Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 41 votta ég mína dýpstu samúð. Megi al- góður Guð geyma þig um ókomna tíð. Þórður Björgvinsson. Ástkær föðursystir okkar Ragga á Grund er látin hátt á níræðisaldri. Hún bjó síðustu árin á Dvalarheim- ilinu Höfða á Akranesi. Ragga frænka eins og hún var köll- uð í fjölskyldunni var mikil ættmóðir, gjafmild og hlý. Hún lét sér annt um alla, ekki síst þá sem minna máttu sín í lífinu. Hún var ávallt tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd og fór ekki í manngreinarálit og skipti þá ekki máli hvort um var að ræða unga eða aldna, innan fjölskyldu eða utan hennar, hún var eins í viðmóti við alla. Börnunum í ættinni sem orðin eru fjölmörg sýndi hún mikinn áhuga og þau fundu að þau skiptu máli. Hún ræddi við þau og vissi hvað þau hétu og oft hvenær þau áttu afmæli. Heim- ili hennar og Jóns Árnasonar alþing- ismanns stóð ávallt opið fyrir vinum og ættingjum, þau tóku á móti ein- staklingum og stórum hópum af mik- illi gestrisni og hlýju. Hugurinn reikar til bernskuáranna á Akranesi í landi Grundar við Vest- urgötu 41–47. Þar bjó fjölskyldan í fjórum húsum í röð: Fyrst kom Ragn- heiður og fjölskylda, síðan Júlíus og fjölskylda, Ólína og fjölskylda og síð- ast amma Emilía og Peta frænka á nr. 47. Yngri systurnar; Steina, Ingella, Adda og Þóra bjuggu annars staðar í bænum og Emilía yngsta systirin bjó í Hafnarfirði. Það er okkur systkinum í barnsminni að á Grund var mikið líf og fjör með tónlist og söng og þar voru þau Ragga og Jón hrókar alls fagnaðar. Við systkinin, börn Júlíusar, ól- umst upp í þessu samfélagi meðal ættingja og vina og var samheldnin og samgangur mikill milli barna og fullorðinna. Afkomendur systkinanna á Grund halda saman enn þann dag í dag með ýmsu móti, með frænkuklúbbum og ættarmótum sem er afkomendunum mjög dýrmætt og átti Ragga ekki síst þátt í því að viðhalda þessum tengslum. Faðir okkar Júlíus bjó alla ævi á Vesturgötu 43 og mörg hin síðari ár í sambýli við Gunnhildi dóttur sína og hennar fjölskyldu. Ragga bjó ein síð- ustu árin í sínu húsi, en þau systkinin voru mjög náin og kom það best fram þegar þau fóru að eldast og heilsunni fór að hraka. Honum fannst gott að vita af Röggu systur sinni í næsta húsi, en hún sýndi honum mikla um- hyggju og talaði hann um að sér þætti gott að sjá ljósin loga á nóttinni hjá Röggu. Að leiðarlokum viljum við systkinin þakka Röggu frænku samfylgdina, umhyggjuna og tryggðina sem hún sýndi okkur og fjölskyldum okkar alla tíð. Við vottum Millu, Dodda, Möggu og Petu og fjölskyldum þeirra samúð og erum þakklát fyrir að hafa þekkt Röggu og átt hana fyrir frænku. Við teljum að við minnumst hennar best með því að láta ljósið loga áfram, rækta vináttuna og sýna hvert öðru áhuga og athygli eins og hún gerði alla tíð. Blessuð sé minning Röggu frænku. Edda, Ragnheiður, Emilía, Þórður, Ásdís Elín og Gunnhildur. Móðursystir okkar, Ragnheiður Þórðardóttir, eða Ragga frænka eins og við kölluðum hana, er látin á áttt- ugasta og níunda aldursári. Í huga okkar var Ragga frænka stór kona, ekki í þeirri eiginlegu merkingu að hún skæri sig úr ættinni hvað hæð varðar, heldur sem sérlega mikil manneskja. Við lát ættingja staldrar maður við, lítur til baka, rifj- ar upp ótal minningar og við teljum að Röggu frænku hafi tekist það sem alls ekki er á allra færi, að lifa farsælu lífi. Og líkt og með flesta, sem höndla far- sældina, er það eigið lífsviðhorf sem mótar afstöðu samferðamanna og hefur áhrif á örlög okkar. Þannig einkenndist öll framkoma Röggu af léttri lund, góðvild í garð annarra og svo blessunarlegri gleymsku á það sem miður fór. Heim- ilið var mannmargt og oft stöðugur gestagangur fjölskyldu og vina ekki síst í tengslum við þingmennsku og önnur störf Jóns. En hjá Röggu virt- ist alltaf vera nægur tími og pláss fyr- ir alla. Í minningunni sjáum við hana fyrir okkur í eldhúsinu, flautandi í ró- legheitunum að búa til kæfu, kleinur eða brauð. Það virtist aldrei trufla hana þó að eldhúsið væri fullt af börn- um og fullorðnum. Líkt og með allar „stórar“ mann- eskjur leyndi Ragga á sér, hún var ávallt opin fyrir lífinu og tilbúin að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Hús- móðirin, sem varð ekkja 64 ára, dreif sig í að taka bílpróf. Þá varð hún frjáls sem fuglinn og bíllinn auðveldaði henni að skjótast út til að fanga fal- legt sólarlag eða sérstakt skýjafar með myndavélina að vopni. Hún hafði alltaf gaman af að ferðast og var já- kvæð fyrir nýrri reynslu. Sem dæmi prófaði hún tæplega áttræð að svamla um í Breiðafirði í flotgalla! Meðan ömmu Emilíu og Petu frænku naut við var til siðs að mæta á heimili þeirra í morgunkaffi. Þessi siður, sem síðar fluttist á heimili systranna, hefur kennt okkur hversu dýrmætt það er að rækta frændsemi og vináttu. Fátt jafnaðist á við heitt súkkulaði í borðstofunni á Grund á laugardagsmorgni og Röggu frænku að sýna myndir eða rifja upp gamla daga í góðra vina hópi. Við sjáum hana nú fyrir okkur í forstofunni, fara í fallegu kápuna, setja upp elegant hatt og ganga til móts við eilífðina, bein í baki og sposk á svip. Sátt við Guð og menn. Megi okkur auðnast að taka hana okkur til fyrirmyndar. Fyrir hönd allrar fjölskyldu Steinu og Árna, Emilía Petrea Árnadóttir. Þegar Ragnheiður Þórðardóttir á Akranesi er öll vil ég minnast hennar með fáeinum orðum. Ragga á Grund, eins og hún var ætíð kölluð, var dóttir merkishjónanna Emilíu Þorsteins- dóttur og Þórðar Ásmundssonar á Grund á Akranesi. Þórður var einn helsti frumkvöðull í atvinnulífi Akur- nesinga á fyrri hluta síðustu aldar. Hann rak bátaútgerð, stofnaði hrað- frystihúsið Heimaskaga, byggði stórt og glæsilegt verslunarhús við Vest- urgötuna og rak búskap í Innsta- Vogi. Þórður féll frá tæplega sextug- ur 1943 og var mannskaði við fráfall þessa mikla atorkumanns. Ragga ólst upp í stórum systkina- hópi, systurnar voru sjö ásamt einum bróður. Ein systranna dó á barns- aldri. Í bókinni „Saga Halldóru Briem“ lýsir Steinunn Jóhannesdótt- ir rithöfundur vel uppvaxtarárum barna og unglinga á Akranesi á þeim tíma, sem þær Ragga og Halldóra voru að alast upp. Þær voru æsku- vinkonur og varði vinátta þeirra á meðan báðar lifðu. Í þessari bók er líka sagt frá kynnum þeirra Röggu og verðandi eiginmanns hennar, Jóns Árnasonar. Jón var eins og Ragga al- inn upp við Vesturgötuna á Akranesi, í húsinu Lindarbrekku. Húsið hafði faðir hans, Árni Árnason trésmiður, byggt á sínum tíma og bjó þar lengi ásamt eiginkonu sinni, Margréti Finnsdóttur frá Sýruparti, og fjórum sonum þeirra. Þeir voru, auk Jóns, Finnur faðir minn, Aðalsteinn og Lár- us og eru allir látnir fyrir allnokkrum árum. Þeir bræður voru mjög sam- rýndir og kenndir við æskuheimili sitt af eldri Akurnesingum og kallaðir Lindarbrekkubræður. Þau Ragga og Jón gengu í hjóna- band 3. ágúst 1933 og var hún þá rétt um tvítugt. Þau hófu búskap á gömlu Grund og bjuggu þar fram til ársins 1945. Það ár fluttu þau í nýtt hús, sem þau höfðu byggt á lóð gömlu Grundar, og áttu þar heima æ síðan, uns Ragga flutti á síðasta ári á Höfða, dvalar- heimili aldraðra á Akranesi. Eftir lát Þórðar Ásmundssonar tók Jón, ásamt Júlíusi mági sínum og Ólafi Frímann Sigurðssyni, svila sínum, við stjórn þeirra fyrirtækja, sem Þórður hafði rekið. Fleiri af tengdasonum Þórðar komu einnig að rekstrinum. Þessi störf mæddu mjög á Jóni, en jafnhliða þeim var hann forystumaður sjálf- stæðismanna á Akranesi, sat um ára- tugi í bæjarstjórn og var alþingismað- ur frá 1959, uns hann lést 68 ára gamall árið 1977. Það er margs að minnast, þegar hugurinn reikar til Röggu og Jóns á Grund. Hér skal þó aðeins minnst á gestrisni þeirra og greiðasemi við alla, sem þeim kynntust. Heimili þeirra var afar gestkvæmt og stóð öll- um opið. Það minnti mig oft á manna- mótastað. Grundarsystkinin höfðu flest reist sér heimili á Grundartorf- unni eða í nágrenni hennar. Þetta voru fjölmennar og samhentar fjöl- skyldur, en auk þeirra var tíðum hjá Röggu og Jóni fjöldi af öðru fólki, vin- um og kunningjum, og öllum tekið opnum örmum. Allir fundu sig þar velkomna og leið vel á þessu hlýja heimili. Viðmót þeirra hjóna, bros og örvandi hlátur Röggu og hógvær glettni Jóns, verða mér ætíð minnis- stæð. Börnin þeirra fjögur, Emilía, Þorsteinn, Margrét og Petrea, hafa erft þessa og marga aðra eiginleika foreldranna. Í erilsömu starfi Jóns stóð Ragga ætíð eins og klettur við hlið hans. Ef eitthvað bjátaði á í vina- og kunn- ingjahópnum var leitað til þeirra. Þar vantaði aldrei viljann til að leggja öðr- um lið og trygglyndi þeirra var ein- stakt. Í mínum huga er skarð þessara mætu hjóna vandfyllt. Ég sakna þess að eiga aldrei aftur eftir að banka upp á hjá Röggu á leið minni um Akranes. Ég heimsótti hana síðast um páskana ásamt eiginkonu minni. Þá var hún hress í anda og margt spjallað um liðna daga. Þótt komin væri á 89. ald- ursárið var hún enn minnug á margt úr fortíðinni, jafnt menn og málefni þess Akraness, sem áður var, en þok- ar nú ört fyrir nýjum tímum. Gott var að eiga með henni þessa stund. Við Sigríður sendum börnum Röggu og ástvinum öllum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ragnheiðar Þórðardóttur á Grund. Árni Grétar Finnsson. Kynni okkar Ragnheiðar hófust á þeim dögum þegar Guðjón bróðir minn hóf að gera hosur sínar grænar fyrir Margréti dóttur hennar og eig- inmannsins Jóns Árnasonar, athafna- manns og alþingismanns á Akranesi. Þau hjón voru miklir sjálfstæðismenn af gamla skólanum, alkunn fyrir dugnað, heiðarleika og víða lífssýn. Þetta var á mínum villtustu vinstri- dögum og bjóst ég við að ég ætti litla innkomu á heimili þeirra. Þar reynd- ist ég ekki sannspár. Þau fögnuðu mér ávallt sem syni sínum og létu aldrei flokkspólitík glepja sér sýn heldur leyfðu dómgreind og hjarta- lagi að ráða. Síðar þegar Guðjón og Margrét voru orðin hjón jukust þessi tengsl enn og minnist ég margra góðra stunda á heimili þeirra, svo sem í fjölskylduveislum, ekki síst við- ræðna við Ragnheiði um allt milli himins og jarðar en einkum um menningu og bókmenntir, sem hún kunni afar góð skil á. Ragnheiður var einstök kona, sem bar umhyggju og umburðarlyndi fyrir hverri sálu sem varð á vegi hennar. Hún gerði veröld- ina í kringum sig hlýrri og betri. Það var sama hvað gekk á í lífi fólks, alltaf gaf hún sér tíma til að setjast niður og gefa góð ráð eða sjá málin í jákvæðu ljósi og hvaða lærdóm mætti draga af mótvindum. Ég og aðrir sem nutum návistar hennar munum sakna Ragn- heiðar sárlega. Aðstandendum henn- ar votta ég mína dýpstu hluttekningu. Það var mikil blessun að fá að kynn- ast þessari góðu konu. Ingólfur Margeirsson og fjölskylda. Nú þegar Ragnheiður Þórðardóttir frá Grund á Akranesi er kvödd koma margar minningar upp í hugann. Al- veg frá því fyrst ég fór að fylgjast með og taka þátt í stjórnmálum er mynd Röggu á Grund, eins og hún var jafn- an kölluð, skýr í huganum. Hún tók virkan þátt í störfum eiginmanns síns, Jóns Árnasonar alþingismanns, og sinnti af mikilli prýði og ljúfmennsku þeim skyldum sem fylgir því að vera maki stjórnmálamanns. Hún átti sjálf sterka og djúpa pólitíska sannfær- ingu og ríka réttlætiskennd. Jón var bæjarfulltrúi á Akranesi um áratugaskeið og forseti bæjar- stjórnar í mörg ár. Hann var kjörinn alþingismaður Borgfirðinga 1959 eft- ir að Pétur Ottesen hætti á þingi og sama haust kjörinn alþingismaður Vestlendinga. Það var ekki fyrir hvern sem er að fara í spor Péturs, slíkra vinsælda sem hann naut, en Jón var fljótur að ná sterkri stöðu meðal Vestlendinga og naut trausts og virðingar. Hann var þingmaður þar til hann féll frá 1977. Mikill erill og ferðalög fylgdu þingmennskunni ekki síður þá en nú og samgöngur á þeim tíma ólíkt erfiðari. Ragnheiður fylgdi Jóni jafnan á fundum og ferða- lögum og enginn vafi á að hún var honum ómetanlegur styrkur. Ragnheiður bar það með sér að hún var alin upp á miklu myndar- heimili. Foreldrar hennar, Þórður Ás- mundsson, útgerðarmaður og versl- unareigandi, og Emilía Þorsteinsdóttir, húsmóðir, voru af- skaplega vinsæl meðal bæjarbúa. Þau voru annáluð fyrir ljúfmennsku sína og greiðvikni. Systkinahópurinn var stór og sterk fjölskyldubönd og sam- heldni hefur alla tíð einkennt fjöl- skylduna frá Grund. Ragnheiður bar með sér sterkan persónuleika. Hún var ákveðin og af- dráttarlaus í framkomu. Frá henni stafaði sérstakri hlýju og gleði. Glettni í augum og hlýjar hendur ein- kenndu hana. Hún hvatti mig og studdi í pólitíkinni, fylgdist með og sendi kveðjur. Guðjón bróðir minn var í miklu uppáhaldi hjá henni og hún lét í sér heyra hvernig sem viðr- aði. Í meðbyr og mótvindi var vinátta hennar söm. Hún var tryggðatröll. Að leiðarlokum vil ég þakka þá ein- lægu vináttu og stuðning, sem ég hef notið alla tíð frá Ragnheiði. Við Geir sendum ástvinum hennar okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu Ragnheiðar Þórðardóttur. Inga Jóna Þórðardóttir. Kveðja frá Sjálfstæðiskvenna- félaginu Báru á Akranesi Látin er heiðurskonan Ragnheiður Þórðardóttir. Við andlát Röggu á Grund eins og hún var ætíð nefnd hverfur hugurinn aftur til áranna er sjálfstæðiskonur á Akranesi ákváðu að stofna félag sitt Báru haustið 1962. Ragga var kjörin í fyrstu stjórn félagsins, og var síðar formaður um árabil. Þessu starfi sínu sinnti hún af áhuga þó búseta hennar hefði verið í Reykjavík á þeim árum er eiginmaður hennar Jón Árnason átti sæti á alþingi. Fundum félagsins stjórnaði hún af sinni alkunnu röggsemi og hlýju. Ragga tók virkan þátt í öllum störfum félagsins jafnt fyrir kosningar sem í annan tíma. Með glaðlegu og vinsam- legu viðmóti sínu í garð annarra vakti hún ánægju sem auðveldaði öll störf í félaginu. Allt fram til síðustu mánaða var hún boðin og búin að taka þátt í öllum störfum félagsins full af áhuga og vilja til að láta gott af sér leiða. Allir sem kynntust Röggu fundu fyrir góðri návist hennar og skipti þá ekki máli á hvaða aldri viðkomandi var eða mismunandi skoðanir í stjórn- málum. Að leiðarlokum vilja Báru- konur færa Ragnheiði Þórðardóttur á Grund hugheilar þakkir fyrir sam- starfið um langt árabil og alla hennar tryggð og hlýju. Megi algóður guð geyma minningu þessarar mætu konu og líkna ættingj- um hennar í sorg þeirra . Okkur undirritaða langar til að minnast Ragnheiðar Þórðardóttur frá Grund á Akranesi sem lést á Sjúkrahúsi Akraness 18. maí sl. Það var vegna vinskapar okkar í æsku og síðar fjölskyldutengsla að við urðum heimagangar hjá Röggu og Jóni Árnasyni alþingismanni manni hennar á Grund. Ragga var sérstök kona sem við bárum mikla virðingu fyrir. Það var mjög alvarlegt í okkar augum ef Ragga skammaði okkur og tókum við það afskaplega nærri okkur. Mjög gestkvæmt var á heimili þeirra Röggu og Jóns og þar voru all- ir velkomnir hverjir sem þeir voru. Erindi manna til Jóns voru margvís- leg, m.a. vegna starfa hans, og var Ragga jafnan reiðubúin með kaffi og veitingar og var öllum boðið að ganga í bæinn. Ragga var félagslynd kona og tók þátt í starfi margra félaga, sérstak- lega ýmsum félögum kvenna hér á Akranesi. Skátafélag Akraness var eitt þeirra félaga sem Ragga bar alltaf sérstakan hug til og hið fræga slagorð „eitt sinn skáti alltaf skáti“ sannaðist á henni mjög augljóslega. Í tengslum við áhuga Röggu á skátastarfi kom í huga okkar skáta- söngur sem allir þeir sem einhvern tíma hafa verið skátar kunna en í hon- um eru þessar ljóðlínur: Finnum ylinn og lítum í logann, og látum minningar vakna á ný. Í skátaeldi býr kynngi og kraftur kyrrð og ró en þó festa og þor. Við lát Röggu finnum við greinilega ylinn sem við nutum frá henni jafnt í æsku sem á fullorðinsárum. Nú lítum við í logann og kærar minningar vakna. Í Röggu bjó líka kynngi og kraftur, einnig kyrrð og ró þegar það átti við en alltaf festa og þor. Við fórum jafnvel með vandamál okkar til Röggu frekar en til foreldra okkar. Ragga var hæfilega frjálslynd og fannst oft gaman að uppátækjum okkar og óknyttum sem við vorum oft sekir um. Að upplagi var Ragga prakkari eins og við en leyfði sér sjaldan að láta það eftir sér. Það má segja að í Röggu áttum við bandamann sem aldrei brást. Hún af- sakaði okkur stundum við þá sem stóðu okkur nær en áminnti okkur líka með þunga þegar skotið var yfir markið. Þessi greining Röggu var óumdeilanleg og endanleg í huga okk- ar og deildum við ekki um það. Eins og áður segir var oft mann- margt á heimili Röggu og Jóns, þar voru ávallt bornar fram miklar veit- ingar, kökur með kaffi og mikill mat- ur fyrir gesti og gangandi. Þegar Jón gegndi starfi sínu á Al- þingi bjuggu þau hjónin á Hjarðar- haga í Reykjavík. Þar var oft gest- kvæmt eins og á Grund og þótti sjálfsagt að fara í Hjarðarhagann hvort sem var til að borða eða gista. Þannig vildu þau hafa það og voru gjanan gerðar athugasemdir við það ef ekki var komið við í Hjarðarhag- anum þegar upp komst að einhver úr hinni stóru fjölskyldu hafði verið í Reykjavík. Jón og Ragga höfðu mikinn metnað fyrir Akranes og Borgarfjarðarsýslu. Til marks um tryggð þeirra hjóna við átthaga sína dvöldu þau jafnan á Grund á Akranesi um helgar þann tíma sem þingið var að störfum. Á heimili Röggu ríkti glaðværð og bjartsýni, þar var mikið sungið enda var Jón ágætur söngmaður og starf- aði lengi í Karlakórnum Svönum á Akranesi og Ragga var ein af öflug- ustu konum í Bergþóru, kvenfélagi kórfélaga. Bæði höfðu þau mikla trú á ungu fólki og voru sérlega fordóma- laus gagnvart því. Þau voru einstak- lega samhent hjón bæði í leik og starfi. Ragga var hamhleypa til allra verka enda eins gott þar sem jafn- fram því að vera húsmóðir á stóru heimili stóð hún eins og klettur við hlið manns síns í erilsömum störfum hans um margra áratuga skeið. Við sem þetta ritum þökkum Röggu þennan yl sem hún átti gnægð af og veitti okkur fúslega í ríkum mæli, óeigingjarnt. Þegar við lítum í logann sjáum við safn góðra minninga sem við geymum í huga okkar. Við þökkum líka öll þau lífsgildi sem hún stóð fyrir og reyndi að útskýra, ef það mætti verða okkur til aukins þroska. Allt þetta var gert með sama já- kvæða hugarfarinu, en í viðræðum við Röggu, allt frá unglingsárum, höfðum við alltaf á tilfinningunni að við vær- um að tala við jafningja okkar. Við fundum að Ragga bar virðingu fyrir okkur á sama hátt og við bárum virð- ingu fyrir henni. Henni var það eðl- islægt að gera ekki upp á milli manna hverjir sem þeir voru og hafði mikla samúð með þeim sem minna máttu sín. Þeim reyndi hún að hjálpa eftir megni. Góð kona er gengin, við og fjöl- skyldur okkar þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Aðstandend- um hennar sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Baldur Ólafsson, Sigurður Ólafsson.  Fleiri minningargreinar um Ragnheiði Þórðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.