Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 38
HESTAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vörurnar sem virka FREMSTIR FYRIR GÆÐI Gæðingamót Fáks haldið á Víðivöllum Gígja frá Auðsholtshjáleigu, kn.: Atli Guðmundsson, ................... 8,81/8,95 Víkar frá Torfastöðum, kn.: Tómas Ragnarsson, ................. 8,53/8,61 Bylur frá Skáney, kn.: Sigurbjörn Bárðarson, ............. 8,50/8,61 Stjarni frá Dalsmynni, kn.: Ragnar Hinriksson, .................. 8,59/8,56 Riddari frá Krossi, kn.: ................... 8,52/8,56 Arna frá Varmadal, kn.: Edda R. Ragnarsdóttir, ........... 8,47/8,50 Garpur frá Auðsholtshjáleigu, kn. í fork.: Atli Guðmundsson, kn. í úrsl.: Daníel Jónsson, .............. 8,65/8,46 Frosti frá Heiði, kn.: Sigurður V. Matthíasson, ........ 8,39/8,44 A-flokkur, áhugamenn Drífa frá Miðhjáleigu, kn.: Susie Haugaard, ....................... 7,91/8,25 Kolfreyja frá Magnússkógum, kn.: Arna Rúnarsdóttir, .................. 8,11/8,23 Hrafnhildur frá Hömluholti, kn.: Sigurþór Jóhannesson, ............ 7,34/7,86 Svala frá Krossi, kn.: Elisabet Pauser, ....................... 7,19/7,76 Hersir frá Breiðavaði, kn.: Rúnar Bragason, ...................... 7,94/7,47 6. Dimma, kn.: Svandís B. Kjartansdóttir, ...... 7,41/7,23 B-flokkur Kjarkur frá Egilsstöðum, kn.: Sigurður V. Matthíasson, ........ 8,66/9,08 Dynur frá Hvammi, kn.: Þórður Þorgeirsson, ................. 8,61/8,89 Sveinn Hervar frá Þúfu, kn.: Atli Guðmundsson, ................... 8,67/8,83 Kólfur frá Stangarholti, kn.: Hinrik Bragason, ...................... 8,60/8,75 Oddur frá Blönduósi, kn.: ................ 8,55/8,62 Huginn frá Bæ, kn. í fork.: Atli Guðmundsson, kn. í úrsl.: Einar Ö. Magnússon,..... 8,57/8,58 Glúmur frá Reykjavík, kn.: Ólafur Ásgeirsson, .................... 8,48/8,53 Óskar frá Litladal, kn.: Sigurbjörn Bárðar- son B-flokkur, áhugamenn Spaði frá Skarði, kn.: Sara Steinþórsdóttir, ............... 8,05/8,12 Gráni, kn.: Rúnar Bragason, .......... 7,95/8,10 Sokki frá Akureyri, kn.: Ólöf Guðmundsdóttir, .............. 8,09/8,03 Ungmenni Logi frá Skarði, kn.: Sylvía Sigurbjörnsdóttir, ................. 8,62 Glaumur frá Auðsholtshjáleigu, ............. 8,62 Frakkur frá Mýnesi, kn.: Viðar Ingólfsson, .............................. 8,37 Vígahrappur, kn.: Rut Skúladóttir, ........ 8,37 Zorró frá Álfhólum, kn.: Hrefna M. Ómarsdóttir, .................. 8,35 Rúna frá Múla, kn.: Vilfríður Sæþórsdóttir, .................... 8,35 Blakkur frá Lambleiksstöðum, kn.: Unnur B. Vilhjálmsdóttir, ............... 8,27 Draupnir frá Dalsmynni, kn.: Harpa Kristinsdóttir, ....................... 7,84 Unglingar Strengur frá Víðiholti, Anna K. Kristinsdóttir, ........................... 8,46 Natan frá Hnausum, kn.: Anna F. Bianchi, ............................... 8,39 Frami frá Auðsholtshjáleigu, kn.: Eyvindur H. Gunnarsson, ............... 8,35 Fjölnir frá Brekkum, kn.: Björn Ástmarsson, ........................... 8,34 Gæfa, kn.: Þóra Matthíasdóttir, ............. 8,33 Hvinur frá Syðra-Fjalli, Unnur G. Ásgeirsdóttir, .......................... 8,09 Bói, kn.: Hjörtur J. Hjartarson, ............. 7,26 Börn Haukur frá Akurgerði, kn.: Valdimar Bergstað, .......................... 8,63 Gyðja frá Syðra-Fjalli, kn.: Vigdís Matthíasdóttir, ..................... 8,55 Húni frá Torfunesi, kn.: Sara Sigurbjörnsdóttir, ................... 8,52 Krapi frá Miðhjáleigu, kn.: Lilja Ó. Alexandersdóttir, ............... 8,38 Roði frá Finnastöðum, kn.: Teitur Árnason, ................................ 8,30 Erró frá Galtanesi, kn.: Ellý Tómasdóttir, ............................. 8,29 Hafliði, kn.: Jón A. Herkovic, ................. 8,26 Glóblesi frá Síðu, kn.: Edda H. Hinriksdóttir, .................... 8,23 Tölt Sveinn Ragnarsson, Fáki, á Hring frá Húsey, ......................... 7,81 Sigurbjörn Bárðarson á Kóngi frá Miðgrund, ............................. 7,75 Ragnar Tómasson á Hegra frá Glæsibæ, .............................. 7,38 Leó G. Arnarson á Ásdísi frá Lækjarbotnum, .................................. 7,21 Lena Zielinski á Glaumi frá Auðsholtshjáleigu, ............................. 6,88 Tómas Ö. Orrason á Skörungi frá Brattholti, ........................................... 6,72 100 metra flugskeið Sigurbjörn Bárðarson á Óðni frá Búðardal, .................................... 8,49 sek. Hinrik Bragason á Frosta frá Fossi, ........................................... 8,69 sek. Þórir Ö. Grétarsson á Skunda frá Fossi, ........................................... 9,05 sek. Jóhann Þ. Jóhannesson á Grána frá Grund, ................................................. 9,06 Halldór Guðjónsson á Döllu frá Dallandi, ...................................... 9,18 sek. Tómas Ö. Snorrason á Veru frá Grenstanga, ................................ 9,18 sek. 150 metra skeið Jóhann Þ. Jóhannesson á Grána frá Grund, ....................................... 13,74 sek. Sigurður V. Matthíasson á Ölveri frá Stokkseyri, ................................ 15,02 sek. Sigurbjörn Bárðarson á Snarfara frá Kjalarlandi, ............................... 15,89 sek. Alexander Hrafnkelsson á Snerpu frá Reykjavík, ................................. 16,25 sek. Þórir Ö. Grétarsson á Gná frá Reykjavík, ................................. 18,61 sek. 250 metra skeið Sigurbjörn Bárðarson á Óðni frá Búðardal, .................................. 23,29 sek. Sigurður V. Matthíasson á Vaski frá Vöglum, ..................................... 23,54 sek. Sigurður V. Matthíasson á Skjóna frá Hofi, ........................................... 24,10 sek. Einar Ö. Magnússon á Eldi frá Ketilsstöðum, ........................... 24,57 sek. Halldór Guðjónsson á Döllu frá Dallandi, .................................... 24,89 sek. Úrslit N IÐURSTAÐAN úr gæðingamóti Fáks er án efa ein sönnun þess mikla skaða sem hlot- ist hefur af brott- hvarfi Oturs frá Sauðárkróki úr ís- lenskri hrossarækt. Sömuleiðis styrkir hún góða stöðu Orra frá Þúfu á þessum vettvangi ennfrekar. Gæðingakeppni Fáks hefur verið ein hin sterkasta um langa tíð og hestar frá félaginu ávallt verið á meðal þeirra fremstu á landsmótum. Keppnin nú var um leið úrtaka fyrir landsmótið á Vindheimamelum og verður engin breyting á þeirri reglu að fáksmenn mæti þar mjög sterkir til leiks. Sviptingar og spenna All nokkrar sviptingar urðu í úr- slitum og urðu Sveinn Hervar frá Þúfu og Atli Guðmundsson að gefa eftir fyrsta sætið í B-flokki eftir að Sveinn Hervar greip illa á sig í upp- hafi yfirferðartöltsins. Eftir tölt og brokk höfðu þeir góða stöðu en ekk- ert mátti út af bregða því sigurveg- arar síðasta árs Kjarkur frá Egils- stöðum og Sigurður V. Matthíasson voru ekki langt undan og yfirferðin þeirra sterkasta hlið. Mátti glöggt greina að ekki væri allt með felldu hjá Atla og Sveini Hervari á yfir- ferðinni og urðu lokin þau að Kjark- ur og Sigurður höfðu sigurinn að endingu og hlutu hvorki meira né minna en 9,08 í einkunn og er það annað árið í röð sem þeir fara yfir níu í aðaleinkunn. Sveinn Hervar og Atli urðu að gera sér að góðu þriðja sætið því Dynur frá Hvammi og Þórður Þorgeirsson sættu lagi og tóku annað sætið. Í A-flokki gekk betur hjá Atla sem var með tvö hross í úrslitum, Gígju frá Austvaðsholti sem var efst eftir forkeppni og Garp frá Auðsholtshjá- leigu. Daníel Jónsson reið Garpi í úr- slitum en Atli sigldi Gígju í efsta sætið af miklu öryggi og hjuggu nærri níu múrnum og fengu 8,95. Tóku sumir svo djúpt í árinni að full- yrða hér færi sigurkandídat í A- flokki á landsmóti. Ósagt skal um það látið en víst má þó telja að eitt þriggja efstu sætanna gæti verið í sjónmáli. Víkar frá Torfastöðum sem Tóm- as Ragnarsson sýndi þoldi vel sam- anburðinn í úrslitum og unnu þeir félagar sig upp úr fjórða sæti í annað sætið. Tómas virðist óðum stefna í sitt gamla form en hann var sem kunnugt er einn fremsti reiðmaður landsins um árabil. Víkar virðist eiga mikið inni, þetta er örviljugur hestur sem Tómas virðist eiga fullt í fangi með að hemja. Var hann til að mynda hæstur fyrir brokk en annars mjög jafnsterkur hestur á öllum gangi og minnir um margt á hálf- bróður sinn Hjörvar frá Ketilsstöð- um. Bylur frá Skáney og Sigurbjörn Bárðarson voru einnig í góðum gír í úrslitum og sigldu af nokkru öryggi í þriðja sætið en Stjarni frá Dals- mynni og Ragnar Hinriksson lækk- uðu um eitt sæti úr þriðja í það fjórða. Yngriflokkasveit Fáks á lands- móti verður ekki síður sterk þótt dómarar væru nokkuð íhaldssamir á hærri tölurnar með góðu undan- tekningum þó. Mikillar óánægju gætti með afar lélega mótsskrá sem gefin var út mótgestum til glöggvunar. Í listum yfir þátttakendur í gæðingakeppn- inni var aðeins getið um nöfn hrossa, nafn knapa og lit hrossanna. Aldurs og fæðingarstaða er ekki getið né heldur eigenda hrossanna sem hing- að til hefur tíðkast þegar um gæð- ingakeppni hefur verið að ræða. Er nú öldin önnur en þegar Fákur var með afbragðs góðar mótsskrár með öllum upplýsingum sem hér er getið auk nafna foreldra þátttökuhrossa. Þetta er þriðja mótið í röð hjá Fáki þar sem boðið er upp á slíka hörm- ung og má segja að það skjóti skökku við nú þegar félagið heldur upp á 80 ára afmæli sitt á árinu eins og fram hefur komið. Borið er við göllum í tölvukerfi í eigu félagsins og er ömurlegt til þess að vita að stærsta hestamannafélag landsins skuli búa við svo slæman kost meðan flest önnur félög í kring hafa þessa hluti í mjög góðu lagi. Þess má geta að við skráningu voru allar upplýs- ingar gefnar upp af þátttakendum. En svo vikið sé aftur að þætti Orra frá Þúfu og Oturs frá Sauð- árkróki í þessu móti þá er það eins- dæmi að einn hestur eigi afkomend- ur í þremur efstu sætum í B-flokki og fjóra efstu í A-flokki. Gígja, Garp- ur og Stjarni eru öll undan Orra og Dynur og Sveinn Hervar sömuleiðis. Við bætast svo Kjarkur, Huginn frá Bæ og Víkar sem eru synir Oturs og um leið hálfbræður Orra. Auk þessa voru nokkur önnur afkvæmi þeirra beggja sem ekki náðu í úrslit og vissulega geta þau verið fleiri því engar upplýsingar liggja fyrir um ætt hrossanna en slíkt hefði verið hægt að ganga úr skugga um ef gamla mótsskrá Fáks væri enn við lýði. Ætla má að nokkuð háværar raddir þess efnis að Orri gefi ekki nóg af keppnishrossum fari nú brátt að hljóðna. O-feðgarnir alls- ráðandi hjá Fáki Dynur frá Hvammi fer hér mikinn á yfir- ferðinni hjá Þórði Þorgeirssyni og verður spennandi að sjá þá á landsmótinu. Gígja frá Auðsholtshjáleigu er kraftmikil á öllum gangi og vel sýnd af Atla Guðmunds- syni en þau fóru í efsta sæti af miklu öryggi. Morgunblaðið/Vakri Föngulegur hópur Fákshesta sem mætir í B-flokkinn á landsmóti. Kjarkur frá Egilsstöðum á eftir að blanda sér í baráttuna í B-flokki á landsmótinu undir stjórn Sigurðar V. Matthíassonar. Sigurinn virtist í sjónmáli hjá Sveini-Herv- ari og Atla Guðmundssyni þegar sá fyrr- nefndi greip illa á sig. Með sanni má segja að andi þeirra feðga Orra frá Þúfu og föður hans, Oturs frá Sauðárkróki, hafi svifið yfir vötnum á hesta- móti Fáks um helgina. Niðjar þeirra voru aðsópsmiklir í spennandi baráttu um efstu sætin þar sem Valdimar Kristinsson skemmti sér vel ásamt fjölda annarra hestamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.