Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í ÞYKKUM dúngalla meðsúrefnisgrímu og tvo lítraaf vatni arkaði Haraldur afstað út koldimma og ískalda nóttina frá 4. búðum í Suður- skarði. Hann hafði tólf tíma til að ná tindi Everestfjalls, sem sam- svarar Esjuhæð. Í gildi var skip- un um snúa við ef mönnum tækist ekki að komast á tindinn innan þessara tímamarka. Úti var 20 til 30 stiga frost, andvari og stjörnu- bjart. Haraldur hafði ekki sofið í tvo sólarhringa og lítið borðað vegna lystarleysis. Hann hafði hóstað svo óstjórnlega undanfarn- ar vikur að rifbein hafði brotnað í átökunum. Í þessu ásigkomulagi hélt Haraldur af stað úr tjaldi sínu aðfaranótt 16. maí og sá ekki neitt nema vindbarinn snjóinn í geisla höfuðljóssins. Það er ekki fyrr en núna, að allt er um garð gengið, að Haraldur upplýsir um líðan sína, sem er lýsandi fyrir marga sem ganga á Everest. Þó telst þetta vera ágæt heilsa á Everest þar sem loftið er svo þunnt að lungnabjúgur getur drepið menn á skömmum tíma. Haraldur var heppnari en margir sem þurftu frá að hverfa vegna heilsu- og þróttleysis og vitað er um eitt dauðsfall á fjallinu á þessu klifurtímabili. Svolítið dramatískt að koma þarna upp „Það er svolítið dramatískt að koma þarna upp,“ segir Haraldur um efsta hluta fjallsins sem rétt rúmlega eitt þúsund manns hafa komið á síðastliðin 50 ár. „Á aðra hönd er Kangchung-hlið Everest, líklega um þrjú þúsund metra fall, og á hina höndina er álíka hátt niður suðvesturhlið fjallsins.“ Þetta er umhverfi kilfrara á hin- um svokallaða Tindhrygg, mjóum hrygg, sem liggur á milli Suð- urtinds og Hillary-þrepsins, sem er um tólf metra hátt haft og eina tæknilega fyrirstaðan á fjallinu. Það vafðist þó ekki fyrir Haraldi. „Þegar upp Hillary-þrepið kom, fór maður að brosa með sjálfum sér og ég gerði mér þá fyrst grein fyrir því að ekkert gæti stöðvað mig úr þessu. En síðasti kaflinn var samt ótrúlega drjúgur og lengri en ég hélt. Að lokum blasti tindurinn við og skyndilega var ég kominn alla leið upp. Tilfinn- ingin var ótrúleg og það er erfitt að lýsa því hvernig er að standa á hæsta tindi heims. Hugsunin er hæg í þunnu loftinu og þarna sem ég horfði á ákaflega fallegan tind í nágrenninu fannst mér hann vera einn þeirra tinda sem fáir vita af. Svo áttaði ég mig á að ég var að horfa á Ama Dablam, margfrægt fjall í Himalayafjöll- unum. Af Everesttindi virtist lit- urinn á himninum vera einkenni- legur og lengst fyrir neðan voru ský niðri í dölunum. Mér fannst ég nánast vera staddur úti í geim- inum. Þetta var mjög tilfinninga- þrungin stund og ég verð að við- urkenna að ég klökknaði eftir að hafa náð þessum áfanga eftir allt erfiðið. Ég fylltist ekki þeirri gríðarlegu gleði sem tindurinn gaf vissulega tilefni til. Á tindi Everest hoppar maður ekki af kæti með siguróp á vör. Tilhugs- unin um niðurferðina er líka alls- ráðandi og ég þurfti sífellt að minna mig á að halda einbeiting- unni fyrir niðurferðina. Ég fann að ég hafði krafta fyrir hana en vissi að það stóð þó tæpt, enda var ég búinn að gang býsna nærri mér þá tæp tólf tíma sem uppganga tók.“ Niðurleiðin varasöm fyrir þreytta klifrara Leiðin frá tindinum ni ur að Suðurtindi er var söm fyrir þreytta klifrar með takmarkaðar súref isbirgðir og mikilvægt e að vera yfirvegaður o forðast mistök. „Þetta e allt að tveggja tíma gan ur og ég vissi að ef é kæmist út að Suðurtin yrði eftirleikurinn auðvel ur. Ég var ansi þreyttu þegar ég fikraði mig niðu að Hillary-þrepi en gek vel í siginu niður þrepi Þá tók við mjór hryggu inn út að Suðurtindi. leiðinni liggur leiðin aðein upp á við og þar er algeng að menn auki súrefnisflæ ið til að fá meiri kraft. É Haraldur Örn Ólafsson, fjallgöngumaður „Mjög tilfinn þrungin stu Haraldur í rúmlega 8 þúsund metra hæð. Enn var drjúgu Rifbeinsbrotinn fagn- aði Haraldur Örn Ólafsson nýju heims- meti á tindi Everest hinn 16. maí. Hann segist í samtali við Örlyg Stein Sigurjónsson hafa verið gjörsamlega þrotinn að kröftum er hann kom aftur niður í Suðurskarð og átti þar svefnlausa nótt í stormi og súrefnisskorti. ÚRSLIT KOSNINGANNA Úrslit bæjar- og sveitar-stjórnakosninganna álaugardag eru að mörgu leyti athyglisverð, þótt ekki gefi þau til kynna sérstaka sveiflu í ís- lenskum stjórnmálum. Eins og eðlilegt er í bæjar- og sveitar- stjórnakosningum réðu staðbund- in mál iðulega úrslitum og því varasamt að lesa of mikið út úr þeim. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar örlítið frá sveitar- stjórnakosningunum 1998, en er það sama og í alþingiskosningun- um 1999, eða 40,7%. Þarna er miðað við þau sveitarfélög á landsvísu þar sem flokkurinn bauð fram einn lista. Sjálfstæð- isflokkurinn tapar á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum, en vinnur hins vegar sigra í Reykjanesbæ og Mosfellssveit um leið og hann heldur meirihluta í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Framsóknarflokk- urinn fékk 22,9% atkvæða í þeim sveitarfélögum þar sem hann var með eigin lista og er það svipað hlutfall og í síðustu sveitar- stjórnakosningum, en öllu betra en í síðustu þingkosningum þegar flokkurinn fékk 18,4% fylgi. Sá samanburður er þó ekki alls kost- ar marktækur þar sem Fram- sóknarflokkurinn býður til dæmis fram undir merkjum Reykjavík- urlistans í höfuðborginni. Samfylkingin bauð ekki fram undir eigin nafni nema í 16 sveit- arfélögum. Þar fær hún 31,4%, en í þingkosingunum 1999 fékk hún 26,8%. Það má því líta svo á að Samfylkingin hafi styrkst við þessar kosningar, þótt hún bjóði víða fram með öðrum, ekki síst vegna árangurs Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur í Reykjavík en einnig má þar horfa til þess að Samfylkingin náði meirihluta í Hafnarfirði. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hugðist á nokkrum stöð- um kanna fylgi sitt fyrir þing- kosningarnar á næsta ári. Nið- urstöður kosninganna þar sem flokkurinn býður einn fram hljóta að vera honum nokkur vonbrigði. Í þeim átta sveitarfélögum, sem vinstrigrænir bjóða einir fram, fá þeir 6,8% atkvæða, en í síðustu þingkosningum fengu þeir 9,1% fylgi á landsvísu og skoðanakann- anir hafa undanfarið sýnt mun meira fylgi við flokkinn. Árangur Frjálslynda flokksins vekur einnig athygli, en hann kemur að manni í tveimur byggð- arlögum. Ekkert virtist benda til þess að frjálslyndir myndu koma manni að í Reykjavík og það kom því á óvart þegar það gerðist þvert á skoðanakannanir. Augu flestra voru á kosninga- baráttunni í Reykjavík og sigur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra og Reykjavíkurlist- ans markar henni afgerandi sess í íslenskum stjórnmálum um þess- ar mundir. Ingibjörg Sólrún lýsti því ítrekað yfir bæði fyrir og eftir borgarstjórnarkosningar að hún myndi ekki gefa kost á sér til þátttöku í landsmálapólitík. Eng- in ástæða er til að rengja þau orð, en þrýstingur á hana um hið gagnstæða mun fara vaxandi. Björn Bjarnason leiddi kosn- ingabaráttu D-listans af miklum krafti og festu. Hann hefur gefið skýrt til kynna í viðtölum eftir kosningarnar að hann hyggist leiða andstöðuna í Reykjavíkur- borg og jafnframt leita eftir áframhaldandi þingsetu. Það má búast við öflugu aðhaldi af hálfu borgarstjórnarflokks sjálfstæðis- manna á hinu nýja kjörtímabili. Í umræðum um úrslit borgar- stjórnarkosninganna hefur verið spurt hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi yfirleitt möguleika á að end- urheimta meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur. Er þá vísað til þess, að meirihluti flokksins í borgarstjórn byggðist áratugum saman á sundrungu vinstrimanna. Þegar þeir bjóði fram sameigin- lega sé ekki við öðru að búast en að þeir haldi meirihlutanum. Á það er hins vegar að líta að við sérstakar aðstæður í lands- málum hefur Sjálfstæðisflokkur unnið stórsigra í Reykjavík. Að þessu sinni er kosið til borgar- stjórnar eftir að Sjálfstæðisflokk- ur hefur haft stjórnarforystu með höndum í nær þrjú kjörtímabil og síðustu ár hafa verið tímabil sveiflna og samdráttar í efna- hagslífinu. Ljóst er jafnframt að frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins gerðu ekki ráð fyrir því í kosningabar- áttunni að framboð fyrrverandi borgarfulltrúa flokksins gæti orð- ið þeim erfitt. Sameiginlegt framboð til borg- arstjórnar er mikill styrkur fyrir vinstriflokkana en því má ekki gleyma að því fylgja margir ókostir fyrir aðildarflokka að slíku samstarfi ef það stendur ár- um saman. Starfsemi flokkanna í Reykjavíkurkjördæmum dregst saman og þeir hafa litla hugmynd um hvar þeir standa, þegar kem- ur að þingkosningum. Á fyrri hluta síðasta kjörtímabils voru uppi þau sjónarmið í Framsókn- arflokknum að flokkurinn gæti ekki haldið samstarfinu áfram innan Reykjavíkurlistans af þess- um ástæðum. Þau öfl urðu hins vegar ofan á, sem vildu halda óbreyttri stefnu en spurning er hversu lengi það verður. Það ríkir ekki eining innan Framsóknar- flokksins í Reykjavík eins og fram kom í aðdraganda kosning- anna. Úr sveitarstjórnakosningunum um helgina er ekki hægt að lesa að staða stjórnarflokkanna hafi veikst. Samfylkingin stendur nú sterkari en áður, en vinstrigrænir virðast mun veikari en mátt hefði ætla af skoðanakönnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.