Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 37
LaserSjón ehf. er sérhæft augn-
lækningafyrirtæki, sem fæst við
hvers kyns sjónlagsaðgerðir þar sem
háþróuð leysi- og tölvutækni er not-
uð til þess að losa fólk við gleraugu
eða snertilinsur í leik og starfi.
LaserSjón er brautryðjandi á
þessu sviði á Íslandi og á síðasta ári
var fyrirtækið ein af stærstu starfs-
stöðvum í augnlaseraðgerðum á
Norðurlöndum.
Þegar LaserSjón flutti þessa
tækni til landsins árið 2000 var fjár-
fest í besta mögulega tækjabúnaði
sem völ er á, svokallaðri fjórðu kyn-
slóð rannsóknar- og lasertækja frá
BAUSCH & LOMB í Þýskalandi.
Nýverið birtist í Morgunblaðinu
athyglisverð grein sem fjallaði um
heimasíðu LaserSjónar; www.laser-
sjon.is. Tilefnið var, að sögn höfund-
ar, að leiðrétta misskilning, sem
hann taldi að þar kæmi fram.
Einkum fór fyrir brjóstið á höf-
undinum, sem jafnframt er keppi-
nautur LaserSjónar, samanburðar-
tafla frá FDA (hið opinbera
heilbrigðis- og lyfjaeftirlit Banda-
ríkjanna), sem sýnir niðurstöður á
stöðluðum rannsóknum í Bandaríkj-
unum á árangri laseraðgerða á aug-
um með mismunandi tækjakosti.
Þessar rannsóknir liggja til grund-
vallar því hvort nota má tækin í
Bandaríkjunum. Í könnun FDA
komu í ljós yfirburðir þeirra tækja
sem Lasersjón notar, sjá töflu.
Margir ná jafnvel enn betri árangri
en taflan sýnir þegar þeir hafa lagað
tækin að aðstæðum og eigin reynslu
og á það t.d. við um LaserSjón.
Misskilningurinn sem keppinaut-
urinn vill leiðrétta er sá að nýjasta
kynslóð augnlasertækja sé þeim
gömlu fremri og á greinarhöfundur
erfitt með að kyngja þeirri augljósu
staðreynd. Það er auðvitað hans mál
ef hann telur að framfarir sem orðið
hafa byggist á misskilningi og verður
þá svo að vera.
Keppinautur okkar hefur ítrekað
haldið því fram í blaðaviðtölum að
hann sé sá eini á Íslandi, sem hefur
formlega menntun á þessu sviði.
Þannig gerir hann lítið úr menntun
kollega sinna hjá LaserSjón, sem all-
ir eru sérmenntaðir og þjálfaðir til
sinna starfa og hafa auk þess margra
ára þjálfun og reynslu, sem augn-
læknar og/eða augnskurðlæknar,
með mismunandi sérsvið og sérhæf-
ingu. Á það sama við um þá hjúkr-
unarfræðinga og sjúkraliða sem
starfa hjá LaserSjón.
Það er sorglegt þegar aðalsmerki
hins menntaða manns, hógværðin, er
látið fjúka út um gluggann í þeim
eina tilgangi að reyna að gera lítið úr
góðum árangri annarra sem starfa á
sama sviði, árangri sem er með því
besta sem þekkist á Norðurlöndum.
Öll læknismenntun og reynsla
nýtist vel í þeirri vinnu sem unnin er
hjá LaserSjón. Við teljum að betur
sjái augu en auga og leggjum því
áherslu á mikla samvinnu augnlækn-
anna fimm, sem þar starfa. Þannig
gefst sjúklingunum tækifæri á að
leggja mál sín fyrir tvo eða fleiri
lækna áður en aðgerð er fram-
kvæmd, til að taka af öll tvímæli. Það
teljum við kost, ekki ókost.
Það er alþekkt í læknisfræði að
reynsla og samvinna lækna skiptir
mestu þegar út í flóknar aðgerðir er
komið. Læknarnir sem starfa hjá
LaserSjón hafa gert aðgerðir á tæp-
lega 2.000 augum en keppinauturinn
hefur að eigin sögn gert aðgerðir á
um 150 augum. Það getur svo hver
og einn lagt mat á það fyrir sig,
hverju máli reynslan skiptir.
Til viðbótar má geta þess að Las-
erSjón er í hópi fyrstu fyrirtækja í
heiminum sem hófu að beita afbrigði
aðgerðarinnar sem nefnist Lasek í
stað Lasik og sérfræðingar fyrir-
tækisins kynntu á aðalfundi augn-
læknafélagsins í mars sl. Þessi nýj-
ung hefur ótvíræða kosti í stórum
aðgerðum, þegar hornhimnan er
þunn. Næsta bylting í sjónlagsað-
gerðum, sem þegar er í notkun hjá
LaserSjón, kallast klæðskerasaum-
uð meðferð (customised ablation).
Þessi aðferð samhæfir nýja mæli-
tækni á sjónlagi (Wavefront techno-
logy) við þrívíddarmælingu á innri
gerð augans (Orbscan) og að lokum
tölvustýrð einstaklingsbundin með-
ferð á hverju auga (Zyoptics, Zy-
wave og Zylink). Þessi byltingar-
kennda tækni mun enn bæta þann
árangur sem við náum í dag og í
mörgum tilfellum bæta bestu mögu-
legu sjón sem eitt auga er skapað til.
Þá mun þessi tækni einnig gefa
möguleika á að bæta árangur af fyrri
aðgerðum. Aðeins svokölluð fjórðu-
kynslóðarlasertækni, af þeim toga
sem LaserSjón ræður yfir í dag, mun
í náinni framtíð geta boðið upp á
þennan kost þegar það á við.
Skrif af því tagi sem hér hafa verið
gerð að umtalsefni eiga ekki að sjást
á síðum dagblaða, þó svo að einstaka
læknar telji sig vera yfir kollega sína
hafnir. LaserSjón mun ekki standa í
ritdeilum í fjölmiðlum við slíka
menn, en þar sem um endurtekið at-
vik er að ræða sjáum við okkur ekki
annað fært en að benda á staðreynd-
ir málsins. LaserSjón er það fyrir-
tæki sem hefur mestu reynsluna hér
á landi við framkvæmd laseraðgerða
á augum og býr yfir nýjasta og full-
komnasta tækjabúnaði sem völ er á í
dag.
Sjón er
sögu ríkari
Höfundar eru starfsmenn
LaserSjónar.
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist yfirlýsing frá fyrirtækinu Las-
erSjón, sem rituð er í nafni allra
starfsmanna fyrirtækisins. Starfs-
mennirnir eru: Þórður Sverrisson
augnlæknir, Eiríkur Þorgeirsson
augnlæknir, Dan Öhman sérfræð-
ingur í augnsjúkdómum, Kristján
Þórðarson augnlæknir, Örn Sveins-
son augnlæknir, Eva María Gunn-
arsdóttir skrifstofustjóri, Gunnur
Helgadóttir hjúkrunarfræðingur,
Auður Bjarnadóttir hjúkrunarfræð-
ingur og Sif Knudsen sjúkraliði.