Morgunblaðið - 06.06.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 06.06.2002, Qupperneq 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 45 O D D IH F H 63 81 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is Ljós í miklu úrvali fyrir heimilið. TILEFNI þessara skrifa er að þau dapurlegu tíðindi bárust undirritaðri í síðasta mánuði að Lestrarmiðstöð KHÍ yrði lögð niður. Hér á síðum Morgunblaðsins var ágæt grein þar sem fjallað var um Lestrarmiðstöðina sl. helgi. Kennaraháskóli Íslands hef- ur rekið Lestrarmiðstöðina í um það bil áratug. Meginhlutverk hennar hefur verið að greina lestrarörðug- leika nemenda í grunnskólum og framhaldsskólum. Auk þess hefur fólk utan skólakerfisins getað leitað þangað til að fá greiningu. Á Lestr- armiðstöðinni hefur og verið veitt ráðgjöf, miðlað þekkingu og unnið að rannsóknum á þessu sérsviði. Samkvæmt fréttatilkynningu frá KHÍ hefur Lestrarmiðstöðin fengið framlag á fjárlögum undanfarin ár til að standa að hluta til straum af kostn- aði við reksturinn. Á fjárlögum yfir- standandi árs er ekki gert ráð fyrir neinu framlagi til skólans vegna Lestrarmiðstöðvar. KHÍ hefur leitað eftir fjághagsstuðningi stjórnvalda til reksturs miðstöðvarinnar en án ár- angurs. Fjárveiting fyrir árið 2002 þyrfti að vera um 10 millj. króna til þess að halda uppi óbreyttri starf- semi. Við flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga fluttist m.a. sérfræði- þjónusta skóla yfir til sveitarfélaga. Þar af leiðandi eru skyldur ríkisins í þessu efni ekki þær sömu og áður var. Sveitarfélögin eiga því samkvæmt þessu að bera ábyrgð á greiningu á grunnskólanemendum og þar með nemendum með lestrarörðugleika. Foreldrafélag misþroska barna er hagsmunafélag fjölskyldna barna með ýmis þroskavandamál s.s. at- hyglisbrest og einbeitingarörðug- leika, ofvirkni, hvatvísi, eirðarleysi, vanvirkni, skyntruflan- ir, hreyfiörðugleika, málþroskatruflanir, námsörðugleika, þrá- hyggju og hegðunar- truflanir. Mjög mikil- vægt er að börn fái sem fyrst greiningu á þroskafrávikum, til að þau og fjölskyldur þeirra fái í kjölfarið þá fræðslu, stuðning og þjónustu sem telst nauðsynleg út frá greiningu barnsins. Hérlendis er góð fag- þekking á vanda fjöl- skyldna barna með þroskafrávik en skortur hefur verið á stuðningi stjórnvalda við þær stofn- anir sem þjónusta þennan hóp s.s. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, og Barna- og unglinga- geðdeild. Börn með þroska- vandamál sem ekki fá greiningu né viðeigandi stuðning og þjónustu eru mun líklegri en önn- ur börn til að fara hall- oka í námi og lenda í áhættuhóp. Sterkt og skilvirkt stuðningskerfi í kringum þennan hóp hefur mikið forvarnar- gildi. Því er mikilvægt að stjórnvöld skoði þennan málaflokk út frá langtímamarkmiðum og stuðli að mjög mark- vissu forvarnarstarfi m.a. í gegnum skólakerfið og áðurtaldar þjónustu- stofnanir. Nú sem sagt er óvissa um framtíð Lestrarmiðstöðvar KHÍ og skapast þá ákveðin hætta á að reynsla og sér- þekking nýtist ekki þeim sem á þurfa að halda. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá KHÍ er skólinn reiðubúinn til samstarfs við aðra aðila um verkefni Lestrarmiðstöðvar og vill stuðla að því að sérþekking starfsmanna skól- ans nýtist í þessu skyni. Nú veltur á stjórnvöldum að sýna fjölskyldu- stefnu í verki og stuðla að því að þessi þjónusta sem Lestrarmiðstöðin hefur veitt fái áfram fjármögnun og helst að bæta um betur þ.e. að tryggja að- gengi að fagfólki sem vinnur grein- ingarvinnuna og jafnframt að stuðla að vel skipulagðri þjónustu í kjölfar greiningar samkvæmt mati fagaðila. Lestrarmiðstöð KHÍ lögð niður Ingibjörg Karlsdóttir Greining Mikilvægt er, segir Ingibjörg Karlsdóttir, að stjórnvöld skoði þennan málaflokk út frá langtímamarkmiðum. Höfundur er félagsráðgjafi og for- maður Foreldrafélags misþroska barna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.