Morgunblaðið - 06.06.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.06.2002, Qupperneq 12
ALLS er Árni ákærður fyrir 27 brot en ekki fór fram frekari sönnunar- færsla á þeim 12 ákæruatriðum sem hann hafði játað við þingfestingu málsins. Samkvæmt þeim gerðist hann sekur um fjárdrátt í opinberu starfi og umboðssvik sem formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins. Nam fjárdrátturinn vel á þriðju millj- ón króna og umboðssvikin rúmlega 32.000 krónum. Hefur Árni endur- greitt þessa upphæð að stærstum hluta. Fjárdrátturinn er m.a. fyrir eldhús- og baðinnréttingu, fánastöng, hurðir, karma, álstiga og óðalssteina. Umboðssvikin eru vegna ofns sem hann lét sandblása á kostnað bygg- ingarnefndarinnar en kom henni ekki við. Árni neitaði öðrum ákæruatrið- um, þ.m.t. að hafa þegið mútur frá Ís- taki og Þjóðleikhúskjallaranum hf. Framburður hans vegna þeirra ákæruatriða sem hann neitar er rak- inn hér á eftir ásamt framburði vitna þar sem við á. Sorphirðumenn tóku líklega kassann Vegna reiknings að upphæð 247.133 kr., vegna þjóðfána og veifu sem hann lét greiða af fjárveitingum byggingarnefndar, sagði Árni að það hefði verið vilji til þess að nota ís- lenska fánann og fánaveifur í auknum mæli við Þjóðleikhúsið. Fram kom í máli hans að þessa tilteknu fána átti að setja upp við Þjóðleikhúskjallar- ann. Árni sagðist hafa óskað eftir því við fánasaumastofuna að fánarnir yrðu sendir í leikhúsið en reikning- urinn heim til hans svo að hann gæti skrifað upp á hann. Hann hefði síðan fengið upphringingu frá mennta- málaráðuneytinu og var sagt að kassi með fánum hefði borist þangað. Þangað hefði hann sótt kassann og ætlað með hann í Þjóðleikhúsið. Í millitíðinni fór hann heim til sín með kassann og ætlaði að geyma hann inni í bílskúr meðan hann færi í ferðalag. Hann hefði hins vegar gleymt að setja kassann inn í skúrinn. Þegar hann sneri aftur úr ferðalaginu nokkrum dögum síðar hefði kassinn með fán- unumverið horfinn og taldi Árni lík- legast að sorphirðumenn hefðu tekið hann. Þjóðleikhúsið notar eingöngu ríkisfána líkt og aðrar ríkisstofnanir. Aðspurður hvers vegna þetta hefðu verið sérsaumaðir þjóðfánar sagði Árni að hann hefði reiknað með því að þetta yrðu ríkisfánar. Hefðu þetta verið þjóðfánar hefðu þeir verið end- ursendir. Stefán Baldursson Þjóðleikhús- stjóri átti sæti í byggingarnefnd með Árna frá 1996. Hann sagði fyrir dómi í gær að lítil formfesta hefði verið í störfum nefndarinnar. Árni hefði ver- ið hálfgerður verkefnisstjóri með við- haldi hússins en almennt verið í sam- bandi við hann og aðra starfsmenn Þjóðleikhússins vegna framkvæmda. Aðspurður um kaup á fánum fyrir Þjóðleikhúsið sagðist hann ekki muna til þess að Árni hefði rætt þetta við sig. Ekki hefði þó staðið til að bæta við fánastöngum við Þjóðleikhúsið. Árni er einnig ákærður fyrir fjár- drátt að upphæð 217.257 vegna tveggja ljósasería sem greiddar voru af byggingarnefndinni. Árni sagði að- dragandann að því að seríurnar voru keyptar þann að haustið 2000 hefði hann lagt til að settar yrðu ljósaseríur yfir anddyri leikhússins. Þetta hefði mælst vel fyrir og hefði hann viljað auka við skreytinguna. Hann hefði því pantað meira, en þegar til kom hefði Þjóðleikhússtjóri ekki haft áhuga á fleiri ljósaseríur yrðu settar upp. Hann hefði ætlað að afpanta seríurnar en þá hefðu þær þegar ver- ið tilbúnar. Árni sagðist því hafa tekið þær í sína vörslu og þar hefðu þær verið í geymslu síðan, í sömu umbúð- um og þær komu í frá framleiðanda. Stefán Baldursson kvaðst heldur ekki muna eftir því að Árni hefði rætt þetta við hann. Misskilningur í BYKO Árni sagði að misskilningur hefði orðið til þess að tveir reikningar vegna byggingarefnis sem hann tók út í BYKO vorið 2001 voru stílaðir á byggingarnefnd Þjóðleikhússins vegna leikmunageymslu. Aldrei hefði staðið til að reikningarnir, samtals að fjárhæð um 1,5 milljónir, yrðu borg- aðir af nefndinni. Hann hefði hins vegar ekki litið á yfirskrift reikning- anna þegar þeir voru gefnir út. Þegar hann hefði komið að sækja vörurnar sagðist Árni hafa séð að þær voru merktar Þjóðleikhúsinu. Hefði hann þá tekið til við að breyta þeim og ekki farið leynt með. Árni sagði að það hefði verið klaufalegt af sér að leið- rétta ekki misskilninginn þá þegar. Hann hefði samt ekki talið að þetta yrði vandamál. Árni er einnig ákærður vegna þétt- idúka sem hann tók annars vegar út hjá Gróðurvörum ehf. og hins vegar hjá Fagtúni ehf. Reikningar vegna dúkanna voru báðir stílaðir á bygg- ingarnefnd Þjóðleikhússins. Sagði Árni að dúkarnir hefðu verið ætlaðir til viðgerða á leku þaki Smíðaverk- stæðis Þjóðleikhússins. Fyrri dúkur- inn hefði hins vegar farið á heimili hans í Vestmannaeyjum fyrir mistök. Hann hefði ætlað að geyma dúkinn á bretti með vörum sem átti að flytja til Eyja en síðan ná í hann aftur seinna um daginn. Þegar hann sneri aftur um klukkan 17.30 hefði hins vegar verið búið að loka vöruflutningahöfn- inni í Sundahöfn og dúkurinn því hafnað í Vestmannaeyjum. Vegna seinni dúksins sagði Árni að af- greiðslumenn í Fagtúni hefðu mis- skilið hann þannig að hann væri að kaupa dúkinn fyrir Þjóðleikhúsið. Hann hefði ætlað að leiðrétta mis- skilninginn en þá hefði verið búið að senda reikninginn til Framkvæmda- sýslu ríkisins. Þar var reikningurinn stöðvaður, enda mál Árna komin í há- mæli. Stefán Baldursson Þjóðleikhús- stjóri sagðist fyrst hafa frétt af því að Árni hefði keypt dúk sem hann ætlaði til viðgerða á þaki Smíðaverkstæðis- ins eftir að fjölmiðlar tóku að veita málum Árna áhuga í fyrrasumar. Þak Smíðaverkstæðisins hefði hins vegar lengi lekið. Úttektin var vegna fyrirframgreiðslu Árni er ákærður vegna fjárdráttar í opinberu starfi sem formaður bygg- ingarnefndar Vestnorræna ráðsins, Brattahlíðarnefndar, með því að hafa dregið sér 782.790 krónur af banka- reikningi ráðsins fyrir að fénýta í eig- in þágu tékka sem gefinn var út fyrir smíði á 32 kistilhnöllum sem hann blekkti smið, sem átti að smíða hnall- ana, til að undirrita. Hann hafi síðan fengið smiðinn til að undirrita yfirlýs- ingu um að hann gæti ekki smíðað hnallana og afhent honum reiðufé til að skila fjárhæðinni sem hann hafði tekið út. Reiðuféð lagði smiðurinn síð- an aftur inn á reikning Vestnorræna ráðsins. Árni sagði að til hefði staðið að smiðurinn fengi greitt fyrirfram vegna smíðinnar og því hefði hann tekið féð út. Smiðurinn hefði síðan veikst og Árni sagðist því hafa ákveð- ið að geyma peningana og sjá hver framvindan yrði. Síðan hefði komið í ljós að smiðurinn treysti sér ekki til verksins. Fjárhæðina sagðist Árni aldrei hafa ætlað til eigin nota. Smið- urinn er nú á sjúkrahúsi og hefur dómurinn fengið leyfi læknis til að taka af honum skýrslu þar í dag. Peningagjöf ekki mútur Vegna ákæru um að hafa framvísað tilhæfulausum reikningum á skrif- stofu Alþingis, samtals að fjárhæð um 230.000, til að fá tekjuskattsstofn lækkaðan, sagði Árni að viðskipti stæðu á bak við þessa reikninga. Hann hefði á hinn bóginn týnt um- slagi með reikningunum. Hann tók skýrt fram að hann hefði greitt fyrir þessa þjónustu þeim aðilum sem gáfu út reikningana. Sakir eru bornar á Árna vegna mútuþægni, annars vegar frá Ístaki hf. en hins vegar frá Þjóðleikhúskjall- aranum hf. Árni sagði ýmsar mis- sagnir í þeim ákærulið sem varðar Ís- tak. Hann hefði fengið fyrirtækið til að leggja út fyrir og flytja inn efni í litla stafbyggingu en alltaf hefði stað- ið til að hann greiddi fyrir það að fullu, samtals 875.694 krónur. Í ákær- unni kemur fram að Ístak greiddi reikninginn vegna stafbyggingarinn- ar í apríl 2000. Um mánuði síðar var hann færður til gjalda hjá Ístaki en með færslu dagsettri 30. júní 2001 voru timburkaupin færð Árna til skuldar. Aðspurður sagði Tómas Tómasson, yfirverkfræðingur hjá Ís- taki, að hann hefði enga skýringu á þessu aðra en þá að mistök hefðu ver- ið gerð hjá fyrirtækinu. Framburður Páls Sigurjónssonar, forstjóra Ístaks, um þetta atriði var á sama veg. Varðandi ákæru um að hafa heimt- að og þegið 650.000 krónur í mútur frá fyrirsvarsmönnum Þjóðleikhús- kjallarans, þeim Birni Kristmari Leifssyni og Gísla Hafliða Guð- mundssyni, þvertók Árni fyrir að þetta væru mútur. Það væri þó rétt að hann hefði þegið 650.000 krónur í peningagjöf frá Gísla, Björn hefði hann hins vegar aldrei hitt. Árni sagði að aðdragandinn að gjöfinni væri sá, að Gísli hugðist í árslok 2000 ganga frá reikningum vegna ýmissa fram- kvæmda sem Þjóðleikhúskjallarinn hefði greitt fyrir, en áttu með réttu að greiðast af byggingarnefnd Þjóðleik- hússins, samtals um 3,2 milljónir. Árni sagðist hafa sagt í glettni að það væri réttast fyrir Gísla að rukka um leið vegna vangoldinna launa til sín. Þetta kynni Gísli að hafa misskilið. Ekki er deilt um að byggingarnefndin hefði átt að greiða reikninginn. Vegna þess yfir hve langt tímabil reikning- urinn tók þurfti Árni að skila inn sér- stakri greinargerð vegna hans til Framkvæmdasýslu ríkisins. Þetta gerði hann áður en hann tók við pen- ingunum frá Gísla. Árni sagði ekkert samhengi á milli reikningsins og reikningsins til byggingarnefndar og þvertók fyrir að hafa haft uppi ein- hverjar kröfur um greiðslur. Hann hefði hins vegar tekið við peningun- um og það hefðu ugglaust verið mis- tök. Björn Kristmar og Gísli Hafliði eru báðir ákærðir fyrir að múta Árna en þeir neita báðir sök. Björn sagði fyrir dómi í gær að hann hefði aldrei átt nein samskipti við Árna og hefði á sín- um tíma ekki vitað að Gísli hefði greitt Árna þessa upphæð. Fram kom að um það leyti sem greiðslan var innt af hendi gaf fyrirtæki Björns út tékka fyrir svipaðri upphæð sem stílaður var á konu Gísla. Björn sagði að tékk- inn væri vegna uppgjörs við Gísla og hann hefði ekki vitað að féð myndi renna til Árna. Framburður Gísla var á nokkuð annan veg en þeirra Árna og Björns. Hann sagði að Árni hefði beðið sig að útbúa aukareikning vegna starfa sem Árni hefði unnið fyrir Þjóðleikhúskjallarann. Þetta hefði hann rætt við Björn og niður- staðan orðið sú að neita Árna um þetta. Gísli kvaðst síðan hafa farið með reikninga vegna framkvæmda í Þjóðleikhúskjallaranum til Árna, sem hefði komið þeim til Framkvæmda- sýslu ríkisins. Nokkrum dögum síðar hefði Árni hringt og tilkynnt sér að reikningarnir hefðu verið greiddir. Gísli sagði að sér hefði fundist aug- ljóst að Árni vildi fá greiðslu og hann hefði metið það svo að það væri best að láta hann fá peninga. Kvaðst hann ekki vilja „eiga neitt útistandandi við hann“. Í framhaldinu hefði hann beð- ið Björn um pening og fengið, en hann sagðist ekki vita til þess að Björn hefði vitað að upphæðin myndi renna til Árna. Aðspurður sagði hann að Árni hefði ekki sett fram nein skil- yrði til að fá greiðsluna. Var að höggva á hnút Þá er Árni sakaður um umboðssvik í opinberu starfi með því að hafa sem formaður byggingarnefndar Vest- norræna ráðsins, Brattahlíðarnefnd- ar, misnotað aðstöðu sína, sér eða öðrum til ávinnings með því að greiða Torf- og grjóthleðslunni 645.000 vegna framkvæmda á Grænlandi. Þetta hefði hann gert þrátt fyrir að fyrirtækið hefði ekki haft lögvarða kröfu á hendur nefndinni. Árni sagði að greiðslan hefði verið innt af hendi í kjölfar samskiptaörðugleika milli Ís- taks og Torf- og grjóthleðslunnar. Síðarnefnda fyrirtækið hefði enn- fremur ekki talið sig hljóta næga kynningu fyrir þátt sinn í verkinu. Til að höggva á hnútinn hefði Árni boðist til að greiða fyrirtækinu um 650.000 krónur. Árni er einnig ákærður fyrir um- boðssvik sem formaður byggingar- nefndar Þjóðleikhússins, með því að hafa gefið út tvo tilhæfulausa reikn- inga, samtals að upphæð um 170.000 krónur. Báðir eru gefnir út í nafni Þjóðleikhúskjallarans hf. Annar er vegna kaffiveitinga á 29 fundum byggingarnefndar en hinn fyrir kaffi- veitingar á fundum vegna endurbóta í Þjóðleikhúsinu. Árni sagðist viss um að veitingar væru á bak við þessa reikninga, en hann hefði treyst starfs- mönnum Þjóðleikhúskjallarans til að tilgreina réttar upphæðir á reikning- um. Aðspurður sagði hann að það gæti verið að reikningarnir stæðu í sambandi við veislu sem haldin var í tilefni opnunar á nýju mötuneyti starfsmanna. Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri sagði að á fundum nefndarinnar hefðu aldrei verið born- ar fram veitingar. Hann vissi á hinn bóginn til þess að Árni hefði fundað með verktökum og öðrum sem unnu að viðhaldi hússins. Þá hefði Árni tjáð honum að byggingarnefndin hefði staðið fyrir veislu þegar mötuneytið var opnað. Gísli Hafliði, sem er ákærður fyrir að hafa mútað Árna, er einnig meðákærður fyrir ofangreint brot. Hann sagði reikningana ekki til- hæfulausa. Þjóðleikhúskjallarinn hefði látið Árna í té veitingar fyrir þessum upphæðum. Þær hefðu þó ekki eingöngu verið vegna kaffiveit- inga heldur að hluta fyrir veislu vegna opnunar mötuneytisins. Varðandi reikning frá Forum hf. upp á 169.000 krónur fyrir kaffiveit- ingar í Þjóðleikhúskjallaranum, sem byggingarnefndin greiddi, sagði Árni að eftir á að hyggja hefði hann líklega ekki átt að skrifa upp á þennan reikn- ing. Svo virtist sem eitthvað hefði misfarist í uppgjöri við eigendaskipti á rekstri Þjóðleikhúskjallarans. Stef- án Axel Stefánsson hjá Forum hf. er ákærður fyrir hlutdeild í þessu broti en líkt og aðrir sem ákærðir eru með Árna í málinu neitaði hann sök fyrir dómi í gær. Sagðist hann ekki kann- ast við þennan reikning enda hefði Daníel Helgason, starfsmaður For- um, gefið hann út. Fram kom að For- um var nýtekið við rekstri Þjóðleik- Stefnt að því að ljúka aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Árna Johnsen í dag Játar 12 ákæruatriði en neitar öðrum Árni Johnsen breytti í engu afstöðu sinni til ákæru ríkissaksóknara við upphaf aðalmeð- ferðar í málinu í gær. Sagði hann m.a. að meintar mútur væru peningagjöf og dúkur sem hann keypti í nafni byggingarnefndar hefði fyrir mistök hafn- að í Vestmannaeyjum. Fjórmenningarnir sem einnig eru ákærðir í málinu neita allir sök. Morgunblaðið/Arnaldur Árni Johnsen í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Verjandi hans, Jakob R. Möller hrl., er lengst til vinstri og við hlið hans eru þeir Hilmar Ingimundarson hrl. og Andri Árnason hrl., verjendur meðákærðu. FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.