Morgunblaðið - 06.06.2002, Page 58

Morgunblaðið - 06.06.2002, Page 58
58 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG minnist þess oft þegar ég fékk kosningarétt, ekki síst vegna þess að ég var að falla á tíma, það var verið að loka kjörstöðum. Við áttum engan bíl, en við leigðum hjá Aldísi og Björgvin Schram og þau komu strax til aðstoðar og skutluðu mér á kjörstað. Það vissu allir að Björgvin var mik- ill sjálfstæðismað- ur og átti konu sem stóð alltaf þétt að baki hans. Þegar við vorum komin af stað, spurði hún: „kýst þú ekki örugglega D-listann?“ en Björgvin greip strax fram í fyrir henni og sagði: „Aldís mín, við spyrjum ekki að því“. Þetta voru yndisleg hjón. Í þá daga var næstum vonlaust að fá íbúð og biðlistinn hefur áreiðanlega verið langur. En við leituðum ekki til borg- arstjóra. Stærsta syndin var að vera ungur og þá var gjarnan sagt ef ekki er komið barn má búast við að það komi fljótt. Þá var ég nýgift og sýni- legt að það mundi fæðast barn fljót- lega. Við hjónakornin vorum alveg ráðþrota en eitt sinn vorum við á gangi og sáum íbúð með engum gluggatjöldum. Húsráðendur voru úti á lóð og við snérum okkur strax til þeirra. Þetta voru Björgvin og Aldís, sem áttu stóran barnahóp, og við sögðum óskaplega dauf í dálkinn: „við erum að leita að íbúð en eign- umst bráðum barn“. Þau hjón buðu okkur strax velkomin, það var ekki spurt um barn og ekki um fyrirfram- greiðslu, aðeins sagt: „við eigum fullt af börnum og úthýsum ekki barna- fólki“. En við fluttum seinna til Seyðis- fjarðar, þá með tvö börn, við vorum bjartsýn hjónakornin, hann var nýút- skrifaður smiður og ég hafði lokið námi í Kvennaskólanum í Reykjavík. Það hlaut að vera þörf fyrir okkur á þessum fallega stað. En okkur var ekki tekið fagnandi, það má segja að hvar í flokki sem menn voru fannst þeim þetta innrás í fastmótað líf stað- arinns. En það skal ekki gleymast að við eignuðumst líka góða vini og þetta er yndislegur staður fyrir börn. En ég uppgötvaði fljótt hvað at- kvæði mitt hafði mikið vægi í seyð- firskri pólitík, ég man ekki eftir öðru en það hafi verið sama hvað ég kaus að þá hafði ég svikið alla og ef ein- hverjum gekk illa þá hafði ég svikist undan merkjum. Svona getur maður verið stór þó að maður sé lítill. Öll framboð fyrir bæjarstjórnar- kosningar eru með einhver slagorð, til dæmis: „Gerum góðan bæ betri“ og fleira í þeim dúr, en verða menn ekki að gera sér grein fyrir því að betri bær verður ekki til í sundrung þar sem allir troða skóinn hver af öðrum? Ég lærði margt af henni Aldísi. Hún sagði mér einu sinni að vinir barnanna sinna sendu þau oft inn til þess að fá nammi fyrir allan hópinn, en hún sagði: „Elskurnar mínar, ég skal gefa ykkur góða brauðsneið“. Getum við ekki lært af þessu að það er betra að gefa öllum góða brauðsneið en örfáum sælgæti? KARÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR, Bröttuhlíð 8, Seyðisfirði. Minningar Seyðfirðings Frá Karólínu Þorsteinsdóttur á Seyðisfirði: Karólína Þorsteinsdóttir FYRIR um áratug stóð 10 ára strák- ur fyrir utan skólann sinn og gat ekki einu sinni lesið heiti skólans eins og það var skráð á vegginn. Hann var svo sendur í Lestrarmið- stöðina þar sem Rannveig Lund sér- kennari gaf sér tíma til að kanna stöðu piltsins, sterkar hliðar hans og veikar og áhugamálin. Hún komst að áhuga hans á tónlist og tókst á ein- stakan hátt að nýta sér taktskilning hans til að gera hann læsan á aðeins einu hausti. Gleði piltsins og foreldra hans verður ekki með orðum lýst. En nú er öldin önnur. Með yfir- færslu grunnskóla til sveitarfélag- anna var Lestrarmiðstöðin skilin eft- ir í lausu lofti og nú hefur yfirvöldum tekist að spara tíu milljónir króna ár- lega með því að leggja hana niður. Með þessum gerningi er verið að staðfesta enn frekar þau orð fulltrúa norsku kennarasamtakanna, sem hér var á ferð um miðjan síðasta ára- tug, að með yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga yrði ekki lengur um jafnrétti til náms að ræða því það réðist í héraði og hverjum skóla fyrir sig hvernig tekið yrði á námsörðug- leikum af ýmsu tagi. Eitt sinn sagðist menntamálaráð- herra nokkur vera blóðugur upp að öxlum við niðurskurð í ráðuneyti sínu og ekki verður betur séð en að þau orð eigi enn við. Það er blóðugt að horfa upp á hvernig þarna er sparkað í liggjandi börn, unglinga og fullorðið fólk, því það eru ekki ein- göngu grunnskólabörn sem glíma við lestrarörðugleika og ólæsi, þús- undir unglinga og fullorðinna ná aldrei að lifa eðlilegu lífi í nútíma- samfélagi vegna þess að þeir kunna ekki að lesa. Þeim sem að þessu óhappaverki standa tekst svo á einstakan hátt að árétta vanda þeirra sem voru á bið- listanum en munu ekki fá þjón- ustuna. Illa læsum eða ólæsum börn- um, unglingum og fullorðnum er sent BRÉF þess efnis að búið sé að leggja Lestarmiðstöðina niður. Bréf- ið þurfa viðkomandi væntanlega að láta lesa fyrir sig og þar með er nið- urlægingin fullkomnuð. MATTHÍAS KRISTIANSEN, Bólstaðarhlíð 42, Reykjavík. Allt í ólestri hjá Lestrarmiðstöð Frá Matthíasi Kristiansen:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.