Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 27 EINN helsti kostur þessarar ör- leikritasyrpu er að hún hvetur leik- skáld til að gera tilraunir. Frelsið, lengd verkanna, val á staðsetningu og samvinnan við myndlistarmennina er allt eitthvað sem leysir ímyndunar- aflið úr læðingi. Benóný Ægisson á að baki fjöl- breyttan feril sem leikskáld. Hann hefur samið a.m.k. tvo mjög ólíka söngleiki, barnaleikrit, unnið með Götuleikhúsinu og hann hefur hlotið verðlaun beggja stóru leikhúsanna í borginni og verk eftir hann hafa verið sýnd á stærstu leiksviðum landsins. Auk þessa hefur hann skrifað leikrit fyrir sjónvarp. Þau verk sem atvinnuleikhúsin og ríkissjónvarpið hafa sýnt hafa verið hefðbundin í uppbyggingu og það er því gaman að sjá Benóný varpa hefð- inni fyrir róða og reyna nýjar leiðir. Verkið sem hér er til umfjöllunar er tilraun með stað, persónur og sam- skipti. Benóný hefur sjálfur bent á að í íbúasnauðri Kvosinni eigi „enginn rætur, einungis erindi“. Erindi per- sónanna í almenningsklósettin í Bankastræti er leit að næði til ýmissa verka, allt frá því að létta á blöðrunni til þess að neyta fíkniefna. Persón- urnar eru stöðumælaverðir og uppar, hvor af sínu kyninu í báðum tilfellum. Textinn skiptist upp í að persónurnar tala við sjálfar sig eða hafa hnitmiðuð samskipti. Kvenstöðumælavörðurinn fárast yfir ástandinu í borginni í dag; starfsbróðir hennar er sérsinna og hefur takmarkaða félagslega færni, enda er hans eigin upplifun einráð í huga hans. Upparnir skaffa fram- vinduna í verkið í andstöðu við til- breytingarsnauðan hversdagsleika stöðumælavarðanna. Skeleggt framakvendið segir fíkniefnaháðum skrifstofumanninum upp og veldur endanlegu skipbroti hans. Stöðumælaverðirnir þvo hendur sín- ar af aðstæðum sem eru utan við lög- sögu þeirra. Flutningur verksins fór fram á þremur stöðum í Bakarabrekkunni samtímis, á bekk á gangstéttinni og á salernunum beggja vegna Banka- strætisins neðanjarðar. Það var þess vegna ómögulegt að fylgjast með á öllum vígstöðvum í einu. Áhorfendur völdu nær undantekningarlaust að fara eftir hefðbundinni kynjaskipt- ingu á staðnum og fylgjast með kyn- bræðrum sínum eða -systrum. Í verk- inu eru kvenpersónurnar ákveðnar og árásargjarnar en karlarnir ýmist utangátta eða fórnarlömb þeirra. Þetta endurspeglar texta skrifstofu- mannsins um karlköngulóna sem blekkir kvendýrið örskotsstund til að ná að viðhalda stofninum, vitandi vits að hún mun gera út af við hann strax og hún sér í gegnum blekkingarvef hans. Þeir kræfustu færa henni um- búðirnar einar í flugu stað. Höfundur sér hann greinilega í sporum köngulóarkarlsins enda hefur hann ráðið sig hjá framakvendinu í starf sem hann stendur ekki undir og nú er komið að skuldadögum. Aðstæðnanna vegna sá undirritað- ur aðeins hluta verksins og verður að byggja upp mynd af þeim óséða eftir hljóðrás. Verkið er langt í frá auðvelt áheyrnar, persónur eru á vissum stöðum látnar tala hver ofan í aðra, og samspil eintala og samskipta er flókið. Sú staðreynd að þær þeirra sem þekkjast tala saman í talstöð eða farsíma en þær sem þekkjast ekki eiga samskipti augliti til auglitis bregður upp athyglisverðri sýn á firr- ingu borgarlífsins. Leikararnir stóðu sig undantekn- ingarlaust vel og lifðu sig eftirminni- lega inn í persónurnar. Steinunn og Ólafur komu á framfæri annars vegar pirringi yfir stöðugu áreiti þess sem innir óvinsælt starf af hendi og hins vegar innhverfni þess sem veltir fyrir sér þeim skilaboðum sem hann fær frá umhverfinu en veit ekki hvernig á að bregðast við. Jóna Guðrún var hárbeitt sem frekjan á framabraut, sem afgreiðir málin vafningalaust, hvort sem hún vill komast inn á upp- tekið salerni eða losa sig við lítils nýt- an starfsmann. Björgvin Franz brá upp snilldarlega innlifaðri mynd af manni á barmi örvæntingar. Leik- stjórnin er vel af hendi leyst hjá Hörpu Arnardóttur, áhersla lögð á raunverulegt tengslaleysi persón- anna og firringuna sem einkennir þær allar. Örleikrit Benónýs er frumleg til- raun sem skilur meira eftir sig en nokkurt síðustu verka hans fyrir svið og sjónvarp. Þrátt fyrir að það væri allt annað en áhorfs- né hlustunar- vænt vekur það margar spurningar sem gaman er að velta fyrir sér. Það er að vona að Benóný haldi áfram á þessari braut – og að hann fái tæki- færi til að koma vangaveltum sínum á framfæri. Myndlistarhluti verksins var eftir Bryndísi Erlu Hjálmarsdóttur og fólst í útlistun á persónunum á litlum spjöldum sem voru límd á salernis- veggina. Þessar vangaveltur Bryn- dísar voru áhugaverð hugarleikfimi, enda töluvert hægt að spá í persón- urnar í víðara samhengi. Aftur á móti verða þessar pælingar ekki beinn hluti af sýningunni, þær eru frekar nokkurs konar neðanmálsgrein við verkið. Borgarlíf LEIKLIST Útvarpsleikhúsið og Listahátíð í Reykjavík Höfundar: Benóný Ægisson og Bryndís Erla Hjálmarsdóttir. Leikstjóri: Harpa Arn- ardóttir. Hljóðstjórn: Hjörtur Svavarsson. Tæknimaður: Georg Magnússon. Leik- arar: Björgvin Franz Gíslason, Jóna Guð- rún Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson og Steinunn Knútsdóttir. Fimmtudagur 23. maí. Í BANKASTRÆTI RÍS EKKERT LENGUR UNDIR NAFNI – NEMA NÚLLIÐ Sveinn Haraldsson Sýning á útskriftar- verkum NÚ stendur yfir vorsýning á verkum útskriftarnemenda Iðnskólans í Hafnarfirði. Plast, gler, málmur og tré eru meðal þess efniviðar sem nemendur nota við listsköpunina. Sýningin er opin v.d. frá kl. 10–17, um helgar kl. 13–18 og stendur til 3. júní. Morgunblaðið/Guttormur Frá undirritun viljayfirlýsingar um samstarf milli Gunnarsstofnunar og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns á Skriðuklaustri. Nýr vefur og sam- starfssamningur Skriðuklaustri. Morgunblaðið. AFMÆLISDAGS Gunnars Gunn- arssonar var minnst með viðhöfn í Skriðuklaustri hinn 18. maí, er hann átti 113 ára fæðingarafmæli. Börn Helga Gíslasonar og Gróu Björns- dóttur á Helgafelli gáfu Gunn- arsstofnun bókasafn föður síns sem lést árið 2000. Í safninu eru á þriðja þúsund bindi: fornsögur, tímarit, ljóðabækur, fræðrit, 20. aldar bó- kenntir, þjóðsagnasöfn og ýmislegt fleira sem koma ætti fræðiiðkendum á Skriðuklaustri til góða. Björn Helgason afhenti bókasafnið form- lega og var afhendingin innsigluð með áletruðum steini er komið verð- ur fyrir á hillu sem Helgi átti, út- skorinn af Ríkarði Jónssyni. Þá var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf milli Gunnarsstofnunar og Landsbókasafns Íslands – Há- skólabókaafns. Það voru þau Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörð- ur og Skúli Björn Gunnarsson, for- stöðumaður Gunnarsstofnunar, sem undirrituðu samninginn. Franzisca Gunnarsdóttir og Gunnar Björn Gunnarsson staðfestu samþykki af- komenda fyrir yfirlýsingunni. Í fyrstu grein viljayfirlýsingarinnar segir m.a.: „Tilgangurinn með vilja- yfirlýsingu þessari er að stuðla að ít- arlegri skráningu og viðeigandi varðveislu á myndum, bókum, skrif- um, handritum, bréfum, blaða- úrklippum og öðrum þeim gögnum er varðar Gunnar Gunnarsson. Markmiðið er að á næstu fimm árum verði til öflugur gagnabanki um skáldið, aðgengilegt á Netinu. Samningsaðilar gefa sér eitt ár til að koma á samstarfi um verkefnið og munu sameiginlega leita fjármagns til að standa straum af kostnaði við þau.“ Þá var opnaður vefur á fimm tungumálum um Gunnar Gunn- arsson. Vefinn opnaði barnabarn skáldsins, Franzisca Gunnarsdóttir. Þá var einnig opnuð ljósmyndasýn- ing með myndbrotum úr mynda- safni Gunnars og Franziscu. Auk þess opnaði Jón Guðmundsson sýn- ingu á ljósmyndum í Galleríi Klaustri sem hann kallar Myndpör- Tvennur. Kirkjuleg sveifla KÓRAR Bústaðakirkju og Laug- arneskirkju halda tónleika í Bú- staðakirkju kl. 20.30 í kvöld, þriðjudagskvöld. Flutt verður kirkjulega tónlist undir stjórn Gunnars Gunnarssonar, ásamt hljómsveit og ýmsum einsöngvur- um úr kórunum. Hljómsveitina skipa: Gunnar Gunnarsson, píanó, Jón Rafnsson, kontrabassi, Matthías M.D. Hem- stock, trommur og Sigurður Flosa- son, trompetar. Dönsk bókaveisla Í TILEFNI af 130 ára afmæli Ey- mundsson verður opnuð í Pennanum- Eymundsson í Austurstræti „dönsk bókaveisla“ í dag kl. 17. Þar verður m.a. sölusýning á nýjum skáldsögum eftir Hanne Vibeke Holst, Susanne Brøgger, Klaus Rifbjerg, Esther Bock, Bent Vinn Nielsen og fleiri. Sérstök kynning verður auk þess á verkum skáldanna Jens Christian Grøndahl, Carsten Jensen og Birgit Pouplier. Sýningin er unnin í sam- starfi við danska sendiráðið. Við opn- unina mun danski djassfiðluleikarinn Kristian Jörgensen spila nokkur lög. Sýningin stendur til 11. júní. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Útibú Eignast‡ring Eignafjármögnun Fyrirtækjasvi› Marka›svi›skipti www.isb.is 440 4000 Allt í einu númeri Me› flví a› hringja í eitt númer, 440 4000, getur›u fengi› samband vi› fljónustuver Íslandsbanka e›a hvern flann starfsmann bankans sem flú flarft a› ná tali af.  Vi› hlökkum til a› heyra í flér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.