Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bergur Vigfús-son fæddist á Geirlandi á Síðu í Vestur-Skaftafells- sýslu 10.11. 1914. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu laugardaginn 8. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Vig- fús Jónsson bóndi á Geirlandi, f. í Efri- Mörk á Síðu 20.9. 1867, d. 28.1. 1935, og kona hans Halla Helgadóttir hús- freyja, f. á Fossi 29.11. 1874, d. 27.4. 1950. Systkini Bergs eru: Sigfús, f. 24.1. 1902, látinn, Karl, f. 3.10. 1906, látinn, Jón, f. 10.3. 1909, látinn og Ragnheiður, f. 22.7. 1917. Bergur kvæntist 17.9. 1944 Margréti Líndal frá Holta- stöðum í Langadal, f. 2.9. 1917, d. 11.3. 1991. Foreldrar hennar voru Jónatan J. Líndal, bóndi og hrepp- stjóri á Holtastöðum í Langadal, f. 26.6. 1879, d. 6.11. 1971, og kona hans Guðríður Sigurðardóttir húsfreyja frá Lækjamóti, f. 5.12. 1878, d. 11.6. 1932. Börn Bergs og Margrétar eru: Þorgeir, f. 8.11. 1946, kvæntur Bjarnheiði Jóns- dóttur, f. 15.7. 1948. Börn þeirra eru Jón Þór, Kjartan Örn, Birgir Már, Sigríður Ásta og eitt barna- barn. Guðríður Halla, f. 20.4. 1948, gift Ragnari Ragn- arssyni, f. 2.10. 1948, d. 27.6. 1982. Börn þeirra eru Bergur Ingi, Snorri, Ingi- björg Ásdís, Margrét Edda og eitt barna- barn. Áslaug Edda, f. 9.10. 1950. Bergur ólst upp á Geirlandi á Síðu, stundaði nám við Flensborg- arskóla í Hafnarfirði. Lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937. Stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Ís- lands. Vann í Búnaðarbanka Ís- lands á námsárum sínum. Hóf kennslu við Flensborgarskólann í Hafnarfirði árið 1943, var jafn- framt skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfirði um árabil. Bergur var framkvæmdastjóri Sjúkrasam- lags Kópavogs þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Bergs hefur farið fram í kyrrþey. Við aldurlag Bergs Vigfússonar frá Geirlandi á Síðu er margs að minnast, og kemur þá einna fyrst til hugar þakkarskuld fyrir að hafa notið bjartrar vináttu góðs drengs um hartnær sex áratugi. Orðið drengur, sem er af sama stofni og drangur, hefur löngum verið notað um þá menn, sem eru svo bjargtraustir að hægt er að reiða sig á til hlítar. Það felur einnig í sér djúpa mannúð og samúð með öllum þeim, sem lítt mega sín. Frumkynni okkar Bergs urðu á döprum haustdægrum fyrir æði- mörgum árum. Hann var kunningi Páls heitins bróður míns, og þegar móðir okkar andaðist á sjúkrahúsi suður í Reykjavík hinn tíunda sept- ember 1942 bauð Bergur Páli að flytja jarðneskar leifar hennar heim í Húnavatnsþing. Bergur réð þá yfir litlum vörubíl, og boðið var þegið með þökkum, enda áttum við systkin ekki margra kosta völ. Við Páll tylltum okkar frammí hjá Bergi, en líkkistan lá trúlega njörvuð niður, á palli. Því- líkt ferðalag úr höfuðborginni um þjóðveg norður á Blönduós hefði átt að verða tíðindalítið, en þetta gerðist á styrjaldarárum, þegar land var her- numið og einföldum atburðum hætti til að ganga úr skorðum. Útlend þjóð hafði mikla herstöð við Hvalfjörð og þar var gaumgæfilega fylgst með hverri hræðu, sem átti leið um farinn veg. Þegar þangað kom stöðvuðu vopnaðir verðir bílinn og kröfðust skýringa á ferðalagi þriggja pilta. Við röktum fyrir þeim tilgang fararinnar og bentum á kistuna máli okkar til stuðnings. Þá var okkur skipað að opna hana til sönnunar, en okkur datt síst í hug að gegna slíkri fjarstæðu og þverneituðum. Þetta leiddi til nokk- urra orðahnippinga. Við þremenning- ar stóðum að því leyti illa að vígi í þeim umræðum, sem þá æxluðust að enginn okkar hafði nægilegt vald yfir enskri tungu til að koma öllu því til skila, sem okkur bjó í brjósti, og þó reyndum við eftir bestu getu að verja málstað okkar og þann forna rétt að mega færa lík til kirkju og grafar án þess að því yrði sýnd nein óvirðing. Okkur Páli rann í skap, en hvað sem Bergur kann að hafa hugsað, þá lét hann sér hvergi bregða, hvikaði ekki og ræddi málið af rökfestu, ró og skynsemi, enda kinokuðu dátar sér við að brjóta upp farminn. (Síðar var sú skýring gefin á tiltæki hermanna að þeim hefði dottið í hug að við vær- um að smygla vopnun, Írar höfðu ein- mitt notað líkkistur í þvílíku skyni). Þegar þrasað hafði verið dágóða stund kom liðsforingi á vettvang, spurði hvað gengi á og hvers konar erindi við ættum um þessar slóðir. Hann hlýddi með athygli á frásögn okkar, skotraði augum eitt andartak upp á bílpallinn, veifaði okkur áleiðis með hægri hendi og sagði kurteis- lega: „Þið þurfið ekki að staldra hér lengur við. Haldið ferðinni áfram.“ Enginn tálmaði för okkar eftir það. Bergur var heilsteyptur maður, og þegar ég fór að kynnast honum betur varð mér ljóst að sá vinargreiði, sem hann gerði okkur Páli var honum sjálfsagður hlutur. Allt frá fornu fari hefur það talist drengskapur að ljá þeim hjálparhönd sem illa eru stadd- ir, og Bergi var þeim mun ljúfara að hlaupa undir bagga með öðrum sem hann var flestum mönnum örlátari og rausnarlegri, þótt hann yrði aldrei fé- ríkur sjálfur. Síðar lagði sundur reyki okkar Bergs um hríð, ég fór til Írlands og þaðan til Skotlands. En veturinn 1955-56 dvaldist hann við framhalds- nám í Skotlandi og þá bar fundum okkar býsna oft saman. Bergur átti ágætiskonu, Margréti Líndal frá Holtastöðum í Langadal og með þeim voru börnin þrjú, Þorgeir tíu vetra elstur og dæturnar Halla og Áslaug nokkrum árum yngri. Þau Bergur leigðu sér íbúð í Joppa, litlu þorpi út með firði, rétt fyrir austan Eiðina- borg. Þangað skruppum við hjónin margan ljúfan sunnudag. Og eftir héðanför fjölskyldunnar að lokinni dvöl í Skotlandi nutum við jafnan sömu þjóðlaðar þegar við sóttum þau heim í hafnfirsk salarkynni. En svo hvarf Margrét út í fortíðina langt um aldur fram. Síðan hef ég verið árlegur gestur Bergs, og sú hugmynd sem ég fékk af drengskap hans haustið 1942 hefur skýrst og styrkst við langar viðræður um fólk og bækur, Bergi var mikil rækt á hvorutveggja. Hann var sann- ur húmanisti. Mér þykir sennilegt að lífsskoðanir hans hafi notið Mar- grétar við, enda voru þau bæði bæði gáfuð og víðsýn, einkar samrýmd og kunnu vel að meta fegurð mannlegs lífs. Þau létu ávallt lítið yfir sér, töl- uðu jafnan í hálfum hljóðum og fóru aldrei með ýkjur, engin heyrði ég styggðaryrði af vörum þeirra og þeim var tamara að lofa fólk en lasta. Sjálf- hól og skrum voru víðs fjarri eðli þeirra. Mér virtust þau ávallt vera raunsæ og skynja veröldina rétt eins og hún er, en létu ekki glepjast af kenningum þeirra sem stritast við að endurskapa veruleikann og fortíðina í nýjum myndum. Svo er talið að vinátta og dreng- skapur séu einhverjir römmustu þættirnir í þeirri mannúðarstefnu, sem dafnaði hér í álfu um þær mundir sem forfeður okkar ortu Njálu og önnur sígild listaverk til dýrðar þeirri siðmenningu, sem enn á í vök að verj- ast. Sú siðmenning lifir ekki einungis í bókum og öðrum andlegum afrekum skapandi skálda heldur einnig í hug- um þeirra sem stunda drengskap. Minningu Bergs Vigfússonar og Mar- grétar Líndal stafar birti frá slíkum hugsjónum. Hermann Pálsson. Jæja, nú er komið að því: Bergur ,,frændi“ er allur. Börnin hans teljast þremenningar við mig, og tengsl fjöl- skyldna okkar hafa jafnan verið svo náin að ég vil ekki hafa um það fleiri orð frá eigin brjósti. Þess í stað vil ég nú vitna í texta sem ég veit að hefði verið Bergi vini mínum að skapi vegna látleysis síns, en það er brot úr messu þeirri er skáldið T.S. Eliot lætur í munn Tóm- asar Beckets, erkibiskupsins í Kant- araborg á tólftu öld; í helgileiknum Morð í dómkirkjunni. En ég hef nú margoft séð ástæðu til að vitna í þá leikritsþýðingu mína í minningar- greinaskrifum á undanförnum árum: ,,Hugleiðið nú hvernig Herra okk- ar talaði sjálfur um frið. Hann sagði við lærisveina sína, „Ég fer frá ykkur í friði, friður sé með yður.“ Meinti hann frið eins og við leggjum oftast merkingu í frið: að enska konung- dæmið lifi í friði við nágranna sína, barónarnir í friði við kónginn, að heimilishaldarinn fái að ávaxta sitt pund í friði, með eldstóna sópaða og fína, hans besta vín borið fram fyrir vin, meðan konan hans syngur börn- um þeirra til? Þessir menn sem voru lærisveinar Hans þekktu enga slíka hluti: þeir gáfu sig fram til að ferðast um langa vegu, til að þjást á láði og legi, til að kynnast pyndingum, fang- elsun, vonbrigðum, til að bíða dauða píslarvottarins. Hvað meinti Hann þá? Ef þið spyrjið um það, minnist þá að Hann sagði einnig, „Ekki það sem er þessa heims færi ég ykkur,“ þann- ig að Hann gaf lærisveinum sínum frið, en ekki frið þessa heims.“ Tryggvi V. Líndal. Traustur vinur er fallinn frá með skyndilegum hætti. Ég er næstum viss um það hafi borið að á þann veg sem Bergur hefði helst kosið. Löng dvöl á sjúkrahúsi eða annarri sjúkra- stofnun, hefði ekki verið honum létt- bær. Því leyfi ég mér að samgleðjast honum. Kynni okkar Bergs hófust haustið 1943, er ég fór í Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Það sama haust byrjaði hann að kenna við þann skóla, en þar var úrval góðra kennara og stjórn- enda. Fyrsti kennsludagurinn þar er mér skýr í huga, þegar hávaxinn og herðabreiður maður gekk inn í skóla- stofuna og ávarpaði okkur nemend- urna með djúpri og hreimmikilli röddu og sagði: „Ég á að kenna ykkur ensku í vetur.“ Þannig voru fyrstu kynni mín af Bergi Vigfússyni. Þessi vetur sem í hönd fór var sá síðasti sem heimavist var starfrækt við Flensborgarskóla. Þar bjó ég í herbergi ásamt öðrum pilti, en 6 eða 8 herbergi voru við þennan sama gang. Á þessum árum var ekki betur búið að kennaraliði skólans en svo, að Bergi var ætlað lítið nemendaher- bergi við sama gang og ærslafullir nemendur bjuggu. Því leiddi af sjálfu sér að vinnufriður var takmarkaður. Ég kom í skólann öllum ókunnugur, hafði aldrei verið í svo stórum hópi unglinga og þar var. Minn hugar- heimur var mótaður af miklu smærra samfélagi. Flestir nemendurnir voru úr Hafnarfirði og höfðu verið saman í barnaskóla þar, sem þá var aðeins einn í firðinum. Þeir þekktust því flestir frá unga aldri. Því kom það nokkuð af sjálfu sér að ég dró mig nokkuð til hlés – var feim- inn. Bergur veitti þessu athygli og gaf sig á tal við mig. Stundum bauð hann mér inn til sín á kvöldin og ræddi við mig m.a. um félagslífið í skólanum. Hvatti hann mig til að taka þátt í því. Hvatningarorð Bergs urðu til þess að ég gaf mig meira að fólkinu, svo von bráðar féll ég alveg í hópinn. Þegar ég kom í skólann næsta haust var Bergur nýlega kvæntur Margréti Jónatansdóttur frá Holta- stöðum í Langadal. Ekki fækkaði heimsóknum mínum til Bergs eftir að Margrét kom þar til sögu. Þar stóðu mér ætíð opnar dyr. Fljótlega kom- umst við Margrét að því að við áttum bæði ættartengsl við sr. Snorra á Húsafelli. Þeir þræðir urðu oft um- ræðuefni milli okkar. Bergur var áhugamaður um útivist og ferðalög. Oft gekkst hann fyrir því að nemend- ur færu í skíðaferðir austur í Hvera- dali eða á aðra áhugaverða staði. Þær ferðir urðu afar vinsælar og frá þeim eru góðar minningar. Skólagöngunni lauk og leiðir skildu. Ég hélt til heimahaganna sem kölluðu til mín og samfundunum við Berg og Margréti fækkaði eftir að bú- skapur og brauðstrit tók við hjá mér. Þó tókst okkur að fara tvær hesta- ferðir. Veiði- og landskoðunarferð um Arnarvatnsheiði og ferð frá Geysi í Haukadal um Skessubásaleið og Kaldadal. Í síðarnefndu ferðinni var Margrét með og átti hún stóran þátt í að sú ferð tókst vel. Báðar þessar ferðir urðu oft umræðuefni síðar og þættir þeirra rifjaðir upp. Stöku sinn- um kom Bergur hingað að Stóra-Ási, helst síðla sumars, stoppaði dagstund og bleytti öngul í ánni. Ekki fer hjá því að þeir sem ná háum aldri mæti andstreymi á lífs- leiðinni. Það fékk Bergur að reyna. Hinn 11. mars 1991 varð Margrét bráðkvödd þar sem þau hjónin voru í skíðaferð í Bláfjöllum. Því hefur ævi- ganga þeirra hjóna beggja endað með svipuðum hætti. Jafnan við andlát leggst þagnar- þungi á auðan teiginn og þá sem eftir standa, hérna megin. Ég kveð vin minn Berg Vigfússon með virðingu og þökk. Magnús Kolbeinsson. BERGUR VIGFÚSSON ✝ Sveinborg J.Waage fæddist í Hnífsdal 10. nóvem- ber 1907. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 11. júní síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jón Hálfdán Guðmundsson og seinni kona hans, Sig- ríður Magnúsdóttir. Albróðir var Sigurð- ur Ragnar, en hálf- systkini Elínbet Hjálmfríður, Guð- mundur, Jóna Krist- jana, Pálína Halldóra og Rannveig Jóna. Þau eru öll látin. Sveinborg var tekin í fóstur af Ólafi Bjarna- syni og Ólínu Guðrúnu dóttur hans á Kirkjubóli í Korpudal. Síðar gift- ist Ólína Kristjáni Birni Guðleifs- syni og þau fluttu að Efra-Seli í Hrunamannahreppi. Fóstursystk- ini Sveinborgar eru: Sveinbjörn Óskar, Ingibjörg Guðrún, Guðleif- ur Magnús, Rannveig, Haraldur Gunnar, Svava og Ólafur Lúther. Þau eru öll látin nema Sveinbjörn og Ólafur Lúther. Sveinborg giftist 18. maí 1940 Guðmundi E. Waage bónda að Litla-Kroppi í Flóka- dal. Þau eiga tvo syni: Viðar G. Waage, f. 1941, kvæntur Kristrúnu M. Waage, þau eiga tvo syni, Bjarka og Smára; og Eggert G. Waage, f. 1950, d. 1984, kvæntur Þor- gerði Sigurjónsdótt- ur, þau eiga þrjú börn: Sigfríði, Guðmund og Sig- rúnu. Sveinborg starfaði við umönnun sængurkvenna hjá Helgu Níels- dóttur ljósmóður, veitingarekstur hjá Theódóru Sveinsdóttur, sem rak veisluþjónustu í Reykjavík, og sumarhótel í Reykholti í Borgar- firði. Síðan var hún húsmóðir á Litla-Kroppi, og tók virkan þátt í starfi kvenfélagsins í sveitinni. Útför Sveinborgar fór fram í kyrrþey. Ég kynntist Sveinu fyrir 38 árum þegar eldri sonur hennar sýndi henni tilvonandi tengdadóttur. Hún heils- aði mér eins hlýlega og honum, með kossi og faðmlagi, og sá hlýi faðmur hefur staðið mér opinn allan þann tíma sem við áttum saman. Tengdamóðir mín var stórbrotin kona og ekki ein af þeim sem segja eitt í dag og annað á morgun. Hún bjó um tíma í næstu íbúð við okkur í Hraunbæ 172, og þá kynntist ég henni vel. Við vorum alla tíð góðar vinkonur og gerðum ýmislegt sam- an, eins og að fara í búðir og í leikhús. Einu sinni þegar við vorum að fara í leikhúsið í hríðarveðri að vetri til varð mér það á, að taka lopahúfu sem hún hafði gefið mér og setja upp. Ég man ennþá hvað hún var hneyksluð á því, að ég skyldi ætla með lopahúfu í leikhúsið, svo að lík- lega hef ég tekið hana niður áður en við fórum inn. Á kvennafrídaginn 24 október 1975 fórum við saman í bæ- inn, og stóðum niður við Stjórnar- ráðshúsið, ásamt öllum hinum sem voru í miðbænum þann dag. Einnig fór ég oft með henni í heimsókn til systkina hennar og fóstursystkina, og kynntist því fólki nokkuð. Síðustu árin, þegar hún var komin á Eir, heimsótti ég hana þangað og við spjölluðum um barnabörnin og barnabarnabörnin. Hún hafði svo gaman af að fá þau yngstu í heim- sókn og átti myndir af þeim á komm- óðunni sinni. Elsku Sveina, ég þakka þér fyrir öll árin sem við áttum saman og bið Guð að geyma þig í nýjum heim- kynnum. Kristrún M. Waage. Nú er elskuleg amma mín látin og margs að minnast. Það voru alltaf stórir dagar hjá okkur systkinunum í Skálholtsvík þegar von var á ömmu Sveinu með rútunni. Þá kom hún og var afkasta- mikil í heimilishaldi, eldaði besta mat í heimi, sat við handavinnu og sagði okkur sögur. Amma Sveina var mikil hannyrðakona, prjónaði og saumaði óteljandi myndir, púða og fleira. Það sést vel hjá okkur afkomendum, því öll eigum við útsaumaðar myndir eða annað handverk eftir hana sem prýð- ir okkar heimili í dag. Ég man eftir að einu sinni kom hún með tvær myndir og gaf mér eina og Gumma bróður hina og við áttum að læra útsaum og sauma með henni. Myndin mín var af kisu og sat ég með henni og saumaði mína fyrstu mynd. Myndin hans Gumma bróður var af lambi, en hann saumaði nú eitthvað minna og ég held að amma hafi saumað þá mynd meira og minna sjálf. Amma Sveina var lengi veik í fótum og þegar hún var í heim- sókn fékk ég oft að sofa á dýnu hjá henni. Mér þótti mest gaman að horfa á hana skipta um umbúðir á fótunum og hún sagði mér sögur á meðan, þær eru dýrmætar í dag. Amma Sveina klæddist alltaf kjól eða pilsi og blússu og var með silf- urhvítt hár. Hún drakk bara kaffi úr fínum og penum bollum, mjólkina fyrst og kaffið svo, annars varð kaffið óætt, því þurfti að hella og byrja uppá nýtt. Fyrir jólin sendi amma Sveina okkur heimatilbúnar karamellur, asíur og stundum „pickles“. Þá voru jólin komin. Ég hef reynt eftir að ég fullorðnaðist og eignaðist fjölskyldu sjálf að búa svona til en ekki fengið rétta bragðið. Þannig að ég ákvað að þetta yrði ein af minningunum um ömmu Sveinu. Amma var mikill og stórbrotinn persónuleiki sem ég mun alltaf minn- ast sem ömmu Sveinu í Hraunbæn- um. Nú er amma Sveina farin, södd líf- daga. Ég hef þá trú að hún svífi um með eiginmanni sínum og syni og öðru samferðafólki, sem margt er löngu látið og hún búin að sakna. Að lokum langar mig að segja við hana, eins og hún sagði svo oft við mig: Elsku amma Sveina, Guð geymi þig. Þín Sigfríður (Siffý). SVEINBORG J. WAAGE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.