Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 45 ✝ Hulda Guð-mundsdóttir fæddist á Svalbarðs- eyri við Eyjafjörð 27. mars 1904. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 18. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Péturs- son frá Dálkstöðum, kaupmaður og út- gerðarmaður á Sval- barðseyri, og Sigur- lína Valgerður Kristjánsdóttir frá Mógili á Svalbarðs- strönd. Guðmundur flutti síðar til Akureyrar og rak þar umfangs- mikla útgerð og síldarverkun. Hulda var elst sex barna Guð- mundar og Sigurlínu. Hin voru Sigríður, gift Jónasi Kristjánssyni mjólkursamlagsstjóra, Kristján son, garðyrkjuskólakennari og ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Ís- lands, f. 30. september 1922, d. 14. nóvember 1989, þau eiga fjögur börn. 3) Sigurður, f. 24. ágúst 1929, maki Arnþrúður Margrét Jóhann- esdóttir sjúkraliði, f. 25. júlí 1931, frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði, þau eiga fimm börn. Síðari maður Huldu var Gunnlaugur Sigurður Jónsson frá Þóroddsstöðum í Ólafsfirði, f. 8. október 1900, d. 21. maí 1989. Þau eignuðust einn son, Guðmund, f. 15. júní 1933, maki Ás- dís Þorsteinsdóttir frá Hólmavík, f. 1. apríl 1944, þau eiga einn son. Barnabörn Huldu eru tólf, barna- barnabörn eru þrjátíu og tvö og barnabarnabarnabörn eru þrjú. Hulda gekk í barnaskóla á Ak- ureyri og í hússtjórnarskóla í Dan- mörku. Hulda og Gunnlaugur bjuggu á Akureyri til ársins 1943, fluttu þá til Reykjavíkur og bjuggu lengst af í Úthlíð 15 en síðar í Mið- leiti 5. Hulda helgaði heimili sínu og fjölskyldu lífsstarf sitt. Útför Huldu verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Pétur, giftur Úrsúlu Beate fæddri í Þýska- landi, Helga, gift ensk- um manni, Geoffrey S. Robins, Guðrún, gift Snorra Arinbjarnar- syni, mjólkurfræðingi hjá Mjólkursamlagi KEA, og Guðmundur, lést í bernsku. Guðrún er nú ein eftir af systk- inahópnum. Hulda giftist Gunn- laugi Jónssyni frá Skeggjabrekku í Ólafsfirði, f. 27. ágúst 1897, d. 15. maí 1980. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Björn, f. 4. febrúar 1922, maki Ragnhildur Kristín Magnúsdóttir frá Arnþórsholti í Lundarreykja- dal, f. 7. mars 1922, þau eignuðust tvo drengi. 2) Sigurlína, f. 29. júlí 1924, maki Axel Valgarð Magnús- Mig langar til að minnast Huldu tengdamóður minnar og þakka góða samfylgd í fimmtíu og tvö ár. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Fari hún í friði. Arnþrúður Jóhannesdóttir (Dúa). Með þessum línum langar mig að minnast föðurömmu minnar og góðrar vinkonu. Erfitt er að gera sér í hugarlund allar þær breytingar sem orðið hafa á þjóðfélaginu síðustu níutíu og átta árin. Frá því að amma kom í heiminn norður á Svalbarðsströnd og þar til í dag þegar hún verður jarðsungin hér suður í Reykjavík. Það eru mikil forréttindi að fá að umgangast fólk sem man svo langt æviskeið. Það hljómaði óraunverulegt í eyrum sona minna þegar amma, ekki alls fyrir löngu, lýsti fyrir þeim sund- lauginni á Akureyri, þar sem hún lærði sundtökin. Þeim fannst hún frekar vera að lýsa risastórum drullupolli. Þótt amma hefði gaman af að segja okkur frá því sem við spurðum hana um úr fortíðinni var hún alltaf meira upptekin af nútíð- inni og framtíðinni. Hún var sérlega jákvæð kona og hafði gaman af að fylgjast með þróun samfélagsins. Hún átti auðvelt með að tileinka sér nýjungar og einbeitti sér að jákvæð- um hliðum þeirra. Minnisstæðar eru ferðir okkar í Kringluna og ekki kom annað til greina af hennar hálfu en að ljúka verslunarleiðangrinum með því að fara á kaffihús. Ákveðnar skoðanir hafði hún en opinberaði þær á yfirvegaðan máta. Yfirvegun og einbeiting hafa sennilega verið hennar einkunnarorð. Þess bar heimili hennar og afa glöggt vitni. Amma hafði sérlega gaman af því að fjölskyldan kæmi saman. Ævin- lega fór hún manna síðust af manna- mótum og taldi það ekki eftir sér fram á síðustu ár að hossast með okkur austur í Mýri, sumarbústað foreldra minna, og taka þátt í árlegri sumarsamkomu. Ekki vildi hún missa af svona samkomum. Alltaf jafn þakklát og glöð yfir að vera með. Í byrjun janúar á þessu ári flutti amma fyrst íbúa á hjúkrunarheim- ilið Sóltún. Þar var tekið vel á móti henni. Langar mig að þakka starfs- fólki á 3. hæð hjartanlega fyrir góða aðhlynningu og vinsemd, bæði í garð ömmu og okkar aðstandendanna. Á þessari kveðjustund kemur fram í huga mér minning frá því afi Gunnlaugur var á lífi. Ég stormaði frá gamla Verslunar- skólanum niður á Lækjartorg til að ná strætó heim. Þetta var síðla dags um miðjan desember. Það var mjög mikil snjókoma og dimmt. Þar mætti ég pari. Þau settu undir sig höfuðið svo ég sá ekki andlitin. Þóttist ég þekkja þarna tvo hatta. Annar með fallegri, myndarlegri hattnál. Mað- urinn hélt þétt utan um konuna sína og leiddi áfram í hríðinni. Þetta er falleg mynd úr minningabroti og ein- kennandi fyrir samband afa míns og ömmu, sem voru þarna á ferð við að ljúka jólagjafainnkaupunum. Með þessum orðum kveð ég og þakka, sannfærð um að sami út- breiddi faðmur bíður ömmu minnar nú. Margrét. Elsku besta amma. Þakka þér fyr- ir það sem þú gerðir fyrir mig, þegar ég var fimm ára kríli, hlúðir að mér eins og best þú gast. Þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér. Það var svo gaman að spjalla við þig. Ég er svo þakklát fyrir að þú fluttir í Sóltúnið. Þú hafðir þín húsgögn og góða skap- ið, þarna fór svo vel um þig og okkur öll. Fyrstu árin mín átti ég heima í Danmörku, samt saumaðir þú og sendir föt á mig og ekki efast ég um að hafi verið gaman þegar þið afi komuð til okkar í heimsókn. Þú varst svo útsjónarsöm, ein- hvern tímann þegar mig langaði að gleðja góðan vin að kvöldi til teygðir þú þig inn í næsta skáp og þar var komin gjöfin og mikið var ég glöð. Þegar þú varst ung fórstu til Dan- merkur á Sorø í húsmæðraskóla. Það veit ég að hefur verið lærdóms- ríkt. Þú giftist ung Gunnlaugi afa frá Skeggjabrekku í Ólafsfirði og áttir heima í Ólafsfirði í nokkur ár en þá skilduð þið og þú giftist seinni manni þínum sem við höfum alltaf kallað afa og var okkur fjarska góður. Hann hét Gunnlaugur S. Jónsson frá Skíðadal. Þið voruð fjarska samhent. Afi veitti mér innsýn á sinn hátt með því að bjóða mér með sér í Guð- spekifélagið er ég var 17 ára. Þið voruð dugleg að töfra fram veislur hvort sem Helga systir þín og fjölskylda kom frá York eða for- eldrar þínir voru á ferð og alltaf var afmæliskaffi. Þið ferðuðust mikið um landið okkar ásamt Ágústi bróður afa og konu hans Margréti. Einnig er minnisstætt þegar Kristján bróðir þinn og Úrsúla kona hans voru hjá ykkur og Jónas mágur þinn, þá var nú glatt á hjalla. Nú er svo stutt á milli ykkar Úrsúlu. Ég óska þér innilega alls hins besta og veit að nú líður ykkur öllum vel saman. Guð blessi minningu þína. Guð verndi börnin þín og okk- ur öll. Ég kveð þig með orðum Kahlil Gibran: Því að hvað er það að deyja annað en standa nakin í blænum og hverfa inn í sólskinið. Hulda Axelsdóttir. HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur S. 555 4477  555 4424 Erfisdrykkjur -. (      (        9 <; 4 =04  334 - 0(  (. & & & !C                      &%    %& >        !      *  '     9 @#' *)  4 %, '   )*)  =*  '  ( ,9 $)*)  ( (/  ( ( (/  ?   )      )      7     +   !   A  33 9 . #!8 - -  ,    )      )     !     ! 9  * ' *    %*)      9 ,  7  *)     *)   )      %   ?   )      )     7    +  !7  +    (      (      '09  3'00 9 <  33  &)  ?J "#$%&# 9  * A 2    D  7 2  *)  '"$)- 1  G "  2   20  0$2  *)   ( (/  ( ( (     )      7  +  !7# !    .  (     (    49:< 120 33 /#-*!8 "#$%&# ,    )      .    (   %%3 / 0    *  -&$ *)   70 $ *)  )A 4 %  $ 2  K# 9 @)*)  4 % A )  & ( ,)*)   @)*)  (    4 3: 49:< 9 3' 0/ & F "#$%&#   !    / 0     *            #              $    %&& 1  ! *      *   *  *   2*&* 7*)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.