Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.06.2002, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Útsölustaðir í Reykjavík og nágrenni: Libia Mjódd, Snyrtistofa Hönnu Kristínar Skeifunni, Laugarnes Apótek, Nana Hólagarði, snyrtivörudeildir Hagkaups Kringlunni, Skeifunni, Spönginni, Zitas Firði, Hafnarfirði. Landið: Gallery Förðun Keflavík, Árnes Apótek Selfossi, Apótek Vestmannaeyja, Húsavíkurapótek, snyrtivörudeild Hagkaups, Akureyri, Silfurtorg Ísafirði. Kynning í Smáralind fimmtudag, föstudag og laugardag. Falleg strandtaska að gjöf þegar keypt er fyrir 2.500 kr. í sólarlínunni Marbert sólarlínan er fyrir allar húðgerðir. Sólarlínan inniheldur bæði UVA vörn sem ver húðina gegn skaðlegum geislum sólar sem fara í dýpstu lög húðarinnar og UVB vörn sem verndar gegn sólargeislum sem valda bruna í húðinni. Öll sólarlínan er rotvarnarefnalaus (paraben free) en rotvarnarefni valda mörgum ofnæmi. LOKIÐ verður byggingu sýningar- húss Saltfiskseturs, byggður fjögurra deilda leikskóli og komið upp bráða- birgðakennslustofum við Grunnskóla Grindavíkur. Þetta er meðal atriða í málefnasamningi nýs meirihluta í bæjarstjórn Grindavíkur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Grindavíkur hafa undirritað málefna- samning vegna meirihlutasamstarfs flokkanna á komandi kjörtímabili. Málefnasamningurinn var lagður fyr- ir félagsfundi hjá flokkunum í gær- kvöldi. Flokkarnir skipta þannig með sér verkum að D-listinn fær formann bæjarráðs og ræður bæjarstjóra út kjörtímabilið og S-listinn fær forseta bæjarstjórnar og fulltrúa í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesj- um. Meðal annara embætta má nefna að D-listinn fær fulltrúa í stjórn Hita- veitu Suðurnesja og S-listinn fulltrúa í stjórn Heilbrigðiseftirlits Suður- nesja. Hvor listi um sig tekur við for- mennsku í sex nefndum. Reiknað er með að Hörður Guð- brandsson, efsti maður Samfylking- arinnar, verði kjörinn forseti bæjar- stjórnar og Ómar Jónsson, efsti maður Sjálfstæðisflokksins, verði for- maður bæjarráðs. Ekki liggur fyrir hver verður bæjarstjóri. Ómar segir að það mál sé í athugun. Hans vilji er að það verði heimamaður en tekur fram aðspurður að bæjarfulltrúar flokksins fari ekki í bæjarstjórastól- inn. Fjölskylduvænn bær „Samstarfsflokkarnir leggja áherslu á að Grindavík verði fjöl- skylduvænn bær þar sem áhersla er lögð á uppbyggingu í skóla-, íþrótta- og félagsmálum,“ segir meðal annars í stefnuyfirlýsingunni. Þar segir einn- ig: „Sérstaða Grindavíkur felst í þeim mikla sjávarútvegi sem rekinn er í bænum ásamt þeim mikla jarðhita sem er í nágrenni bæjarins og þeim möguleikum sem hann gefur. Staðið verður vörð um undirstöðuatvinnu- vegi bæjarins en jafnframt leitað leiða til að auka fjölbreytni í atvinnumál- um. Samstarfsflokkarnir ætla jafn- framt að reka ábyrga fjármálastefnu sem veiti svigrúm til áframhaldandi uppbyggingar bæjarfélagsins,“ segir meðal annars í þeim drögum sem lögð voru fyrir flokksfundina í gærkvöldi. Fram kemur í samtali við Ómar og Hörð að fyrst á verkefnaskrá nýrrar bæjarstjórnar er að ljúka byggingu húss fyrir Saltfisksetur Íslands og opna saltfisksýningu í haust. Fram- kvæmdir standa yfir og þær kosta um 140 milljónir kr. Þá verði gengið í það að ljúka undirbúningi og byggja nýj- an fjögurra deilda leikskóla í stað leikskólans við Dalbraut. Áætlað er að það kosti um 130 milljónir kr. Þá verði komið upp kennslustofum í bráðabirgðahúsnæði við Grunnskóla Grindavíkur. Byrjað verður á því verki í sumar en þeir félagar telja ólíklegt að hægt verði að koma kennslustofunum upp fyrir haustið. Kostnaður er áætlaður um 20 millj- ónir. Nemendum er að fjölga í skól- anum en þar sem fyrirhugað er að byggja nýjan skóla í nýju skólahverfi er gripið til þess ráðs að leysa hús- næðisvanda núverandi grunnskóla til bráðabirgða. Ómar og Hörður segja að þetta séu fjárfrekar framkvæmdir. Þá bíði einnig ýmis verkefni í höfninni, að bæta hafnaraðstöðu fyrir loðnuskipin og dýpka. Verði ráðist í þau verk á kjörtímabilinu. Meðal annarra mála sem fram koma í málefnasamningi og Hörður og Ómar vekja athygli á er að hafinn verður undirbúningur að byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða við hjúkr- unarheimilið Víðihlíð. Óskað verður eftir viðræðum við heilbrigðisráðu- neytið um að Grindavíkurbær gerist reynslusveitarfélag í rekstri heilsu- gæslunnar. Hörður og Ómar segja nauðsynlegt, hvað sem út úr þeim við- ræðum kemur, að gera átak í að bæta þjónustu heilsugæslunnar. Því er lýst yfir að meirihlutinn muni fylgja fast eftir samningi sem gerður var við sýslumann um löggæsluna í bænum. Verður meðal annars óskað eftir fundi með sýslumanni til að fara yfir málin. Stofnuð verður viðhalds- og tækni- deild sem á að sjá um eignir bæjarins og þá þjónustu við bæjarbúa sem ekki er boðin út. Hugmyndin er að tveir menn verði ráðnir til þessa verkefnis í upphafi. Efnt verður til samkeppni um skipulag gamla bæjarins. Nýi meiri- hlutinn leggur þunga áherslu á að staðið verði við áform um lagningu Suðurstrandarvegar. Loks má nefna að skipulags- og byggingarnefnd er falið að gera tillögu um framtíðarskip- an umferðar um Víkurbraut með það að markmiði að draga úr hraðakstri. Sjálfstæðismenn og framsóknar- menn hafa verið í meirihlutasamstarfi í Grindavík í 20 ár, fyrir utan tvö ár um miðbik liðins kjörtímabils þegar Framsóknarflokkurinn vann með Samfylkingunni. Liðnar kosningar og meirihlutamyndun að henni lokinni markast nokkuð af þeim átökum sem urðu á kjörtímabilinu. „Þetta var eini kosturinn sem var óreyndur,“ segir Ómar þegar hann var spurður um ástæður þess að þessir flokkar tóku nú höndum saman um stjórn bæjar- ins og Hörður bætir því við að í stöð- unni hafi þetta verið eini möguleikinn til að mynda meirihluta sem hefði fimm bæjarfulltrúa af sjö á bak við sig. Forystumenn þessara tveggja flokka hafa tekist á í fráfarandi bæj- arstjórn en þeim ber saman um að vinnan við myndun meirihlutans og gerð málefnasamnings hafi gengið mjög vel, þeir hafi náð mjög vel sam- an og væru með líkar skoðanir á mörgum málum. Ráðist var í miklar og fjárfrekar framkvæmdir á liðnu kjörtímabili og standa sumar enn yfir. Hörður segir mikilvægt nú að fara varlega í fjármálum bæjarins og um það hafi verið samhljómur milli þess- ara tveggja framboða í kosningabar- áttunni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafa undirritað málefnasamning Bætt við hús- næði leikskóla og grunnskóla Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hörður Guðbrandsson, sem verður forseti bæjarstjórnar, og Ómar Jónsson, verðandi formaður bæjarráðs, ná vel saman á skólalóðinni. Grindavík SUMARIÐ er tími söngva ekki síður en veturinn. Gítar er gjarn- an með í för þegar halda á í ferðalög innanlands og nú á tím- um menningartengdrar ferðaþjón- ustu hefur aukin áhersla verið lögð á tónlist og söng. Starfssyst- urnar Sigríður Aðalsteinsdóttir óperusöngkona og Dagný Jóns- dóttir, óperusöngkona og söng- kennari, ætla nú í júnímánuði að aðstoða íbúa Reykjanesbæjar og aðra áhugasama Suðurnesjamenn að koma röddinni í lag fyrir sum- arfríin. Sigríður og Dagný ætla að halda tvö söngnámskeið og hefj- ast þau mánudaginn 10. júní í tón- menntaaðstöðu Holtaskóla í Kefla- vík. Ekki hefur áður verið boðið upp á slík sumarnámskeið en þær stöllur segja fulla þörf fyrir þau. „Viðbrögðin hafa verið góð og þátttakendur eru alveg niður í 10 ára. Við munum svo meta það hvort þörf er á fleiri námskeiðum og vonandi verður þetta árviss viðburður hér í Reykjanesbæ,“ sagði Sigríður í samtali við Morg- unblaðið. Dagný bætti við að hún vissi um marga sem langaði að læra að syngja en hefðu ekki lagt í að fara í Tónlistarskóla. „Nám- skeið sem þetta er mjög gott fyrir þá sem vilja prófa sig áfram í söngnum og komast að því hvern- ig söngurinn á við þá. Það eru líka margir sem ekki vilja koma fram og það verið ragt við að fara í söngnám í Tónlistarskólum.“ Upplyfting fyrir bæjarfélagið Á söngnámskeiðunum, sem byggjast á einkatímum fyrir hvern og einn, mun Dagný taka fyrir undirstöðuatriði söngsins og söngtæknina en Sigríður aðstoðar þátttakendur við rétta líkams- stöðu, túlkun og framkomu. Einhverjum þykir eflaust skrít- ið að vera að bjóða upp á nám- skeið á þessum tíma, þegar alla sundlaugar og almenningsgarðar hafa fyllst af sólþyrstu fólki og tími ferðalaga framundan. „Alls ekki,“ sagði Sigríður. „Það er nefnilega oft þannig að fólk hefur einmitt ekki tíma fyrir námskeið á veturna því þá er yfirleitt svo mikið að gera hjá öllum. Það eru heldur ekki nærri allir sem fara í ferðalög í sumarfríinu sínu og hafa því nægan tíma til fyrir skemmtileg námskeið. Mér finnst líka gott að bæjarfélagið skuli fá upplyftinu á þessu sviði yfir sum- arið og söngnámskeiðið er góð viðbót við þau menningar- námskeið sem nú bjóðast í Reykjanesbæ.“ Koma röddinni í lag fyrir fríið Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Söngkonurnar Dagný Jónsdóttir og Sigríður Aðalsteinsdóttir standa fyrir söngnámskeiðum í sumar og auka fjölbreytni menningarlífsins. Reykjanesbær ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til söglagakeppni í tilefni Ljósanætur 2002, menningarhátíðarinnar sem haldin verður í Reykjanesbæ í byrj- un september. Markaðs-, atvinnu- og menningar- svið Reykjanesbæjar stendur fyrir sönglagakeppninni. Nefndin óskar eftir að fá lag og texta sem getur orð- ið einkennislag fyrir menningarnótt bæjarins sem orðin er að árlegum viðburði. Verðlaunum er heitið. Í til- kynningu kemur fram að tillögum á að skila til skrifstofu menningarfull- trúa Reykjanesbæjar, fyrir 6. ágúst næstkomandi. Efnt til söng- lagakeppni Ljósanætur Reykjanesbær BIFREIÐ hafnaði utan vegar og valt á Sandgerðisvegi um klukkan fimm að morgni þriðjudags. Kona sem ók bílnum kvartaði undan eymslum í hægri öxl og var flutt með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Bíllinn er mikið skemmdur. Slasaðist í út- afkeyrslu Sandgerðisvegur VERIÐ er að setja upp steinda glugga í kór safnaðarheimilisins í Sandgerði. Gluggarnir verða form- lega afhentir við guðsþjónustu í heimilinu næstkomandi sunnudag, klukkan 14. Jóhanna Sigurjónsdóttir gefur safnaðarheimilinu sjö steinda glugga sem Halla Haraldsdóttir myndlistar- maður í Keflavík hannaði. Að athöfn lokinni býður sóknar- nefnd Hvalsneskirkju kirkjugestum að þiggja kaffiveitingar. Steindir gluggar afhentir Sandgerði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.