Morgunblaðið - 06.06.2002, Side 27

Morgunblaðið - 06.06.2002, Side 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 27 Frá Íslandi til Vesturheims – Saga Sumarliða Sumarliðasonar gull- smiðs frá Æðey er skráð af Huldu Sigurborgu Sig- tryggsdóttur. „Fáir alþýðu- menn á 19. öld lifðu jafn- viðburðaríku lífi og Sumarliði Sumarliðason (1833–1925) frá Æðey við Ísafjarð- ardjúp. Þessi æskuvinur Matt- híasar Joch- umssonar skálds braust til mennta af ótrúlegum dugn- aði og lærði gullsmíði í Kaupmanna- höfn. Fullnuma í iðninni kom hann heim, kvæntist besta kvenkosti Vestfjarða, heimasætunni Mörtu R. Kristjánsdóttur í Vigur, gerðist óðals- bóndi þar og óþreytandi framfara- maður í öllum greinum. Í bókinni er lýst hvernig hin glæsta draumsýn í Vigur hrynur út af alkóhólisma og lausung, hvernig Sumarliði berst við að höndla hamingjuna á nýjan leik uns hann, um fimmtugt, ákveður að flytja til Ameríku með þriðju konu sína og ung börn og hefja nýtt líf,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir sagnfræðingur hefur um árabil rann- sakað ævi Sumarliða. Í þessu verki byggir Hulda á dagbókum sem hann skráði á árunum 1851–1914. Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir sagnfræðingur er fædd 1958. Hún lauk B.A. prófi í sagnfræði og ís- lensku frá Háskóla Íslands 1988 og cand. mag. prófi í sagnfræði frá sama skóla 1992. Hulda hefur verið sjálfstætt starfandi sagnfræðingur undanfarin ár en er nú sögukennari við Verzlunarskóla Íslands. Hulda hefur ritað greinar um Íslandssögu í tímarit og bækur og tekið saman út- varpsþætti. Rit hennar, Í skotlínu. Siglingar og skipsskaðar Eimskipa- félagsins í síðari heimsstyrjöld, kom út 1992. Útgefendur eru Hið íslenska bók- menntafélag og Sögufélag. Bókin er 300 bls., unnin í Prentsmiðju Hafn- arfjarðar. Ævisaga Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir GEGNUM aldir hafa listir verið spegilmynd trúar og trúarbragða. Skurðgoð indjána, mandölur búdd- ista, óhlutbundið mynstur múslima og Maríumyndir kaþólikka eru dæmi um myndlist ólíkra trúar- bragða. En vitsmunir manna þróast og trúariðkun jafnt og myndlistar- iðkun finnur sér ávallt ný tjáning- arform. Hér á landi hafa ráðamenn Þjóðkirkjunnar velt því fyrir sér hvernig hefðbundin iðkun kristinn- ar trúar eigi samleið með nútíma líferni manna og óttast að of mikið gap hafi myndast þar á milli. Þetta eru ekki ólíkar umræður og hafa átt sér stað meðal myndlistar- manna um það hvort fjarlægðin á milli samtímalistar og almennings sé orðin slík að einungis fámennur hópur geti notið hennar. Listvina- félag Hallgrímskirkju, sem verður 20 ára á þessu ári, hefur staðið fyrir myndlistarsýningum í anddyri kirkjunnar í um 10 ár. Í sýning- arhaldi hafa þau farið þá leið að fá listamenn sem vinna út frá per- sónulegri afstöðu til lífs og tilveru, þ.e. trú en ekki gefnum trúarbrögð- um. Fyrir það á listvinafélag Hall- grímskirkju lof skilið. Um þessar mundir, í anddyri kirkjunnar, stendur yfir sýning á nýlegum landslagsmálverkum eftir Húbert Nóa Jóhannesson. Mál- verkin eru unnin með olíulitum á striga og sýna okkur þegar dags- ljósið er að hverfa og dauf birtan gægist handan sjóndeildarhrings- ins. Stílbrigði eða pensilskrift Hú- berts einkennist af láréttum og lóð- réttum rákum sem hann vinnur lag ofan á lag með þunnri gegnsærri málningu. Fyrir vikið er eins og að mistur liggi yfir landinu og þögult andrúmsloft sem oft myndast í ljósaskiptunum er fangað í mál- verk. Því má segja að listamaðurinn nái fram andanum í efninu. Húbert nálgast landslagið ekki sem sögulegan stað heldur sem töl- fræðilega skráða staðreynd sem hann finnur með staðsetningartæki (GPS). Verkin nefnast því ekki Kollafjörður eða Seltjarnarnes heldur 64°12́47"N 21°42́83"W og 64°12́23"N 21°26́37"W. Staðsetning- arnar, ásamt sjónstefnunni og orð- unum „True North“, eru svo merkt- ar í þunnan álramma sem er utan um málverkin. Húbert Nói er gott dæmi um listamann sem nálgast hefðbundið form á nútímalegum forsendum, þar sem bæði sígild fag- urfræði og nútímaleg hugmynda- fræði eru sýnilegar. Eini ljóðurinn á sýningunni er að umhverfið, gráir veggir, dauf lýsing og áberandi skrifborð á gólfinu, tekur frá heldur hógværum verk- unum sem njóta sín ekki eins vel í anddyri Hallgrímskirkju og þau eiga skilið. Andinn í efninu MYNDLIST Hallgrímskirkja Sýningin stendur til 28. ágúst og er opin frá 9-18 alla daga. MÁLVERK HÚBERT NÓI JÓHANNESSON Jón B.K. Ransu „Húbert Nói nálgast hefðbundið form á nútímalegum forsendum, þar sem bæði sígild fagurfræði og nútímaleg hugmyndafræði eru sýnilegar.“ Morgunblaðið/Arnaldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.