Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 17 HAGNAÐUR af rekstri samstæðu SR-mjöls hf. nam 500 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2002. Hagnaður fyrir afskriftir, fjár- magnsliði og áhrif hlutdeildarfélaga nam 587 milljónum króna. Rekstrartekjur námu 3,2 milljörð- um króna á tímabilinu en rekstr- argjöld námu 2,6 milljörðum. Hrein- ar fjármunatekjur námu 103 milljónum króna og eru aðallega til- komnar vegna styrkingar íslensku krónunnar, segir í tilkynningu. Hlutdeild í hagnaði hlutdeildar- félaga nam 67 milljónum. Þá nam veltufé frá rekstri 597 milljónum króna á tímabilinu. Eigið fé félagsins var rúmir 3,6 milljarðar í marslok og eiginfjár- hlutfallið reyndist 36%, en það var 41% í byrjun árs. Veltufjárhlutfallið var 0,95 í lok mars en 0,89 um ára- mót. Reikningsskil tímabilsins eru verðleiðrétt sem fyrr. Að öðrum kosti hefði hagnaður ársfjórðungs- ins verið 27 milljónum króna lægri og eigið fé félagsins hefði verið 52 milljónum króna lægra. Mesta magn í sögu félagsins Verksmiðjur SR-mjöls hf tóku á móti 210 þúsund tonnum af hráefni, sem er mesta magn í sögu félagins, en það er 61 þúsund tonnum meira en á sama tímabili árið áður. Heild- arframleiðsla mjöls nam um 36 þús- und tonnum og lýsis um 13 þúsund tonnum. Í tilkynningu segir að verð á mjöli og lýsi hafi haldist nokkuð stöðugt það sem af er þessu ári. Um horf- urnar segir að þróun veiða Suður- Ameríkuríkja hafi áfram mikil áhrif á afurðamarkaði. Ekki sé fyrirsjáan- legt að olíuverð lækki á næstunni og það muni hafa neikvæð áhrif á reksturinn. Hins vegar bendi spár fiskifræðinga ekki til annars en að loðnustofninn sé sterkur og það gefi tilefni til bjartsýni um veiðar úr þessum stofni næsta fiskveiðiár. SR-mjöl hagnast um hálfan milljarð á fyrsta ársfjórðungi Landsafl með hagnað REKSTRARTEKJUR Landsafls á fyrsta fjórðungi ársins námu samtals 174 millj.kr og hagnaður fyrir fjár- munatekjur og fjármagnsgjöld nam 92 millj.kr. Að teknu tilliti til reikn- aðs tekjuskatts er hagnaður tíma- bilsins 101 millj.kr. Samkvæmt efna- hagsreikningi í lok mars 2002 námu heildareignir félagsins 5.954 millj.kr. og bókfært eigið fé í nam 1.162 millj.kr. Veltufé frá rekstri á tíma- bilinu var 55 millj.kr. og handbært fé frá rekstri var 179 millj.kr. „Afkoma tímabilsins er vel viðun- andi að mati stjórnenda Landsafls hf. Stóran hluta afkomunnar má hins vegar rekja til jákvæðs fjármagns- kafla en gengishagnaður félagsins af erlendum langtímalánum nam 63 millj.kr. á tímabilinu. Félagið beitir verðleiðréttum reikningsskilum í árshlutauppgjörinu. Horfur í rekstri félagsins á árinu 2002 eru ágætar þrátt fyrir aukið framboð leiguhúsnæðis. Endanleg niðurstaða mun þó meðal annars ráðast af skilyrðum á fjármagns- mörkuðum og gengisskráningu ís- lensku krónunnar,“ segir í frétt frá félaginu. Landsafl hf. er fasteignafélag sem sérhæfir sig í eignarhaldi, umsýslu, rekstri og útleigu fasteigna. Landsafl hf. er í eigu ÍAV hf., Landsbankans-fjárfestingar hf. og Eignarhaldsfélagsins Alþýðubank- inn hf. Aukinn hagnaður HAGNAÐUR af rekstri Fiskmark- aðs Íslands hf. fyrstu þrjá mánuði ársins var 34,8 milljónir króna á tímabilinu en var 23,7 milljónir fyr- ir sama tímabil árið á undan. Velta félagsins var 149,2 milljónir króna. Hinn 31. desember 2001 var Fiskmarkaður Suðurlands ehf. sameinaður Fiskmarkaði Íslands hf. og er rekstur félagsins í Þor- lákshöfn því í fyrsta skipti inn í rekstrarreikningi Fiskmarkaðar Ís- lands hf. Á tímabilinu rak félagið uppboðs- markað fyrir fisk á Akranesi, Arn- arstapa, Grundarfirði, Ólafsvík, Reykjavík, Rifi, Stykkishólmi og Þorlákshöfn. Seld voru 13.095 tonn af fiski fyrir 2.480 millj. kr. og var meðalverð á kíló kr. 189,4. Á sama tímabili árið áður voru hjá Fisk- markaði Íslands hf. seld 13.078 tonn af fiski fyrir 2.098 millj. kr. og var meðalverð á kíló 160,43. Fiskmarkaður Íslands hf. hefur ákveðið að verðleiðrétta ekki reikn- ingsskil sín frá og með 1. janúar 2002. Í árshlutareikningi þessum er því hvorki reiknuð verðbreytinga- færsla né fastafjármunir endur- metnir. Samanburðartölum frá fyrra ári hefur ekki verið breytt. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.