Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Audi A6 2.4 V6, f.skr.d. 14.04. 2000, ek. 32 þ. km, 4 d., sjálfsk., 16" álf., leðurinnrétting o.fl. Verð 3.890.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi. Opnunartímar: Mánud.-föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is MIKLAR skemmdir voru unnar á neyðarskýlinu á Hellisheiði um helgina. Á laugardag fékk lögreglan á Selfossi upplýsingar um að búið væri að brjóta þar rúður og skemma flest það sem hægt var að skemma. Þeir sem hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 480-1010. Þá auglýsir lögregla eftir vitnum að átökum í Hveragerði aðfaranótt sunnudags. Í fyrra tilfellinu réðist karlmaður á konu rétt eftir miðnætti utan við Kaffé-Róm og veitti henni áverka í andliti. Hin árásin var um kl. 3.50 utan við Kjarvalsverslunina í Breiðumörk. Þar urðu talsverðar stimpingar milli manna sem lauk með því að einn fingurbrotnaði. Snemma á sunnudagsmorgun datt maður fram af svölum á 3. hæð en slapp án beinbrota. Miklar skemmdir unnar á neyðarskýli Morgunblaðið/Ásdís Svona var umhorfs eftir heimsókn skemmdarvarganna. að rétt þótti að kalla út bát til að sækja stúlkuna í fjöruna. Klettarn- ir eru á að giska 3–4 metra háir en þegar þeim sleppir tekur við snar- brött hlíð niður í stórgrýtta fjöru. Eftir fallið skorðaðist stúlkan milli tveggja steina. Meðan verið var að hlúa að stúlkunni sjósetti slökkviliðið bát sem sigldi með hana að smábátahöfn Snarfara. Þar beið sjúkrabifreið sem flutti stúlkuna á slysadeild í Fossvogi. Stúlkan mun hafa verið að leik við hamrana þegar hún féll þar nið- ur. Lögreglan í Grafarvogi beinir því til foreldra að fylgjast vel með börnum sínum þegar þau eru að leik á þessum slóðum og brýna fyr- ir þeim að fara varlega við klettana. NÍU ára stúlka féll fram af klett- um og niður í fjöru við Krosshamra í Grafarvogi síðdegis á sunnudag. Alls var fallið um 10–12 metrar, þar af frjálst fall um 3–4 metrar, og hlaut stúlkan áverka á höfði, baki og vinstri handlegg. Skv. upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru að- stæður á slysstað með þeim hætti Níu ára stúlka féll fram af klettum Morgunblaðið/Sverrir Þegar klettunum sleppir tekur við snarbrött hlíð niður í fjöru. Lögregla og sjúkralið bíða eftir bátnum. EFNAHAGSBROTADEILD ríkis- lögreglustjóra hefur nú til rannsókn- ar meintan fjárdrátt fyrrverandi endurskoðanda Tryggingarsjóðs lækna. Málið barst lögreglu að frum- kvæði endurskoðandans sjálfs. Í byrjun mánaðarins fór lögmaður endurskoðandans á fund efnahags- brotadeildarinnar og lagði fram játn- ingu fyrir hönd umbjóðanda síns. Í játningunni viðurkennir maðurinn að hafa dregið sér fé úr sjóðnum í yf- ir áratug. Hann segir að um 27 millj- ónir króna sé að ræða og að hann hafi skilað öllum peningunum aftur. Þorsteinn Gíslason, formaður stjórnar Tryggingasjóðs lækna, seg- ir að maðurinn, sem er löggiltur end- urskoðandi, hafi verið rekstraraðili sjóðsins frá stofnun hans, í rúma þrjá áratugi. Hann segir að í játn- ingu mannsins komi fram að fjár- drátturinn hafi byrjað árið 1984 og að hann hafi dregið sér fé úr sjóðn- um í rúman áratug. Endurskoðand- inn hafi hætt því fyrir nokkrum ár- um, ekki treyst sér til að halda þessari svikamyllu áfram og því ákveðið að leggja inn játningu. Í samtali við Morgunblaðið stað- festi Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóraembættisins, að deildin hafi þetta mál til rannsóknar. Margir komi að rannsókn málsins, þar á meðal Fjármálaeftirlitið þar sem um eftirlitsskyldan sjóð er að ræða. Hann segir óvenjulegt að mál ber- ist lögreglunni með þessum hætti. Þorsteinn segir að nýr endurskoð- andi hafi verið ráðinn, að tillögu Fjármálaeftirlitsins, til að fara yfir fjármál sjóðsins og segir hann að bú- ast megi við að þeirri endurskoðun verði lokið eftir um fjórar vikur. Þorsteinn segir að þetta hafi kom- ið stjórninni á óvart, en ríkislög- reglustjóri hafði samband við stjórn- ina eftir að játning lá fyrir. Ekki hafi verið greitt í sjóðinn í fjögur ár þar sem til standi að leggja hann niður vegna smæðar. Félagar hafi árið 1999 verið 46 talsins, en síðustu ár hafi þeim fækkað talsvert. Þorsteinn segir að endurskoðandinn hafi ekki rætt málið við stjórn sjóðsins og hann hafi ekki gefið stjórnarmönn- um færi á að ræða málið við sig. Endurskoðandi lagði fram játningu um fjárdrátt Segist hafa skilað öllum peningunum VIÐSKIPTAVINIR Sparisjóðs Kópavogs þurfa að reiða fram 190 krónur til að fá afgreiðslu utan hefðbundins afgreiðslutíma. Í Landsbankanum er gjaldið 150 krónur og í Búnaðarbanka 120 kr. Íslandsbanki tekur ekki sérstakt gjald fyrir afgreiðslu um helgar og eftir klukkan fjögur virka daga. Guðrún Gísladóttir, þjónustu- stjóri hjá Sparisjóðnum í Kópa- vogi, segir að rökin fyrir því að rukka þetta gjald séu þau að þeir sem vilji nýta sér bankaþjónustu utan hefðbundins opnunartíma greiði fyrir þjónustuna. SPK hefur útibú í Select í Smáranum þar sem opið er til klukkan 20 virka daga og 12-18 um helgar. 190 krónur eru teknar fyrir afgreiðsluna og skiptir þá ekki máli hversu margar færslur eru gerðar fyrir hvern við- skiptavin. Gjaldið er ekki tekið þegar fólk leggur inn á reikning í bankanum. Hjá Landsbankanum er af- greiðslugjaldið 150 krónur og eru innborganir á reikning í Lands- bankanum undanþegnar. Sigríður Sigurðardóttir, afgreiðslustjóri í útibúi Landsbankans í Smáralind, segir að fólk taki þessu gjaldi al- mennt vel þótt alltaf séu einhverjir ósáttir, eins og gengur og gerist með gjaldskrár. Segir hún eðlilegt að þjónusta utan hefðbundins tíma kosti. Torvelt að rökstyðja álagningu gjalds Íslandsbanki tekur ekki sérstakt afgreiðslugjald í sínum útibúum utan hefðbundins opnunartíma. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri útibúasviðs, segir að um samfelld- an opnunartíma sé að ræða og að engin rök séu fyrir því að hækka verðið eftir að klukkan verður eitt- hvað visst. Erfitt sé að koma því við og torvelt að rökstyðja það. Hann segist ekki eiga von á því að afgreiðslugjöldin skipti verulegu máli í rekstri útibúa. Hann segir að Íslandsbanki hafi sambærilega verðskrá og aðrir bankar hvað þjónustugjöld varðar, bankinn taki ekki hærri upphæðir fyrir þjón- ustu til að jafna upp þennan mun. Sparisjóður tekur 190 krónur en Ís- landsbanki ekkert Afgreiðslugjöld lögð á viðskiptavini utan hefðbundins afgreiðslutíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.