Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 11
S-listar og önnur sameiginleg fé-
lagshyggjuframboð unnu víða góða
sigra. Þar stendur stórsigur í Hafn-
arfirði upp úr, þar sem Samfylkingin
náði hreinum meirihluta ein síns liðs,
án aðstoðar vinstri grænna og fram-
sóknarmanna. Í Árborg náði Sam-
fylkingin einnig góðum árangri, fékk
yfir 40% atkvæða, og í Vestmanna-
eyjum hélt Vestmannaeyjalistinn,
undir forystu samfylkingarmannsins
Lúðvíks Bergvinssonar, sínum þrem-
ur bæjarfulltrúum þrátt fyrir að
framsóknarmenn yfirgæfu samstarf-
ið og næðu inn manni af eigin lista.
Ósigur Fjarðalistans í Fjarða-
byggð er hins vegar skellur fyrir
samfylkingarsinna og í Sandgerði
missti Sandgerðislistinn jafnframt
meirihluta sinn.
Vinstri grænir ná lítilli fótfestu
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
gekk nú, rétt eins og Samfylkingin, í
gegnum sínar fyrstu sveitarstjórna-
kosningar. Flokksmenn um allt land
hafa verið fullir sjálfstrausts undan-
farin misseri vegna góðs gengis
flokksins í skoðanakönnunum á
landsvísu. Í könnunum hefur flokk-
urinn fengið um og yfir 20%, reyndar
heldur lægra upp á síðkastið og fékk
19% stuðning í síðustu könnun Fé-
lagsvísindastofnunar fyrir Morgun-
blaðið fyrr í mánuðinum. Hvort sem
miðað er við þá tölu eða kjörfylgi
vinstri grænna í síðustu þingkosning-
um, 9,1%, hlýtur niðurstaðan að vera
flokksmönnum vonbrigði. Í þeim
sveitarfélögum, þar sem U-listi var
boðinn fram, fékk flokkurinn aðeins
6,8% atkvæða. Hvorki í Kópavogi né
Hafnarfirði náði U-listinn inn manni.
Á Akureyri fór Valgerður Bjarna-
dóttir inn í bæjarstjórn á 8,7% at-
kvæða, sem hlýtur að teljast fremur
slakur árangur í höfuðstað kjördæm-
is formanns flokksins. Eini sigur
vinstri grænna, sem stendur undir
nafni, er niðurstaðan í Skagafirði, þar
sem U-listinn fékk 20,4%. Auðvitað
eiga vinstri grænir hlutdeild í fleiri
sigrum, þá ekki sízt Reykjavíkurlist-
ans þar sem liðsmaður þeirra var í
efsta sæti. Einnig mætti nefna sigra
Ólafsfjarðarlistans og Húsavíkurlist-
ans á þessum stöðum.
Engu að síður stendur það eftir að
sem sérstakt framboð hefur Vinstri-
hreyfingin grænt framboð lítilli fót-
festu náð í sveitarstjórnum og kosn-
ingarnar hafa ekki fært flokknum
þann byr í seglin, sem hann vonaðist
áreiðanlega eftir fyrir þingkosning-
arnar á næsta ári. Hugsanlega líður
flokkurinn fyrir það í sveitarstjórna-
kosningunum hversu mikið hann á
undir persónulegu fylgi formannsins,
Steingríms J. Sigfússonar.
Svipuð útkoma
Framsóknarflokksins
Útkoma Framsóknarflokksins er
upp og ofan eftir sveitarfélögum, en
þar sem flokkurinn býður fram eigin
B-lista er útkoma hans að meðaltali
mjög svipuð og fyrir fjórum árum. Þá
fengu B-listarnir 22,13% atkvæða í
sveitarfélögunum þar sem þeir voru
bornir fram, en nú er hlutfallið 22,9%.
Flokkurinn náði góðum árangri í
Kópavogi og Garðabæ og bætti við
sig manni á báðum stöðum. Jafn-
framt gera framsóknarmenn tilkall
til hlutdeildar í sigri Reykjavíkurlist-
ans, þótt frambjóðendur flokksins
hafi ekki verið áberandi í kosninga-
baráttunni í Reykjavík. Hins vegar
töpuðu framsóknarmenn bæjar-
fulltrúum sínum bæði í Hafnarfirði
og Reykjanesbæ. Á heildina litið má
segja að staða Framsóknarflokksins
sé svipuð og í síðustu sveitarstjórna-
kosningum. Fylgi flokksins þar sem
hann bauð fram lista er talsvert
meira en kjörfylgi hans í síðustu
þingkosningum, sem var 18,4%, en
hefur þó varla forspárgildi fyrir kosn-
ingarnar á næsta ári, eins og sagan
sýnir.
Frjálslyndir komu á óvart
Frjálslyndir og óháðir komu á
óvart og náðu inn mönnum bæði á
Ísafirði, þar sem F-listinn fékk rúm-
lega 13% stuðning, og í Reykjavík,
þar sem Ólafur F. Magnússon komst
í borgarstjórn með 6,1% atkvæða.
Frjálslyndir hafa því náð dálítilli fót-
festu í sveitarstjórnamálunum og það
verður þeim án efa hvatning fyrir
þingkosningarnar á næsta ári. Á síð-
ustu áratugum hefur ekki verið al-
gengt að nýir flokkar, sem komast
inn á Alþingi, nái jafnframt árangri í
sveitarstjórnakosningum og er
Kvennalistinn líklega eina dæmið þar
um.
Engin skoðanakönnun spáði frjáls-
lyndum jafnmiklu fylgi og því, sem
þeir fengu í Reykjavík þegar upp var
staðið. Á því geta verið tvær skýr-
ingar. Annars vegar getur hafa verið
um að ræða fylgissveiflu á síðustu
stundu. Hins vegar gæti líka verið að
skoðanakannanirnar hafi hreinlega
ekki mælt fylgi þeirra rétt, eins og
stuðningsmenn framboðsins héldu
raunar stíft fram fyrir kosningarnar.
Hér skal sett fram tilgáta um hvernig
þetta gæti hafa gerzt, þótt kannana-
fræðingar muni án efa reyna að
hrekja hana. Frjálslyndir beindu
málflutningi sínum mjög til sjúklinga,
öryrkja og aldraðra og ætla má að
margir kjósendur þeirra hafi verið úr
þessum hópum. Hluti aldraðra lendir
aldrei í úrtaki a.m.k. sumra skoðana-
könnunarfyrirtækja, sem spyrja oft-
ast aldurshópinn 18–75 ára eða 18–80
ára. Skoðanakannanir eru jafnframt
gerðar í gegnum síma og það er rétt
hugsanlegt að hlutfallslega fleiri
kjósendur Frjálslyndra og óháðra en
annarra séu annaðhvort tekjulágt
fólk í lélegu bráðabirgðahúsnæði og
hafi ekki síma eða þá að það náist síð-
ur í þá, t.d. vegna sjúkrahússvistar.
olafur@mbl.is
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 11
MEIRIHLUTAVIÐRÆÐUR eða
þreifingar um samstarf eru hafnar á
milli flokka og framboðslista í fjölda
sveitarfélaga um allt land í kjölfar
sveitarstjórnakosninganna á laugar-
dag.
Í Kópavogi eru hafnar viðræður
um myndun næsta meirihluta. Gunn-
ar Birgisson, oddviti Sjálfstæðis-
flokks í Kópavogi, sagði í gærmorgun
að sjálfstæðismenn hygðust byrja á
viðræðum við Framsóknarflokkinn,
slíkt væri eðlilegt í ljósi þess að flokk-
arnir hefðu setið saman í meirihluta í
12 ár. Gunnar og Flosi Eiríksson,
oddviti Samfylkingarinnar, hittust
hins vegar á sunnudag og áttu með
sér óformlegar viðræður, skv. upp-
lýsingum blaðsins.
Sjálfstæðisflokkur fékk fimm bæj-
arfulltrúa í Kópavogi í sveitarstjórna-
kosningunum á laugardag. Fram-
sóknarflokkur bætti við sig einum og
fékk þrjá en Samfylkingin fékk þrjá
bæjarfulltrúa.
Samfylkingin og Framsóknar-
flokkur á Akranesi undirrituðu á
sunnudag viljayfirlýsingu um að unn-
ið verði að myndun meirihluta í bæj-
arstjórn. Málefnasamningur verður
kynntur síðar, segir í yfirlýsingunni,
sem er undirrituð af þremur bæjar-
fulltrúum Samfylkingar og tveimur
fulltrúum Framsóknarflokks auk
varafulltrúa.
Líkur á samstarfi Samfylkingar
og Framsóknar í Hveragerði
Allt þykir benda til þess að Sam-
fylkingin og Framsóknarflokkurinn
myndi nýjan meirihluta í Hveragerði.
Árni Magnússon, efsti maður á lista
Framsóknarflokksins í Hveragerði,
sagði í gær að framboðin hefðu náð
saman um öll grundvallaratriði um
kosninganóttina og stefnt væri að því
að ljúka málefnavinnu í vikunni.
Árni taldi líklegt að fulltrúar fram-
boðanna kæmu saman til fundar á
morgun og fljótlega upp úr því ætti
meirihlutinn að taka á sig endanlega
mynd. Árni sagði að öllum líkindum
yrði auglýst eftir bæjarstjóra í
Hveragerðisbæ. Hálfdán Kristjáns-
son hefur gegnt starfi bæjarstjóra í
Hveragerði. Í kosningunum nú fékk
Sjálfstæðisflokkurinn þrjá bæjarfull-
trúa, Framsóknarflokkurinn tvo og
Samfylkingin og óháðir tvo.
Þreifingar í Fjarðabyggð
Þreifingar milli stjórnmálafylkinga
í Fjarðabyggð eru hafnar að loknum
kosningum. Smári Geirsson, efsti
maður á lista Fjarðalistans, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi
að ýmsir kostir væru í stöðunni og
gerði hann ráð fyrir að skýrast myndi
í dag hvernig að meirihlutaviðræðum
verður staðið. Fjarðalistinn, tapaði
meirihluta sínum í kosningunum og
fékk fjóra af níu bæjarfulltrúum.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo,
Framsóknarflokkurinn tvo og Bið-
listinn einn bæjarfulltrúa.
Bjartsýni á samstarf
B-lista og S-lista í Árborg
Viðræður eru hafnar milli Sam-
fylkingar og Framsóknarflokks um
myndun nýs meirihluta í Árborg.
Þorvaldur Guðmundsson, efsti mað-
ur á lista Framsóknarflokks, kvaðst í
gær vera bjartsýnn á myndun nýs
meirihluta og taldi líklegt að hann
verði kynntur til sögunnar á næstu
dögum.
Samfylkingin og Framsóknar-
flokkur undirrituðu viljayfirlýsingu
um meirihlutaviðræður aðfaranótt
sunnudags og viðræður hófust strax
á sunnudag. Reyna á að hraða við-
ræðum og ljúka þeim á næstu tveim-
ur dögum.
Framsóknarflokkur og Sjálfstæð-
isflokkur voru í meirihluta í Sveitar-
félaginu Árborg fyrir síðustu kosn-
ingar. Í kosningunum um helgina
fékk Samfylkingin fjóra menn,
Framsóknarflokkur þrjá menn og
Sjálfstæðisflokkur tvo menn.
Spurður hvort Karl Björnsson, nú-
verandi bæjarstjóri í Árborg, yrði
áfram bæjarstjóri ef framboðin næðu
saman um myndun nýs meirihluta
sagði Þorvaldur ekki væri búið að
taka afstöðu til þess.
Vestmannaeyjalisti óskar eftir
viðræðum við framsóknarmenn
Vestmannaeyjalistinn hefur form-
lega óskað eftir viðræðum um meiri-
hlutasamstarf við Framsóknarflokk-
inn í Vestmannaeyjum. Lúðvík
Bergvinsson, efsti maður á lista Vest-
mannaeyjalistans, sagði að sent hafi
verið bréf þess efnis til Framsókn-
arflokksins og beðið væri eftir svari.
Framsóknarmenn héldu fund í gær-
kvöldi til að fjalla um málið. Lúðvík
sagðist telja meiri líkur en minni á því
að viðræður færu af stað.
,,Það eru söguleg tíðindi að meiri-
hlutinn sé fallinn og Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur lýst því yfir að hann
myndi ekki starfa með neinum eftir
kosningar. Skilaboð kjósenda eru
einnig nokkuð skýr um að þeir vilji
breytingar þegar nær fjórði hver
kjósandi Sjálfstæðisflokksins yfirgef-
ur skipið og ákveður að veita öðrum
brautargengi,“ sagði Lúðvík.
Meirihluti sjálfstæðismanna til 12
ára í bæjarstjórn féll í kosningunum
um helgina. Vestmannaeyjalistinn
fékk þrjá bæjarfulltrúa og Sjálfstæð-
isflokkurinn þrjá bæjarfulltrúa. Þá
fékk Framsóknarflokkurinn einn
bæjarfulltrúa.
Lúðvík segist ekki sækjast eftir
stól bæjarstjóra. ,,Ég stefni að því að
fara í þingkosningar að ári og mér
finnst þessi tvö störf ekki fara saman.
Það er einboðið að ég stefni að því að
sinna mínu starfi sem bæjarfulltrúi
og þingmaður, sem ég tel aftur á móti
að fari vel saman,“ sagði hann.
VG og Sjálfstæðisflokkur ræða
meirihluta í Skagafirði
Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar
Græns framboðs og Sjálfstæðis-
flokksins í Sveitarfélaginu Skagafirði
komu saman til fundar í gær til þess
að ræða mögulega myndun nýs
meirihluta. Ársæll Guðmundsson,
efsti maður á lista VG í Sveitarfé-
laginu Skagafirði, sagði í gær að við-
ræður milli VG og Sjálfstæðisflokks-
ins hefðu átt sér stað í á
sunnudagskvöldið. Hann sagði slíkar
viðræður eðlilegar í ljósi úrslita kosn-
inganna, en VG býður í fyrsta skipti
fram í sveitarstjórnakosningum í
Skagafirði.
Framsóknarflokkur og Skaga-
fjarðarlisti mynduðu meirihluta á síð-
asta kjörtímabili. Gunnar Bragi
Sveinsson, efsti maður á lista Fram-
sóknarflokksins í Sveitarfélaginu
Skagafirði, sagði í gær að flokkurinn
hefði lýst yfir áhuga á að ræða við
VG, en beðið væri eftir því hver yrði
niðurstaðan í viðræðum Sjálfstæðis-
flokks og VG. Framsóknarmenn biðu
rólegir eftir því hvað gerist næst en
væru hins vegar tilbúnir í viðræður.
Ræða áframhaldandi
samstarf á Ísafirði
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks í bæjarstjórn Ísa-
fjarðarbæjar ræddust við á sunnudag
og í gær en þessir flokkar mynduðu
meirihluta á síðasta kjörtímabili og
eru líkur taldar á að samkomulag ná-
ist um áframhaldandi meirihlutasam-
starf.
Viðræður hafnar
víða um myndun
meirihluta
ALLS fóru fram atkvæðagreiðslur
í fimm sveitarfélögum um tillögur
að nöfnum á sameinuðum sveit-
arfélögum samhliða sveitarstjórna-
kosningum á laugardag. Meðal
nafna sem hlutu náð fyrir augum
íbúa voru Bláskógabyggð, Skaga-
byggð og Þingeyjarsveit. Að sögn
félagsmálaráðuneytis skal ítrekað
að nafnakosningarnar eru ekki
bindandi og munu viðkomandi
sveitarstjórnir greiða atkvæði um
tillögurnar. Líklegt má þó telja að
val kjósenda ráði úrslitum.
Í Húsavíkurkaupstað og Reykja-
hreppi hlaut Húsavíkurbær flest
atkvæði en kosið var á milli fjög-
urra nafna. Örnefnanefnd hafði
mælt með Húsavíkurbyggð, Skjálf-
andabyggð eða Reykjabyggð og að
Húsavíkurbær kæmi til greina.
Fimm nöfn komu til álita fyrir
sveitarfélag sem varð til við sam-
einingu Djúpárhrepps, Holta- og
Landsveitar og Rangárvalla-
hrepps.
Nafnið Rangárþing ytra fékk
flest atkvæði en valið stóð auk þess
um Heklubyggð, Rangárbyggð,
Rangárhrepp og Rangársveit.
Kjósendur í sameinuðu sveitar-
félagi Ljósavatnshrepps, Bárð-
dælahrepps, Hálshrepps og Reyk-
dælahrepps völdu flestir nafnið
Þingeyjarsveit en valið stóð auk
þess um Þingeyjarhrepp og Ljós-
vetningabyggð.
Í sveitarfélagi Biskupstungna-,
Laugardals- og Þingvallahrepps
var nafnið Bláskógabyggð hlut-
skarpast. Kosið var einnig um
Gullfossbyggð, Skálholtsbyggð og
Þingvallabyggð.
Í sveitarfélagi Skagahrepps og
Vindhælishrepps völdu flestir nafn-
ið Skagabyggð en auk þess stóð
valið á milli Skagahrepps og Vind-
hælishrepps.
Bláskógabyggð
og Húsavíkurbær
í hópi tillagna
MIKILVÆGT er að öll atkvæði skili
sér til talningarfólksins og þarf því
að gæta þeirra vel. Hér ber lög-
reglumaður kjörkassa fulla af at-
kvæðaseðlum inn í Ráðhúsið í
Reykjavík á laugardagskvöld.
Morgunblaðið/Júlíus
Rogast með atkvæðin