Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eiríkur Guðna-son fæddist á bænum Miðbýli í Skeiðahreppi í Ár- nessýslu 14. desem- ber 1915. Hann lést á líknardeild Land- spítalans á Landa- koti 15. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðni Ei- ríksson bóndi á Vot- umýri, f. 24. desem- ber 1888, d. 30. okt. 1977, og Guðbjörg Kolbeinsdóttir, hús- freyja og kennari, f. 26. okt. 1889, d. 27. júlí 1966. Guðni var fæddur á Votumýri, son- ur hjónanna Eiríks Magnússonar bónda þar og Hallberu Vilhelms- dóttur Bernhöft húsfreyju. Guð- björg var fædd í Stóru-Mástungu í Gnúpverjahreppi, dóttir hjónanna Kolbeins Eiríkssonar bónda þar og Jóhönnu Bergsteinsdóttur hús- freyju. Eiríkur fór þriggja vikna í fóstur til afa síns og ömmu á Votu- mýri og ólst upp hjá þeim þar til foreldrar hans fluttu einnig að Votumýri er hann var 3 ára gam- all. Systkini Eiríks eru Kolbeinn, f. 19. maí 1914, d. 1. júní 2001; Hall- bera, f. 14. desember 1915, og Tryggvi Karl, f. 3. september 1918, d. 19. ágúst 1947. Eiríkur kvæntist 30. maí 1946 Elínu Ei- þeirra er Guðni, f. 27. janúar 1993; Bergþóra, f. 20. janúar 1980, unn- usti hennar er Þórarinn Þórarins- son, f. 2.október 1976; og Dröfn, f. 2. desember 1981. 3) Tryggvi Karl, f. 10. október 1948, kvæntur Ágústu Tómasdóttur, f. 15. mars 1956. Börn þeirra eru Erla Berg- lind, f. 2. apríl 1985, Ragnhildur Ýr, f. 13. júlí 1986, og Ástþór Hugi, f. 3. júlí 1987. Eiríkur gekk í barnaskólann á Húsatóftum í Skeiðahreppi og síð- ar í Héraðskólann að Laugarvatni í tvo vetur. Hann stundaði einnig nám í húsasmíði við Iðnskólann á Selfossi og lauk þaðan meistara- prófi í iðn sinni. Eiríkur ólst upp við almenn sveitastörf í föðurhús- um og eftir að hann og Elín hófu sinn hjúskap settu þau á stofn sinn eigin blandaðan búskap á Votu- mýri 2 sem þau ráku samfleytt í yf- ir 40 ár, en jafnframt stundaði Ei- ríkur húsasmíðar bæði innan sveitar og utan alla sína starfsævi. Eiríkur gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir sveit sína, meðal annars með setu í bygginganefnd Skeiðahrepps til fjölda ára. Sem ungur maður stundaði Eiríkur nám í orgelleik hjá Páli og Sigurði Ísólfssonum og varð hann organ- isti í Ólafsvallakirkju í framhaldi af því, en því starfi gegndi hann í yfir 40 ár. Í tengslum við organ- istastarfið sótti hann fjölda nám- skeiða í orgelleik og kórstjórn á vegum Þjóðkirkjunnar. Útför Eiríks verður gerð frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verður í Ólafsvallakirkjugarði. ríksdóttur, f. 29. októ- ber 1917, d. 6. septem- ber 1995, dóttur hjónanna Eiríks Þor- steinssonar bónda á Löngumýri, f. 6. októ- ber 1886, d. 25. júlí 1979, og Ragnheiðar Ágústsdóttur hús- freyju, f. 9. mars 1889, d. 26. febrúar 1967. Elín og Eiríkur byggðu nýbýlið Votu- mýri 2 árið 1946 og bjuggu þau þar æ síð- an. Þau eiga þrjú börn: 1) Hallbera, f. 12. júní 1947, gift Búa Steini Jó- hannssyni, f. 14. okt. 1945. Börn þeirra eru Hlynur Ingi, f. 16. júní 1973, d. 16. september 1988, Elín Hrund, f. 22. júní 1976, og Eiríkur Steinn, f. 30. nóvember 1980, unn- usta hans er Vigdís Tryggvadóttir, f. 19. apríl 1980. 2) Guðni, f. 10. október 1948, kvæntur Helgu Ás- geirsdóttur, f. 25. júní 1951. Dætur þeirra eru Ásgerður, f. 19. des. 1969, gift Jóhanni Halldóri Sveins- syni, f. 28.1. 1967, synir þeirra eru Hilmar, f. 21. mars 1995 og Hjalti, f. 20. febrúar 1997; Ruth, f. 19. júní 1972, gift Þorkeli Guðmundssyni, f. 14. júní 1961, dóttir þeirra er Helga Sæunn, f. 20.10. 1997; Elín, f. 6. mars 1976, gift Ólafi Ríkharði Ólafssyni, f. 21. júní 1972, sonur Elsku afi. Nú ertu horfinn á braut og væntanlega ertu kominn í faðm Ellu ömmu. Það var alltaf gaman að koma til ykkar á Votamýri. Fyrstu minningar okkar eru af ömmu í eldhúsinu að baka eitthvert góðgæti og af þér, niðri að smíða eða lagfæra eitthvað og þar sem þú situr við borðsendann í borðstofunni og segir okkur sögur. Þú varst fullur af fróðleik og var sér- staklega gaman að hlusta á þig tala um gamla tíma. Þú varst listamaður í höndunum. Það eru til margir fallegir hlutir eftir þig, ekki síst þeir sem þú bjóst til í seinni tíð eftir að þú fórst að skera út í tré. Þá var alltaf gaman þegar þú settist niður við orgelið og spilaðir nokkur lög eða sálma, enda varstu músíkalskur með eindæmum. Þú ert búinn að ganga í gegnum erfið veikindi en nú er þrautum þín- um lokið. Við kveðjum þig með sökn- uði en teljum okkur ríkari manneskj- ur að hafa átt þig að afa. Ásgerður, Bergþóra og Dröfn. Elsku afi, nú ertu kominn til ömmu, Hlyns og hinna sem þú ert búinn að sakna svo mikið í gegnum tíðina. Þegar ég sit hérna og skrifa mín hinstu orð til þín þá kemur fullt af yndislegum minningum í huga mér, þó sérstaklega tíminn okkar saman í sveitinni. Þetta er ógleymanlegur tími fyrir mig, svo ekki sé minnst á æskuárin mín, öll sumrin sem ég dvaldi hjá ykkur ömmu. Sveitin hefur orðið mér, Kela og Helgu Sæunni mikill griðastaður þessi síðustu ár. Þangað leituðum við í hvíld frá amstri dagsins og til að að eyða tíma með þér. Svo má ekki gleyma öllu sveitadúllinu sem við fundum okkur að gera saman. Þú varst alltaf svo blíður og góður og heldur Helga Sæunn mikið upp á þig og veit ég að hún heillaði þig al- veg upp úr skónum. Hún á eftir að sakna þín mikið, afi minn. Þeir níu mánuðir sem við bjuggum hjá þér sitja einnig mjög ofarlega í huga mér. Þá kynntist ég þér mjög vel og sá ég hversu mikil perla þú varst. Fljótlega eftir að við fluttum suður kom í ljós sjúkdómurinn sem þú þurftir að berjast við. Þú háðir þá baráttu hetjulega eins og allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Sveitin þín, Votamýri, var þér allt. Það lýsti þér best á þínum síðustu ævidögum þegar þú varst á leiðinni austur með Höllu og Búa. Þú varst eins og lítill krakki af tilhlökkun og svafst varla nóttina áður. Þú náðir að kveðja sveitina, elsku afi, eins og þú svo augljóslega ætlaðir þér. Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég er þess fullviss í hjarta mínu að þú sért glaður þar sem þú ert núna. Þú átt alltaf fastan sess í hjarta okkar allra. Við munum sakna þín mikið. Ruth Guðnadóttir. Ég man svo vel þegar ég fór í sveitina til afa og ömmu hvað ég var spennt að fara til þeirra. Það var svo gott að vera hjá þeim því þar fann maður svo mikið frelsi og þau gerðu allt til að okkur systrunum og frænd- systkinunum leiddist ekki. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom til þeirra var að hlaupa niður í kjallara til að spila á orgelið hans afa. Ég hef spilað á það síðan ég man fyrst eftir mér. Afi kom oft niður til mín og þá hlustaði hann og spilaði með mér á hljómborðið sem Halla systir hans pabba á. Það var yndislegt og amma kom og hlustaði á okkur. Afi hafði átt orgelið í mörg ár og hann unni því heitt. Hann sagði við mig þegar ég var lítil að þegar ég gifti mig myndi hann gefa mér orgelið að gjöf. Og hann gerði það. Hann spurði mig alltaf hvernig orgelið hljómaði og hvort ég spilaði mikið á það. Það sást vel hve mikið hann saknaði að hafa ekki orgelið hjá sér, en hann keypti sér píanó og spilaði svo fallega á það. Það er svo margt sem ég hefði vilj- að segja við afa áður en hann dó en ég veit að honum líður vel þar sem hann er núna því hann hefur loksins hitt ömmu, Hlyn og aðra sem hann unni. Loksins eruð þið saman, elsku afi og amma. Ég sé ykkur í anda faðm- ast. Nú er ekkert sem getur stíað ykkur í sundur. Því nú verðið þið saman að eilífu. Elsku afi minn, Guð blessi þig og varðveiti. Þín sonardóttir Elín Guðnadóttir. Skein yfir landi sól á sumarvegi, og silfurbláan Eyjafjallatind gullrauðum loga glæsti seint á degi. Við austur gnæfir sú hin mikla mynd hátt yfir sveit og höfði björtu svalar í himinblámans fagurtærri lind. (Jónas Hallgrímsson.) Þessar ljóðlínur mátti oft heyra af vörum afa okkar, Eiríks Guðnason- ar. Hann hafði gaman af að fara með kvæði við hin ýmsu tækifæri, bæði sem hann hafði lært á unga aldri eða sem hann setti saman á stundinni. Afi hafði mikla frásagnargáfu og hafði frá mörgu að segja. Sögurnar urðu ljóslifandi þegar hann sagði frá þannig að maður hlustaði með athygli. Sveitin var hans heimili þar sem hann bjó alla sína ævi og þar undi hann sér best. Það var honum því of- arlega í huga síðustu vikurnar að komast í sveitina og fór hann síðast 12. júní sl. á afmæli móður okkar. Hann naut stundarinnar vel og kvaddi svo sveitina sína í einstöku veðri þar sem vorið var í hámarki. Afi var mjög fjölhæfur og listrænn hagleiksmaður og vandaði vel til allra þeirra verka sem hann tók sér fyrir hendur. Allt var vandlega ígrundað sem hann ætlaði að fram- kvæma en þegar ákvörðun var tekin gekk allt upp. Ómetanlega hjálp veitti afi okkur fjölskyldunni þegar við byggðum sumarhús okkar á Votumýri og var það góður tími. Hann lék við hvern sinn fingur þegar orgelið var nálægt. Hann var organisti til margra ára við Ólafs- vallakirkju, en einnig naut afi þess að spila fyrir alla þá sem heyra vildu og nutum við þess þegar hann settist við orgelið í sumarbústaðnum og fyllti húsið af tónlist. Það var ein- hvern veginn eins og hlýja streymdi úr hverri nótu og hann lagði svo sannarlega sálina í spilamennskuna. Afi fór tvisvar sinnum til útlanda. Fyrri ferðin var dagsferð til Græn- lands eða Ameríku eins og hann kall- aði það. Í þessi ferð tók hann nokkr- ar myndir og miðlaði því sem fyrir augu bar þannig að okkur fannst eins og hann hefði verið miklu lengur í ferðinni. Síðar heimsótti afi mig (Elínu Hrund) til Danmerkur með mömmu og pabba og skoðaði sig um þar og hafði mikla ánægju af. Hon- um fannst hann vera leita upprunans vegna þess að hann átti ættir að rekja til Danmerkur í gegnum Hall- beru Bernhöft ömmu sína. Ekki er hægt að minnast afa án þess að Elín amma okkar komi þar við sögu. Þau vorum miklir félagar og báru gagnkvæma virðingu hvort fyrir öðru. Við vorum oft um lengri og skemmri tíma hjá þeim í sveitinni og var sá tími afar lærdómsríkur. Það eru forréttindi að fá að umgang- ast afa sinn og ömmu á sama hátt og við fengum. Afi hafði ávallt einbeittan vilja og einhvern óskýranlegan neista sem fylgdi honum til síðustu stundar. Við fráfall afa er missir mömmu okkar mikill þar sem hún og afi voru mjög náin. Samband afa og mömmu einkenndist af væntumþykju og fórnfýsi, sem við viljum taka okkur til fyrirmyndar. Við þökkum afa fyrir allt sem hann var okkur og kveðjum hann með söknuði. Minning hans lifir í hjarta okkar. Elín Hrund og Eiríkur Steinn. Þegar ég fór í sveitina til langafa leyfði hann mér alltaf að spila á org- elið og leika mér uppi á háalofti. Hann leyfði mér líka alltaf að smíða niðri í kjallara hjá sér og einu sinn tálgaði ég spýtu með honum. Langafi var alltaf rosalega góður við mig. Mér þykir vænt um þig, langafi. Guð blessi þig. Guðni Örvarsson. Kær vinur, frændi og uppeldis- bróðir er látinn eftir harða baráttu við krabbamein. Eirsi frændi var ekki þannig gerður að hann gæfist upp fyrr en í fulla hnefana, en eitt sinn skal hver deyja. Hann skildi sáttur við Guð og menn aðfaranótt 15. júní sl. Hann var búinn að vera á sjúkrahúsi frá því í október 2001. Hann var alltaf með hugann fyrir austan, á Votumýri. Nokkrar ferð- irnar fóru börnin hans með hann austur til þess að heimsækja sveitina kæru og var hann nýkominn úr slíkri ferð er kallið kom. Við Eirsi vorum bræðrasynir og frá 9–15 ára aldri var ég í fóstri hjá Guðna, föðurbróður mínum, og Guð- björgu, konu hans, foreldrum Eirsa. Það var gott að vera þarna hjá þess- ari góðu fjölskyldu. Eiríkur hafði þá lært á orgel og spilaði gjarnan á kvöldin og allir sungu með. Eirsi var kirkjuorganisti í Ólafsvallakirkju í tugi ára og stjórnaði kirkjukórnum. Hann var listamaður af Guðs náð. Á yngri árum meðan hann var á Laug- arvatnsskóla teiknaði hann og skar út mjög fallega hluti sem voru gefnir ýmsum við hátíðleg tækifæri. Hann lærði húsasmíði og var meistari í sínu fagi. Hann reiknaði (teiknaði) og lagaði fjölda húsa á Skeiðum og síðar. Alltaf var vandað til verka. Seinni ár gerði hann mikið af því að gera við gömul húsgögn. Hann hefur gert þau sem ný. Fyrir tveim árum tók hann að sér að gera upp leiði afa okkar og ömmu, keypti nýjan leg- stein, fjarlægði gömul feyskin tré og gerði upp leiðið. Þetta gerði hann að mestu einn. Lífið hjá frænda mínum var ekki alltaf dans á rósum, en aldrei heyrði ég frá honum æðruorð. Hann missti bróður sinn í bílslysi og tvíburasonur hans lenti í bílveltu og lamaðist fyrir neðan mitti aðeins tólf ára gamall. Dóttursonur hans lést í bílslysi er hann var aðeins 16 ára. Það var mik- ið lagt á þau hjónin Ellu og Eirsa en þau létu þetta ekki á sig fá og enginn sá þeim bregða þótt blæddi hið innra. Þau báru harm sinn í hljóði. Ég býst við að hið yfirvegaða skap frænda míns hafi hjálpað honum þar mikið. Eirsi var tvíburi. Amma og afi tóku hann að sér strax við fæðingu. Þau arfleiddu hann svo að helmingi jarðarinnar. Hann hóf síðan búskap á jörðinni. Byggði öll hús frá grunni á smekklegan hátt og hagkvæman. Þeim Ellu búnaðist vel. Hún var mikil og góð húsmóðir og gekk til allra verka með honum, ásamt börnum. Börnin þeirra þrjú fengu öll góða menntun. Síðasta vetur spjölluðum við Eirsi mikið saman um lífið. Eitt sinn sagði hann: „Ég var ekki bóndi í mér, ég hefði getað hugsað mér annað starf, t.d. útskurð, mér þótti gaman að svona fínvinnu.“ Ég hef séð hluti eft- ir hann sem eru hrein listaverk. Eirsi frændi var tryggðatröll, hann hafði mjög mikið skopskyn sem hann brá oft fyrir sig, sér og öðrum til hugarléttis. Það var gott í amstri dagsins að geta séð spaugilegar hlið- ar, ekki síst þegar dimmdi að. Nú er frændi minn kær horfinn á nýjar slóðir og veit ég að honum líð- ur vel þar í félagsskap horfinna vina og frænda. Megi Guð blessa Eirsa á Votumýri, ég þakka honum alla vin- semd liðinna ára. Hvíl þú í friði, frændi, Vilhjálmur Sigtryggsson. Það er merkilegt þegar maður lít- ur til baka og uppgötvar hvaða atvik í lífinu hafa haft hvað mest áhrif á mann í uppvextinum. Eitt af því sem ég get nefnt er þegar ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi sem pjakkur að fá að fara í sveit til Eiríks frænda míns og Elínar frænku minnar eða Ellu og Eissa á Votumýri eins og ég kallaði þau ætíð. Það hefur varla verið burð- ugur vinnumaður sem mætti í sveit- ina, átta ára gamalt borgarbarnið. En þessi heiðurshjón tóku svo sann- arlega vel á móti frænda sínum og strax frá upphafi var eins og maður ætti sitt annað heimili á Votumýri. Í minningunni er eins og það hafi allt- af verið sól og brakandi þurrkur á Votumýri. Öll fjölskyldan nýkomin úr heyskap í kaffi í eldhúsinu hjá Ellu að borða jólaköku og drekka ískalda mjólk, mikið spaugað og hlegið. Eiríkur frændi minn var hæfi- leikaríkur maður, bóndi og smiður góður og spilaði listavel á orgel. Það sem ég man best eftir í fari hans og hafði hvað sterkust áhrif á mig var hans græskulausa glettni og lífs- gleði. Hann hafði mikla og góða kímnigáfu og þegar ég heimsótti hann síðast á sjúkrahúsið þar sem hann háði lokaorrustu sína og veik- indin höfðu leikið líkama hans grátt skein glettnin og lífsgleðin ennþá úr augum hans og við gerðum að gamni okkar og hlógum. Þetta var nokkr- um dögum áður en hann dó og hann hafði þá hugarró og æðruleysi til að bera sem mér hafði alltaf fundist aðdáunarvert í fari hans. Um leið og ég sendi öllum aðstandendum hans samúðarkveðjur vil ég þakka frænda mínum góð kynni og allar yndislegu minningarnar frá æskuárum mínum. Blessuð sé minning hans. Óskar Baldursson. Í dag verður til moldar borinn í sinni ástsælu sveit, Skeiðum, Eiríkur Guðnason, bóndi, trésmiður og org- anisti á Votumýri. Eiríkur var okkur bræðrum sem besti frændi þótt óskyldur væri og sá sem einna lengst hefur fylgt okkur á lífsleiðinni. At- vikin höguðu því svo að Votamýri varð okkar annað heimili allt fram á unglingsár. Segja má að sú vinátta og tryggð sem bundin var Votumýri hafi átt sér langa sögu en upphafið má rekja til vináttu afa okkar og ömmu, Ísólfs Pálssonar og Þuríðar Bjarnadóttur á Stokkseyri, við afa og ömmu Eiríks, þau Eirík Magn- ússon og Hallberu Bernhöft á Votu- mýri. Sigríður Magnúsdóttir ljós- móðir, systir Eiríks eldri, tók föður okkar í fóstur og ól hann upp nánast frá fæðingu ásamt manni sínum, Guðna Árnasyni úr Selvogi. Tengslin við Votumýri eiga sér því mjög djúp- ar rætur. Eiríkur Guðnason var einstakur mannkostamaður. Því þarf ekki að lýsa fyrir þeim sem þekktu hann og reyndu. Þótt hann gerðist bóndi var hugurinn ekki síður bundinn öðrum verkefnum og áttu smíðar og annað handverk sem og tónlistin þar sinn sess. Sjálfsagt hefur Eiríkur gerst bóndi af ljúfri skyldurækni eins og algengt var á þeirri tíð en hann var lærður smiður og hinn mesti völund- ur á handverk. Einnig lærði hann orgelleik hjá föður okkar og Páli bróður hans og varð það til að EIRÍKUR GUÐNASON ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.