Morgunblaðið - 06.06.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 06.06.2002, Síða 26
LISTIR 26 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MYNDLISTARMENNIRNIR Gunnar Örn, Pjetur Stefánsson og Magnús Kjartansson eru um þessar mundir uppteknir við að hengja upp nokkur af verkum sínum í sölum Hót- els Valhallar á Þingvöllum, sem ráð- gert er að opna á ný á næstunni. Munu þau prýða veggina þar í sumar. „Í Valhöll hefur löngum verið hægt að sjá verk eftir marga af hinum gömlu þjóðarmeisturum málara- listarinnar, eins og Kjarval og Schev- ing. Hér hefur alltaf hangið á veggj- um mikil og góð myndlist,“ segja myndlistarmennirnir sem taka sér frí frá verkum stutta stund þegar blaða- mann og ljósmyndara ber að garði. „Salurinn var nýlega málaður og því þótti staðarhaldaranum hér á Hótel Valhöll, Elíasi Einarssyni, frísklegt að fá einnig ný verk á veggina. Við vorum beðnir um að lána verk hingað af því tilefni, svo þetta er svona óformleg sýning, meira eins og smá sumargleði.“ Hægt er að líta verk þeirra Gunn- ars Arnar, Pjeturs og Magnúsar í söl- um Hótels Valhallar fram til 1. októ- ber, þegar því verður lokað fyrir veturinn. Ný málverk í Hótel Valhöll Morgunblaðið/Golli Myndlistarmennirnir Magnús Kjartansson, Pjetur Stefánsson og Gunnar Örn með eitt af verkunum sem prýða munu sali Hótels Valhallar í sumar. TRYGGVI Ólafsson hefur verið ötull við að sýna verk sín á Íslandi þrátt áratuga langa búsetu í Dan- mörku, en þar hefur hann búið frá því hann hélt þangað til náms við upphaf sjöunda áratugarins. Efalít- ið má telja Tryggva til þekktari nú- lifandi myndlistarmanna Íslend- inga og hefur búsetan erlendis þannig ekki komið í veg fyrir að hann njóti mikilla vinsælda hér heima. Verk hans seljast enda vel á sýningunni í Gallerí Fold, svo dæmi séu tekin, og heimabær hans – Nes- kaupstaður – hyggst koma á fót safni tileinkuðu listamanninum. Ekki eru nema tvö ár frá því Tryggvi sýndi síðast í Gallerí Fold og geymir sýning hans að þessu sinni eingöngu málverk. Líkt og í fyrri verkum listamannsins eru ein- föld formyndun og hreinir litir ríkjandi. Myndformin eru almennt opin og einföld – einkenni sem þykja hafa orðið æ skýrari í mál- verkum Tryggva síðustu ár – og lit- irnir bæði sterkir og hreinir. Þannig eru táknmyndir lista- mannsins, sem segist hafa mótað með sér sitt eigið tungumál sem hann tjái í verkum sínum, sums staðar algjörlega einangraðar líkt og í verkinu Minjar þar sem tákn- myndirnar eru með öllu aðskildar og einangraðar á appelsínugulum grunni. Lagkennd tilvera er þó al- gengari í verkum Tryggva, flatar táknmyndirnar eru lagðar hver yfir aðra svo þær birtast áhorfandanum smám saman – eitt táknlag tekur við af öðru þar til heildarmyndin hefur verið sundurgreind að fullu og samsett að nýju og verkið öðlast dýpt sem formmótunin ein og sér kallar ekki fram. Í verkinu Kvintett tvinnar Tryggvi til að mynda sam- an táknmynd hests, manns og handar á grænum grunni, á meðan þrír kvenlíkamar á rauðum grunni fanga athygli áhorfandans í hinu réttilega nefnda verki Kvinnur og fjöldi fugla vinnur sig úr grunni verksins Fuglar. Tengsl táknmyndanna innbyrðis í hverju verki listamannsins eru oft augljós s.s. milli fugla og kvenna, en annars staðar kýs listamaðurinn að raða saman formum þar sem tengslin eru óljósari. Verkið Land krefst til að mynda hugsanatengsla af hendi sýningargestsins sjálfs sem tengja verður táknmynd fugls, seglskútu og flugvélar myndheit- inu. Tryggvi hræðist þá ekki að bregða fyrir sig táknmyndum sem áhorfendur kunna að kannast við annars staðar frá, s.s. kvenlíkama úr ilmvatnsauglýsingu sem sjá má í Kvinnur. Enda feta sumar mynda hans þá hárfínu línu sem legið get- ur milli auglýsingamerkja og myndlistar, til að mynda hið hár- rauða verk Vísa. Í slíkum verkum geta tengsl táknanna innbyrðis orðið nokkuð þvinguð, þó innilegri leikur að viðfangsefninu einkenni flest verkanna. Þar togar listamað- urinn og teygir form sín að vild og táknmyndirnar, sem sumar hverjar birtast aftur og aftur og kallast þannig á innbyrðis, mynda marg- slungna og ósjálfráða myndheild sem nýtur sín í ótaminni litanotkun Tryggva. Lagkennd tilvera MYNDLIST Gallerí Fold Galleríið er opið virka daga frá kl. 10–18, laugardaga frá kl. 10–17 og sunnudaga frá kl. 14–17. Sýningin stendur til 9. júní nk. TRYGGVI ÓLAFSSON Anna Sigríður Einarsdóttir Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Land eftir Tryggva Ólafsson. ALFABETA-forlagið í Svíþjóð hefur fest kaup á Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Alfa- beta-forlagið hefur á sínum snær- um fjölda höfunda og má þar nefna Martin Amis, Tahar Ben Jelloun og André Gide. Þá er hún nýkomin út í kilju hjá Faber og Faber sem áður hafði gefið hana út í inn- bundnu formi. Slóð fiðrildanna kom fyrst út hjá Vöku-Helgafelli árið 1999 og aftur í kilju í fyrra. Útgáfurétturinn á bókinni hefur nú verið seldur til ell- efu landa, en það eru Bandaríkin, Bretland, Danmörk, Þýskaland, Frakkland, Spánn, Ísrael, Ítalía, Portúgal og Kína, auk Svíþjóðar. Þá er í undirbúningi gerð kvik- myndar eftir sögunni í Hollywood. Slóð fiðrildanna til Svíþjóðar FORNMENNTIR hafa löngum verið drjúgur efniviður í ljóðagerð. Eitt megineinkenni á skáldskap Tryggva V. Líndal er hversu ótt og títt hann vísar í og sækir efnivið sinn í fornrit Grikkja og raunar að nokkru leyti Rómverja. Ástarljóð og stríðssögur nefn- ist nýjasta ljóða- bók hans og í því verki má segja að myndsvið margra ljóðanna einkenn- ist af vísunum í hellenískan og rómverskan veru- leika og í raun er ekki fráleitt að fullyrða að höfundur sökkvi sé í þenn- an menningarheim – og gleymi sér stundum. Í ljóði sem hann nefnir Mitt ljúfa líf er þessi sýn áberandi með viðhafn- armiklum og hátíðlegum tilvísun í heimsbókmenntirnar. Æskunni lýsir hann svo og tekst í þeirri lýsingu að líkja sér við Kátullus, Hóras og Virgil: Ég ólst upp í héraðsbæ spölkorn frá höfuðstaðnum innan um syni verkamanna; sem streittust eins og baldnir múlasnar gegn því að verða beitt fyrir plóginn. Kennararnir mínir voru þó hollir dreymnum Orfeifi sem skyldi nú fá að stilla lyklana á eigin lýru og sinna Evridísi; allt á sínum hraða; enda sonur menntafólks. Semsagt: engin stríð sviðu þá landsbyggðina; líkt og í ungdómi Kátúllusar, né gat ég státað af leysingjaföður eins og Hóras. Og ekki varð ég vegna heilsuleysis eða fátæktar að binda trúss mitt við keisara; líkt og Virgill. … Bók Tryggva er annars nokkuð misjöfn. Í henni er m.a. langur bálkur um Hitler, sögu hans og afreksverk. Þar finnst mér höfundur vera missi- fengur. Bæði er bálkurinn laus í byggingu og svo grípur Tryggvi til þess að ríma og stuðla en þó með þeim hætti að óvenjulegt er. Hann fer m.ö.o. frjálslega með ljóðstafi, rím og hrynjandi. Rímar bara þar sem það hentar og oftar en ekki með hálfrími eða jafnvel ef til vill kvartrími ef það er til og setur stuðla hér og þar. Ef til vill er það hugmynd Tryggva að skop- ast að forminu. En þá er betra að hafa gott vald á því. Ég verð þó að játa að mér finnst það nokkuð frumlegt að láta Hitler ríma á móti litlar. Þaulsætinn á drykkjukrám var meintur faðir, Alois Hitler; slóst þá oft með kjafti, tám. Með feðgum voru ástir litlar. Miklu meir höfða til mín þau kvæði Tryggva þar sem skáldið skopast að sjálfu sér og tekur sig ekki ýkja hátíð- lega eins og raunar sjá má á skond- inni bókarkápu. Honum lætur ágæt- lega að vinna með paródískar stælingar eins og í kvæðunum Skáld- ið til elsku sinnar og svarkvæðinu Elskan svarar skáldinu. Í fyrrnefnda kvæðinu eru þessar ljóðlínur: Nasir þínar tvær skulu verðsettar sem stjörnukíkir alheims önnur en hin sem örríkisins smásjá. Við pálmatrén á ströndu líki ég hörundshárum þínum; er sveigjast í svölum vindi. Ferlegri ásýndum verður varla nokkur kona. Ástarljóð og stríðssögur er dálítið misjöfn ljóðabók að gæðum. Þegar best lætur hefur hún yfir sér dálítið æringjalegt yfirbragð en margt í henni getur því miður varla talist mjög góður skáldskapur. Misjafn skáldskapur BÆKUR Ljóð eftir Tryggva V. Líndal. Valtýr 2002 – 59 bls. ÁSTARLJÓÐ OG STRÍÐSSÖGUR Skafti Þ. Halldórsson Tryggvi V. Líndal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.