Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ATVINNA ÓSKAST Starf í sveit Kona með tvö börn, 5 og 9 ára, óskar eftir vinnu í sveit í sumar frá júní til ágústloka. Upplýsingar í síma 694 4463. Veiðar og vinnsla í grænlenskri lögsögu KNAPK, samtök veiðimanna og fiskimanna á Grænlandi, og NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna, leita samstarfsaðila sem geta lagt til móðurskip við fiskveiðar (þorsk og fleiri teg- undir) við strendur Grænlands. Umleitan KNAPK er gerð í samvinnu við mörg grænlensk bæjarfélög. KNAPK-NASF, símbréf 588 4758, netfang nasf@vortex.is . Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Sviðsstjóri Fagsvið Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri eru tvö, búnaðarsvið og náttúrunýtingarsvið. Sviðsstjóri stjórnar, í umboði rektors og háskól- aráðs, málefnum hvers fagsviðs háskólans. ■ Auglýst er til umsóknar staða sviðsstjóra að náttúrunýtingarsviði Landbúnaðarháskól- ans með sérmenntun á sviði landgræðslu eða skógræktar með hliðstæða menntun. Laun og önnur starfskjör samkvæmt kjara- samningum opinberra starfsmanna og að- lögunarsamningum Landbúnaðarháskólans við viðkomandi stéttarfélag. ■ Starfskyldur: Sviðsstjóri hefur umsjón með: Fjármálum sem snerta viðkomandi fagsvið í samráði við rekstrarstjóra háskólans. Kennslu- og rannsóknaverkefnum viðkom- andi fagsviðs í samráði við kennslustjóra og rannsóknastjóra. Þar sem starf sviðstjóra er hlutastarf eru einnig starfskyldur við rannsóknir og kennslu. Í samræmi við samstarfssamning Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins er unnt að sinna rannsóknarskyldum við hvora stofnunina sem er. ■ Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun með doktorsgráðu í við- komandi fræðigrein. Frumkvæðishæfileikar við uppbyggingu nýrrar þekkingar. Umsækjendur skulu bæði hafa reynslu í rannsóknum og miðlun þekkingar. ■ Umsækjendur láti fylgja umsókn sinni ítar- lega skýrslu um námsferil, kennslu- og fræðastörf svo og önnur störf. Með umsókn skulu fylgja eintök af þeim fræðilegu gögn- um sem þeir óska að tekið sé tillit til. Nauð- synlegt er að í umsókn komi fram hvaða verkefnum umsækjendur hafa unnið að, hverju þeir eru að sinna og hver eru áform þeirra ef til ráðningar kemur. ■ Ætlast er til að umsækjendur láti fylgja nöfn a.m.k. tveggja aðila sem leita má til um meðmæli. Nánari upplýsingar veitir Magnús B. Jónsson rektor (magnusb@hvanneyri.is) í síma 437 0000. Umsóknir skulu sendar til Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri fyrir 24. júní nk. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu Byggingafélag Gylfa og Gunnars er með eftirtalið húsnæði til leigu: Hlíðasmári: Í nýju og fallegu húsnæði, hentar vel fyrir skrifstofu, verslun eða þjónustu. Stærðir frá 150—600 fm. Síðumúli: Í nýju og glæsilegu húsnæði, stærð ca 300 + fm. Grandavegur: Í húsnæði fyrir eldri borgara. Hentar vel fyrir nudd eða heilsugæslu, stærð 103 fm. Vegmúli: 141 fm mjög vel innréttað húsnæði sem hentar t.d. fyrir kírópraktora eða nuddara. Uppl. gefur Gunnar í síma 693 7310. TILKYNNINGAR Tilkynning frá utanríkisráðuneytinu Utanríkisráðuneytið býður fyrirtækjum, sam- tökum, stofnunum og einstaklingum viðtals- tíma við sendiherra Íslands til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Eiður Guðnason, sendiherra, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, verður til viðtals í utanríkis- ráðuneytinu föstudaginn 31. maí nk. kl. 10.00 til 12.00. Nánari upplýsingar og tímapantanir eru veittar í síma 560 9900. Tilkynning frá Húsasmiðjunni Húsasmiðjan hefur haft til sölu rafmagnssturtuhitara af gerðinni Angelotty model DS 230 sem reyndust ekki uppfylla þær kröfur sem ætlast er til af slíkum vörum. Mikilvægt er að þessi vara verði tekin úr umferð og unnið hefur verið skipulega að því að innkalla hana. Ennþá vantar Húsasmiðjunni að ná sambandi við nokkra viðskiptavini og vill biðja þá aðila vinsamlegast um að hafa samband í síma 525- 3286. Húsasmiðjan hefur ávallt öryggi viðskiptavina sinna að leiðarljósi og harmar þessi mistök. upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.