Morgunblaðið - 06.06.2002, Síða 20

Morgunblaðið - 06.06.2002, Síða 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLBREYTT dagskrá var um síðustu helgi á Eskifirði í tilefni sjómannadagsins. Á laug- ardeginum kepptu börnin í dorgveiðikeppni við Frystihúsbryggjuna, þar sem þeim var skylt að mæta í björgunarvestum og með veiðigræjurnar. Síðan var hópsigling, jafnt fyrir börn sem fullorðna. Þá hófst kappróður og að honum loknum öttu keppendur úr róðrarliðunum kappi í koddaslag og þrauta- leik og var myndin tekin við það tilefni. Á sunnudeginum hófust hátíðarhöldin á sjómannamessu, þar sem Tinna Árnadóttir söng einsöng. Á eftir var skemmtidagskrá á Eimskipshöfninni og voru sýnd atriði úr sýn- ingunni Á sjó, Bjarni töframaður lék listir sínar, Englakór Reyðarfjarðarkirkju flutti atriði úr Jósepsöngleik og margt fleira. Guðjón Gíslason, öðru nafni Hákarla- Guðjón, var heiðraður en sagan segir að einn af hákörlum hans hafi komist hæst allra há- karla, eða á Everest-fjall, þar sem hann var í nestisboxi Haraldar Arnar fjallgöngugarpa. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hákarla-Guðjón var heiðraður á sjómannadaginn. Fjölbreytt hátíðahöld á sjómannadegi Eskifjörður SJÓMANNADAGURINN í sjó- mannasamfélagi eins og Grímsey er kær og ákaflega merkilegur dagur. Þykk þokan tók ekki tillit til hátíð- arinnar og lá þétt yfir Grímsey þeg- ar íslenski fáninn var dreginn að húni snemma dags á „Fiskepall- inum“. Klukkan tíu hófust svo formleg hátíðarhöld með björg- unarstólsferðum yfir höfnina og siglingu fyrir börn og fullorðna á hinum nýja björgunarbát slysa- varnafélagsins. Grillaðar pylsur og appelsín fyrir hátíðargesti voru í boði björgunarsveitarinnar sem Kíwanisklúbburinn Grímur stýrir nú. Orðatiltækið „Margt býr í þok- unni“ átti við á sjómannadags- morgun þegar skyldilega birtust 3 gúmbátar utan úr hafi, fullir af ferðamönnum. Fólkið var frá Kan- ada, farþegar um borð í vís- indaskipinu „Prófessor Molchan- ow“, sem er rússneskt skip í leigu Hollendinga. Alls voru þetta 50 manns, þar af nokkrir Vestur- Íslendingar sem nutu þess að skoða fuglalífið í Grímsey og stíga á heim- skautsbaug. Morgunblaðið/Helga Mattína Börn úr Grímsey prófa nýja björgunarbátinn. Margt býr í þokunni Grímsey Á DÖGUNUM var formlega opnað íþróttasafn á Akranesi, í safnaskál- anum við Byggðasafnið að Görðum. Mikill fjöldi var við opnunina en tveir af kunnustu íþróttamönnum Íslands Vilhjálmur Einarsson, silf- urverðlaunahafi í þrístökki á Ólymp- íuleikunum árið 1958, og Ríkharður Jónsson, leikmaður með „fyrsta“ gullaldar knattspyrnuliði Akraness, opnuðu safnið með formlegum hætti. Jón Allansson, forstöðumaður Byggðasafnsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að í upphafi hefðu menn verið með efasemdir um að slíkt safn ætti erindi á Akranes. „Það eru nokkur ár síðan byrjað var að huga að slíku safni. Upp- haflega hugmyndin var að safnið yrði einvörðungu tengt sögu knatt- spyrnunnar á Akranesi. Síðar var hugmyndavinnan komin inn á þá braut að gert yrði safn fyrir íþrótta- flóru Akraness, en hugmyndin tók á sig nýja mynd fyrir þremur árum. Þá var ákveðið að fara alla leið og fara af stað með að safna hlutum sem tengdust íþróttasögu Íslands. Við komumst að því að það er ekki til sýning af þessu tagi á Íslandi og í ljósi þess að öll söfn reyna ávallt að skapa sér sérstöðu fannst okkur þessi hugmynd vera góð. Við getum tekið sem dæmi að á Siglufirði er síldarsafn og nú í dag er safn á Akranesi sem tengist íþróttum.“ Jón sagði að allir hefðu tekið vel í hugmyndina frá upphafi og hafði það þau áhrif að farið var af stað í verkefnið þótt vissulega hefðu efa- semdaraddir heyrst af og til. „Eignaraðilar safnsins voru mjög jákvæðir er hugmyndin kviknaði og þetta verkefni var sett í gang fyrir um tveimur árum. Við renndum nokkuð blint í sjóinn, en vildum klára verkið eftir að hafa verið með hugmyndavinnu í gangi í nokkur misseri. Við vissum ekki hvernig yrði tekið á móti okkur í upphafi en við fengum byr undir báða vængi er við fundum að allir þeir aðilar sem við leituðum til voru mjög jákvæðir og vildu veita okkur lið.“ Jón viðurkenndi þó að sumir hefðu verið tregir til, þá sérstaklega einstaklingar sem eiga dýrgripi sem falast var eftir. „Reyndar var erfitt að fá suma aðila til þess að láta af hendi muni sem eru í einkaeigu en það tókst oftar en ekki og þá í ann- arri eða þriðju tilraun. Það þurfti að sannfæra alla um að fyllsta öryggis væri gætt og munirnir væru óhulltir í okkar vörslu. Jón Sævar Þórðar- son sá að mestu um að hafa sam- band við rétta aðila á höfuðborg- arsvæðinu og á landsbyggðinni og var hann iðinn við að ná í hluti sem við höfðum áhuga á að fá til sýninga. Við hér á Byggðasafni Akraness sáum um þá hluti sem tengjast Akranesi. Margt dýrgripa á safninu Á sýningunni er margt dýrgripa og er farið vítt yfir íþróttasviðið en flestallar íþróttagreinar eiga sín svæði á safninu. „Við lögðum upp með að segja frá íþróttasögu Íslands hér á safninu. Bæði það sem telst til afreksíþrótta og það sem telst til almennings- íþrótta. Dr. Ingimar Jónsson var okkur innan handar en við komumst fljótt að því að íþróttasaga landsins er nánast óskrifuð eftir árið 1976. Við þurftum að fara í mikla heim- ildaöflun í dagblöðum, tímaritum, bókum og hjá ljósvakamiðlunum. Það var mikil vinna að fylla í eyð- urnar og við þurftum að kafa ansi djúpt víðsvegar til þess að finna vissa hluti og fá upplýsingar. Margir aðilar lögðu hönd á plóginn með okkur í þeirri leit.“ Þess má geta að á safninu eru sjónvarpskjáir þar sem hægt verður að skoða eftirminnileg atvik úr íþróttasögu Íslands en mikið efni er til sem er í einkaeigu og átti Jón von á því að sýningin gæti notfært sér tæknina til þess að miðla upplýs- ingum. „Það er von okkar að við getum í framtíðinni safnað þessu efni á einn stað og sýnt hér hjá okkur. Sjón- varp, tölvur og hljóðupptökur verða ómissandi þáttur á söfnum í framtíð- inni og ég tel að við séum á réttri leið á íþróttasafninu. Við erum mjög ánægð með þau viðbrögð sem sýn- ingin hefur fengið og allt safnasvæð- ið á eftir að njóta góðs af því, enda er margt í boði hjá okkur. Þar má nefna Steinaríkið, safn um gerð jarðganga, skip og báta af öllum gerðum og svo að sjálfsögðu sjálft Byggðasafnið sem er enn á sínum stað. Hér er rekið kaffihús og upp- lýsingamiðstöð fyrir ferðamenn þannig að allir finna eitthvað við sitt hæfi hér á safnasvæðinu.“ Jón sagði að íþróttasafnið væri stöðugt í vinnslu og myndi þróast með tímanum. „Sýningin sem er uppi í dag mun standa í einhvern tíma en síðan er ætlunin að bæta við hlutum er á líð- ur. Við ætlum að skapa okkur nafn sem íþróttasafn og við erum vissir um að fá spennandi hluti í framtíð- inni er fólk hefur áttað sig betur á því að eina íþróttaminjasafn lands- ins er á Akranesi.“ Íþróttasafn Íslands fær góðar viðtökur Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Vilhjálmur Einarsson og Ríkharður Jónsson opnuðu íþróttasafnið. Akranes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.