Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.05.2002, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 29 YFIRLEITT skrifa sigurvegarar mann- kynssöguna. Þeirra sýn á tilveruna verður sögulegar staðreyndir og þeirra skilgreining- ar einsog hver önnur náttúrufyrirbæri í um- hverfinu. Aðrar hug- sjónir og hugmynda- fræði eru gleymdar og grafnar, röng. Val- týskan var röng. Er deilt var um ráðhúsið á sínum tíma voru að mati virts stjórnmála- manns andmæli gegn staðsetningu Þjóðleik- hússins áratugum fyrr röng vegna þess að nú talaði enginn meira um hana. Á sama hátt hljóta þáverandi andmælendur ráðhússins nú að sjá villu síns vegar af því menn eru hættir að mögla. Þessi hundalógík er oft notuð í stjórnmálaumræðu. Höfundarréttur sigurvegaranna byggist vitaskuld á því að þeir voru sterkari. Oft fyrir hreina valdbeit- ingu. Þeir aflmeiri ráða sögunni. Valdið. Það skilgreinir. Kirkjan skilgreindi rétttrúnað frá trúvillu, erfðasyndir. Rannsóknarréttur. KGB. Skilgreiningar þjóna eflingu valds og eru oft nýtilegar sem til- efni ófriðar, casus belli. Óvinir rík- isins. Í Evrópu voru á umliðnum öldum Gyðingar slíkir óvinir þegar þurfa þótti, orsök drepsótta, ormar á gulli. Í góðu lagi að ofsækja þá, gera þá landlausa, hirða eigur þeirra. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hryllilega „endalausn“ þeirrar skilgreiningar. Nú hefur sá sterkasti enn skil- greint. Ríki hins illa. Nýr casus belli. „Þeir sem ekki eru með okkur eru á móti okkur“. Þeir sem ekki elska USA eru hryðjuverkamenn. Í seinni heimstyrjöldinni var í her- numdum ríkjum Evrópu skipulögð andspyrnuhreyfing þar sem fólk hætti lífi sínu til að verja land sitt og reisn með því að gera ofbeld- ismönnunum sem mesta skráveifu með þeim aðferðum sem til boða stóðu. Þetta fólk var skilgreint sem hetjur. Nú skilgreina Ísraelsmenn sitt eigið Lebensraum, fara með of- beldi og hertaka land Palestínu- manna, niðurlægja þá skv. nýjustu vísindum og brjóta á þeim sjálfsögð mann- réttindi. Þá heita með- limir andspyrnuhreyf- ingarinnar, sem til að verja land sitt og reisn reyna að gera ofbeld- ismönnunum sem mesta skráveifu með þeim aðferðum sem til boða standa, hryðju- verkamenn. Ísr- aelsmenn hafa áratug- um saman neytt aflsmunar til að lítil- lækka Palestínumenn á markvissan hátt, meinað þeim að lifa mannsæmandi lífi, stunda reglulega vinnu, njóta almennra mannrétt- inda. Nasistar létu Gyðinga sauma Davíðsstjörnu á flíkur sínar eða bera skilti: „Ég er júðasvín“. Þeirra tíma aðferðir. Þeir höfðu verk að vinna: að útrýma Gyðingum. Ísr- aelsmenn telja sig einnig hafa verk að vinna: að myrða Palestínumenn skv. innkaupalistum, gjöreyða uppi- stöðum mannlífs í byggðum þeirra, uppræta skipulega söguminningar og menningarverðmæti, hindra mannúðarstofnanir í að græða sár og bjarga mannslífum og fara jafn- vel um með ránshendi. Til þessa verks heimta þeir fullt næði frá al- þjóðasamfélaginu. Það er hörmu- legt að horfa á þessa þjóð, sem allt eftir seinni heimstyrjöld naut djúprar samúðar hins vestræna heims og seinna aðdáunar fyrir uppbyggingarstarf í nýju landi, skilgreina sína eigin Gyðinga með þessum hætti. Palestínumenn eru nú Gyðingar Gyðinganna. Auðvitað er Arafat bara gaml- aður, huglítill skæruliðaforingi, sem hefur ekki skilið kall tímans og á vissulega mikla sök á því hvernig komið er, ekki síst eftir Camp Dav- id, þegar hann hafnaði sáttarboði, hvers líki mun væntanlega ekki koma aftur. Sharon er sálubróðir hans og hefur af svipuðum ástæð- um líka hafnað sáttum, sem gátu stuðlað að friði og jafnvel í fyrsta skipti viðurkenningu Arabaríkja á Ísrael. Vandséð er því hvað réttlætt get- ur, að hann gefi alþjóðalögum og samþykktum um grundvallarmann- réttindi í friði og stríði eða álykt- unum SÞ langt nef með hroka, en hrærist heldur í andrúmslofti æva- fornra frásagna, sem hvað hryll- ingslegastar þekkjast, um grimmd- arleg þjóðarmorð, gereyðingu landa þar sem engu kviku er þyrmt, nauðgunum beitt osfrv. og nefnast Gamlatestamentið. Með þeim hætti varð Kanaansland fyrir barðinu á niðjum Abrahams og nefnt Ísrael. Allt var þetta að boði einþykks og hefnigjarns Guðs, Jahve, sem enn sýnist æðra nútímahugsunum um mildilegri mannúðarstefnu og þjóð- réttar, er alþjóðasamfélagið hefur verið að bjástra við. Jafnvel æðra boðum hins skrítna höfundar nýrra skilgreininga, Guðföðurins í Banda- ríkjunum, sem veit ekki í hvorn fót- inn hann á að stíga á meðan bróðir hans á í vændum kosningaslag í Florida, sem getur ráðist af at- kvæðum Gyðinga. Mikilvægari en einhver Palestínulíf. Tíu augu fyrir auga, tíu tennur fyrir tönn. Þegar Bush loks ákvað, að nú skyldi hætta þessum leik, sagði hann að- spurður býsna drjúgur, að Ísr- aelsmenn myndu auðvitað hlýða því. En þeir hlýddu ekki. Utanrík- isráðherra hans skyldi mæta valds- mannslega á svæðið, en var þá sendur í sjölandasýnarferð uns Sharon hefði „lokið ætlunarverki“ sínu. Fór svo heim með signa axla- skúfa úr sneypuför. Rófan er farin að dilla hundinum. Þessi tröllslegi lögregluhundur heimsins og varð- hundur bandarískra hagsmuna fitj- ar uppá trýnið á þessari hring- sveiflu í allar áttir og sýnir hárbeittar tennurnar á ýmsum „ill- um“ stöðum heimsins, þar sem vert sé að koma skikk á, en sér ekki róf- una á sjálfum sér. Menn koma bljúgir til Ísraels til að miðla málum en fæstir fá svo mikið sem leyfi til að sjá Arafat í sínu eigin landi. SÞ fá ekki leyfi til að skoða líkur á stríðsglæpum nema hinn grunaði sjálfur ráði hverjir koma og hvað þeir skoða. Hefði ekki verið slæmur díll t.d. í Bosníu. Það er hörmulegt að þurfa að horfa á þessa afkáralegu af- myndun réttlætis, þjóðaréttar og mannúðarhugmynda. Enn verri er sá hugsunarháttur, að eingöngu verði komið á framtíðarlausn með helberri valdbeitingu, voðaverkum og ríkisreknum hryðjuverkum. Að skilja ekki hvernig hatrið sáldrast út í andrúmsloftið einsog eiturský, eflt af örvæntingu, smán, vonleysi og líklegt til að síga víða til jarðar. Bandaríkjamönnum gengur illa að skilja hvernig einhver geti andann dregið án þess að elska USA. Lærðu ekkert 11/9 sl. og bæta bara í. Ísraelsmenn virðast skilgreina okkur öll, sem býsnumst yfir hátt- erni þeirra, sem Gyðingahatara, er ekki skilji þjóðarsál þeirra eða það, að enn sé Jahve að gefa þeim land, sama hvað það kosti. Ég skora á ríkisstjórn Íslands að virða ekki að vettugi áskorun yfir 200 manns, sem birtist hér í Mbl. 24.4. sl. Gyðingar Gyðinganna Ólafur Mixa Höfundur er læknir. Ófriður Það er hörmulegt, segir Ólafur Mixa, að þurfa að horfa á þessa afkáralegu afmyndun réttlætis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.