Morgunblaðið - 28.05.2002, Síða 10

Morgunblaðið - 28.05.2002, Síða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÁTT fyrir staðbundnar fylgis- sveiflur í sveitarstjórnakosningunum sl. laugardag verður ekki séð að mikl- ar breytingar hafi orðið á styrkleika- hlutföllum stjórnmálaflokkanna á landsvísu. Ríkisstjórnarflokkarnir halda sínu nokkurn veginn á heildina litið, sem verður að teljast nokkuð góður árangur eftir langa stjórnar- setu. Samfylkingin kemur hins vegar mun betur út en hinir stjórnarand- stöðuflokkarnir. Vinstri grænir hljóta að hafa orðið fyrir vonbrigðum með sinn árangur, en það má teljast nokkurt afrek hjá Frjálslynda flokknum og óháðum bandamönnum hans að fá menn kjörna í tveimur sveitarfélögum. Allur samanburður milli kosning- anna nú og fyrir fjórum árum er tals- vert snúinn, því að framboðsmynztrið er allbreytilegt. Þannig eru Fram- sóknarmenn sums staðar með í sam- eiginlegum framboðum og annars staðar ekki, víða þar sem vinstrimenn voru sameinaðir fyrir fjórum árum bjóða vinstri grænir og samfylking nú fram sitt í hvoru lagi o.s.frv. Ekki liggja fyrir tölur um heildarkjörsókn á landinu öllu og því er ekki hægt að reikna út með vissu hlutfall atkvæða greiddra framboðslistum flokkanna af öllum greiddum atkvæðum á land- inu, eins og stundum hefur verið gert. Það verður því að fara þá leið að bera saman það hlutfall, sem hver flokkur fær að meðaltali í þeim sveitarfélög- um, þar sem hann býður fram, nú og fyrir fjórum árum. Þetta er enginn al- gildur vitnisburður um frammistöðu flokkanna en gefur þó nokkra vís- bendingu um stöðu þeirra. Sjálfstæðisflokkur með nánast óbreytt fylgi Eini flokkurinn, sem fær skýra vís- bendingu um styrk sinn á landsvísu, er Sjálfstæðisflokkurinn enda býður hann fram í öllum stærri sveitar- félögum. Fyrir fjórum árum fengu sjálfstæðismenn 41,35% atkvæða í þeim sveitarfélögum, þar sem þeir buðu fram lista. Í ár er þetta hlutfall 40,7% og bendir til að flokkurinn haldi nokkurn veginn stöðu sinni, þrátt fyrir verulegt fylgistap í Reykjavík. Þetta er sömuleiðis ná- kvæmlega sama fylgi og flokkurinn fékk í síðustu alþingiskosningum. Úr- slitin verða að teljast góð útkoma eft- ir langa setu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Kjósendur virðast ekki á heildina litið talið sig hafa ástæðu til að refsa honum eftir ellefu ár við stjórnvöl þjóðarskútunnar. Fyrir kosningarnar 1998 hafði Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meiri- hluta í tíu sveitarfélögum og hélt hon- um þá í öllum tilvikum. Nú fellur hins vegar meirihluti Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, Hveragerði og Ölfusi, á Seyðisfirði og Ólafsfirði. Á móti vinnur flokkurinn mikinn sigur í Reykjanesbæ og fær hreinan meiri- hluta og endurheimtir sömuleiðis meirihluta sinn í Mosfellsbæ. Meiri- hlutinn í Bolungarvík breyttist í ná- kvæmlega helming atkvæða, en sjálf- stæðismenn unnu hlutkesti og halda meirihluta í bæjarstjórninni. Vinstri sigur í Reykjavík hættur að vera „undantekning“ Á heildina litið getur Sjálfstæðis- flokkurinn nokkuð vel við unað, en auðvitað hljóta úrslitin í Reykjavík að vera flokknum mikil vonbrigði. Það er engin leið að halda áfram að af- greiða sigur vinstri aflanna í borgar- stjórnarkosningum sem „undantekn- ingu“ frá þeirri reglu að Sjálfstæðisflokkurinn stýri borginni, eins og hann gerði frá 1930 til 1994 að frátöldum árunum 1978–1982. Glund- roðakenningin, sem varð til á þessu síðastnefnda árabili og kom síðan að góðum notum í þrennum borgar- stjórnarkosningum, varð hálfpartinn ónothæf eftir að Reykjavíkurlistinn hafði sýnt það á fyrsta kjörtímabili sínu að vinstrimenn gætu stjórnað í sameiningu án þess að allt færi í háa- loft hjá þeim innbyrðis. Sennilega er orðið tímabært fyrir sjálfstæðismenn í borginni að horfast í augu við að svo lengi sem Reykja- víkurlistinn tollir saman og nýtir þannig atkvæði greidd vinstriflokk- unum til hins ýtrasta, er á brattann að sækja fyrir þá í borginni. Sjálf- stæðisflokkurinn í Reykjavík eygir líklega einna helzt von í því að þegar þar að kemur að Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur nýtur ekki lengur við til að halda liði Reykjavíkurlistans saman, komi aðrir og veikari leiðtog- ar til sögunnar og samheldnin á vinstri vængnum bresti. Svo er held- ur ekki hægt að útiloka að borgar- fulltrúar Reykjavíkurlistans, fullir sjálfstrausts eftir kosningasigurinn, finni nú hjá sér þörf fyrir að láta ljós sitt skína hver í sínu lagi, á forsend- um eigin flokks, eftir að hafa staðið þétt á bak við Ingibjörgu Sólrúnu í kosningabaráttunni. Augljóst er að Björn Bjarnason er staðráðinn í að veita R-listanum harða andstöðu þau fjögur ár, sem í hönd fara, og hann mun vafalaust verða fundvís á snögga bletti á meirihlutasamstarfinu. Sjálfstæðisflokkurinn glímdi við klofningsframboð úr eigin röðum í borginni eins og forystumenn flokks- ins hafa bent á. Hins vegar er það ekki fullnægjandi skýring á útkomu flokksins að Ólafur F. Magnússon hafi bara labbað út með þessi 5%, sem flokkurinn tapar í borginni mið- að við síðustu kosningar og bætt við þau rúmlega 1% úr öðrum áttum. Samkvæmt síðustu könnun Fé- lagsvísindastofnunar fyrir Morgun- blaðið nú fyrir kosningarnar hugðust þannig aðeins 3% þeirra, sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosning- um, kjósa Frjálslynda og óháða, en 5,3% Reykjavíkurlistann. Samfylkingin sækir í sig veðrið Erfiðara er að leggja mat á stöðu Samfylkingarinnar en Sjálfstæðis- flokksins, enda var flokkurinn ekki orðinn til í síðustu sveitarstjórna- kosningum. Þá var hins vegar stigið ákveðið skref í átt að stofnun hans með sameiginlegum félagshyggju- framboðum víða um land. Hrein- ræktuð samfylkingarframboð fengu þá 29,6% í þeim sveitarfélögum, þar sem þau buðu fram. Samfylkingin fær nú mjög ámóta niðurstöðu í þeim sveitarfélögum, þar sem Samfylking- arlisti er í framboði, eða 31,4%. Þetta er ívið meira fylgi en Samfylkingin fékk í sínum fyrstu þingkosningum, en það var 26,8%. Málið er náttúrlega flóknara en þetta, því að fleiri tegundir sameig- inlegra félagshyggjuframboða eru á kreiki, þar með talinn t.d. Reykjavík- urlistinn, þar sem bæði vinstri græn- ir og framsóknarmenn eru innan- borðs. Samfylkingin eignar sér auðvitað sigur Reykjavíkurlistans að stórum hluta, enda er hann undir for- ystu samfylkingarkonunnar Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur og segja má að Reykjavíkurlistinn hafi líka hina sönnu samfylkingarhug- myndafræði í hávegum, þ.e. að vinstrimenn séu sterkari og geti bor- ið sigurorð af Sjálfstæðisflokknum ef þeir standa saman. Það er hins vegar ekki hugmyndafræði vinstri grænna eða framsóknarmanna á landsvísu. Samfylking styrkist en von- brigði hjá vinstri grænum Þegar kosningaúrslitin á landsvísu eru skoðuð kemur í ljós að stjórnarflokkarnir héldu sínu, skrifar Ólafur Þ. Stephensen. Samfylkingin styrkist heldur en úrslitin hljóta að vera vinstri grænum vonbrigði. Morgunblaðið/Sverrir Kratarósir voru ekki langt undan þegar samfylkingarmenn í Hafnarfirði fögnuðu stórsigri í bæjarstjórn- arkosningunum. Frá vinstri: bæjarfulltrúarnir Lúðvík Geirsson og Gunnar Svavarsson, þá Ingvar Viktorsson, fyrrverandi bæjarstjóri Alþýðuflokksins. Lengst til hægri er Hafrún Dóra Júlíusdóttir, í 6. sæti listans. 25.maí2002 sdfsadf SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fékk 40,7% greiddra atkvæða í þeim sveitarfélögum á landsvísu sem hann bauð einn fram lista í kosning- unum um helgina, eða nákvæmlega sama hlutfall og hann var með í síð- ustu kosningum til Alþingis árið 1999. Miðað við síðustu sveitar- stjórnakosningar fyrir fjórum árum er útkoman nú litlu lakari, en þá fékk flokkurinn 41,35% greiddra at- kvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 61.898 atkvæði af þeim 152.080 sem greidd voru í sveitarfélögunum 34 sem hann bauð fram eigin lista og án samstarfs við aðra. Sveitarfélögin sem um ræðir voru: Akranes, Ak- ureyri, Austur-Hérað (Egilsstaðir), Árborg, Bessastaðahreppur, Blönduós, Bolungarvík, Borgar- byggð, Dalvíkurbyggð, Eyrarsveit (áður Grundarfjörður), Fellahrepp- ur, Fjarðabyggð, Garðabær, Grindavík, Hafnarfjörður, Horna- fjörður, Húnaþing vestra (Hvamms- tangi), Hveragerði, Ísafjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Mýrdals- hreppur, Rangárþing eystra (Hvols- völlur), Rangárþing ytra (áður sam- eiginlegt sveitarfélag Rangárvallahrepps, Djúpárhrepps og Holta- og Landssveitar), Reykja- nesbær, Reykjavík, Seltjarnarnes, Seyðisfjörður, Siglufjörður, Skaga- fjörður, Snæfellsbær, Vestmanna- eyjar, Vesturbyggð og Ölfushreppur (Þorlákshöfn). Til viðbótar bauð Sjálfstæðis- flokkurinn fram D-lista í þremur sveitarfélögum með óháðum, þ.e. í Sandgerði, Stykkishólmi og á Vopnafirði. Þá átti flokkurinn aðild að Þ-listanum á Húsavík, K-listan- um á Ólafsfirði og H-listanum í Gerðahreppi. Framsóknarflokk- urinn með 22,9% Framsóknarflokkurinn fékk 22,9% atkvæða í þeim 30 sveitar- félögum sem hann var með sinn lista, eða 17.988 atkvæði af 78.476. Er þetta svipað hlutfall og í síðustu sveitarstjórnakosningum en ekki að fullu sambærilegt þar sem sveitar- félögin eru ekki hin sömu í öllum til- vikum. Miðað við síðustu þingkosn- ingar, þegar Framsóknarflokkurinn fékk 18,4% fylgi, er útkoman nú heldur betri á landsvísu. Sveitarfélögin 30 hjá Framsókn- arflokknum eru Akranes, Akureyri, Austur-Hérað, Árborg, Borgar- byggð, Búðahreppur, Dalvíkur- byggð, Eyrarsveit, Fellahreppur, Fjarðabyggð, Garðabær, Grindavík, Hafnarfjörður, Hornafjörður, Hólmavík og Kirkjubólshreppur, Húnaþing vestra, Hveragerði, Ísa- fjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Reykja- nesbær, Sandgerði, Seyðisfjörður, Siglufjörður, Skagafjörður, Vest- mananeyjar og Ölfushreppur. Til viðbótar tók Framsóknarflokkurinn þátt í framboðum með öðrum stjórnmálaöflum í 11 sveitarfélög- um, en atkvæði þar eru ekki talin með hér. Þetta eru Reykjavíkurlist- inn í Reykjavík, Þ-listinn á Húsavík, Neslistinn á Seltjarnarnesi, H-list- inn á Blönduósi, Álftaneshreyfingin í Bessastaðahreppi, F-listinn í Eyja- fjarðarsveit, J-listinn í Snæfellsbæ, Stykkishólmslistinn, listi Bæjar- málafélags Bolungarvíkur, Listi framfara og félagshyggju á Vopna- firði og listi Samstöðu í Vestur- byggð. Samfylkingin með 31,4% Samfylkingin bauð fram lista und- ir eigin nafni í 16 sveitarfélögum um helgina og af þeim rétt rúmu 59 þús- und atkvæðum sem þar voru greidd fékk flokkurinn 18.539 eða 31,4%. Í þingkosningunum fyrir þremur ár- um var fylgi Samfylkingarinnar 26,8%. Sveitarfélögin eru: Akranes, Akureyri, Árborg, Dalabyggð, Garðabær, Grindavík, Hafnarfjörð- ur, Húnaþing vestra, Hveragerði, Ísafjörður, Kópavogur, N-Hérað, Reykjanesbær, Siglufjörður, Stöðv- arfjörður og Vesturbyggð. Að auki átti Samfylkingin aðild að framboð- um í eftirtöldum sveitarfélögum: Bessastaðahreppi, Húsavík, Reykja- vík, Sandgerði og Skagafirði. Vinstri grænir með 6,8% Vinstri hreyfingin – grænt fram- boð bauð fram eigin lista í 8 sveit- arfélögum, en bauð fram með öðrum flokkum og öflum í tíu sveitarfélög- um til viðbótar. Í þessum 8 sveit- arfélögum fékk hann 3.072 atkvæði greidd af alls 45.097, eða 6,8%. Er það aðeins minna en í síðustu þing- kosningum, þegar flokkurinn fékk 9,1% fylgi á landsvísu, en mun minna miðað niðurstöður skoðana- kannanna að undanförnu. Sveitar- félögin 8 eru: Akranes, Akureyri, Árborg, Eyrarsveit, Hafnarfjörður, Ísafjörður, Kópavogur og Skaga- fjörður. Þau tíu sveitarfélög sem Vinstri grænir taka þátt í með fram- boði með öðrum, en ekki eru inni í þessum tölum, eru Bessastaða- hreppur, Borgarbyggð, Dalvík, Hornafjörður, Húsavík, Mosfells- bær, Ólafsfjörður, Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Vestmannaeyjar. Útkoma „fjórflokkanna“ í sveitarstjórnakosningum um helgina D-listi með sama fylgi og í síðustu þingkosningum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.