Morgunblaðið - 28.05.2002, Page 18

Morgunblaðið - 28.05.2002, Page 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SVESI Samtök um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar AÐALFUNDUR Samtaka um vernd eignarréttar á sviði iðnaðar, SVESI, verður haldinn miðvikudaginn 5. júní nk. kl. 16.00 í fundarsal A&P Árnason og LOGOS í Efstaleiti 5, 103 Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf skv. 5. gr. félagslaga. Stjórnin SÍLDARVINNSLAN hf. í Neskaup- stað keypti í gær hlutabréf í SR-mjöli hf. að nafnverði tæplega 298 milljónir króna. Er eignarhlutur Síldarvinnsl- unnar í SR-mjöli nú 29% eða 358 milljónir króna að nafnvirði. Eignar- hlutur Síldarvinnslunnar í SR-mjöli hf. var fyrir kaupin 4,6%. Ætla má að verðmæti hlutarins sem Síldarvinnsl- an keypti í gær sé 1,5–1,6 milljarðar króna. Í tilkynningum til Verðbréfaþings í gær kom fram að seljendur bréfanna eru m.a. Sundagarðar ehf., sem seldu hlutafé að nafnvirði 97,3 milljónir, Ís- landsbanki hf. sem seldi hlutafé að nafnvirði 20,6 milljónir, Bergur-Hug- inn ehf. í Vestmanneyjum sem seldi 44 milljónir og Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri Bergs-Hugins, sem seldi 14,4 milljónir króna. Fram kom að hlutur Magnúsar var seldur á genginu 5,05. Miðað við það má ætla að verðmæti SR-mjöls sé um 5,6 milljarðar króna. Í tilkynningu á Verðbréfaþingi kemur fram að Síld- arvinnslan kaupir um 155,7 milljónir að nafnverði á framvirkum samningi með gjalddaga 12. júlí nk. og 42,2 að nafnverði eru keyptar á framvirkum samningi með gjalddaga 20. júní 2002. Samherji eignast 12,86% hlut Þá keypti Samherji hf. í gær hluta- bréf í SR-mjöli hf. að nafnverði kr. 97,3 milljónir króna. Eignarhlutur Samherja hf. er nú 12,86% eða 159 milljónir króna að nafnverði, en var áður 4,99%. Samanlagður hlutur Síldarvinnslunnar og Samherja í SR- mjöli er því 41,82% að loknum við- skiptunum í gær. Samherji átti 11,87% hlut í Síldarvinnslunni um síðustu áramót. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar hf., segir að ástæð- an fyrir kaupunum sé fyrst og fremst sú að SR-mjöl sé gott og vel rekið fé- lag. Eins vilji Síldarvinnslan vera þátttakandi í þeim umbreytingum sem fyrirsjáanlegar eru á íslenskum uppsjávarmarkaði. „Það hefur verið uppi umræða um að framundan sé mikil hagræðing í vinnslu og veiðum uppsjávarfisks. Þannig má búast við sameiningum fiskimjölsverksmiðja og að þeim fækki. Það var okkar mat að við viljum vera þátttakendur í þeim umbótum sem framundan eru og erum því einfaldlega að fjárfesta í góðu og vel reknu félagi og vonumst þannig til að með svo stórum eign- arhlut getum við haft áhrif á þá þróun sem framundan er,“ segir Björgólfur. SR-mjöl hf. er eitt stærsta sjávar- útvegsfyrirtæki landsins á sviði upp- sjávarfisks. Það rekur fiskimjöls- verksmiðjur á Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði, Reyðarfirði og í Helgu- vík, auk þess sem félagið rekur fiski- mjölsverksmiðju á Hornafirði. Ætla má að afkastageta verksmiðjanna sé um 4.800 tonn á sólarhring. SR-mjöl hf. hefur í gegnum tíðina tengst útgerðarfélögum með beinum og óbeinum hætti. Ótal útgerðir hafa til margra ára landað nánast öllum uppsjávarfiski hjá verksmiðjum SR- mjöls, auk þess sem félagið hefur á undanförnum árum eignast eignar- hluti í mörgum útgerðarfyrirtækjum. SR-mjöl á 100% hlut í útgerðarfélag- inu Valtý Þorsteinssyni ehf. á Akur- eyri sem gerði út Þórð Jónasson EA, 53% hlut í útgerð Guðmundar Ólafs ÓF, 50% hlut í útgerð Ásgríms Hall- dórssonar SF, 45% hlut í útgerð Hugins VE, 38% hlut í útgerð Bjarna Ólafssonar AK og 37% hlut í Langa- nesi hf. sem m.a. gerir í Björgu Jóns- dóttur ÞH. Þá seldi Fjarðabyggð í gær hluta- bréf í Síldarvinnslunni að nafnverði 30 milljónir króna á genginu 5,5 eða fyrir um 165 milljónir króna. Eign- arhlutur Fjarðabyggðar í Síldar- vinnslunni er nú 2,6% en var áður 5,2%. Síldarvinnslan eignast 29% hlut í SR-mjöli Keypti hlutabréf fyrir rúma 1,5 milljarða í gær SR-mjöl er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins á sviði uppsjávar- fisks, á fimm fiskimjölsverksmiðjur og tengist útgerð fjölmargra uppsjáv- arveiðiskipa á beinan og óbeinan hátt. Morgunblaðið/Kristinn AFKOMA af reglulegri starfsemi Flugleiða og dótturfélaga fyrir skatta batnaði um 745 milljónir króna á fyrsta ársfjórðingi 2002 frá sama tímabili árið áður. Forstjóri fé- lagsins segir að þetta séu skýrar vís- bendingar um að aðgerðir sem félag- ið greip til í vetur væru að skila árangri. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var tap af reglulegri starfsemi Flugleiða fyrir skatta 1.553 milljónir króna en var 2.298 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Í fyrra kom félaginu til tekna 690 milljóna króna lækkun tekjuskatts, sem er ekki til að dreifa í uppgjörinu nú og því urðu lokanið- urstöður rekstrarreiknings fyrstu þrjá mánuði ársins 1.608 milljóna króna tap. Fjármunamyndun frá rekstrinum hefur batnað töluvert milli ára, eða sem nemur um einum milljarði króna. Veltufé frá rekstri á tímabilinu var 683 milljónir króna, en var 1.704 á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur Flugleiða námu 6.879 milljónum króna á fyrstu þremur mán- uðunum í ár, en voru 6.616 milljónir króna í fyrra. Gjöld voru 8.338 milljónir króna nú, en 8.693 á sama tíma 2001. Tap fyrir vexti, afskriftir og flugvélaleigu nam 275 milljónum króna nú, en var 1.109 milljónir á sama tíma í fyrra, sem er umtalsverður rekstrarbati. Glögg batamerki Afkoman fyrstu þrjá mánuði 2002 er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í nýjum endurskoðuðum áætlunum Flugleiða er gert ráð fyrir að hagn- aður verði af rekstri félagsins á árinu 2002. Þó er veruleg óvissa um eft- irspurn og afkomu á síðasta ársfjórðungi. „Við erum að sjá glögg batamerki í rekstrinum á sama tíma og alþjóðaflug- rekstur á víða erfitt uppdráttar,“ segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. „Við munum því halda áfram þeim breytingum sem við hófumst handa um að gera á starfseminni í vetur því enn er töluvert í að afkoman sé við- unandi. Batamerkin eru skýrust í al- þjóðafarþegaflugi og innanlandsflugi Flugfélags Íslands. Einnig hefur verið góð afkoma af nýju dótturfélagi Flugleiða, Flugleiðir-Leiguflug.“ Í frétt frá Flugleiðum segir að vegna mikillar árstíðasveiflu í flutn- ingum sé jafnan töluvert tap af starf- seminni á fyrsta fjórðungi ársins, en á móti komi mikill hagnaður af sum- arvertíðinni, sem nú fer í hönd. Meginástæður batnandi rekstrar- afkomu Flugleiða séu annars vegar þær breytingar sem gerðar voru á rekstri félagsins eftir 11. september og hins vegar hagstæðari ytri skil- yrði. Félagið hefur minnkað fram- leiðslu sína og sætaframboð verulega yfir vetrarmánuðina og lækkað ýms- an rekstrarkostnað. Þetta hefur leitt til þess að farþegum hefur fækkað, en eins og að var stefnt hefur fækk- unin fyrst og fremst orðið á arð- minnstu leiðunum yfir Norður-Atl- antshaf. Þá brást félagið við markaðsaðstæðum eftir 11. septem- ber með því að stórauka markaðs- sókn fyrir íslenska ferðaþjónustu, meðan flestir aðrir drógu úr mark- aðsstarfsemi. Þetta var gert í sam- vinnu við íslensk stjórnvöld og kem- ur Flugleiðum og ferðaþjónustunni til góða nú og hefur skapað nýja sóknarstöðu. Bókunarstaða fyrir sumarið er góð, einkum hvað varðar bókanir til Íslands. Aðgerðir, sem gripið var til á síð- asta ári til að snúa við rekstri Flug- félags Íslands, sem er dótturfélag Flugleiða, eru nú einnig að skila sér og afkoma fyrirtækisins var 140 milljónum króna betri fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Ytri skilyrði í rekstri félagsins breyttust til batnaðar á milli ára. Gengi gjaldmiðla er því hagstæðara en á sama tíma á fyrra ári. Þar skipt- ir mestu innbyrðis gengi dollars og Evrópumynta. Eldsneytisverð hefur einnig lækkað frá því á fyrsta árs- fjórðungi 2001. 1.553 milljóna tap af reglu- legri starfsemi Flugleiða Afkoman batnar um 745 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi HÆRRA hlutfall farþega á leið til Ís-lands og frá Íslandi og minnkandi umsvif á Norður-Atlantshafsmark- aðnum einkenndi millilandaflug Flugleiða í aprílmánuði og á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2002. Það er í samræmi við breyttar áherslur í markaðsstarfi félagsins á erlendum mörkuðum. Aukin áhersla hefur í vetur verið lögð á sölu Íslandsferða, en minni áhersla en fyrr á sölu ferða milli Bandaríkjanna og Evrópu þar sem farþegar hafa aðeins stutta við- komu á Keflavíkurflugvelli. Farþegum sem áttu erindi til Ís- lands eða frá Íslandi fækkaði um 9,9% í apríl, en þeim sem fljúga yfir Norður-Atlantshafið um Ísland fækkaði um 36,3%. Farþegum í milli- landaflugi Flugleiða fækkaði í heild um 23,7% í apríl í samanburði við sama mánuð á síðasta ári. Þeir voru 92.878 nú en voru 121.683 í apríl 2001. Farþegum á almennu farrými fækkaði um 25,0% en á við- skiptafarrými fækkaði farþegum um 0,2%. Félagið hefur lagað framboð sitt að minnkandi eftirspurn og í apríl minnkaði sætaframboð Flugleiða um 15,7% og salan um 25,8%, sem leiddi til þess að sætanýting var í mánuðinum 9,1 prósentustigu lakari en í apríl 2001. Hún var 66,8% í apríl í ár, en 75,8% á síðasta ári. 18,5% fækkun í innanlandsflugi Farþegum í innanlandsflugi Flug- félags Íslands, dótturfyrirtækis Flugleiða, fækkaði í aprílmánuði um 18,5%, úr 26.036 farþegum í fyrra í 21.228 í ár. Þá fækkaði fluttum tonn- um hjá Flugleiðum-Frakt, dótturfyr- irtæki Flugleiða, um 15,2%. Aukin áhersla á farþega til og frá Íslandi og minnkandi umsvif á Norð- ur-Atlantshafsmarkaðnum ein- kenndi millilandaflug Flugleiða á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2002. Flugleiðir drógu framboð í heild saman um 20,4%, en farþegum fækkaði fyrst og fremst á leiðum yf- ir Norður-Atlantshafið með viðkomu á Íslandi eða um 36,7%, en um 6,4% á markaðnum til og frá Íslandi. Í heild fækkaði farþegum í millilandaflugi Flugleiða úr rúmlega 390 þúsund í rúmlega 304 þúsund eða um 22,1%. Farþegum Flugleiða fækkaði um 23,7% í apríl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.