Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 35 AÐ undanförnu hef- ur verið greint frá at- hyglisverðu framtaki í Háskóla Íslands sem beinist að því að fjölga karlmönnum í hjúkrun- arfræðingastétt. Þetta framtak er lofsvert og virðist þegar hafa skil- að nokkrum árangri. Áríðandi er að þessi þróun til jafnréttis haldi áfram. Kennaraháskóli Ís- lands menntar m.a. leikskólakennara og þroskaþjálfa en um þessar stéttir er svip- aða sögu að segja og um hjúkrunarfræðinga – þessi störf hafa fyrst og fremst verið kvenna- störf. Aðeins einn karlmaður er nú í leikskólakennaranámi við Kenn- araháskólann og fjórir í þroskaþjálf- anámi. Innan við 2% leikskólakenn- ara eru karlar og innan við 4% þroskaþjálfa. Brýnt er að snúa þess- ari þróun við og skapa skilning á því hve mikilvægt er að þessi störf séu unnin af fólki af báðum kynjum. Upp- eldislegt og samfélags- legt gildi þess er ótví- rætt. Kennaraháskólinn menntar einnig grunn- skólakennara en á und- anförnum árum hefur aðsókn karla í grunn- skólakennaranám verið að minnka. Hér er ekki ráðrúm til þess að skýra þessa stöðu til neinnar hlítar en áreiðanlega ráða mestu hefðbundin við- horf, auk bágra launa- kjara sem til skamms tíma hafa verið sá skuggi sem hvílt hefur yfir þessum mikilvægu störfum. Engin rök eru í raun fyrir öðru en að störf kennara og þroskaþjálfa eigi að höfða jafnt til karla og kvenna. Þau gera öll miklar kröfur um hæfni í mannlegum samskiptum og reyna á stjórnunarhæfileika. Öll eru störfin afar fjölbreytt og enginn starfsdagur öðrum líkur. Starfsvettvangur kenn- ara og þroskaþjálfa einkennist um þessar mundir mjög af margs konar þróunarstarfi. Þar leika ferskir vind- ar og viðfangsefni eru sérlega áhuga- verð. Nefna má leikskólann sem dæmi, en óvíða hefur verið meiri gróska að undanförnu en einmitt á þeim vettvangi. Má þar nefna nýjar hugmyndir um leikskólauppeldi, frjóar kenningar um gildi leiks og leikuppeldis, aðferðir sem beinast að því að efla hlut leikrænnar tjáningar, hreyfingar og skapandi starfs, að- ferðir sem sóttar eru til gæðastjórn- unar, þróun öflugs foreldrasam- starfs, hugmyndir um að nýta tölvu- og upplýsingatækni í leikskólum og barnaheimspeki. Hér eru aðeins tek- in örfá dæmi af löngum lista. Ný aðal- námskrá hefur rennt styrkari stoð- um undir faglegt starf leikskólanna og gerir kröfur um frumkvæði, sjálf- stæði, samvinnu og ábyrgð. Sambærilegt mál mætti flytja um störf þroskaþjálfa. Málefni fatlaðra hafa verið mjög í brennidepli og fyr- irsjáanlegt er að svo muni verða um næstu framtíð. Þroskaþjálfar eru eina stéttin í landinu sem er sérstak- lega menntuð til þess að styðja fatlað fólk og gera því kleift að vinna og lifa í samfélaginu við hlið ófatlaðra. Á þessum vettvangi er gríðarlega hröð þróun og sannarlega ráðrúm fyrir nýjar hugmyndir, snjallar lausnir og þróunarstarf. Óskiljanlegt er með öllu hvers vegna störf með fötluðum höfða ekki til karlmanna meira en raun ber vitni. Ekki er minna um viðfangsefni við hæfi jafnt karla sem kvenna í grunn- skólum landsins. Nægir að nefna hin- ar ýmsu námsgreinar, verklegar og bóklegar, tölvu- og upplýsingatækni, umhverfismennt, kennslu nýbúa, lífs- leikni, félagsstörf, tungumálakennslu og námsefnisgerð svo fátt eitt sé nefnt. Vissulega vantar enn nokkuð á að laun kennara og þroskaþjálfa séu nægilega góð. Einkum gildir þetta um laun unga fólksins. Byrjunarlaun grunnskólakennara og þroskaþjálfa eru um 150 þúsund. Byrjunarlaun deildarstjóra í leikskóla eru rúm 150 þúsund. Laun þeirra sem eldri og reyndari eru í starfi geta orðið tals- vert hærri. Sem dæmi má nefna að þroskaþjálfar í stjórnunarstöðum geta haft um og yfir 200 þúsund í mánaðarlaun. Meðallaun grunn- skólakennara eru tæp 250 þúsund. Þá er þess að minnast að starfsöryggi er einn ótvíræður kostur þessara starfa. Um þessar mundir eru fjölmörg ungmenni að gera það upp við sig hvaða störf þau hyggjast leggja fyrir sig. Ástæða er til að benda þeim sem áhuga hafa á að fást við störf sem byggjast öðru fremur á mannlegum samskiptum að kanna rækilega hvort kennsla og þroskaþjálfun séu ekki einmitt störf sem til greina koma. Sérstök ástæða er til að beina sjónum ungra karlmanna að þessu. Kennara- og þroskaþjálfanám er hægt að stunda hvort heldur er í staðnámi eða fjarnámi, en fjarnámið er skipulagt með það fyrir augum að unnt sé að stunda það með hlutastarfi. Grunnnám við Kennaraháskólann lokar engum leiðum og möguleikar til símenntunar og framhaldsnáms eru meiri en í flestum öðrum starfsgrein- um, en bylting hefur orðið á mögu- leikum til framhaldsnáms fyrir kenn- ara og þroskaþjálfa hér á landi. Á heimasíðu Kennaraháskólans, http://www.khi.is, er að finna nánari upplýsingar um nám við skólann. Karlmenn í Kennaraháskólann Ingvar Sigurgeirsson Höfundur er deildarforseti grunn- deildar Kennaraháskóla Íslands. Kennsla Engin rök eru í raun fyrir öðru, segir Ingvar Sigurgeirsson, en að störf kennara og þroskaþjálfa eigi að höfða jafnt til karla og kvenna. Einfalt að innleiða, auðvelt að aðlaga og öruggt í notkun. Á veginum til vaxtar verður þú að geta brugðist við breytingum, nýtt þér styrkleika þína og gripið sóknartækifærin þegar þau gefast. Sjáðu hvernig Navision getur hjálpað þér að fullnýta tækifærin á www.navision.is Navision Attain er ný kynslóð viðskiptahugbúnaðar frá Navision, byggð á hinu vinsæla kerfi Navision Financials Söluaðilar Navision Attain á Íslandi eru: Element HSC Landsteinar Ísland Maritech Strengur Tölvuþjónustan á Akranesi GREIN Hope Knúts- son í Mbl. 26. apríl sl. „Það er jákvætt að vera trúlaus“ vekur áhuga minn fyrir tvær sakir. Hin fyrri varðar meintu andstæðurnar trú og trúleysi, hin síðari raun- verulegan mun jákvæðs og neikvæðs lífsviðhorfs. Að trúa eða ekki trúa Hope skrifaði: „Ekk- ert verður alhæft um trúleysingja nema það að þeir eru lausir við trú á Guð, guði eða önnur fyr- irbæri sem ekki hafa ver- ið skilgreind eða hafa verið rökstudd út frá rökum og/eða vísindalegri þekkingu.“ Þótt þessi setning sé gripin úr samhengi gefur hún innsýn í forsendur þess að vera trúlaus: Ég trúi því sem ég get séð, þreifað á, sannreynt. Ekki meira og ekki minna. Til eru ýmsar heimspekileg- ar útgáfur þessarar afstöðu. Witt- genstein og Russel eru talsmenn slíkra frá síðustu öld. Heimspekin á sér nafn, skynsemishyggja eða „ra- tionalism“. Skynsemishyggjan sem kemur fram í setningu Hope er í senn skýr og tak- markandi. Raunveru- legt er eingöngu það sem verður sannað, með rökum, með vís- indalegri þekkingu. Þetta framsal lykils- ins að sannleikanum tekur á sig einkenni trúarstökksins, svo vitnað sé til orðalags Kierkegaards. Ég ákveð að treysta vís- indunum, segir trú- leysinginn. Af því leiðir að allt sem fellur ut- angarðs í vísindum er ekki til eða í besta falli spurning, ráðgáta sem e.t.v. verður leyst þegar þar að kem- ur. Satt er það sem vísindin sanna. En vísindaiðkun er eins og önnur mannanna verk háð áhuga og fjár- magni þeirra sem þau stunda, og straumum og stefnum þeirra sem greiða fyrir þau. Ekki er víst að þau hafi áhuga á að leysa lífsgátuna. Auk þess er ekki gefið að vísindin eigi réttu verkfærin til að skera úr um allan sannleika og tilgang. „Það er fleira milli himins og jarðar en heim- speki þína dreymir um, Hórasíus“, sagði Hamlet við vin sinn þegar þeir stóðu frammi fyrir leyndardómi vof- unnar. Vandi heimspekilegra raka er að þau geta litið vel út á blaði en ekki er víst að þau svari til raunveruleikans. Það sýndu sannanirnar um tilvist Guðs frá Anselm til Descartes. Eins eru rök Feuerbach, Marx og Freud ósannfærandi, en þeir héldu því fram að trú á Guð geti eingöngu ver- ið sjálfssefjun, fjöldasefjun og ósk- hyggja. Þau eru ósannfærandi þar sem heilaþvottur og sefjun nærast á viðvarandi, annarlegu hugarástandi. Ég hef ekki séð marga nútímaheim- spekinga halda því fram í fullri al- vöru að trúfólk sé í raun veikt eða ófært að hugsa sjálfstæðar og frjáls- ar hugsanir „per se“, af því að það trúir. Forsenda trúar er skref út á 80.000 faðma hyldýpi. En það gerir það enginn án góðrar ástæðu. Á sama hátt er enginn trúlaus án þess að hafa hugsað það til fulls, sbr. grein Hope Knútsson. Jákvæð eða neikvæð lífssýn Hope Knútsson bendir á siðrænan húmanisma sem vaxandi félagsskap guðlausrar lífssýnar. Hann byggir á sammannlegri siðgæðisvitund og leit að góðu lífi, hamingjufullu mann- lífi. Réttilega bendir Hope á að trúarbrögðin eiga ekki einkarétt á gullnum reglum og boðorðum um kærleika milli manna. Þessar hug- myndir hafa fylgt mannkyni frá örófi og breyst og slípast í meðferð átrúnaðar, trúarleiðtoga og heim- spekinga. Það væri sögufölsun hugmynda- sögunnar að halda því fram að öll trú sé af hinu góða. Það væri sögufölsun að halda fram að allt guðleysi sé já- kvætt. Trúleysi gaf öfgafullri þjóð- ernishyggju hugmyndafræðilegan grunn og úr varð ömurlegasta stjórnmálastefna síðustu aldar. Vís- indaleg efnishyggja marxismans leiddi af sér fullkomna og stofnana- bundna fyrirlitningu á hverjum sem hugsaði sjálfstætt til þess að búa til fyrirmyndarríkið. Átrúnaðurinn á sér líka skuggahliðar í formi öfga- fullrar bókstafshlýðni eins og aug- ljóst er hverjum sem fylgist með fréttum útvarps og sjónvarps. Hug- myndin um að hjálpræðið fyrirfinn- ist eingöngu í þröngt skilgreindum átrúnaði er jafnfáránleg og sú að innan átrúnaðar geti ekki fólgist sjálftæð hugsun þar sem trúin bygg- ist á hugarórum, bábiljum og rök- leysu. Skynsöm trú Það er viðvarandi freisting skipu- legs átrúnaðar að vilja eignast einkarétt á sannleikanum. Það er hroki að ætla sér að eiga hann. Jafn hrokafullt og að „taka út einkaleyfi á sannleikann“ er að ætla trúmönnum að þeirra trú standist ekki rök. Guð- fræði er kennd við háskóla og enginn lýkur æðri menntun við slíka stofn- un án þess að hafa gengið í gegnum ferli sem hreinsar menn af flestum áhrifum meintrar óskhyggju og sefj- unar. Efinn slípisteinninn sem gerir trúmanninn að góðum guðfræðingi. Efalaus trú á sannleikann er kreddufull, hvort heldur sem sá sannleikur er guðvana eða ekki. Til eru rök sem hjartað eða sálin greinir. Þar eru trúmaðurinn Kierkegaard og trúleysinginn Freud sammála. Þau gera okkur fært að stíga skrefið til trúar eða trúleysis Þau eru handan vísinda- legrar rökhyggju en geta verið jafn- skynsöm og ástin til makans og barnanna. Carlos Ferrer Höfundur er prestur og verkefnisstjóri á Biskupsstofu. Trúmál Til eru rök, segir Carlos Ferrer, sem hjartað eða sálin greinir. Jákvæð og neikvæð trú og trúleysi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.