Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 9 Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Útsala Sumarútsala Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-14 4ra vikna uppbyggjandi námskeið fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegn- um miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Ásmundur, sem m.a. byggir námskeiðið á eigin reynslu af kvíða, tekur fyrir þætti eins og jógastöður, öndunaræfingar, slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu. Ekki er krafist reynslu af jóga. Yfirgripsmikið og traust námskeið frá árinu 1994. Hefst þriðjudaginn 9. júlí – þri. og fim. kl. 20:00 Auðbrekku 14, Kópavogi. Símar 544 5560 og 864 1445, www.yogastudio.is Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni Opnuð hefur verið LÍTIL GJAFABÚÐ að Laugavegi 12a Eigum gott úrval af fallegu styttunum frá Candy Design ásamt fylgihlutum. Handmálaðar smávörur úr tré, skemmtilegar í sumarhúsin. Póstsendum MISJAFNT er eftir stærð kaffihúsa hvernig gengur að framfylgja lög- um um skiptingu veitingarýmis í reyk- og reyklaus svæði. Þá benda sumir kaffihúsaeigendur jafnframt á að aðsókn í reykingasvæði sé ein- faldlega meiri og brögð að því að vísa þurfi reykingamönnum úr sæti á reyklausum svæðum sem oft og tíðum standa eftir auð. Í lögum, sem samþykkt voru fyrir tæpu ári, er kveðið á um að meirihluti veit- ingarýmis skuli vera reyklaus. Samtök ferðaþjónustunnar leggja áherslu á það fyrir hönd sinna félagsmanna að farið sé eftir lögunum og framkvæmdastjóri samtakanna segir að í raun ætti meirihluti kaffihúsa að vera alveg reyklaus í framtíðinni þótt ekki sé tilefni til slíkra aðgerða nú. Hulda Hákon, myndlistarkona og eigandi Gráa kattarins við Hverf- isgötu, segir að reynt sé eftir fremsta megni að fara eftir lög- unum og rýminu sé skipt í reyk- og reyklaust svæði. Hún segir að gerð hafi verið til- raun með að hafa staðinn reyklaus- an á sínum tíma en það hafi ekki gengið upp og viðskiptin hafi snarminnkað. „Þessi lög eru þannig vaxin að ég hefði farið á hausinn ef þetta hefði haldið áfram,“ segir hún. Hún segist ekki tilbúin að reyna þá leið aftur og að jafnframt hafi verið brugðið á það ráð að láta gestum á reyklausu svæði eftir hvort þeir reykja eða reykja ekki í samráði við gesti á næstu borðum. Hún segir að engin vandamál hafi komið upp samfara þessu fyrir- komulagi og einungis einu sinni eða tvisvar hafi verið kvartað vegna tóbaksreyks. Hulda segir að það hljóti að koma til álita að skipta kaffihúsum upp í reyklaus kaffi- hús og kaffihús þar sem megi reykja og bendir á að minni staðir eigi oft mun erf- iðara með að framfylgja ákvæðum um skiptingu sem kveðið er á um í lögunum. Á Gráa kettinum eru til að mynda einungis sex borð. „Ég er mjög ósátt við að það sé dembt yfir mann reglum sem ekki er hægt að framfylgja,“ segir Hulda. Sigurður Helgason, eigandi Húss málarans í Bankastræti, segir „betri helminginn“ af salnum í kaffihúsinu reyklausan. Borðin eru að vísu ekki merkt, að hans sögn, en hann segir að strangt sé tekið á því ef gestir eru staðnir að reyk- ingum á reyklausu svæði. Rösklega 30 borð eru á kaffihúsinu og segir hann að um helmingur þeirra sé reyklaus alla virka daga og fram á miðnætti á föstudagskvöldum. Eftir þann tíma sé einfaldlega ekki hægt að framfylgja reglunum. Þegar hann er spurður um ástæður þess að veitingahúsa- eigendur fari sjaldnast eftir lögum sem kveða á um að meirihluti veit- ingarýmis eigi að vera reyklaus, eins og haft var eftir framkvæmda- stjóra tóbaksvarnarnefndar í blaðinu í gær, segir Sigurður að að- stæður hafi gjörbreyst til hins betra á undanförnum árum. Sigurður nefnir að hann hafi sem fulltrúi veitingamanna átt setu í nefnd sem framkvæmdastjóri tóbaksvarnarnefndar setti á lagg- irnar fyrir nokkrum árum og ætlað var að finna leiðir til úrbóta. Kveikir bara í og drepur í á gólfinu Að sögn Arthurs Péturssonar, rekstrarstjóra Kaffibrennslunnar í Pósthússtræti, er báðum hæðum kaffihússins skipt til helminga. Hann segir að um helgar sé hins vegar með engu móti hægt að fram- fylgja skiptingu í reyk- og reyklaus svæði. „Oft er fólki alveg sama. Það kveikir bara í og drepur í á gólf- inu,“ segir Arthur. Á Kaffibrennslunni eru 26 borð, þar af eru 11 borð reyklaus, að hans sögn. Aðspurður af hverju reykingar séu leyfðar á meirihluta borða þvert á það sem kveðið er á um í lögum segir Arthur að reyndin sé sú að enginn sitji á reyklausum borðum sem standi auð allan dag- inn. „Þetta er svolítið erfitt þar sem maður er í rekstri með það fyrir augum að láta hann ganga upp.“ Hann segir að starfsfólk kaffi- hússins lendi ótt og títt í því að biðja fólk sem kveiki sér í sígarettu á reyklausu svæði að færa sig og að kúnnarnir taki því misjafnlega vel. Hann bendir á að í Noregi hafi á sínum verið sett svipuð lög en að þau hafi fljótlega verið afnumin vegna þess að ekki tókst nægj- anlega vel til með framkvæmd þeirra. Meirihluti kaffihúsa í framtíðinni verði reyklaus Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, sem byggð eru á grunni Sambands veitinga- og gistihúsa- eigenda og annarra hagsmuna- samtaka í ferðaþjónustu, segir sam- tökin leggja mikla áherslu á að veitingamenn fari eftir lögum og reglum hvað varðar skiptingu veit- ingarýmis í reyk- og reyklaust svæði. „Við höfum alltaf sagt að við eig- um að taka tillit til allra gesta, bæði þeirra sem reykja og þeirra sem vilja sitja í hreinu lofti. Mjög víða er það auðvelt en annars staðar er það mjög erfitt,“ segir Erna og á þar við litlu kaffihúsin. Erna segir að SAF hafi hafið her- ferð fyrir nokkrum árum þar sem aðbúnaður gesta með tilliti til reyk- og reyklausra svæða var kannaður. Þá hafi margir veitingastaðir og kaffihús tekið vel við sér og útbúið reyklaus svæði sem ekki höfðu ver- ið áður. Erna undirstrikar að lögin verði að vera þannig úr garði gerð að gerlegt sé að fara eftir þeim og að greina þurfi í lögunum á milli skemmtistaða og matsölustaða. Mjög erfitt geti verið fyrir veit- ingamenn á skemmtistöðum að halda ákveðnu hlutfalli borða reyk- lausu um helgar. Erna segist ekki hafa heyrst annað en að ágætlega hafi tekist að aðgreina á milli borða á kaffihúsum. „Hvort sætin eru akkúrat 51% af heildinni verður auðvitað svolítið að fara eftir því hvernig staðurinn lítur út.“ Erna segist sjá fyrir sér að þró- unin verði á þá lund að meirihluti kaffihúsa verði í framtíðinni alveg reyklaus. Misjafnt eftir stærð kaffihúsa hvernig gengur að skipta rými í reyk- og reyklaus svæði Lögin illframkvæmanleg fyr- ir lítil kaffihús og um helgar Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.