinnu á einu sjúkrahúsanna í Buenos Aires. AP Kreppa í Argentínu EMBÆTTISMENN í höfuðstöðvum bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hindruðu rannsókn starfs- manna hennar í Minneapolis á máli Zacaris Moussaoui í ágúst þegar hann var í varðhaldi vegna meintra tengsla við hryðjuverkamenn, að sögn Coleen Rowley, yfirlögfræðings FBI í Minneapolis. Moussaoui var handtekinn 16. ágúst þegar hann stundaði flugnám í Minnesota og hefur verið ákærður fyrir að hafa tekið þátt í undirbúningi hryðjuverkanna 11. september. Rowley segir í bréfi til Roberts S. Muellers III, yfirmanns FBI, að rannsóknarmenn alríkislögreglunn- ar í Minneapolis hafi fengið mikil- vægar vísbendingar um að Mouss- aoui kynni að tengjast hryðjuverka- mönnum, meðal annars upplýsingar frá erlendum heimildarmanni um að mikil hætta stafaði af honum. Rann- sóknarmennirnir hafi hins vegar mætt andstöðu embættismanna í höfuðstöðvum FBI og Rowley segir að hún hafi verið ástæðulaus og hindrað rannsóknina. Lögmenn FBI í Washington komust að þeirri nið- urstöðu að ekki væru fyrir hendi sannanir til að ástæða væri til að óska eftir heimild dómara til að rannsaka tölvu Moussaouis. Rowley segir ennfremur að emb- ættismenn í höfuðstöðvum FBI hafi áminnt rannsóknarmennina fyrir að hafa óskað eftir aðstoð leyniþjónust- unnar CIA við að upplýsa málið. Rúmum mánuði áður en Mouss- aoui var handtekinn, eða 10. júlí, sendi starfsmaður FBI í Phoenix, Kenneth Williams, höfuðstöðvum al- ríkislögreglunnar minnisblað þar sem hann lýsti rannsókn sinni á ísl- ömskum bókstafstrúarmönnum sem stunduðu flugnám í Arizona. Hann leiddi getum að því að Osama bin Laden og samtök hans, al-Qaeda, hefðu sent liðsmenn sína í bandaríska flugskóla til að undirbúa hryðjuverk. Höfnuðu ósk um rannsókn á flugskólum Embættismenn í þeirri deild FBI sem berst gegn hryðjuverkum höfn- uðu tillögu Williams um að flugskól- arnir yrðu rannsakaðir og báru við skorti á mannafla. FBI-mennirnir, sem rannsökuðu mál Moussaouis, fengu ekki minnisblaðið og það var ekki sent CIA eða öðrum stofnunum. Rowley segir í bréfinu til Muellers að upplýsingarnar um flugskólana og vísbendingarnar í máli Moussaouis hefðu átt að vekja grunsemdir um að hryðjuverkamenn væru að undirbúa árásir. Þetta stangast á við yfirlýs- ingar Muellers og annarra embættis- manna FBI, sem sögðu að alríkislög- reglan hefði gert allt sem hún gat til að ganga úr skugga um hvort Moussaoui tengdist hryðjuverka- mönnum. Bréf Rowley er einnig skýrasta vísbendingin til þessa um að ágreiningur sé innan FBI um hvort hún hafi brugðist rétt við vísbending- unum um hryðjuverkasamsæri fyrir 11. september. Mueller hefur óskað eftir því að að- aleftirlitsmaður bandaríska dóms- málaráðuneytisins hefji rannsókn á ásökunum Rowley. Segir FBI hafa hindrað hryðju- verkarannsókn The Washington Post. MIKIL sorg ríkir í Afríkuríkinu Mósambik en næstum tvö hundruð manns létust í lestarslysi sem átti sér þar stað snemma á laugardag. Öngþveiti ríkti á aðalsjúkrahúsinu í Maputo, sem er höfuðborg Mósam- bik, en þar leituðu aðstandendur fórnarlamba slyssins staðfestingar á því hvort ástvinir þeirra hefðu verið meðal látinna. Alls dóu 192 manns í slysinu og 169 til viðbótar urðu fyrir meiðslum. Slysið átti sér stað í Pessene í Moamba-héraði vestur af Maputo. Var lestin á leiðinni frá landamæra- bænum Ressano Garcia til höfuð- borgarinnar. Tomas Salomao samgönguráð- herra sagði allt benda til að mannleg mistök hefðu valdið slysinu. Munu farþegavagnarnir hafa losnað frá flutningavögnum lestarinnar. Lest- arstjórarnir brugðust við með því að hægja á ferðinni og reyna að tengja farþegavagnana við að nýju en misstu við það alla stjórn og varð árekstur milli lestarhlutanna tveggja. Köstuðust lestarvagnar hver yfir annan með þeim hörmu- legu afleiðingum, sem raun bar vitni. 192 dóu í lestarslysi í Mósambik Maputo. AFP. ALVARLEG vanræksla er á börn- um í bílum á Íslandi, segir Herdís Storgaard framkvæmdastjóri Ár- vekni, en nýleg könnun á öryggi barna í bílum leiðir í ljós að 10,3% barna eru laus í bílnum og 13% ein- ungis í bílbeltum, þótt þau eigi að vera í annars konar öryggisbúnaði. Herdís segir skýrt í umferðarlögum hvernig tryggja eigi öryggi barna í bílum og hér sé því um að ræða lög- brot. „Fullorðnir bera ábyrgð á vel- ferð barna og með því að fara ekki að settum reglum er verið að brjóta á réttindum barnsins, sem er alvarleg vanræksla. Margir eru með bíla af bestu gerð og réttan öryggisbúnað en hirða ekki um að nota hann. Ein- hverjir báru við tímaskorti í könn- uninni en ég spyr, til hvers hefur maður tíma ef maður má ekki vera að því að tryggja öryggi barnsins síns?“ Hún leggur áherslu á að stór hóp- ur fólks hugi mjög vel að settum ör- yggisreglum, þrátt fyrir þennan mis- brest. Fram kemur að 35 börn hafi setið í framsætum bíla, andspænis öryggis- púða, sem er lífshættulegt, og 12,6% barna voru með öryggisbúnað sem ekki var gerður fyrir þeirra aldur Könnunin var gerð við 74 leikskóla á 33 stöðum á landinu og er þetta sjö- unda árið sem slík könnun er gerð, að Herdísar sögn. Um framkvæmdina sáu Umferðarráð, Árvekni og Slysa- varnafélagið Landsbjörg. Börnin sem tóku þátt voru 1–6 ára á leið í leikskólann. Fleiri feður með laus börn en mæður „Mun fleiri börn voru jafnframt illa eða ranglega fest í bílunum þann- ig að segja má að ástandið sé langt frá því að vera gott. Þá voru mun fleiri feður með laus börn í bílunum en mæður,“ segir Herdís. Könnun af þessu tagi var fyrst gerð árið 1996 og voru 28% barna án öryggisbúnaðar. Árið eftir jókst hlut- fallið upp í 32%, segir í niðurstöðum. „Frá þeim tíma hefur þetta hlutfall minnkað mjög mikið, eða niður í 8% árið 2001. Í ár sátu 226 leikskólabörn laus í bílum, eða 10,3%. Ökumaður ber ábyrgð á því að farþegar yngri en 15 ára noti öryggisbúnað og að börn yngri en 6 ára noti barnabílstól, bílp- úða með eða án baks eða annan sér- stakan öryggisbúnað ætlaðan börn- um. Barn sem er laust í bíl á 30 kílómetra hraða getur stórslasast við höggið lendi bíllinn í árekstri. Þótt hraðinn sé ekki meiri en þetta getur barnið jafnvel kastast út úr bílnum og skaðað þá sem sitja fyrir framan það,“ segir í niðurstöðum. Öryggisbúnaður upp að 36 kílóum Einnig kemur fram að 12,8% barna hafi einungis notað öryggis- belti í könnuninni í ár, eða 284 börn, en meginmáli skiptir að börn noti sérstakan öryggisbúnað ætlaðan þeim upp að 36 kílóum. „Öryggisbelti er hannað fyrir einstakling sem er 140 sentímetrar að hæð og hentar þar af leiðandi ekki ungum börnum. Til þess að bílbelti veiti barni sem er lægra en 140 sentímetrar nægilega vernd þarf barnið að sitja á bílpúða með eða án baks. Þá liggur bílbeltið rétt, eða yfir læri og öxl. Í sumum bíl- um eru ekki höfuðpúðar í aftursæt- um, ef barn situr of hátt í sætinu og fær ekki hnakkastuðning þarf það að sitja á bílpúða með baki. Barn getur fengið alvarlega háls- og höfuð- áverka ef hnakkastuðning vantar.“ Í ár sátu 35 börn andspænis ör- yggispúða í framsæti en við árekstur þenst púðinn út af slíku afli að barn getur dáið við höggið. Börn eru að jafnaði öruggust í aftursæti bifreið- ar, segir ennfremur. „Lélegur öryggisbúnaður veitir falskt öryggi. Talað er um að ekki skuli nota eldri búnað en 10 ára. Þess ber þó að gæta að ef framleiðendur segja annað í leiðbeiningum skal fara eftir því. Slitin belti eru ónothæf. Ef áklæði er ekki heilt getur stóll skorið barn ef hann springur í alvarlegum árekstri. Algengt er að börn hætti of snemma að nota barnabílstól, það er áður en tilætlaðri þyngd er náð. Þá er til dæmis átt við börn sem eru tveggja ára og nota bílpúða gerðan fyrir börn sem eru að minnsta kosti orðin þriggja ára, eða 15 kíló. Í ár sátu 12,6% barna á öryggisbúnaði sem ekki var gerður fyrir þeirra ald- ur.“ Einnig segir að 191 barn, eða 9%, hafi setið í framsæti án þess að vera í barnabílstól sem snýr baki í aksturs- stefnu. Séu þau ekki í slíkum stól, eru þau öruggust í aftursæti, segir í nið- urstöðum. „Nokkuð var um að börn sætu við hliðina á öryggisbúnaði sem þeim er ætlaður. Í samtali við foreldra kom fram að sum börn vilja frekar nota bílbelti en vera í stól. Að leyfa barni slíkt er vanræksla, börn hafa ekki þekkingu eða þroska til þess að ákveða hvernig þau eru best varin í bílum. Önnur algeng útskýring for- eldra var sú að það væri svo stutt í leikskólann að ekki taki því að festa barnið. Slysin geta orðið þótt um stutta vegalengd sé að ræða og ekki er óþekkt að slys verði þegar bakkað er út úr stæði,“ segir loks. Útkoman í könnuninni var mis- munandi eftir sveitarfélögum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Rauði hlutinn á við börn sem voru laus í bifreið án öryggisbúnaðar, guli hlutinn á við börn sem einungis voru í bílbelti og græni hlutinn á við börn í réttum öryggisbúnaði, bílstól eða bílpúða. Alvarleg van- ræksla sögð á börnum í bílum Birt með leyfi Umferðarráðs, Árvekni og Landsbjargar. VEITTUR verður 15% kynning- arafsláttur af Moltu og Potta- moltu fram til 10. júní hjá endur- vinnslustöðvum Sorpu, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Pok- inn af Moltu kostar 900 krónur með afslætti og pokinn af Potta- moltu 1.000 krónur. Molta og Pottamolta fást í 30 lítra pokum. „Framleiðsla á jarðvegsbætiefn- inu Moltu fer fram í Álfsnesi en um er að ræða hágæða jarðvegs- bæti sem eingöngu er framleiddur úr grasi og kurluðum trjágrein- um. Við vinnsluna er þessum tveimur hráefnum blandað saman í ákveðnum hlutföllum og efnið lagt út í múga. Múgunum er síðan snúið reglulega til að nægjanlegt súrefni komist að efninu og þann- ig flýtt fyrir niðurbroti þess. Vinnslan tekur um tíu vikur og að þeim tíma liðnum er efnið látið vera í múgunum fram til næsta vors. Þá er efnið sigtað og búnar til úr því tvær afurðir Molta og Pottamolta, sem er blanda af mó- mold og moltu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins sem vilja nálgast efnið í miklu magni geta keypt afurðina í lausu í Álfsnesi og sjá starfsmenn urð- unarstaðarins um að moka því á kerrur.“ 15% kynning- arafsláttur af Moltu Molta og Pottamolta fást hjá Sorpu og eru í 30 kílóa pokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.