Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Andromeda kemur í dag. Helen Knutsen fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss kom í gær til Straumsvíkur. Lómur, Andromeda, Icebar Katla, Pólar Siglir og Vysokovsk komu í gær. Michiganborg fór í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun í dag kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, leirkera- smíði, kl 10 boccia, kl. 10 og kl. 11 enska, kl. 13 vinnustofa, postulíns- málning og bað. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa. Bingó er 2. og 4. hvern föstu- dag í mánuði. Dans hjá Sigvalda byrjar í júní. Púttvöllurinn er opinn alla daga. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–16 handavinna, kl. 10–17 fótaaðgerð, kl. 14 dans. Eldri borgarar Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Lokahófið verður í Hlégarði 31. maí kl. 19 Matur, skemmtiatriði og dans, mætið og takið með ykkur gesti. Miða- sala hjá Svanhildi í síma 586 8014 e.h. Félagsstarf eldri borg- ara í Grafarvogi Mán- aðarlegur fræðslufundur verður í Miðgarði miðvi- kud. 29. maí kl. 10 Mæt- ing í Miðgarð. Stutt er- indi Jóhanns Pálssonar um örnefni og staðhætti í Grafarvogi. Kl. 10.30, ekið um hverf- ið og sagt frá stað- háttum, örnefnum og sögulegum staðreyndum tengdum Grafarvogi. Uppl. veitir Þráinn s. 5454 500. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 fönd- ur og handavinna. Kl. 14.45 söngstund í borð- sal. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Miðvikud.29. maí kl. 11.15 og 12. 05 leikfimi. Vinnustofur fyrir glerskurð og leir- mótun eru opnar áfram á umsömdum tíma. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids kl. 13. 30. Dagsferð að Skógum miðvikud. 19. júní, lagt af stað frá Hraunseli kl. 10, súpa og brauð á Hvolseli, ekið að Skógum og umhverfið skoðað, kaffi í Fossbúan- um. Ekið til baka um Fljótshlíð. Vest- mannaeyjaferð 2. til 4. júlí. Skráning í Hraun- seli s. 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Fræðslunefnd FEB stendur fyrir ferð í Skrúðgarða Reykjavík- ur 29. maí. Brottför frá Ásgarði kl. 13.30, skrán- ing á skrifstofu FEB. Skák í dag kl. 13 síðasta sinn á þessari önn. Aðal- fundur leikfélags Snúðs og Snældu verður miðvi- kud. 29. maí kl. 14 í Ás- garði. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10–12. í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxa- fen 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrif- stofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið sunnu- daga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Félagsstarfið Furu- gerði. Kl. 9, aðstoð við böðun og bókband, kl. 13, frjáls spilamennska. Á morgun, miðvikudag, verður farið í Árbæj- arkirkju kl. 13.30. Skráning á skrifstofu eða í s. 553 6040. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leik- fimi, kl. 9.30 gler- skurður, kl. 10 handa- vinna, kl. 14 þriðjudagsganga og boccia, kl. 19 brids. Miðvikud. 29. maí verð- ur kynnt dagskrá sum- arsins í Gjábakka og Gullsmára kl. 15, þeir sem hafa áhuga á hóp- astarfi í sumar komi boðum til starfsmanna fyrir 29. maí, kynning á ferðamöguleikum á veg- um Vestfjarðaleiðar í sumar. Uppl. í s. 554 3400. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna, kl. 13.30 helgi- stund. Fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskuður og trémálun, kl. 10 boccia, kl. 11 leik- fimi, kl. 12.15 versl- unarferð í Bónus, kl. 13 myndlist, kl. 13–17 hár- greiðsla. Háteigskirkja. Eldri borgarar á morgun, mið- vikudag, samvera, fyr- irbænastund í kirkjunni kl. 11, súpa í Setrinu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 9–17 hárgreiðsla. All- ir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 spilamennska. Mið- vikud. 29. maí kl. 13.15 spilað bingó, rjómaterta með kaffinu. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og körfugerð, kl. 14 fé- lagsvist. Vor- og sum- arfagnaður verður hald- inn fimmtud. 30. maí kl. 17. Matur, gleði, söngur, gaman. Allir velkomnir. Uppl. í s. 561 0300. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa salnum. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fund- artíma. Öldrunarstarf Bústaða- kirkju, Sumarferð: Far- ið frá Bústaðakirkju miðvikud. 5. júní kl. 10.30. Áfangastaður kynntur í rútunni. Komið til baka kl. 17. Þátttaka tilkynn- ist til kirkjuvarða Bú- staðakirkju s. 553 8500 eða Sigrúnar Sturludótt- ur s. 553 0048 og 864 1448. Félag eldri borgara í Kópavogi. Farið verður til Vestmannaeyja mánudaginn 24. júní með Herjólfi og komið til baka miðvikudag 26. júní. 1. dagur. Farið frá Þorlákshöfn kl. 12. Væntanlegir þátttak- endur skrái sig sem fyrst á þátttökulistann. Rútuferð frá Gjábakka kl. 10.15 og Gullsmára kl. 10.30. Félag breiðfirskra kvenna, sumarferð fé- lagsins á Snæfellsnes verður laugardaginn 1. júní farið frá Umferð- armiðstöðinni kl. 9. Skráning fyrir miðvikud. 29. maí, s. 553 0491 Mar- grét eða s. 564 5365 Gunnhhildur. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma. Boðið er upp á orlofsdvöl í Skálholti í sumar. Í boði eru þrír hópar sem rað- ast þannig: 10.–14. júní, 18.–21. júní og 1.–5. júlí. Skráning á skrifstofu f.h. virka daga í síma 557 1666. Skaftfellingafélagið í Reykjavík. Aðalfundur verður fimmtud. 30. maí, kl. 20. 30 í Skaftfell- ingabúð, Laugavegi 178. Venjuleg aðalfund- arstörf. Sumarferðin verður far- in til Víkur sunnudaginn 2. júní. Einnig er fyr- irhugað að heimsækja Sögusetrið á Hvolsvelli og byggðasafnið í Skóg- um. Skráning fyrir föstudag 31. maí s. 891 7354 og 864 3415. Í dag er þriðjudagur 28. maí, 148. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Enginn skapaður hlutur er honum hulinn, allt er bert og öndvert augum hans. Honum eigum vér reikningsskil að gjöra. (Hebr. 3, 13.) 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 fars, 4 ritverkið, 7 dáin, 8 slarks, 9 reið, 11 fram- kvæmt, 13 bera sökum, 14 trúarbrögð, 15 þegnar ríkis, 17 spils, 20 bók, 22 óhreinkaði, 23 stallurinn, 24 sjúga, 25 líkamshlut- ar. LÓÐRÉTT: 1 hungruð, 2 broddur, 3 drabbari, 4 eymd, 5 mat- reiða, 6 nirfilsháttur, 10 gangi, 12 tímabil, 13 lítil, 15 rakt, 16 logið, 18 ves- lingur, 19 kvennafn, 20 skrifa, 21 skaði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 greinileg, 8 fögur, 9 lútur, 10 una, 11 stafn, 13 námum, 15 hross, 18 Óttar, 21 kul, 22 lítri, 23 æskan, 24 mannvitið. Lóðrétt: 2 rigsa, 3 iðrun, 4 illan, 5 eltum, 6 ofns, 7 hrum, 12 fis, 14 ást, 15 héla, 16 ostra, 17 skinn, 18 ólæti, 19 takki, 20 renn. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... VÍKVERJI hafði ánægju af flutn-ingi á tónverkinu Hrafnagaldri Óðins í Laugardalshöll síðastliðinn föstudag. Þetta nýstárlega en áheyrilega verk er tvímælalaust rós í hnappagat Listahátíðar í Reykjavík, sem hvatti til sköpunarinnar. Þarna var tvinnað saman tónlistarmönnum úr ólíkum áttum, rokkhljómsveitinni Sigur Rós, Hilmari Erni Hilmars- syni, sem kunnastur er fyrir kvik- myndatónlist sína, kvæðamanninum Steindóri Andersen, hinum snjalla kammerkór Schola cantorum, strengjasveit, hornum og slagverki. Rúsínan í pylsuendanum var svo hin makalausa steinharpa Páls Guð- mundssonar á Húsafelli, sem gerir mönnum kleift að leika á landið – í orðsins fyllstu merkingu. Íslenskari verður tónlistin varla. Blanda þessi var athyglisverð og vel heppnuð. Hver hlekkur í keðjunni féll merki- lega vel að öðrum og skapaðist raf- mögnuð stemmning í Höllinni, ekki síst í niðurlaginu, sem var ákaflega kraftmikið. Það er örugglega vanda- samt verk að stjórna flutningi af þessu tagi en Árni Harðarson hélt af festu utan um þann þátt mála, svo mönnum skrikaði hvergi fótur. Við- tökur létu heldur ekki á sér standa, fagnaðarlátunum ætlaði seint að linna, og gaman var að sjá fólk af ólíkum kynslóðum – gestir voru bók- staflega á öllum aldri – sameinast í lófataki listamönnunum til handa. x x x HRAFNAGALDUR Óðins ermagnað kvæði sem heyrir til Eddukvæðum. Tyrfið og margrætt. Mun sú staðreynd að það gefur marga möguleika í túlkun hafa verið olía á eld Hilmars Arnar og Sigur Rósar. Í tónleikaskrá er ensk þýðing kvæðisins birt meðfram frumútgáf- unni og heyrði Víkverji á sumum tónleikagestum að þeim gekk betur að botna í henni. x x x ORÐIÐ pólitískur er mikið notaðí íslensku máli. Menn taka póli- tíska áhættu, eiga sér pólitískt líf o.s.frv. Víkverji ætlar alls ekki að amast við þessu en verður þó að segja að stundum er þetta ágæta orð ofnotað, því jafnvel ofaukið. Gott dæmi um það var þegar einn frétta- manna Ríkissjónvarpsins sagði í kosningavökunni um helgina að „pólitísk stórtíðindi“ hefðu átt sér stað, þegar fyrstu tölur komu úr Hafnarfirði. Hvernig geta tíðindi í kosningum til sveitarstjórna verið annað en pólitísk? x x x VÍKVERJI hefur tekið framskóna og ætlar að leika í utan- deildinni í knattspyrnu í sumar. Af því tilefni fór hann að kynna sér keppnina og rak í rogastans þegar hann sá að fimmtíu lið eru skráð til leiks. Er þeim skipt í fimm riðla. Reikna má með að um tuttugu manns standi að hverju liði um sig sem þýðir að þúsund leikmenn munu koma við sögu í sumar – varlega áætlað. Það er ekkert smáræði. Enn sannast því hve vinsæl íþrótt knatt- spyrnan er. Liðin í utandeildinni heita ýmsum nöfnum, mörgum hverjum kostuleg- um. Má þar nefna liðið Næstum því. Víkverji bíður nú eftir því að koma heim að kappleik loknum og tilkynna fjölskyldunni vonandi: „Við unnum Næstum því!“ Eiga heiður skilinn HINIR svokölluðu sér- trúarsöfnuðir eiga heiður skilinn fyrir að leiða marg- an villuráfandi sauðinn á rétta braut. Og þar á ég við óreglu- og afbrotafólk sem snúið hefur við blaðinu fyr- ir þeirra tilstuðlan. Þegar önnur rándýr úrræði hafa ekki dugað. Óvíst er hvort öðrum trúfélögum þótt rík- isrekin séu hafi tekist bet- ur. Fyrrnefndir söfnuðir eru að gera góða hluti með því að boða fagnaðarerindið af krafti og það virkar og sýna fram á að kristindóm- urinn hefur staðist tímans tönn þegar önnur átrúnað- argoð, sem reyndu að grafa undan kristinni trú á sínum tíma, eru nú liðin undir lok. Ég tek það fram að ég er ekki frelsuð en ég sé verkin tala. Eldri borgari. „Þó þú langförull …“ ÉG sá í fréttum sjónvarps- ins að verið var að opna fræðasetur á Vopnafirði. Þar var Halldór Ásgríms- son að afhjúpa stein og í steininn var grafið kvæði eftir Stefán G. Stefánsson. Fyrstu hendingu kvæðisins var varpað upp á vegg og þar stóð: „Þó þú langförull legðir …“ Ég hef alltaf haldið að rétt væri: „Þótt þú langför- ull legðir …“ Hvort er réttara? Getur einhver svarað því? Hulda. Konu leitað FYRIR konuna sem hringdi í farsíma tvisvar út af auglýsingu í Frétta- blaðinu. Vinsamlega hringdu aftur, ég hef ekki þitt númer og get þess vegna ekki haft samband. Fyrirspurn HEYRT hef ég að mikið fjármagn fari í hernaðar- brölt í heiminum. Væri ekki nær að NATO beitti sér fyrir því að losa okkur jarð- arbúa við kassahverfin sem fátækir um allan heim reisa sér? NASA var að rannsaka lífið í geimnum, en eins og við vitum eru þeir hættir því í bili. Við Íslendingar höfum rannsakað sambönd við aðra hnetti í áraraðir, gætu þeir ekki styrkt þær rannsóknir og komið kenn- ingum dr. Helga Pjeturss á framfæri þar sem hann heimfærir rannsóknirnar til biblíunnar líka? Jón Trausti Halldórsson. Valdhroki í Garðabæ ÉG er nýfluttur í Ásahverf- ið í Garðabæ og bý nálægt lóð þar sem á að byggja hjúkrunarheimili. Nú lofa framsóknarmenn að þar eigi að koma grunnskóli. Ég er mjög ósáttur við að framsóknarmenn séu að lofa þessu án þess að ræða við okkur íbúana. Ég vinn vaktavinnu og það væri mjög erfitt fyrir mig að sofa á daginn nærri skóla- lóð. Svo myndi skóli efst í hverfinu líka auka mjög alla umferð í gegnum hverfið. Mér finnst miklu nær að íbúarnir eigi að fá að hafa um það að segja hvar skól- inn verður. Íbúi í Ásahverfinu. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÞANNIG er mál með vexti að blaðburðarbörn sem bera út Fréttablaðið eiga mjög erfitt með að fá greidd laun og þannig hefur það verið núna í vetur. Sonur minn hefur borið út Fréttablaðið í vetur og hafa launa- greiðslur gengið á aft- urfótum hjá blaðinu. Í dag, 22. maí, hefur hann enn ekki fengið laun fyrir aprílmánuð. Símhring- ingar til Fréttablaðsins hafa ekki borið árangur, þeir svara helst ekki sím- anum og þeir sem starfa í dreifingunni svara yf- irleitt á þann veg að laun- in komi bráðum inn. Nú í dag hefur hann sagt upp vinnunni hjá Fréttablaðinu enda engin ástæða til að fara á fætur kl. 5.30 á morgnana og vera skuldbundinn til að vera búinn að bera út fyr- ir kl. 7 á morgnana ef engin greiðsla berst fyrir vinnuna og menn eru þar að auki hundsaðir þegar þeir reyna að leita eftir svörum. Annað atriði sem er mjög alvarlegt er að eng- ir launaseðlar hafa verið sendir út frá því um mán- aðamótin jan.-feb. á þessu ári. Þannig að hann veit ekki hvort þeir hafa greitt fyrir hann í lífeyr- issjóð. Að lokum: Það er mál til komið að vekja máls á þessu óréttlæti sem blað- burðarbörnum/fólki Fréttablaðsins er sýnt. Einnig vil ég hvetja að- standendur blaðburð- arbarna eða þau sjálf til að þrýsta á að gerður verði kjarasamningur um blaðburð sem hægt er þá að styðjast við í framtíð- inni. Sigríður Hjartardóttir. Blaðburðarbörnum sýnt óréttlæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.