Morgunblaðið - 06.06.2002, Page 54

Morgunblaðið - 06.06.2002, Page 54
FRÉTTIR 54 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ V e i › i t i l b o › v i k u n n a r 15% afsláttur Glæsibæ Simi 545 1500 og www.utilif.is af flugustöngum, hjólum og línum. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 1 79 92 06 /2 00 2 Hofhundur var það… Allt sem varðar fyrsta lax sum- arsins skiptir miklu máli og því er ljúft og skylt að leiðrétta það sem stóð í frétt blaðsins á dögunum er sagt var frá laxi Gylfa Gauts Pét- urssonar í Norðurá að morgni 1. júní sl. Þar stóð að laxinn hefði tekið fluguna Snældu, en hið rétta er að hann tók fluguna Temple Dog, eða Hofhundinn. Ólafur Vig- fússon í Veiðihorninu færði Gylfa fluguna kvöldið fyrir veiðiskapinn með þeim orðum að hann myndi „örugglega“ ná laxi á hana. Og það gekk eftir. TVEIR laxar veiddust í Blöndu í gærmorgun er áin var opnuð til laxveiða. Þetta voru að sögn Stef- áns Ágústssonar leiðsögumanns um það bil 9 og 12 punda fiskar sem veiddust á Breiðunni að norð- anverðu á svæði 1, en löxunum var báðum sleppt aftur „í tilefni dags- ins“, eins og Stefán komst að orði. Stefán sagði ennfremur, að veiðimenn hefðu séð nokkurt líf, áin væri dálítið vatnsmikil, en lit- ur væri góður og skilyrði góð. Smálíf í Norðurá Fjórir laxar veiddust á aðal- svæði Norðurár í gærmorgun og þá var holl númer tvö í ánni komið með átta stykki á land eftir tvo daga. Var að sögn kominn einhver reytingur af fiski í ána í gærmorg- un, en fram að því voru menn vart að sjá nema fiska á stangli. Það er því dálítill bati í gangi. Í Þverá hafði hins vegar ekkert breyst, tveir komu þar á land fyrstu vaktina á þriðjudagsmorg- uninn eins og frá var greint, en á hádegi í gær hafði enginn lax bæst í aflann. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Lárus Sigvaldason er hér með 11 punda 83 cm urriða sem hann veiddi á maðk í Þing- vallavatni sl. sunnudag. Tveir lax- ar veidd- ust í Blöndu MENNTASKÓLANUM á Ísafirði var slitið í 32. sinn við hátíðlega at- höfn í Ísafjarðarkirkju 25. maí síð- astliðinn. 45 nemendur voru braut- skráðir, þar af 24 stúdentar. Fjórir stúdentar útskrifuðust af hag- fræðibraut, níu af mála- og sam- félagsbraut og ellefu af nátt- úrufræðibraut. Sandra Dís Steinþórsdóttir, nem- andi á náttúrufræðibraut, hlaut hæstu einkunn á stúdentsprófi, 9,16, og er því dúx skólans í ár. Fimm iðnnemar, fimm vélaverðir með 2. stigs vélstjórnarnám og tólf nemendur af tveggja ára við- skiptabraut voru meðal útskrift- arnema. Um síðustu áramót voru braut- skráðir 16 nemendur frá skólanum, þar af níu stúdentar, og hafa því 59 nemendur útskrifast frá skólanum í vetur. Ólína Þorvarðardóttir, skóla- meistari Menntaskólans á Ísafirði, kom meðal annars inn á sérstakt stefnumótunarstarf innan skólans í ræðu sinni og sagði frá því að skól- anum hefði borist bréf frá nefnd um val á ríkisstofnun til fyrirmyndar 2002, þar sem mikið lof hefði verið borið á skólann fyrir innra starf og stjórnunarhætti. Alls stunduðu 350 nemendur nám við Menntaskólann á Ísafirði í vet- ur, þar af um 280 í dagskóla en 70 í öldungadeild. Aðsókn að skólanum hefur verið góð og betur horfir með kennararáðningar en oftast áður, því nú þegar hefur verið ráðið í nánast allar kennarastöður fyrir næsta vetur. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns 45 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði GUNNLAUGUR Ó. Ágústsson mun halda fyrirlestur um verk- efni sitt til meistaraprófs í véla- og iðnaðarverkfræði fimmtudag- inn 6. júní kl. 15 í stofu 157 í VR-II. „Verkefnið fjallar um jarð- skjálftahönnun pípukerfa á há- hitasvæðum og þá sérstaklega safnæða sem leiða jarðhitavökva frá borholum að skiljustöð. Slík- ar lagnir eru ofanjarðar og þurfa að vera sveigjanlegar til að geta tekið upp hitaþenslu en jafnframt nægilega skorðaðar af til að þola jarðskjálftaálag. Sett eru upp líkön fyrir dæmigerð pípukerfi og þau greind með mismunandi greiningaraðferð- um undir jarðskjálftaálagi í formi svörunarrófs. Rannsókn- irnar sýna að stífni undirstaðna hefur töluverð áhrif á sveiflu- form og eigintíðnir pípukerfis en leiðir ekki endilega til breytinga á mestu álagsspennum. Þar reynist fyrirkomulag undir- staðna og stýringa mikilvægari þáttur. Notkun á erfðaalgrími til að finna bestu uppröðun stýr- inga, miðað við ákveðnar for- sendur, lofar góðu og kemur ef- laust til með að auðvelda hönnun safnæða gangvart jarð- skjálftaálagi. Verkefnið er styrkt af Orkuveitu Reykjavíkur og Rannsóknarsjóði Háskólans,“ segir í fréttatilkynningu. Leiðbeinendur Gunnlaugs eru Fjóla Jónsdóttir, dósent við véla- og iðnaðarverkfræðiskor, og Magnús Þór Jónsson, pró- fessor við véla- og iðnaðarverk- fræðiskor. Prófdómari er Bjarni Bessason, dósent við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor. Ræðir jarðskjálfta- hönnun pípukerfa BJÖRN Marteinsson flytur meist- arafyrirlestur sinn: Efnis- og orku- notkun vegna fjölbýlis í Reykjavík, við véla- og iðnaðarverkfræðiskor Háskóla Íslands fimmtudaginn 6. júní kl. 16 í stofu 158 í VR-II við Hjarðarhaga 2–6. Í MS-verkefni Björns er rannsök- uð heildarnotkun efnis og orku vegna efnisframleiðslu, flutninga og byggingarstarfsemi vegna nýbygg- ingar 8 íbúða fjölbýlis í Reykjavík, og síðan viðhalds og rekstrar bygg- ingarinnar í 50 ár. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða áhrif mannvirkjagerðar og rekstrar bygginga í ljósi sjálf- bærrar þróunar og heildarsýnar á notkun auðlinda. Greining á efnismagni byggingar- innar er fengin út frá ítarlegum gögnum sem liggja fyrir frá bygg- ingu hússins. Viðhaldsþörf er áætluð út frá viðmiðunartölum, en upplýs- ingar um rekstrarorku byggja á notkun yfir 10 ára tímabil. Gerður er samanburður á reiknislegri orku- notkun í rekstri og rauntölum og reynist vera allgott samræmi þar á milli, segir í tilkynningu. Leiðbeinendur Björns voru þeir Páll Valdimarsson, og Valdimar K. Jónsson, báðir prófessorar við verk- fræðideild Háskóla Íslands. Ræðir orkunotkun í fjölbýli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.