Morgunblaðið - 28.05.2002, Side 17

Morgunblaðið - 28.05.2002, Side 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 17 HAGNAÐUR af rekstri samstæðu SR-mjöls hf. nam 500 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2002. Hagnaður fyrir afskriftir, fjár- magnsliði og áhrif hlutdeildarfélaga nam 587 milljónum króna. Rekstrartekjur námu 3,2 milljörð- um króna á tímabilinu en rekstr- argjöld námu 2,6 milljörðum. Hrein- ar fjármunatekjur námu 103 milljónum króna og eru aðallega til- komnar vegna styrkingar íslensku krónunnar, segir í tilkynningu. Hlutdeild í hagnaði hlutdeildar- félaga nam 67 milljónum. Þá nam veltufé frá rekstri 597 milljónum króna á tímabilinu. Eigið fé félagsins var rúmir 3,6 milljarðar í marslok og eiginfjár- hlutfallið reyndist 36%, en það var 41% í byrjun árs. Veltufjárhlutfallið var 0,95 í lok mars en 0,89 um ára- mót. Reikningsskil tímabilsins eru verðleiðrétt sem fyrr. Að öðrum kosti hefði hagnaður ársfjórðungs- ins verið 27 milljónum króna lægri og eigið fé félagsins hefði verið 52 milljónum króna lægra. Mesta magn í sögu félagsins Verksmiðjur SR-mjöls hf tóku á móti 210 þúsund tonnum af hráefni, sem er mesta magn í sögu félagins, en það er 61 þúsund tonnum meira en á sama tímabili árið áður. Heild- arframleiðsla mjöls nam um 36 þús- und tonnum og lýsis um 13 þúsund tonnum. Í tilkynningu segir að verð á mjöli og lýsi hafi haldist nokkuð stöðugt það sem af er þessu ári. Um horf- urnar segir að þróun veiða Suður- Ameríkuríkja hafi áfram mikil áhrif á afurðamarkaði. Ekki sé fyrirsjáan- legt að olíuverð lækki á næstunni og það muni hafa neikvæð áhrif á reksturinn. Hins vegar bendi spár fiskifræðinga ekki til annars en að loðnustofninn sé sterkur og það gefi tilefni til bjartsýni um veiðar úr þessum stofni næsta fiskveiðiár. SR-mjöl hagnast um hálfan milljarð á fyrsta ársfjórðungi Landsafl með hagnað REKSTRARTEKJUR Landsafls á fyrsta fjórðungi ársins námu samtals 174 millj.kr og hagnaður fyrir fjár- munatekjur og fjármagnsgjöld nam 92 millj.kr. Að teknu tilliti til reikn- aðs tekjuskatts er hagnaður tíma- bilsins 101 millj.kr. Samkvæmt efna- hagsreikningi í lok mars 2002 námu heildareignir félagsins 5.954 millj.kr. og bókfært eigið fé í nam 1.162 millj.kr. Veltufé frá rekstri á tíma- bilinu var 55 millj.kr. og handbært fé frá rekstri var 179 millj.kr. „Afkoma tímabilsins er vel viðun- andi að mati stjórnenda Landsafls hf. Stóran hluta afkomunnar má hins vegar rekja til jákvæðs fjármagns- kafla en gengishagnaður félagsins af erlendum langtímalánum nam 63 millj.kr. á tímabilinu. Félagið beitir verðleiðréttum reikningsskilum í árshlutauppgjörinu. Horfur í rekstri félagsins á árinu 2002 eru ágætar þrátt fyrir aukið framboð leiguhúsnæðis. Endanleg niðurstaða mun þó meðal annars ráðast af skilyrðum á fjármagns- mörkuðum og gengisskráningu ís- lensku krónunnar,“ segir í frétt frá félaginu. Landsafl hf. er fasteignafélag sem sérhæfir sig í eignarhaldi, umsýslu, rekstri og útleigu fasteigna. Landsafl hf. er í eigu ÍAV hf., Landsbankans-fjárfestingar hf. og Eignarhaldsfélagsins Alþýðubank- inn hf. Aukinn hagnaður HAGNAÐUR af rekstri Fiskmark- aðs Íslands hf. fyrstu þrjá mánuði ársins var 34,8 milljónir króna á tímabilinu en var 23,7 milljónir fyr- ir sama tímabil árið á undan. Velta félagsins var 149,2 milljónir króna. Hinn 31. desember 2001 var Fiskmarkaður Suðurlands ehf. sameinaður Fiskmarkaði Íslands hf. og er rekstur félagsins í Þor- lákshöfn því í fyrsta skipti inn í rekstrarreikningi Fiskmarkaðar Ís- lands hf. Á tímabilinu rak félagið uppboðs- markað fyrir fisk á Akranesi, Arn- arstapa, Grundarfirði, Ólafsvík, Reykjavík, Rifi, Stykkishólmi og Þorlákshöfn. Seld voru 13.095 tonn af fiski fyrir 2.480 millj. kr. og var meðalverð á kíló kr. 189,4. Á sama tímabili árið áður voru hjá Fisk- markaði Íslands hf. seld 13.078 tonn af fiski fyrir 2.098 millj. kr. og var meðalverð á kíló 160,43. Fiskmarkaður Íslands hf. hefur ákveðið að verðleiðrétta ekki reikn- ingsskil sín frá og með 1. janúar 2002. Í árshlutareikningi þessum er því hvorki reiknuð verðbreytinga- færsla né fastafjármunir endur- metnir. Samanburðartölum frá fyrra ári hefur ekki verið breytt. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.