Morgunblaðið - 21.06.2002, Side 24

Morgunblaðið - 21.06.2002, Side 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ertu að f ara í frí ? Panta›u Frífljónustu Morgunbla›sins á e›a í síma 569 1122 BONDE var staddur hér álandi með sendinefnd Evr-ópuþingsins en notaðitækifærið jafnframt og flutti fyrirlestur um Evrópumál á opnum fundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sl. þriðjudag. Bonde var lengi mikill andstæð- ingur ESB, barðist gegn inngöngu Dana í sambandið 1972 og síðar gegn samþykkt Maastricht-samkomu- lagsins um aukinn samruna árið 1992. Hann kvaðst hins vegar ekki hingað kominn til að segja Íslend- ingum fyrir verkum. Það sé okkar að ákveða hvort Ísland eigi að sækja um aðild að ESB eður ei. Bonde var áður róttækur vinstri- maður en er nú utan flokka og ein- beitir sér að einu málefni, lýðræð- ishallanum sem hann segir ríkja innan stofnana Evrópusambandsins. „Eftir 1992 var mér orðið ljóst að það voru engar líkur á því að Dan- mörk myndi segja sig úr ESB nema Bretar gerðu slíkt hið sama,“ segir Bonde. „Ég breytti því áherslum mínum, stofnaði ný samtök, Júní- hreyfinguna, og þar sættum við okk- ur við aðild Danmerkur en berjumst gegn aukinni miðstýringu innan sambandsins. Starf okkar á Evrópu- þinginu byggist fyrst og fremst á uppbyggilegri gagnrýni, þ.e. við gagnrýnum en tökum samt fullan þátt í starfinu. Og afraksturinn er sá að bara á síðustu þremur mánuðum hefur mér tekist að fá meiru fram- gengt hvað varðar aukið gagnsæi í starfi stofnana ESB heldur en mér tókst á 22 árunum þar á undan.“ Segir Bonde að þetta feli í sér – svo fátt eitt sé nefnt – að fundargerð- ir framkvæmdastjórnarinnar séu nú birtar opinberlega á Netinu og yf- irlýsingar fastanefnda aðildarlanda í nefndum sambandsins sömuleiðis. Tilskipanir ESB verða til á lokuðum fundum Bonde telur engu að síður að mik- ill lýðræðishalli sé fyrir hendi innan Evrópusambandsins. Bendir hann á að sjötíu prósent allrar lagasetning- ar sem frá Evrópusambandinu komi séu samin á lokuðum vinnufundum embættismanna í Brussel. Fasta- fulltrúar aðildarlandanna semji fimmtán prósent og síðan komi fimmtán prósent lagasetningarinnar frá ráðherraráðinu og er sá hluti einnig saminn á bak við luktar dyr. „Kjörnir fulltrúar aðildarþjóðanna hafa engan aðgang að þessu ferli. Einu tækifæri fulltrúa á Evrópu- þinginu til að hafa áhrif á lagasetn- inguna felast í breytingartillögum við lagasetningu sem frá fram- kvæmdastjórninni kemur, en til að þær fáist samþykktar þarf hreinn meirihluti þingmanna að hafa lýst stuðningi við þær,“ segir Bonde. En jafnvel þó að breytingartillög- ur fáist samþykktar þýðir það ekki að þær séu sjálfkrafa teknar upp í löggjöfina því breytingarnar þurfa að hljóta blessun manna í Brussel. „Það er því ekkert þingræði við lýði hjá Evrópusambandinu. Þvert á móti vantar mikið upp á að lýðræði ríki þar. Það er þversagnarkennt en Evrópusambandið samanstendur af fimmtán þjóðríkjum, sem öll hafa sín eigin þjóðþing, en þegar við hins vegar komum saman og deilum full- veldinu [á vettvangi ESB] þá gleym- um við öllu lýðræði og látum emb- ættismennina um allar ákvarðanir.“ Bonde nefnir til samanburðar að á þjóðþinginu í Danmörk fái hags- munaaðilar, þ.e. verkalýðsfélög, vinnuveitendur o.s.frv. ætíð umsagn- arrétt um lagafrumvörp sem til með- ferðar séu í þinginu. Sjálft Evrópu- þingið hafi hins vegar ekki þann rétt í stofnanakerfi ESB. Hann segir það þó vissulega rétt að undanfarin ár hafi áhrif Evrópu- þingsins aukist talsvert. Áhrifin á lagasetningu séu hins vegar ekki formleg, allt formlegt vald liggi hjá framkvæmdastjórn ESB og ráð- herraráðinu. Vill að stofnanir ESB lúti þjóðþingum aðildarlandanna Bonde segir tvær hugsanlegar lausnir á þeim vanda sem að lýðræði steðjar innan ESB. Önnur feli í sér eins konar Bandaríki Evrópu, þar sem ein deild þings komi fram fyrir hönd aðildarríkja en hin fyrir hönd lýðs- ins. „Þetta tel ég gott kerfi fyrir ríkjasam- band eins og Sviss, Kanada, Bandaríkin eða Þýskaland. En til að þetta gangi upp þarf að vera um eina heild fólks að ræða, eina þjóð. Gagnrýni mín á þetta kerfi felst í því að það er ekki til neitt sem heitir evrópsk þjóð.“ Hin lausnin, og sú sem hugnast Bonde öllu betur, felur í sér eins konar Evrópu- samvinnu lýðræðisríkja, þar sem stofnanir ESB lúti yfirstjórn þjóð- þinga aðildarríkjanna. Í slíku kerfi myndi fulltrúi Dana í framkvæmda- stjórn ESB þurfa að standa skil á gerðum sínum og framkvæmda- stjórnarinnar fyrir þjóðþingi Dana með reglubundnum hætti. Þar væru honum um leið lagðar línurnar um næstu skref. Hafa orðið viðskila við umbjóðendur sína Samtalinu víkur að þeirri skyldu íslenskra stjórnvalda skv. EES- samningnum að löggilda gerðir ESB, jafnvel þó að Ísland sé ekki að- ili að sambandinu. Segir Bonde í þessu sambandi að almennt talað sé það grundvallarskoðun sín að ef menn telji einhverja tiltekna löggjöf góða, þá eigi þeir að setja hana sjálf- ir, ekki taka við henni sem tilskipun erlendis frá. Vissulega sé eðlilegt að taka á málum sem ekki virða landamæri ríkja, t.d. mengun í hafinu, í sam- starfi við aðrar þjóðir. Þá hafi menn allt að vinna og engu að tapa. Geti þjóðir hins vegar leyst málin einar og sér fari betur á því að þær einfald- lega geri það. Þetta fullyrðir Bonde að sé sjón- armið sem almenningur í ESB-ríkj- unum aðhyllist. „Ef þú athugar nið- urstöður skoðanakannana þá kemstu að raun um að 60% Evrópu- búa vilja frekar að löggjöf sé sett heima fyrir, aðeins 18% vilja að lög séu samin annars staðar. Sú tilfinn- ing er sterk að Brussel gangi of langt – fólk vill frekar að Brussel geri minna, en geri það betur en nú er.“ Bonde er spurður að því hvort þetta sé, rétt eins og nýliðnar for- setakosningar í Frakklandi, dæmi um að stjórnmálamennirnir hafi orð- ið viðskila við almenning. Svarar hann því til að stjórnmálamenn á vettvangi ESB séu ekki um það bil að glata tengslum við umbjóðendur sína – þeir séu þegar búnir að því. „Þetta sést best á því hvernig valið var til Evrópuráðstefnunnar [sem falið hefur verið að semja stjórnar- skrá fyrir ESB]. 49% Frakka sögðu nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um Maastricht-samkomulagið en þessi 49% eiga engan málsvara á ráðstefn- unni! Í Finnlandi voru 43% kjósenda mótfallin aðild að ESB en á ráðstefn- unni er aðeins að finna einn varafull- trúa sem hugsar á sömu nótum og þau 43%. Sá helmingur Evrópubúa, sem hefur lýst sig andsnúinn auknum samruna, á sér því ekki málsvara á þessari ráðstefnu. Það þýðir að ráð- stefnan mun semja stjórnarskrá sem verður hvarvetna hafnað í þjóðarat- kvæðagreiðslum. Um það er ég sannfærður,“ segir Bonde. Bonde kveðst einnig sannfærður um að Írar muni hafna Nice-sáttmál- anum á nýjan leik í þjóðaratkvæða- greiðslu, sem áætluð er í haust. Þó sé ljóst að Írar og íbúar Lúxemborgar myndu einir þjóða harma það ef ESB yrði leyst upp. „Hafni Írar Nice-sáttmálanum á ný er klárt að ráðamenn í Brussel verða að leggja við hlustir og breyta um kúrs,“ sagði Jens-Peter Bonde, þingmaður á Evrópuþinginu. Ráðamenn í Brussel verða að leggja við hlustir Daninn Jens-Peter Bonde hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá 1979. Hann heim- sótti Ísland í vikunni og lýsti þá m.a. fyrir Davíð Loga Sigurðssyni baráttu sinni gegn miðstýringu innan Evrópusambandsins. Morgunblaðið/ArnaldurJens-Peter Bonde david@mbl.is ÓNAFNGREINDIR sóldýrkendur kæla sig í Raba-ánni í Körmend, norðvestur af Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í gær. Hitinn þar fór þá í 35 gráður, og ekki munu vera líkur á að hitastigið fari niður fyrir 30 gráðurnar næstu daga. Mjög heitt hefur verið á meginlandi Evrópu síðustu daga, til dæmis í Þýskalandi og veðurfræðingar spá því, að svo verði áfram á næstunni. AP Heitt á Ungverjum SEX manns brenndust, þar af þrír alvarlega, er orrustuflugvél var flog- ið of lágt yfir hóp áhorfenda á her- flugvelli við Uppsali í Svíþjóð í gær- morgun. Að sögn talsmanns sænska flughersins, Christers Ulriksson, er ekki ljóst hvers vegna vélin flaug svo lágt sem raun bar vitni yfir áhorf- endurna. Þeir sem brenndust eru allir á þrí- tugsaldri. Þrír voru lagðir á sjúkra- hús, en eru ekki í lífshættu. Ulriks- son sagði að flugmaður þotunnar, sem er af gerðinni Saab Viggen, þekkti fólkið sem var að horfa á æf- ingar hans og annars flugmanns, og hafi flugmaðurinn ef til vill ætlað að „heilsa fólkinu sérstaklega“. Áhorfendurnir hefðu staðið í um 50 metra fjarlægð frá flugbrautinni, sem væri ekki of nálægt, samkvæmt reglum, en engu að síður „óheppi- lega nærri“. Hafin er lögreglurann- sókn á slysinu. Hættulegt lágflug Stokkhólmi. AP. NORÐUR-Kóreumenn þurfa að leggja gras og sjávarþang sér til munns vegna matvælaskorts, sam- kvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna en Matvælaáætlun Sam- einuðu þjóðanna (WFP) varð að hætta að dreifa matvælum til 675.000 norður-kóreskra skólabarna og 350.000 eldri borgara í síðasta mánuði vegna fjárskorts. Gerald Bourke, talsmaður WFP sem er nýkominn frá Norður-Kóreu, segist hafa séð fólk á öllum aldri tína gras sér til matar og leita að ætilegu sjávarþangi á ströndinni. „Kennarar segja að skólasókn hafi dregist saman þar sem börn eru úti að leita matar. Þá verða kennararnir sjálfir, þeirra á meðal kennarar og starfsfólk leikskóla, að taka sér frí frá störfum af sömu ástæðu,“ segir hann. Þá segist Bourke hafa heim- sótt bekk átta og níu ára barna þar sem einungis þrír af 25 nemendum sögðust hafa borðað kjöt í síðasta mánuði. Á undanförnum árum hefur WFP dreift matvælum reglulega til 6,4 milljóna Norður-Kóreumanna. 22 milljónir manna búa í Norður-Kóreu en talið er að 45% norður-kóreskra barna þjáist af langvarandi vannær- ingu. Talið er að rekja megi samdrátt í framlögum til Norður-Kóreu til auk- innar þarfar á aðstoð vegna hernað- arins í Afganistan og neikvæðrar umræðu um Norður-Kóreu. Seðja hungrið með sjávarþangi Peking. AFP. 45% norður-kóreskra barna vannærð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.