Morgunblaðið - 21.06.2002, Síða 2

Morgunblaðið - 21.06.2002, Síða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Íslensk valkyrja vekur athygli í Bandaríkjunum / C1 Þjálfari hjá Flensburg segir Ólaf bestan í heiminum / C1 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR  Há og harðger / B1  Snilligáfa / B4  Grimmt eðlið / B6  Auðlesið efni/ B8 Sérblöð í dag SKÝIN geta verið ótrúlega fjöl- breytt og skemmtilegt að fylgjast með þeim, sérstaklega þegar sólin nær að lýsa í gegnum þau. Und- anfarna daga hefur verið vinda- samt á Suðurlandi og þessi ský sem dönsuðu um himininn brugðu sér í margvíslegar myndir þar sem ljós og skuggi léku stórt hlut- verk. Gert er ráð fyrir hægvirði víðast hvar á landinu næstu daga og á jafnvel að sjást til sólar í sumum landshlutum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Átök dags og nætur yfir Graf- arhöfða ALFREÐ Þorsteinsson mun áfram gegna for- mennsku í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur en Stein- unn Valdís Óskarsdóttir hefur verið kjörin vara- formaður stjórnarinnar. Þá tekur Steinunn við formennsku í skipulags- og byggingarnefnd af Árna Þór Sigurðssyni en kosning fór fram í nefnd- ir og ráð borgarinnar á borgarstjórnarfundi í gær. Fékk Reykjavíkurlistinn formenn í öllum ráðum og nefndum í krafti meirihluta síns. Skipað er í embættin til fjögurra ára. Auk Alfreðs og Steinunnar voru Tryggvi Frið- jónsson af R-lista og Björn Bjarnason og Guð- laugur Þór Þórðarson D-lista kjörnir í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Auk Steinunnar voru kjörnir í skipulags- og byggingarnefnd Óskar Vilmundur Ólafsson, Anna Kristinsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson R-lista og Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Guðmundsson af D-lista. Björk Vilhelmsdóttir var kjörinn formaður félags- málaráðs en með henni í ráðinu sitja Dagný Jóns- dóttir og Stefán Jóhann Stefánsson fulltrúar R- lista og Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Margrét Ein- arsdóttir fulltrúar Sjálfstæðisflokks. Stefán Jón Hafstein er formaður fræðsluráðs og menningarmálanefndar. Aðrir nefndarmenn í fræðsluráði eru Vigdís Hauksdóttir og Katrín Jakobsdóttir af R-lista og Hanna Birna Kristjáns- dóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir D-lista. Árni Þór Sigurðsson er formaður hafnarstjórnar og samgöngunefndar. Með honum í hafnarstjórn sitja Helgi Hjörvar og Jóhannes Bárðarson af R- lista og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Kjartan Magnússon af D-lista. Í samgöngunefnd sitja auk Árna Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Haukur Logi Karlsson fulltrúar Reykjavíkurlista og Kjartan Magnússon og Gísli Marteinn Baldursson fulltrúar sjálfstæðismanna. Þorlákur Björnsson var kjörinn formaður leik- skólaráðs en í ráðinu sitja einnig Sigrún Elsa Smáradóttir og Björk Vilhelmsdóttir af R-lista og Guðlaugur Þór Þórðarson og Jórunn Frímanns- dóttir fulltrúar D-lista. Kolbeinn Proppé er for- maður umhverfis- og heilbrigðisnefndar og auk hans sitja í nefndinni Sigrún Elsa Smáradóttir og Hallur Hallsson af R-lista og Jórunn Frímanns- dóttir og Marta Guðjónsdóttir D-lista. Anna Krist- insdóttir er formaður íþrótta- og tómstundaráðs og leysir því Steinunni Valdísi þar af hólmi. Ásamt henni sitja nú í ráðinu Kolbeinn Proppé og Ingvar Sverrisson af R-lista og sjálfstæðismennirnir Kjartan Magnússon og Benedikt Geirsson. Formenn nokkurra annarra nefnda og stjórna eru Gréta Baldursdóttir, formaður barnavernd- arnefndar, Marsibil Sæmundsdóttir er formaður jafnréttisnefndar, Rúnar Geirmundsson, formað- ur framtalsnefndar, Stefán Jóhann Stefánsson er formaður stjórnar Innkaupastofnunar og Sigrún Elsa Smáradóttir er formaður samstarfsnefndar um lögreglumálefni. Töluverðar breytingar urðu í nefndaskipan borgarinnar HEILDARTEKJUR ríkissjóðs hækkuðu um sex milljarða króna eða 6,5% á fyrstu fimm mánuðum þessa árs frá sama tímabili í fyrra og námu 92 milljörðum króna. Skatt- tekjur ríkissjóðs hækkuðu minna eða um 5,5%, en til samanburðar má geta þess að almennar verðbreyt- ingar námu 8% fyrstu fimm mánuði ársins, að því er fram kemur í nýju vefriti fjármálaráðuneytisins, fjr.is. Fram kemur að handbært fé frá rekstri á þessu tímabili var neikvætt um 8,9 milljarða kr. en 5,1 milljarð- ur kr. á sama tíma í fyrra og hreinn lánsfjárjöfnuður var neikvæður um 8,2 milljarða nú en 7,2 í fyrra. Helstu skýringar á heldur lakari greiðsluafkomu eru sagðar umtals- verð útgjaldaaukning til heilbrigð- is-, félags- og tryggingamála, auk vaxta. „Útgjöld til félagsmála eru 58,7 milljarðar og vega tæp 60% af heild- arútgjöldum ríkissjóðs. Þar munar mestu um heilbrigðismál, eða um 24,4 milljarða, sem hækka um 3,1 milljarð króna frá fyrra ári. Þá hækka greiðslur til almennrar stjórnsýslu um 1,8 milljarða og til fræðslumála um 1,2 milljarða. Al- mannatryggingar hækka einnig um 1,2 milljarða, eða sem nemur 7%, en það er hlutfallslega lægra en hjá öðrum málaflokkum,“ segir í frétta- bréfinu. Afkoma ríkissjóðs fyrstu fimm mánuði ársins Heilbrigðisútgjöld hækk- uðu um 3,1 milljarð ÍSLENSKA liðið í opna flokknum á Evrópumótinu í brids er ásamt Hol- lendingum í 4.–5. sæti af 38 þjóðum með 246 stig eftir 14 umferðir. Ís- lendingar unnu alla þrjá leiki sína í gær, Portúgala og Svisslendinga 19:11 og Slóvena 16:14. Ítalir eru langefstir með 299 stig en þeir unnu alla leiki sína í gær. Norðmenn eru í 2. sæti með 269 stig, Búlgarar hafa 254 stig, Frakkar, Pólverjar og Rússar eru í 6.–8. sæti með 245 stig. Í kvennaflokki tapaði íslenska liðið 14:16 fyrir Tyrkjum og 13:17 fyrir Færeyjum í 3. og 4. umferð í gær og er í 8. sæti af 23 þátttökuþjóðum með 46 stig. Ísland í 4.–5. sæti á EM í brids EINN af varðstjórum lögreglunnar í Reykjavík var í gær formlega áminnt- ur vegna tölvupósts sem hann sendi til útlendrar konu sem hafði mótmælt aðgerðum stjórnvalda gegn Falun Gong-iðkendum. Svarið var á ensku og í lauslegri þýðingu hljómaði það svo: „Skiptu þér ekki af því sem þér kemur ekki við og þess má geta að núna ert þú komin á listann,“ en með því vísaði varðstjórinn til listans sem stjórnvöld höfðu yfir þá sem átti að meina land- göngu. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn í Reykjavík, segir ljóst að tölvupóstur sem sendur er af net- þjóni lögreglustjórans í Reykjavík sé sendur í nafni embættisins. Svar varðstjórans hafi verið fullkomlega óviðeigandi auk þess sem þetta væri brot á reglum um notkun á innra neti embættisins. Varðstjórinn hafi engar skýringar getað gefið á framferði sínu og því verið formlega áminntur í sam- ræmi við reglur þar að lútandi fyrir opinbera starfsmenn. Ef um ítrekuð brot er að ræða getur áminning af þessu tagi verið undanfari þess að við- komandi verði vikið úr starfi. Varðstjóri áminntur vegna tölvupósts MÓÐURFÉLAG líftæknifyrirtækis- ins Urðar, Verðandi, Skuldar ehf., Iceland Genomics Corporation (IGC), tilkynnti í gær að undirritaður hefði verið samstarfssamningur við banda- ríska líftæknifyrirtækið Myriad Genetics. Samstarfið gengur út á að staðsetja erfðavísi sem veldur krabbameini. Andvirði samningsins er ekki gefið upp en í tilkynningu kemur fram að IGC muni m.a. veita áfangagreiðslur vegna rannsóknarsamstarfsins og fá greidda þóknun vegna afurða sem þróaðar verða á grundvelli rannsókna á erfðavísinum. Móðurfélag Urðar, Verðandi, Skuldar ehf. Samið við bandarískt líftækni- fyrirtæki ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ TVÖ innbrot voru tilkynnt til lög- reglunnar í Reykjavík í gær, annað í íbúðarhús í Mosfellsbæ en hitt í hús við Laufásveg. Bæði voru innbrotin framin um hábjartan dag. Að sögn lögreglunnar var í báðum tilvikum farið inn um glugga og á öðrum staðnum þurfti stiga til að komast inn. Í öðru tilvikinu höfðu þjófarnir á brott með sér tvær kipp- ur af bjór, rauðvínsflösku, síma og snyrtivörur en í hinu var talsverðu magni af geisladiskum, geislaspilara og myndavél stolið. Lögreglan vissi ekki hvort þeir sömu hefðu verið að verki í báðum tilfellum en málið er í rannsókn. Tvö innbrot um bjartan dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.