Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 4
Smit greinist á öðrum bæ SÝNI sem tekin voru úr fé á bæ í Skagafirði í tengslum við dauða 50 áa á öðrum bæ af völdum salmon- ellusýkingar eru jákvæð samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á þeim. Í kjölfarið hefur verið bannað að skepnur fari frá bænum. Sýni sem tekin voru í nágrenni við bæina tvo, sem settir voru í sams konar í bann í síðustu viku, hafa hins vegar reynst neikvæð og hefur banni á öðrum þeirra verið aflétt en jafnframt hefur verið stað- fest að smit leynist enn á bænum þar sem sýkingin kom upp og er það bundið við skepnur sem drukku mengað vatn. Að sögn Ólafs Valssonar, héraðs- dýralæknis í Skagafjarðar- og Eyjafjarðarumdæmi, voru nýju sýnin tekin úr fé á bæ einum skammt frá bæjunum tveimur. Sýni, sem tekin voru úr vatni í skurði við beitarhólfið þar sem ærnar 50 drápust, reyndust hins vegar neikvæð og sömuleiðis sýni sem tekin voru úr hrossum í næsta beitarhólfi. „Það virðist sem sýnin séu ein- angruð við dýr sem hafa drukkið úr vatni í skurðinum við bæinn þar sem bannið er enn í gildi,“ segir Ólafur. Ekki er vitað hvernig smitið barst á bæinn sem nú hefur verið settur í bann. Hann bendir á að enn eigi eftir að berast niðurstöður úr nokkrum sýnum sem tekin voru til vibótar og að bæir í kring verði undir eftirliti þar til þær liggi fyrir í næstu viku. Ábúendum á næstu bæjum hefur hins vegar verið heimilað að setja fé á afrétt og telur Ólafur enga hættu lengur á að smit geti borist þar á milli. Að sögn Ólafs verður beðið með að aflétta farbanni á skepnum á bæjunum tveimur þar til niðurstöður rannsóknarinnar liggja allar fyrir. Í fréttatilkynningu frá aðstoðar- yfirdýralækni bendir embættið á að brýnt sé að bændur og dýraeig- endur tilkynni um afföll og óeðli- lega sjúkdóma í dýrum um leið og þeirra verður vart. Ljóst virðist að smitið hafi ekki dreifst frá þeim bæ sem fyrst tilkynnti um smitið og megi þakka það skjótum viðbrögð- um ábúenda og annarra sem komu að málinu. Salmonella í sauðfé í Skagafirði BORGARÁÐ kaus í gær Stefán Jóhann Stefánsson formann stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar og hafa fulltrú- ar sjálfstæðismanna lagt fram bókun þar sem þeir mótmæla þeim einstæðu vinnubrögðum að hverfa frá almennum reglum um kjör- gengi við val á formanni stjórn- arinnar, að því er segir í bókun. Þar segir enn fremur að stjórn- endur Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar gegni því meginhlut- verki að fjalla um mál á hlutlægan hátt, samkvæmt skýrum almenn- um leikreglum. Á síðasta ári hafi verið gagnrýnt hvernig staðið var að ráðningu forstjóra stofnunar- innar og talið að einum umsækj- enda hafi verið hyglað á kostnað annarra. Nú hafi meirihluti borg- arráðs ákveðið að breyta sam- þykktum Inkaupastofnunar til að sérsníða þær að frambjóðanda sín- um til formennsku í stjórn stofn- unarinnar. Sjálfstæðismenn benda á að með þessu sé horfið frá almennum reglum um kjörgengi til for- mennsku í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum borgarinnar og án þess að um málefnaleg rök sé að ræða. Með þessu hafi skapast trúnaðarbrestur gagnvart stofnun, þar sem brýnt sé að hafa hlut- lægar reglur í hávegum og hverfa ekki frá þeim til að draga taum eins á kostnað annars. Reglan á ekki við í öllum tilvikum Í bókun borgarráðsfulltrúa R- lista kemur fram að þegar í ljós hafi komið að sá sem kjörinn var Stefán Jóhann Stefánsson kosinn formaður stjórnar Innkaupastofnunar á aukafundi borgarráðs Sjálfstæðismenn mót- mæla vinnubrögðum formaður Innkaupastofnunar hafi ekki reynst kjörgengur hafi borg- arráðsfulltrúar R-lista haft frum- kvæði að því á fundi borgarráðs fyrr í vikunni að samþykktum Inn- kaupastofnunar yrði breytt. Þá var lagt til að að því loknu færi á nýj- an leik fram kjör formanns stjórn- ar. Í bókuninni kemur fram að fulltrúar R-lista telji að þótt al- menna reglan sé sú að formenn nefnda og ráða séu borgarfulltrúar eða varaborgarfulltrúar þá eigi sú regla ekki við í öllum tilvikum. Það sé t.d. ekki nauðsynlegt í framtals- nefnd, barnaverndarnefnd, stjórn Orkuveitunnar, stjórn Strætó bs. og stjórn Sorpu bs. Þá eigi stjórn Innkaupastofnunar að mörgu leyti heima í þeim hópi. FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ en reynt var að gera þolendur slyss- ins sem raunverulegasta m.a. með farða. Belgíski varnarmálaráðherrann fylgist með æfingunni Varnarmálaráðherra Belgíu kem- ur hingað til lands ásamt föruneyti og fjölmiðlum í dag til að kynna sér vettvangsþátt Samvarðar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá varnarliðinu. Um 80 manna björg- unarsveit og sjúkraflokkur frá Belg- VEÐUR hamlaði aðgerðum á aðal- æfingu Samvarðar 2002 sem hófst í Vestmannaeyjum í gær en mjög lág- skýjað var og þoka og því ekki hægt að nota þyrlur og flugvélar til að- gerða eins og gert hafði verið ráð fyrir. Bregðast þurfti við breyttum aðstæðum og reyndi því töluvert á stjórnendur. Samkvæmt ímyndaðri atburðaráðs voru þá eldgos og jarð- skjálftar í Vestmannaeyjum auk til- heyrandi öskufalls og hraunflæðis. Flóttafólk reyndi að komast frá eyj- unni en flytja þurfti fólkið með bát- um til Þorlákshafnar þar sem flug- völlurinn og höfnin höfðu lokast. Þá gat þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF-LÍF, ekki tekið þátt í æf- ingunni eins og gert hafði verið ráð fyrir þar sem hún var í raunveruleg- um útköllum. Í Eyjum var unnið að rústa- björgun og slökkviliðsstörfum og í Þorlákshöfn var sett á svið hópslys íu tekur þátt í Samverði en belgísk stjórnvöld hafa þróað kerfi al- mannasveita til að bregðast við nátt- úruhamförum og annarri vá á heimsvísu sem kalla má út með stuttum fyrirvara. Hjá Evrópusam- bandinu er nú stefnt að því að koma slíku kerfi á innan sambandsins. Undanfarna daga hafa stórar flutningaþyrlur Bandaríkjahers sem hér eru til að taka þátt í Samverði verið notaðar til að sinna ýmiss kon- ar flutningaverkefnum fyrir ýmsa aðila á Suður- og Vesturlandi. Meðal annars lagði ein þeirra 22 m langa brúarbita fyrir göngubrú á Reykja- nesi og önnur sótti gamla skipsvél úr fjöru við Lónsbjörg á Snæfellsnesi sem hafði legið þar í 70 ár. Þá fluttu tvær þyrlur jarðvegsefni til að hefta rof við Nýja-hraun í Vestmanna- eyjum ásamt búnaði og efni í úteyjar og Surtsey og ein þyrla flutti tvö fjarskiptamöstur Slysavarnafélags- ins Landsbjargar á Háskerðing og Reykjafjöll norðan við Þórsmörk. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Þokan hefur gert björgunarmönnum erfitt fyrir í Eyjum en þeir æfðu viðbrögð við eldgosi og jarðskjálftum í gær þar sem fólki var m.a. bjargað úr rústum. Þátt fyrir veðrið hefur æfingin gengið vel. Veður hefur sett strik í reikninginn á Samverði 2002 Ógerlegt var að nota þyrlur og flugvélar RÍKISSJÓÐUR var í gærmorgun dæmdur til að endurgreiða Herði Einarssyni hæstaréttarlögmanni virðisaukaskatt af bókum sem pant- aðar voru að utan með pósti. Skatt- urinn oftekni nam 1.601 krónu en til viðbótar verður ríkið að borga stefn- anda málsins 300.000 krónur í máls- kostnað. Málavextir eru þeir að Hörður kaupir öðru hverju bækur til einka- nota frá útlöndum og fær þær send- ar til landsins með pósti. Við af- greiðslu bókanna frá pósthúsi hefur honum verið gert að greiða 24,5% virðisaukaskatt af tollverði þeirra. Málið snerist um þrjár bækur sem fluttar voru inn sumarið 1999 frá Bretlandi og Þýskalandi, sem bæði eru aðilar að Evrópska efnahags- svæðinu eins og Ísland. Samtals þurfti að greiða af þeim 3.735 krón- ur í virðisaukaskatt, sem Hörður taldi vera 1.601 krónu of mikið en einungis er innheimtur 14% virðis- aukaskattur vegna sölu bóka á ís- lenskri tungu. Taldi Hörður að þessi munur á virðisaukaskatti væri óheimill og gerði athugasemd við innheimtuna með bréfi til fjármála- ráðherra og lýsti því áliti sínu, að í henni fælist ólögmæt mismunun samkvæmt 14. gr. samningsins um EES. Því hafnaði fjármálaráðuneytið og lýsti þeim skilningi sínum, að þar sem skattlagningin réðist ekki af þjóðerni þess sem skattlagður væri, heldur af eðli vörunnar, færi mis- munandi virðisaukaskattur af ritum á íslensku annars vegar og erlend- um tungumálum hins vegar ekki í bága við ákvæði EES-samningsins. Studdist við álit EFTA-dómstólsins Gjaldaálagninguna kærði Hörður fyrst til tollstjórans í Reykjavík og síðan til ríkistollanefndar, en kröfu hans var hafnað á báðum stjórn- sýslustigum. Úrskurðaði ríkistolla- nefndin að gjaldtakan væri ekki í andstöðu við greinar EES-samn- ingsins. Komst Héraðsdómur Reykjavíkur að öndverðri niður- stöðu, að gjaldtakan bryti í bága við tilgreindar greinar samningsins, en dómurinn byggði niðurstöður sínar m.a. á ráðgefandi áliti EFTA-dóm- stólsins sem taldi að mismunandi virðisaukaskattur á bækur á Íslandi fæli í sér verndaráhrif í skilningi EES-samningsins. Lögum um virðisaukaskatt hefur nú verið breytt vegna þessara mála og frá og með 1. júlí nk. verður 14% skattur heimtur af innfluttum bók- um í stað 24,5%. Hörður flutti málið sjálfur en Ein- ar K. Hallvarðsson hrl. var til varn- ar. Greta Baldursdóttir kvað upp dóminn. Ríkið dæmt til að endur- greiða virðisaukaskatt FORYSTUMENN Félags ungra lækna funduðu með Jóni Kristjáns- syni heilbrigðisráðherra í gærmorg- un og kynntu honum málstað sinn. Ráðherra segir að málið hafi ekki verið uppi á borði hjá sér hingað til, heldur hafi það snúið að samninga- nefnd ríkisins og samninganefnd Læknafélags Íslands. Félagsdómur felldi þann dóm sl. sunnudag að boðaðar verkfallsað- gerðir Félags ungra lækna væru ólögmætar. Sagði í niðurstöðu dóms- ins að félagið væri bundið af gildandi kjarasamningi fjármálaráðuneytis- ins og Læknafélags Íslands. Ung- læknar voru óánægðir með þá nið- urstöðu. „Ungir læknar telja að um þá eigi að gilda sömu vinnuverndarákvæði og aðra. Ég hlustaði á þá og tók mér helgina til að skoða hvort og hvernig ráðuneytið ætti að bregðast við,“ segir heilbrigðisráðherra. Morgunblaðið/Arnaldur Unglæknar skýrðu málstað sinn fyrir heilbrigðisráðherra. Unglæknar fund- uðu með ráðherra FYLGI Samfylkingar eykst og Vinstri græns framboðs minnkar, samkvæmt skoðanakönnun Gallup dagana 30. maí til 26. júní. Samkvæmt könnuninni fengi Samfylkingin 25% atkvæða ef kosið yrði til Alþingis í dag, sem er fjög- urra prósenta aukning frá síðustu könnun, sem framkvæmd var í maí. Vinstri-grænir hlytu 12%, sem er fjórum prósentum minna en í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur í stað í 42% og Framsókn- arflokksins sömuleiðis í 17%. Frjáls- lyndir eru með rösklega 2%, svipað og síðast. Samkvæmt könnuninni er stuðn- ingur við ríkisstjórnina 62% og hefur ekki verið meiri síðan í október 2001. Fylgisaukning hennar nemur þrem- ur prósentustigum síðan í síðustu könnun. Skoðanakönnun Gallup Samfylk- ingin bætir við sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.