Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 37 LaserSjón ehf. er sérhæft augn- lækningafyrirtæki, sem fæst við hvers kyns sjónlagsaðgerðir þar sem háþróuð leysi- og tölvutækni er not- uð til þess að losa fólk við gleraugu eða snertilinsur í leik og starfi. LaserSjón er brautryðjandi á þessu sviði á Íslandi og á síðasta ári var fyrirtækið ein af stærstu starfs- stöðvum í augnlaseraðgerðum á Norðurlöndum. Þegar LaserSjón flutti þessa tækni til landsins árið 2000 var fjár- fest í besta mögulega tækjabúnaði sem völ er á, svokallaðri fjórðu kyn- slóð rannsóknar- og lasertækja frá BAUSCH & LOMB í Þýskalandi. Nýverið birtist í Morgunblaðinu athyglisverð grein sem fjallaði um heimasíðu LaserSjónar; www.laser- sjon.is. Tilefnið var, að sögn höfund- ar, að leiðrétta misskilning, sem hann taldi að þar kæmi fram. Einkum fór fyrir brjóstið á höf- undinum, sem jafnframt er keppi- nautur LaserSjónar, samanburðar- tafla frá FDA (hið opinbera heilbrigðis- og lyfjaeftirlit Banda- ríkjanna), sem sýnir niðurstöður á stöðluðum rannsóknum í Bandaríkj- unum á árangri laseraðgerða á aug- um með mismunandi tækjakosti. Þessar rannsóknir liggja til grund- vallar því hvort nota má tækin í Bandaríkjunum. Í könnun FDA komu í ljós yfirburðir þeirra tækja sem Lasersjón notar, sjá töflu. Margir ná jafnvel enn betri árangri en taflan sýnir þegar þeir hafa lagað tækin að aðstæðum og eigin reynslu og á það t.d. við um LaserSjón. Misskilningurinn sem keppinaut- urinn vill leiðrétta er sá að nýjasta kynslóð augnlasertækja sé þeim gömlu fremri og á greinarhöfundur erfitt með að kyngja þeirri augljósu staðreynd. Það er auðvitað hans mál ef hann telur að framfarir sem orðið hafa byggist á misskilningi og verður þá svo að vera. Keppinautur okkar hefur ítrekað haldið því fram í blaðaviðtölum að hann sé sá eini á Íslandi, sem hefur formlega menntun á þessu sviði. Þannig gerir hann lítið úr menntun kollega sinna hjá LaserSjón, sem all- ir eru sérmenntaðir og þjálfaðir til sinna starfa og hafa auk þess margra ára þjálfun og reynslu, sem augn- læknar og/eða augnskurðlæknar, með mismunandi sérsvið og sérhæf- ingu. Á það sama við um þá hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða sem starfa hjá LaserSjón. Það er sorglegt þegar aðalsmerki hins menntaða manns, hógværðin, er látið fjúka út um gluggann í þeim eina tilgangi að reyna að gera lítið úr góðum árangri annarra sem starfa á sama sviði, árangri sem er með því besta sem þekkist á Norðurlöndum. Öll læknismenntun og reynsla nýtist vel í þeirri vinnu sem unnin er hjá LaserSjón. Við teljum að betur sjái augu en auga og leggjum því áherslu á mikla samvinnu augnlækn- anna fimm, sem þar starfa. Þannig gefst sjúklingunum tækifæri á að leggja mál sín fyrir tvo eða fleiri lækna áður en aðgerð er fram- kvæmd, til að taka af öll tvímæli. Það teljum við kost, ekki ókost. Það er alþekkt í læknisfræði að reynsla og samvinna lækna skiptir mestu þegar út í flóknar aðgerðir er komið. Læknarnir sem starfa hjá LaserSjón hafa gert aðgerðir á tæp- lega 2.000 augum en keppinauturinn hefur að eigin sögn gert aðgerðir á um 150 augum. Það getur svo hver og einn lagt mat á það fyrir sig, hverju máli reynslan skiptir. Til viðbótar má geta þess að Las- erSjón er í hópi fyrstu fyrirtækja í heiminum sem hófu að beita afbrigði aðgerðarinnar sem nefnist Lasek í stað Lasik og sérfræðingar fyrir- tækisins kynntu á aðalfundi augn- læknafélagsins í mars sl. Þessi nýj- ung hefur ótvíræða kosti í stórum aðgerðum, þegar hornhimnan er þunn. Næsta bylting í sjónlagsað- gerðum, sem þegar er í notkun hjá LaserSjón, kallast klæðskerasaum- uð meðferð (customised ablation). Þessi aðferð samhæfir nýja mæli- tækni á sjónlagi (Wavefront techno- logy) við þrívíddarmælingu á innri gerð augans (Orbscan) og að lokum tölvustýrð einstaklingsbundin með- ferð á hverju auga (Zyoptics, Zy- wave og Zylink). Þessi byltingar- kennda tækni mun enn bæta þann árangur sem við náum í dag og í mörgum tilfellum bæta bestu mögu- legu sjón sem eitt auga er skapað til. Þá mun þessi tækni einnig gefa möguleika á að bæta árangur af fyrri aðgerðum. Aðeins svokölluð fjórðu- kynslóðarlasertækni, af þeim toga sem LaserSjón ræður yfir í dag, mun í náinni framtíð geta boðið upp á þennan kost þegar það á við. Skrif af því tagi sem hér hafa verið gerð að umtalsefni eiga ekki að sjást á síðum dagblaða, þó svo að einstaka læknar telji sig vera yfir kollega sína hafnir. LaserSjón mun ekki standa í ritdeilum í fjölmiðlum við slíka menn, en þar sem um endurtekið at- vik er að ræða sjáum við okkur ekki annað fært en að benda á staðreynd- ir málsins. LaserSjón er það fyrir- tæki sem hefur mestu reynsluna hér á landi við framkvæmd laseraðgerða á augum og býr yfir nýjasta og full- komnasta tækjabúnaði sem völ er á í dag. Sjón er sögu ríkari Höfundar eru starfsmenn LaserSjónar. MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist yfirlýsing frá fyrirtækinu Las- erSjón, sem rituð er í nafni allra starfsmanna fyrirtækisins. Starfs- mennirnir eru: Þórður Sverrisson augnlæknir, Eiríkur Þorgeirsson augnlæknir, Dan Öhman sérfræð- ingur í augnsjúkdómum, Kristján Þórðarson augnlæknir, Örn Sveins- son augnlæknir, Eva María Gunn- arsdóttir skrifstofustjóri, Gunnur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur, Auður Bjarnadóttir hjúkrunarfræð- ingur og Sif Knudsen sjúkraliði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.