Morgunblaðið - 06.06.2002, Page 1

Morgunblaðið - 06.06.2002, Page 1
MIKILL fögnuður ríkti meðal aðdá- enda bandaríska knattspyrnulands- liðsins í gær eftir að liðið hafði unn- ið afar óvæntan sigur á Portúgölum 3-2 á Heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu. Tjáði George W. Bush Bandaríkjaforseti sig jafnvel um úrslitin og sagði þau gefa ástæðu til bjartsýni, en Portúgalir höfðu verið taldir líklegir til afreka í HM, sem fram fer í Japan og S-Kóreu. Írar fögnuðu einnig góðum árangri en landslið þeirra tryggði sér 1–1 jafn- tefli við Þjóðverja á elleftu stundu. Eru nú góðar líkur á að Írum takist að tryggja sér áframhaldandi þátt- töku á HM að riðlakeppni lokinni. Reuters Óvænt úrslit á HM  Sjá HM-umfjöllun/C1–C4 131. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 6. JÚNÍ 2002 MIKIL skothríð heyrðist við höfuð- stöðvar Yassers Arafats, leiðtoga Pal- estínumanna, í Ramallah seint í gær- kvöld eftir að um fimmtíu ísraelskir skriðdrekar réðust inn í borgina á nýjan leik. Fyrr um daginn höfðu ísl- ömsku öfgasamtökin Heilagt stríð staðið fyrir sprengjutilræði í Ísrael þar sem a.m.k. sextán manns biðu bana. Eftir árásina höfðu fulltrúar Bandaríkjastjórnar lýst efasemdum sínum um heilindi Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, og sögðust þeir ætla að auka samskipti sín við þá forystumenn Palestínumanna sem líklegri væru til að ráða niðurlögum palestínskra öfgamanna. „Í augum forsetans [George W. Bush] hefur Yasser Arafat aldrei hagað sér eins og maður sem hægt væri að treysta, eða sem næði tilætl- uðum árangri,“ sagði Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins. Sprengjutilræðið í gærmorgun átti sér stað í bænum Megiddo í Norður- Ísrael. Var haft eftir lögreglunni að fólksbíl, sem fullur var af sprengiefni, hefði verið ekið upp að troðfullum strætisvagni og hann sprengdur í loft upp. Flestir hinna látnu voru her- menn, að sögn lögreglunnar, en a.m.k. 37 manns til viðbótar særðust í ódæðinu. Brást ísraelski herinn við verknaðinum með því að ráðast þegar inn í Jenin á Vesturbakkanum, en borgin er sögð höfuðvígi Heilags stríðs. Kenna Arafat um ódæðið Heimastjórn Palestínumanna for- dæmdi sprengjutilræðið og lagði áherslu á að hún hefði á engan hátt komið nærri ódæðinu. Avi Pazner, talsmaður Ísraelsstjórnar, sagði Ara- fat hins vegar bera ábyrgð á ódæðinu. Sagði hann að Arafat gerði hvaðeina til að ýta undir frekari hryðjuverk ísl- amskra öfgamanna. Tilkynntu Ísraelar í gær að Ariel Sharon forsætisráðherra hefði seink- að heimsókn sinni til Bandaríkjanna um einn dag en fullyrt er að Sharon muni þar fara fram á að Bush Banda- ríkjaforseti veiti „þegjandi sam- þykki“ fyrir því að Ísraelar komi Ara- fat frá völdum. Ísraelsher ræðst inn í Ramallah á nýjan leik  Yasser Arafat/22 16 fórust í sprengjutilræði í N-Ísrael Reuters Starfsfólk ísraelskra neyðarsveita á vettvangi ódæðisins í gær. Ramallah, Meggido. AFP. PAKISTANAR brugðust í gær fá- lega við óvæntri tillögu Atals Beharis Vajpayees, forsætisráðherra Ind- lands, um að ríkin myndu sameinast um landamæragæslu í hinu umdeilda Kasmír-héraði. Sögðu stjórnvöld í Islamabad að ekkert nýtt væri að finna í tillögunni og að hugmyndin um sameiginlega landamæragæslu væri óraunhæf. Vonast hafði verið til að sáttatil- laga Vajpayees yrði til þess að kjarn- orkuveldin tvö gætu slakað á spenn- unni. Vajpayee hafði sagt að Indverjar og Pakistanar ættu að standa sameiginlega að landamæra- gæslu og hindra að íslamskir víga- menn kæmust inn í indverska hluta Kasmírs til að gera árásir gegn ind- verskum öryggissveitarmönnum og óbreyttum borgurum í héraðinu. Sagði indverski forsætisráð- herrann, eftir að Pakistanar höfðu skotið hugmynd hans í kaf, að við- brögð þeirra sýndu að þeim væri ekki alvara er þeir segðu að þeir vildu koma í veg fyrir herferðir íslamskra vígamanna inn í Kasmír. Ítrekaði Vajpayee þá afstöðu sína að sann- reyna yrði þær staðhæfingar Pervez Musharrafs, forseta Pakistans, að honum hefði tekist að stöðva ferðir öfgamanna yfir landamærin. Vajpayee hafði borið tillöguna fram á blaðamannafundi í Almaty í Kasakstan. „Við viljum beygja af leið ögrana og snúa á braut samvinnu,“ sagði forsætisráðherrann áður en hann hélt heim af ráðstefnu um ör- yggi og samvinnu í Mið-Asíu. Indverjar hafa þó fram að þessu hafnað beinum friðarviðræðum við Pakistana nema hinir síðarnefndu ráði fyrst niðurlögum íslamskra öfga- manna. Sagði Nisar Memon, upplýs- ingamálaráðherra Pakistans, í gær að Pakistanar væru tilbúnir til að ræða tillögu Vajpayees sem hluta af heildarviðræðum ríkjanna tveggja. Fimmtán féllu í átökum Fimmtán manns féllu í átökum í indverska hluta Kasmírs í fyrrinótt en þar af voru ellefu taldir vera ísl- amskir öfgamenn. Höfðu skæru- liðarnir lent í átökum við indverska herinn í þeim hluta héraðsins sem kallaður er Poonch. Hermenn ríkjanna standa gráir fyrir járnum við landamærin í Kasmír. Sáttatillögu Indverja fálega tekið í Pakistan Islamabad, Nýju-Delhí, Srinagar. AFP. SVO mikið magn kvikasilfurs er að finna í því hvalkjöti sem Japanar leggja sér til munns að jafnvel hinn minnsti munnbiti getur valdið fólki heilaskaða. Þetta kemur fram í grein sem senn verður birt í breska vísindaritinu New Scientist. Rannsóknir japanskra vísinda- manna við háskólann í Hokkaido benda til að magn kvikasilfurs í hverju grammi hvallifrar sé 900- falt yfir hættumörkum. Var ekkert þeirra sýna, sem vísindamennirnir skoðuðu, undir hættumörkum og raunar voru tvö þeirra níu þúsund sinnum yfir hættumörkunum. Vísindamennirnir Tetsuya Endo, Koichi Haraguchi og Masakatsu Sa- kata segja að þetta þýði að 60 kg einstaklingur sem gæði sér á einum hvalkjötsbita hafi þar með innbyrt meira magn kvikasilfurs en talið er óhætt að innbyrða á heilli viku skv. stöðlum Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar (WHO). Það eru ekki ný tíðindi að kvika- silfur sé að finna í hvölum og höfr- ungum en það kemur á óvart hversu mikið magnið er í raun og veru. Hvetja þau Endo, Haraguchi og Sakata japönsk stjórnvöld til að herða mjög reglur um hvalkjötsát og skora sérstaklega á þungaðar konur að hætta ekki á fósturskaða með því að gæða sér á hvalkjöti. Munnbiti af hvalkjöti er hættulegur París. AFP. JOHN Ashcroft, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, kynnti í gær nýtt fyrirkomulag vegabréfaeftirlits en eftirlit með erlendum gestum til landsins verður hert til muna. Er þetta liður í tilraunum til að verjast hættunni á frekari hryðjuverkum í Bandaríkjunum. Allir erlendir gestir, sem til Bandaríkjanna koma, geta átt von á því að lenda í ítarlegri vegabréfs- skoðun skv. nýju reglunum. Stjórn- arerindrekar viðurkenna þó, að fólk frá Mið-Austurlöndum sé líklegra en annað til að þurfa að gera ítarlega grein fyrir sér. Ashcroft margítrekaði hins vegar á fundi með bandarískum frétta- mönnum að hér væri um að ræða kerfi sem notað væri í mörgum öðr- um löndum, einkum í Evrópu, og sem enginn kippti sér upp við þar. Upplýsingar um erlenda gesti í Bandaríkjunum verða eftir atvikum bornar saman við gagnagrunna vegabréfaeftirlitsins en það felur m.a. í sér fingrafarasamanburð við þá menn, sem taldir eru geta tengst hryðjuverkasamtökum. Sagði Ash- croft í gær að nauðsynlegt væri að herða reglur með þessum hætti, enda hefðu þeir sem stóðu fyrir hryðjuverkaárásunum 11. septem- ber sl. komið með löglegum hætti inn í Bandaríkin. Ýmis mannréttindasamtök hafa þegar fordæmt reglurnar og segja þær ala á fordómum, auk þess sem óvíst sé um árangur af þeim. Boðar hert vegabréfa- eftirlit Washington. AFP. LEVY Mwanawasa, forseti Sambíu, fór með ráðherrum sínum og embættismönnum í 69 manna fólksflutningabíl á flugvöllinn í höfuðborginni á þriðjudag, og var þetta gert til þess að spara eldsneyti. Mwanawasa, sem ferðast að öllu jöfnu í langri bílalest, kvaðst hafa ákveðið að grípa til orkusparandi ferðamáta vegna þess að miklir peningar færu í að reka bílalest sína. Framveg- is yrði sá háttur hafður á að þeir ráðherrar og embættis- menn sem fylgdu honum á flug- völlinn tækju rútuna. Ráðamenn í rútu Lusaka. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.