Morgunblaðið - 21.06.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 21.06.2002, Síða 16
SÚ skemmtilega hefð hefur komist á í Grunnskóla Grindavíkur að halda árlega vorgleði. Nú þegar skólinn er farinn að teygja sig langt fram í júní er þessi ágæti dagur kominn þangað líka. Mikið og margt er gert sér til skemmtunar og foreldrafélagið notar jafnan tækifærið til fjáröfl- unar og að þessu sinni var boðið upp á pylsur inni í stað þess að grilla sakir veðurs. Þessi háttur að hittast og eiga góða stund saman hefur hingað til verið á laugardegi en nú bregður svo við að dagur í miðri viku var valinn en til þess að Létu ekki veðrið spilla fyrir sér gleðinni Grindavík Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Vandasamt er að ganga á jafnvægisslá í roki og rigningu og nauðsyn- legt að hafa stuðning og þá ekki síður skjól fyrir veðri og vindum. hefði þó verið að fá betra veður. Foreldrar létu heldur ekki veðrið hafa áhrif á sig því fjöldinn allur af foreldrum mætti til að taka þátt í gleðinni. sem flestir foreldrar kæmust var tíminn frá tólf til tvö talinn heppi- legur. Ljóst var að krakkarnir létu ekki veðrið aftra sér en skemmtilegra SUÐURNES 16 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR hljóðdeyfar fyrir borholur voru fluttir í lögreglufylgd frá Njarðvík og að borholum Orku- veitu Reykjavíkur uppi á Hellis- heiði í fyrrinótt. Með í för var sumarbústaður sem fluttur var frá Sandgerði og austur í Grímsnes. Vélsmiðjan Eldafl í Njarðvík smíðaði tvo borholuhljóðdeyfa fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Hljóðdeyfarnir eru til að draga úr hávaða frá holunum þegar þær eru ekki í vinnslu, nokkurs konar hljóðkútar en bara af stærri gerð- inni, eins og Axel Pétursson, einn af eigendum Eldafls, orðar það. Hljóðdeyfarnir eru smíðaðir úr sérstöku stáli sem þolir betur tær- ingu og sýru en venjulegt stál. Hljóðdeifarnir eru 6,2 tonn hvor og þurfti að fá sérstakt leyfi lög- reglu og fylgd til að koma þeim á sinn stað. Var lagt af stað á mið- vikudagskvöldið og farið um Reykjanesbraut og Bláfjallaveg upp á Hellisheiði. Í sömu fylgd var sumarbústaður sem fluttur var frá Sandgerði og austur í Grímsnes en hann var á annarra vegum. Ax- el segir að flutningurinn hafi gengið vel og lítið hafi þurft að taka niður af skiltum til að koma bílum og farmi áfram. Eldafl smíðar mikið fyrir orku- veitur. Axel segir hugsanlegt að fleiri borholuhljóðdeyfar verði smíðaðir. Þá er fyrirtækið að smíða tvær göngubrýr, önnur fer á Miklubraut við Kringluna og hin á Hafnarfjarðarveg í Garðabæ. Hljóðkútar af stærri gerð- inni fluttir milli staða Morgunblaðið/Arnaldur Njarðvík SKIPULAGSSTOFNUN hefur fall- ist á tillögu Hitaveitu Suðurnesja að áætlun um mat á umhverfisáhrifum háspennulínu frá fyrirhuguðu orku- vinnslusvæði á Reykjanesi að að- veitustöð við línuna sem liggur frá Svartsengi að Fitjum. Skipulagsstofnun telur þó að í til- lögu að matsáætlun hefði átt að sýna á uppdrætti þá staði sem fram- kvæmdaraðili telji sérstaklega við- kvæma og bendir á nauðsyn þess að afmarka áhrifasvæði línunnar á upp- drætti með tilliti til sjónrænna áhrifa. Stofnunin lætur það einnig koma fram í úrskurði sínum að æskilegt væri að í matsskýrslu verði greint frá þeim valkosti til samanburðar að leggja línuna í jörðu þar sem slíkt myndi draga verulega úr sjónrænum áhrifum línulagnarinnar, á svæði sem einkum er notað til útivistar og ferðamennsku. Fallist á matsáætlun fyrir háspennulínu Reykjanes BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar hefur samþykkt að loknum tveimur umræðum að stofna einkahlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs íbúðarhúsnæði á vegum bæjarins, Fasteignir Reykjanesbæjar ehf. Fé- lagið eignast 219 félagslegar leigu- íbúðir og yfirtekur jafnframt skuldir sem þeim fylgja, tæplega 1.246 millj- ónir kr. Félagið er alfarið í eigu Reykja- nesbæjar. Samanlagt verðmæti íbúðanna er metið á 1.493 milljónir kr. Reykjanesbær leggur mismun- inn á því og skuldunum fram sem eigið fé félagsins, þar af eru 100 milljónir skráðar sem hlutafé en 147 milljónir færðar á yfirverðsreikning hlutafjár. Félagsmálaráð úthluti áfram Samkvæmt samþykktum félags- ins verður kosin þriggja manna stjórn Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. og mun hún ákvarða leigugjald fyrir íbúðirnar samkvæmt ákvæðum sem fram koma í samþykktunum. Á fundi bæjarstjórnar, þegar stofnun félagsins var endanlega staðfest af hálfu bæjarins, voru sam- þykktar tvær breytingartillögur full- trúa Samfylkingarinnar á samþykkt- um félagsins. Þar var annars vegar um að ræða að úthlutun félagslegra íbúða skuli vera í höndum fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar og hins vegar að hugsanlegur arður af rekstri félagsins skuli lagður í sér- stakan framkvæmdasjóð á vegum fé- lagsins. 219 félagslegar íbúðir færðar í einkahlutafélag Reykjanesbær Tekinn á 112 km á Njarðarbraut Njarðvík LÖGREGLAN í Keflavík hafði af- skipti af átta ökumönnum á Njarð- arbraut í Njarðvík vegna hraðakst- urs í fyrrakvöld og um nóttina. Sá sem hraðast fór ók á 112 kíló- metra hraða á klukkustund, sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar, en 60 kílómetra hámarkshraði er leyfður á þessari götu sem liggur innanbæjar í Reykjanesbæ, milli Njarðvíkur og Keflavíkur. ALLS komu 428 gestir í stofu sjö- unda bekkjar SR í afmælisviku Njarðvíkurskóla í síðasta mánuði. 166 þeirra reiknuðu út eða gátu sér rétt til um fjölda pýramída í einum stórum, sem komið var fyrir í stof- unni. Stofa 7. bekkjar varð nokkurs konar stærðfræðistofa þar sem gluggar voru þaktir fimmhyrn- ingum. Nemendur 7. bekkjar SR unnu að því að búa til svokallaðan Sierpinski-pýramída. Hann var settur saman úr 1.024 minni pýra- mídum sem klipptir voru út úr pappír og límdir saman. Þegar gestir heimsóttu stofuna var þeim boðið að taka þátt í að reikna út eða giska á fjöldann. 166 höfðu rétt fyr- ir sér. Myndin var tekin þegar börnin unnu að gerð pýramídans. Í til- kynningu frá bekknum er öllum þeim sem heimsóttu stofuna í af- mælisvikunni og tóku þátt í get- rauninni þökkuð koman. 166 voru með rétt- an fjölda pýramída Njarðvík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.