Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 25 SPÆNSKI arkitektinn og lista- maðurinn Pep Bou heiðraði land- ann með fjórum sýningum í Ís- lensku óperunni um síðustu helgi. Pep Bou er arkitekt að mennt með brennandi áhuga á myndlist og ým- iskonar plastefnum. Áhugi hans á hverfulu rými og teygjanlegu formi sameinast í sýningunni Ambrossia. Þessi myndræna sýning skiptist í stutta leikþætti þar sem sápukúlur af ýmsum stærðum og gerðum voru í aðalhlutverkinu. Félagarnir Pep Bou og Luis Beviá brugðu sér í hin ýmsu gervi og höfðu í frammi grín og glens í rúmlega klukku- stund. Sápukúlurnar fylltu þeir af reyk eða froðu. Ljósið brotnaði síð- an á þeim þannig að á þær stirndi eða að þær líktust lituðum blöðrum sem svifu um og sprungu. Fjöl- breytt tónlistin ýtti undir sirkus- andrúmsloftið. Ýmiss tól og tæki voru notuð á sviðinu. Meðal þeirra var sápu- grind en hún var notuð sem rammi utan um sápukúlur sem ýmist dönsuðu hópdans á línu í ramm- anum, svifu upp í loftið og sprungu eða gleyptu hvor aðra af græðgi. Lítil sápugrind grét sárt og vildi einnig fá athygli sýnenda. Þeir böð- uðu hana með stökustu nærgætni, gáfu sápukúlublöndu úr pela að drekka þar til hún róaðist og sofn- aði vært. Annað atriði sem vakti lukku var þegar lituðum boltum var kastað út í sal. Síðan var sápu- kúlum raðað á annan sápukúl- umeistarann og börnunum boðið að kasta boltunum til að sprengja kúl- urnar. Sýningin var ljúf, einlæg og barnsleg. Hún hafði yfir sér við- kvæmnisblæ þar sem allsendis var óvíst hvað úr kúlunum yrði, það er hvort þær myndu springa strax í meðför sýnenda eða vaxa og líða um í litadýrðinni. Síðasti hálftíminn var yngstu áhorfendunum erfiður enda rólegasti hluti sýningarinnar. Flytjendum var engu að síður óspart klappað lof í lófa í sýning- arlok enda afbragðs sápukúlusir- kus á ferð. Ljúfur sápukúlusirkus LEIKLIST Listahátíð Íslenska óperan Pep Bou og Luis Beviá. Laugardagur 25. maí 2002. AMBROSSIA Lilja Ívarsdóttir Á CAFÉ Nilsen á Egilsstöðum stendur yfir sýning Sigurrósar Stef- ánsdóttur myndlistarkonu. Á sýn- ingunni eru myndir sem unnar eru með blandaðri tækni og einnig olíu- pastelmyndir. Myndirnar vísa til fólksins í landinu og eru fígúratífar með abstraktu ívafi. Allar myndirnar eru unnar á þessu ári og eru þær til sölu. Sigurrós hefur sett upp sýningar á hverju ári frá því hún útskrifaðist úr Myndlistarskólanum á Akureyri vorið 1997. Sýningin stendur til 15. júní. Fígúratífar myndir á Egilsstöðum Listahátíð í Reykjavík Dagskráin í dag Þriðjudagur 28. maí Kl. 20 – Borgarleikhúsið Recent Kronos-kvartettinn. Efnisskrá: Aleksandra Vrebalov / Pannonia Bound- less; Rahul Dev Burman (úts. Osvaldo Golijov) / Aaj Ki Raat; Aníbal Troilo (úts. Osvaldo Golijov) / Responso (Respons- ory); Charles Mingus (úts. Sy Johnson) / Myself When I Am Real; Steve Reich / Triple Quartet; Michael Gordon / Pot- assium; Terry Riley / Sunrise of the Plan- etary Dream Collector; Sigur Rós (úts. Stephen Prutsman) / Ný batterí og Star- álfur. Margfaldur Grammy-verðlaunahafi, diskar kvartettsins eru í efsta sæti á vin- sældalistum um allan heim og yfir 450 verk hafa verið samin af fremstu tón- skáldum veraldar fyrir þennan hóp. Kl. 21 – Broadway Sígaunasveitin Taraf de Haïdouks. Fjór- tán manna sveit frá Rúmeníu spilar sína tónlist, sem á rætur að rekja allt aftur til tyrkneskra soldána. Sveitin nýtur gríðar- legra vinsælda um allan heim og er án efa frægasta sígaunahljómsveit sög- unnar. „Sígaunasveitin Taraf á engan sinn líka, nema kannski Charlie Chapl- in“. (The Times). VÍSINDAMENN hafa það fyrir satt, að konserterandi fiðlarar og pí- anóleikarar þurfi að búa yfir þeim eiginleikum, að geta framkvæmt hröðustu og flóknustu hreyfingar mannlegra athafna, sem auk þess þurfa að vera gæddar listrænu inn- taki, því óskilgreinanlega, sem allir skynja, en fáum er gefið að hafa á valdi sínu. Það er fyrir þessar stað- reyndir, að mjög fáum er gefið að hafa þennan galdur á valdi sínu og ná tökum á því, sem er næsta óskiljan- legt og í raun yfirnáttúrulegt, í víð- ustu merkingu orðsins. Maxim Vengerov hefur hraðann, tóninn og tónlistina gjörsamlega á valdi sínu, með svo miklum andstæð- um, þar sem átökin eru svo yfirþyrm- andi, að ótrúlegt er að fiðlan standist raunina og í annan stað í leik svo óm- þýðum og fínlegum, að minnir á ís- lensk fjallablóm, þar sem fegurðin er fólgin í smágerðum fínleikanum. Þar takast einnig á sársaukafullur treg- inn og glettinn tónleikur og það eins og óhamin náttúran sé að verki, er svo í annan stað hvílir sig í náttmála geislum sólarinnar. Verkin sem Max- im Vengerov lék á tónleikum listahá- tíðar í Háskólabíói í gærkveldi voru umritun á Tökkötu og fúgu í d-moll (sem sögð er vera eftir J.S. Bach), fjórar sónötur, op. 27, nr. 2, 3, 4 og 6, eftir Ysaye og Echo-sónötu eftir Shchedrin og sem aukalag sarabönd- una úr d-moll einleiks partítunni eftir J.S. Bach, sem Vengerov lék með öræfadjúpri friðsæld og kyrrð. Tónleikarnir í gærkveldi voru stórkostleg upplifun, þar sem leik Vengerovs má fella að einu orði, snilld. SNILLDTÓNLISTHáskólabíó Maxim Vengerov lék verk eftir J.S. Bach, Shchedrin og Ysaye. Mánudagurinn 27. maí 2002. EINLEIKSTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Morgunblaðið/Golli „Maxim Vengerov hefur hraðann, tóninn og tónlistina gjörsamlega á valdi sínu,“ segir Jón Ásgeirsson meðal annars í umsögn sinni. NÝLEGA er komin út á Spáni bók- in Sinfóníetta Bjarkar (Sinfonietta Björk, útg. Libros del Innombrable í Zaragoza) eftir Raúl Herrero og er þetta önnur bókin í flokki eftir hann sem nefnist Ciclo del 9, en ætlunin er að bækurnar verði níu. Bókin er um sextíu síður. Raúl Herrero (f. 1973) er af- kastamikið skáld, myndlistar- maður, ritstjóri og bókaútgefandi í Zaragoza og hefur m. a. gefið út verk norrænna skálda. Sinfóníetta Bjarkar er myndskreytt af honum sjálfum. Þetta eru ljóðræn ljóð í súrreal- ískum anda og fjalla ekki síst um ástina (hina óðu ást) og tilvist mannsins, lífið og dauðann. Ljóðin eru ekki beinlínis um söngkonuna Björk heldur tileinkuð henni og leynir sér ekki aðdáun skáldsins. Sinfóníetta Bjarkar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.