Morgunblaðið - 06.06.2002, Síða 63

Morgunblaðið - 06.06.2002, Síða 63
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 2002 63 Laugavegi 97 - Kringlunni - SmáralindLaugavegi 95 - Kringlunni - Smáralind Frábær helgartilboð Frábær helgartilboð Kauphlaup í Smáralind Í DAG hefst lista- og menningarhátíðin Vor- blót 2002 á öldurhúsinu Grand Rokk við Smiðjustíg. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og verður fjöl- breytt dagskrá í boði fram á kvöld fram yfir helgi; kvikmyndasýn- ingar, stuttmynda- keppni, upplestur úr skáldsögum, útimark- aðir og grill auk þess sem tónlist úr öllum áttum skipar þar veiga- mikinn sess, jafnt djass, rokk, raftónlist og rapp. Að sögn Jóns Proppé, annars skipuleggjenda hátíðarinnar, er þetta í fyrsta sinn sem Vorblótið er haldið: „En vonandi ekki það síð- asta,“ bætir hann við. „Hátíðin hefst í kvöld klukkan 18. Það er Grand Rokk sem stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við óform- legan hóp aðstoðarfólks sem er bæði að troða upp og stússast annað í kringum hana,“ upplýsir Jón. „Hugmyndin á bak við þetta er að halda svona miðbæjarhátíð fyrir það fólk sem býr miðsvæðis og stundar staðina hér. Einnig viljum við sýna þverskurð af þeirri grósku sem á sér stað í menningarlífi hér í miðborginni.“ Jón þvertekur fyrir að Vorblótið sé andsvar við nýafstaðinni Listahá- tíð Reykjavíkur. „Þetta er þó kannski svolítið hin hliðin á Reykjavík. Fólkið sem er að spila hér hjá okkur um helgina er sama fókið og er venjulega að spila hér í Reykjavík. Við erum ekki að flytja inn neina stór- viðburði frá útlöndum heldur er þetta bara þverskurður af því sem er að gerast í Reykjavík, safnað saman í eina dag- skrá,“ segir Jón. Færri komust að en vildu Tekið hefur nokkra mánuði að skipuleggja hátíðina og segir Jón það talsvert tímafrekt að safna sam- an öllum þeim listamönnum sem fram koma. Hann segist þó hafa fundið fyrir miklum áhuga þeirra á framtakinu og segir færri hafa komist að en vildu í þetta sinn. Þó að tónlist sé fyrirferðamikil á hátíðinni segir Jón kvikmyndirnar líka fá sitt veglega vægi. „Eitt það áhugaverðasta á hátíð- inni er stuttmyndakeppni sem hald- in verður á laugardaginn klukkan 19. Þar keppa fimm stuttmyndir sem allar eru gerðar sérstaklega fyrir hátíðina og gerast allar inni á Grand Rokk. Dómnefnd mun svo velja bestu myndina og hlýtur leik- stjóri hennar 150 þúsund krónur í verðlaun. Það er því verið að reyna að gera þetta á ansi „grand“ nótum. Þrátt fyrir að dagskráin sé hin fjölbreyttasta og fjöldi listamanna komi þar fram er hátíðin öllum opin endurgjaldslaust og því fátt sem mælir gegn því að listelskandi fólk bregði sér í miðbæ Reykjavíkur og njóti helgarinnar á Grand Rokk.“ Þverskurður af menn- ingarlífi miðborgarinnar Morgunblaðið/Sverrir Hljómsveitin Lúna er ein þeirra sveita sem koma munu fram á rokk- veislu Grand Rokk annað kvöld. Lista- og menningarhátíðin Vorblót 2002 haldin á Grand Rokk Jón Proppé birta@mbl.is FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 18.00 Opnunarhátíð, myndlistar- sýning þar sem margir þekktir listamenn sýna verk sín. 20.00 Richard & Co. Sinfónískt rokk. 21.00 ÖR: Frumflutningur á nýju tónverki með Helga Haukssyni, Jóakim Karlssyni og Ragnari Jónssyni. 22.00 FLÍS Ungir íslenskir djass- istar spila nýjan íslenskan djass: Davíð Þór Jónsson, Eiríkur Orri Ólafsson, Helgi Svavar Helgason, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 13.00 Djass og dægurlög í hádeg- inu. 17.00 Ýmsar uppákomur og kynningar. 20.00 Kvikmyndin Gudjon eftir Þorfinn Guðnason sýnd 21.00. ROKKVEISLA: Ensími, Fídel, Fræbbblarnir, Pollock-bræður, Miðnes, Ceres 4, Blökkumanna- kvartettinn Rass, Exizt, Rúnk, Lúna. LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 12.30 Djass og dægurlög í hádeg- inu. 13.00 ÚTIMARKAÐUR: Sýning á stórum mótorhjólum, grill og veitingar, spádómar, skóburstun og tónlist. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna. 17.00 Önnur sýning á myndinni Gudjon eftir Þorfinn Guðnason 19.00 STUTTMYNDASAM- KEPPNI: Fimm af áhugaverðustu kvikmyndagerðarmönnum yngri kynslóðarinnar sýna nýjar leiknar myndir sem teknar voru á Grand rokk. 21.00 RAFTÓNLIST OG RAPP: Ampop, Sesar A., Mezzías, Móri, Bæjarins bestu, Forgotten, Lores, Diplomathics, Exos, Skurken, Prins Valium, Svartfuglar, Kippi Kanínus, Pondus, Worm Green. SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 12.30 Djass og dægurlög í hádeg- inu. 14.00 Myndirnar úr stuttmynda- samkeppni laugardagsins endur- sýndar. 15.00 Bókauppboð. Nokkrir bók- fróðir fastagestir velja bækur úr Bókavörðunni og gera grein fyrir þeim; bækurnar verða síðan boðn- ar upp. 17.00 Djass og dægurlög. 21.00 Djass og upplestur glæpa- sagna. Arnaldur Indriðason les úr verkum sínum ásamt öðrum glæpasagnahöfundum. Djasstón- leikar: Unga kynslóðin treður upp og dúettinn Súkkat spilar og syng- ur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.