Morgunblaðið - 06.06.2002, Side 2

Morgunblaðið - 06.06.2002, Side 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isRivaldo sektaður fyrir látbragðs- leikinn gegn Tyrkjum / C1 Írar og Bandaríkjamenn í sviðsljós- inu á HM / C1, C2, C3, C4 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í UM 3.300 manns bíða eftir skurðlækningum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og er meðal- biðtími allt að tvö ár. Jónas Magnússon, sviðs- stjóri lækninga á skurðlækningasviði, segir að getan sé fyrir hendi til að láta þessa lista hverfa, sé til þess pólitískur vilji og spítalanum útvegað nægilegt rekstrarfé. Jónas Magnússon segir að um 10.000 til 12.000 aðgerðir séu gerðar á LSH á ári, en um 15.000 aðgerðir að meðtöldum aðgerðum á kvennadeild. Um helming aðgerða í sumum greinum beri brátt að og sé ekki á biðlista en þegar á heildina sé litið sé meira en helmingur aðgerða af biðlista. Að sögn Jónasar eru fyrst og fremst þrír biðlistar til trafala; vegna bækl- unarlækninga, almennra skurðlækninga og augnlækninga. Alls eru 675 á biðlista vegna bæklunarlækn- inga og þar af hafa 490 verið lengur en þrjá mánuði á lista, en í janúar voru 799 í heild á bið- lista. Í maí voru 174 á lista vegna gerviliðaað- gerðar á hné og 171 vegna gerviliðaaðgerðar á mjöðm. Jónas segir að um sé að ræða einhverj- ar þjóðhagslega bestu aðgerðir sem til séu, en talið sé að það að skipta um augastein sé hag- kvæmari aðgerð. Fólk sem komist á fætur vegna þessara aðgerða komist hugsanlega út af öldrunarstofnunum eða úr hjúkrun auk þess sem það þurfi minna af verkjalyfjum og njóti lífsins mun betur. Vegna endurbóta á skurð- stofum hafi dregið úr aðgerðum í fyrra en bækl- unardeildin sé nú öll í Fossvogi og ekki hafi enn tekist að koma nægilega mörgum rúmum undir bæklunarlækningar. Fullur hugur sé innan spítalans til að eyða biðlistanum en um 45 rúm þurfi til að ráða við hann. Ef hægt væri að manna deildir og hafa skurðstofurnar í gangi eftir þörfum gæti biðlistinn horfið á einu til einu og hálfu ári og þá væri hægt að gera aðgerðir á fólki án nokkurrar biðar, en nú biðu 57% sjúk- linga lengur en sex mánuði. Hafa bæri í huga að í bæklunarlækningum væri mjög mikið af bráðatilfellum og því væri ekki hægt að vinna þar eins hratt niður biðlistann og í öðrum grein- um, en fyrir vikið mætti reikna með allt að árs bið. Allt of langur biðlisti Um 700 manns bíða eftir almennum skurð- lækningum og þar af 328 vegna vélindabak- flæðis og þindarslits. Rúmlega 580 hafa verið lengur en þrjá mánuði á lista og hefur biðlistinn lengst en 295 voru á lista vegna vélindabak- flæðis og þindarslits í maí í fyrra. Jónas segir að þessi listi sé allt of langur, en 83% bíði lengur en í hálft ár og meðalbiðtíminn sé eitt og hálft til tvö ár. Þessi biðlisti sé samt nýlegri en bækl- unarbiðlistinn og forgangsverkefni sé að laga þann síðarnefnda þó best væri að losna við báða. Bakflæði megi samt halda þokkalega niðri með lyfjum en sama eigi ekki við um þá sem bíði eftir bæklunarlækningum. Hins vegar sé ákveðin þversögn í þessu því lyfjakostnaður- inn í tvö ár slagi upp í aðgerðarkostnaðinn. Í maí í fyrra voru 680 á biðlista vegna augn- lækninga en í maí í ár voru 866 á listanum og þar af hafði 661 beðið í meira en þrjá mánuði. Jónas segir að þetta sé visst áhyggjuefni og á því þurfi að taka, en í flestum tilvikum þurfi fólk ekki að leggjast inn á spítala vegna þessara að- gerða. Hins vegar sé rekstrarféð, sem hafi verið eyrnamerkt í augnlækningar, búið. Jónas áréttar að starfsmenn eigi enga ósk heitari en eyða þessum biðlistum, því þeir hjálpi spítalanum ekki neitt og séu ekki stjórntæki til að knýja út peninga. Hann segir að endurskipu- lagningu sviðsins ætti að verða lokið um áramót og þá ættu allar forsendur að vera fyrir hendi til að vinna á biðlistunum, svo framarlega sem nægjanlegt rekstrarfé fáist. Um 3.300 manns á biðlista eftir aðgerðum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi Meðalbiðtími eftir aðgerð er allt að tvö ár NÚ stendur sigtíminn sem hæst í fuglabjörgum landsins. Í Grímsey er sigið í björg eftir eggjum hvert vor og hefur svo verið frá því eyjan byggðist. Ljósmynd/Haukur Snorrason Sigið í björg í Grímsey HALDA skal skrá yfir nöfn og kenni- tölur einstaklinga sem fá gat í eyrna- snepil samkvæmt reglum um húð- götun í eyra sem samþykktar voru einróma á fundi umhverfis- og heil- brigðisnefndar Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Þá verða einstaklingar 18 ára og yngri framvegis að sækja um skrif- legt leyfi til forráðamanna hyggist þeir fá sér göt í eyru. Að sögn Árnýjar Sigurðardóttur, heilbrigðisfulltrúa hjá Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, er til- gangurinn sá að hægt sé að rekja smit komi slíkar aðstæður upp. Í reglunum eru einnig hertar kröf- ur um hreinlæti og upplýsingaskyldu þeirra sem sjá um húðgötun. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur Fólk með gat í eyra á sér- stakan lista  Skrá einstaklinga/25 EIGENDASKIPTI hafa orðið á veitinga- og söguskipinu Thor, áður varðskipið Þór, og eru núverandi eigendur að kanna möguleika á því að leigja það til útlanda. Arnar Sigurðsson keypti varðskipið Þór 1998 og starf- rækti það sem veitingaskip á Húsavík fyrsta sumarið auk þess sem hann setti upp sögu- sýningu um þorskastríðin og Landhelgisgæsluna um borð. Síðan fór hann með skipið til Hafnarfjarðar en var með það í Reykjavík í fyrrasumar. Hann segir að hann hafi selt skipið vegna persónulegra aðstæðna auk þess sem reksturinn hafi ekki gengið nógu vel. Það sé dýrt að eiga svona skip og reka og verkefnið gangi ekki upp án aðkomu hins opinbera eða einhverra stöndugra fyrirtækja eða einstaklinga. Slæmt sé að missa skipið úr landi en hann treysti sér ekki til að halda því einn og óstudd- ur. Varðskipið Þór var í sviðsljósinu í tengslum við útfærslu landhelginnar og segir Arnar að þjóð- og sagnfræð- ingar hafi haldið því fram að um hafi verið að ræða mesta framfaraspor í sögu þjóðarinnar og útfærsla land- helginnar hafi haft meira efnahags- legt gildi en annað fyrir landsmenn. Á hátíðarstundum tali ráða- menn oft um hvað menningar- tengd þjónusta sé þýðingar- mikil en stuðningurinn sé aðeins í orði. Arnar segist hafa boðið ríkinu að kaupa skipið en boðinu hafi ekki verið svarað. Helgi Hrafn Hilmarsson og Siggeir Pétursson keyptu skipið og hafa þeir í hyggju að leigja það til útlanda, en það var nýlega tekið upp í slipp. Helgi Hrafn segir að ýmsir möguleikar séu fyrir hendi en ekkert hafi verið ákveðið. Ein hugmyndin sé að leigja skipið til siglinga á Thamesá í Englandi og eins hafi verið rætt um að fara með það til Ibiza á Spáni. Hann áréttar að ekki hafi verið gengið frá neinum verkefnum en til standi að leigja skipið erlendu fyrirtæki og útlit sé fyrir að það fari í leiguverkefni er- lendis. Það verði samt áfram í eigu Íslendinga og skráð á Íslandi. Veitingaskipið Thor hugsanlega leigt úr landi Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá veitingasalnum í Thor.  Símnotendur óbundnir af viðskiptum... / B1  Hýsir vefi veðmálafyrirtækja / B4  Risi á traustari fótum / B6  Kvörtun Tals og Íslandssíma hafnað / B12  Byggðastofnun leysir vart vandann / B12 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur útnefnt James Irvin Gads- den næsta sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi, að því er segir í tilkynningu frá Hvíta húsinu. Gads- den starfar nú í efnahags- og við- skiptadeild bandaríska utanríkis- ráðuneytisins. Gadsden var fulltrúi í Evrópumáladeild utanríkisráðu- neytisins frá árinu 1997 til 2001 og starfaði í sendiráði Bandaríkjanna í Búdapest frá 1994 til 1997. Útnefn- ing Gadsdens er háð samþykki öld- ungadeildar Bandaríkjaþings. Bush útnefnir nýjan sendi- herra hér ♦ ♦ ♦ AÐ SÖGN Bergsveins Sampsted, framkvæmdastjóra Íslenskrar get- spár, er áætlað að fyrsti vinningur í Víkingalottói verði á bilinu 250–300 milljónir þegar næsta miðvikudag. Fyrsti vinningur gekk ekki út í gær og er potturinn því fjórfaldur. Fyrir tveimur vikum var 14 millj- óna króna bónusvinningur seldur í Snælandsvídeói í Núpalind í Kópa- vogi. Að sögn Bergsveins hefur vinn- ingshafi ekki enn gefið sig fram. Fyrsti vinn- ingur 250– 300 milljónir Víkingalottó ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.