Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VÖRUSKIPTI við útlönd voru hag- stæð um 2,6 milljarða í maí sl. en í sama mánuði í fyrra voru þau óhag- stæð um 3,6 milljarða miðað við sama gengi. Vöruskiptajöfnuður í maí batn- aði því um tæpa 6,3 milljarða á milli ára. Útflutningur í maímánuði nam 18,2 milljörðum króna en innflutningur 15,6 milljörðum. Útflutningur er ríf- lega 3,3 milljörðum króna meiri nú en í maí í fyrra, miðað við gengi ársins 2002. Innflutningur hefur hins vegar minnkað um 2,9 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn 20 milljörðum betri í ár Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru vöruskipti við útlönd hagstæð um 10,7 milljarða króna en á sama tímabili árið áður voru þau óhagstæð um 9,2 milljarða, miðað við sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn á fyrstu fimm mánuðunum batnaði því um 19,9 milljarða á milli ára. Fyrstu fimm mánuði ársins í ár nam útflutningur 92,1 milljarði króna en innflutningur nam 81,5 milljörðum króna. Útflutningur var 11,1 milljarði meiri nú en á sama tímabili árið áður, eða 14% meiri á föstu gengi. Aukn- ingu vöruútflutnings má helst rekja til aukins útflutnings á sjávarafurð- um, aðallega frystum flökum, fisk- mjöli og heilum frystum fiski. Einnig hefur útflutningur á lyfjavörum og lækningatækjum aukist. Á móti kem- ur að mun minna hefur verið selt af skipum úr landi en á síðastliðnu ári. Innflutningur var 8,8 milljörðum króna minni á fyrstu fimm mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra, eða 10% minni á föstu gengi. Samdráttinn má að stærstum hluta rekja til minni innflutnings á fjárfestingarvörum og hrá- og rekstrarvörum, að því er segir í frétt frá Hagstofu Íslands. Vöruskipti hagstæð um 2,6 milljarða í maí                              !"#$       &           . $      *   /          0 1 !    "!# 0 $  - $ 2 3! !!   / 4 $  $ ! * $ * $  $! % +$4   !!    ! ! 5  $ 2   !6     / &!  '  (           "&!#""2# 7!""(2'  7!""82&   "!7(928 7"!:''2"  7(92' "!78"2" 8!;;92(  '!8;(29 "!88:28 "!"9"2( &!#&:2&         ";!''#2" 7!7:72"  88&2;   "!7&827 7(!:##2#  '(#2; "!"':28 8!&:"2"    7!9(;27 97(2# 7!8;;2( #!::(2'     !  !  "    <727= >(2:= <892'= <:(2'= # "      ?72&= <""2(=  >'&2"= <"82#= <:2;=   <7"29= <8(2:= ? <"&2&=   $%&'( )* +  , *-$+.                      LIND ehf., sem er dótturfyrirtæki Danól hf., hefur tekið við sölu og dreifingu á Smirnoff, Baileys, Gord- on’s og fleiri þekktum áfengisteg- undum frá Diageo, sem er stærsta áfengisfyrirtæki heims. Umboðið var áður hjá Karli K. Karlssyni hf. Diageo, sem áður hét Guinness UDV, framleiðir meðal annars áfengistegundirnar Smirnoff-vodka, Gordon’s- og Tanqueray-gin, Johnny Walker-, Dimple- og Bell’s-viský, Baileys-líkjör og Guinness-bjór. Sala á vörutegundum Diageo hér á landi nam um 700 milljónum króna á árinu 2001. Októ Einarsson, markaðsstjóri Danól, og Birgir Hrafnsson, fram- kvæmdastjóri Lindar, segja að með þessu, til viðbótar við kaup Lindar á Ölgerð Egils Skallagrímssonar, fari markaðshlutdeild Lindar í um 30% af áfengismarkaði á Íslandi. Það geri fyrirtækið langstærst á íslenska markaðnum. Lind var stærsti seljandi áfengis í gegnum ÁTVR árið 2001 með tæp- lega 22% hlutdeild, byggt á sölutöl- um ÁTVR. Markaðshlutdeild í ein- stökum flokkum var um þriðjungur í rauðvíni, 29% í hvítvíni, um 8% í bjór og 11% í sterkum vínum. Ársveltan í fyrra nam rúmum 1,1 milljarði króna en áætlað er að velta ársins 2002 verði 1,55 milljarðar króna og árið 2003 verði veltan komin í 2 milljarða. „Áhrifin á fyrirtækið eru mikil og þetta umboð styrkir okkur verulega hjá veitingahúsum og börum. Okkur hefur vantað heildstæða línu í sterk- um drykkjum. Þarna fáum við mörg leiðandi vörumerki í heiminum,“ segir Októ. Sameining við Ölgerðina á döfinni Ekki hefur verið endanlega geng- ið frá samruna Lindar og Ölgerðar Egils Skallagrímssonar en beðið er niðurstöðu úr áreiðanleikakönnun, sem er væntanleg á næstu dögum. Hins vegar hefur samruni fyrirtækj- anna verið samþykktur af birgjum, vöruúrval víntegunda hefur verið samræmt og vörudreifing og birgða- hald fyrirtækjanna eru orðin sam- eiginleg. Októ og Birgir segja sameiningu Lindar og Ölgerðarinnar mjög væn- lega. Markmiðið með slíkri samein- ingu yrði að skapa alhliða drykkjar- vörufyrirtæki, sem bjóði upp á létt og sterk vín, bjór og gosdrykki. Lind hafi skapað sér sterkan markað í léttvínum og hafi nú, með Diageo- umboðinu, styrkt stöðu sína í sterk- um vínum. Styrkur Ölgerðarinnar liggi hins vegar í bjór og gosdrykkj- um. „Samlegðaráhrifin yrðu einnig veruleg í sölu, markaðssetningu og dreifingu, yfirstjórn og húsnæðis- málum,“ segir Októ en þegar er farið að huga að því að koma allri starf- seminni, þ.e. Ölgerðinni, Lind og Da- nól, undir eitt þak. Lind tekur við dreifingu á Smirn- off og Baileys Morgunblaðið/Árni Sæberg Sparisjóður Kaupþings og nb.is orðnir hlutafélög NB.is/sparisjóður er nú orðinn hluta- félag og einnig Sparisjóður Kaup- þings. Þetta var samþykkt samhljóða á fundum stofnfjáreigenda þessara tveggja sparisjóða í gær. Kaupþing keypti á sínum tíma bróðurpart stofnfjár Sparisjóðs Ön- undarfjarðar þegar sparisjóðir á Vestfjörðum voru sameinaðir og varð þá Sparisjóður Kaupþings til. Hann þjónar einungis fyrirtækjum. Á sama hátt keypti SPRON allt stofnfé í Sparisjóði Súðavíkur sem sameinað- ist rekstri Sparisjóðs Vestfirðinga einnig. Nafni Sparisjóðs Súðavíkur var síðan breytt í nb.is/sparisjóður og heimili og varnarþing flutt til Reykja- víkur. Stofnfjáreigendur nb.is voru m.a. SPRON og starfsmenn nb.is. Þessir aðilar eru nú orðnir hluthafar í nb.is hf. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Kaupþings voru Kaupþing, SPRON, starfsmenn og fleiri. HEILBRIGÐISRÁÐHERRA tók í gær formlega í notkun nýtt húsnæði ÍSAGA ehf. til framleiðslu á svoköll- uðum lyfjalofttegundum við Breið- höfða í Reykjavík. Með tilkomu nýju aðstöðunnar uppfyllir ÍSAGA nú all- ar kröfur sem heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið gerir til framleiðslu slíkra lofttegunda, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ÍSAGA. ÍSAGA ehf. er hluti af alþjóðafyr- irtækinu Linde Group og með til- komu nýja húsnæðisins er fram- leiðsluaðstaða heilbrigðissviðs fyrirtækisins, AGA Linde Health- care, orðin fyllilega sambærileg við aðstöðu systurfyrirtækjanna. Breyt- ingarnar hafa komið til framkvæmda í áföngum eftir að sett var reglugerð fyrir nokkrum árum um að loftteg- undir, sem notaðar eru til lækninga, skuli flokkast sem lyf og framleiðsla þeirra því vera leyfisskyld. Starfsmenn ÍSAGA ehf. eru nú 26 talsins en fyrirtækið var stofnað árið 1919 í tengslum við vitavæðingu landsins, með aðstoð gasframleið- andans AGA í Svíþjóð. Fyrirtækið var ýmist að hluta eða að öllu leyti í eigu Íslendinga frá stofnun þess til 1991. Þá eignaðist sænska AGA fyrirtækið en 1999 keypti þýska fyrirtækið Linde Gas sænska AGA og þar með einnig ÍSAGA ehf. Linde Gas, sem er hluti af Linde Group, er með starfsemi í um 50 löndum og vinna hjá því um 18 þúsund starfs- menn. Linde Group í heild er hins vegar með yfir 46 þúsund starfs- menn. ÍSAGA ehf. er eina fyrirtækið sinnar tegundar á Íslandi og áður en reglugerðin tók gildi var enginn greinarmunur gerður á lofttegund- um og umbúðum sem notaðar voru í heilbrigðiskerfinu og í almennum iðnaði. Auk súrefnis framleiðir ÍSAGA ehf. köfnunarefni og koldíox- íð en flytur inn lofttegundir eins og asetýlengas, argon og glaðloft. Aðal- aðsetur ÍSAGA er að Breiðhöfða auk þess sem fyrirtækið er með sex af- greiðslustaði víðsvegar um landið. Koldíoxíðframleiðslan er að Hæðar- enda í Grímsnesi. Nýtt húsnæði ÍSAGA ehf. Morgunblaðið/Þorkell Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra tók nýja verksmiðju ÍSAGA í notkun. SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og ná- grennis (SPRON) hefur selt kr. 52.307.693 að nafnverði hlutafjár í Kaupþingi banka hf. á verðinu kr. 13,00. Söluverðmætið er því um 680 milljónir króna. Eignarhlutur SPRON eftir söluna nemur kr. 152.331.722. SPRON er stærsti beini eignar- aðili í Kaupþingi banka hf. og á nú 9,35% hlutafjár. Sparisjóðurinn hef- ur samtímis gert samning um endur- kaupsrétt á þessum bréfum og er rétturinn virkur til 10. október 2002. Sparisjóðsstjóri SPRON, Guð- mundur Hauksson, er jafnframt stjórnarformaður Kaupþings banka hf. Hann segir í samtali við Morgun- blaðið að ástæðan fyrir sölunni sé að SPRON sé að renna stoðum undir eiginfjárstöðu sína m.t.t. reglna um eiginfjárhlutfall fjármálastofnana, svokallað CAD-hlutfall. „Við ætluð- um auðvitað að gera það með því að hlutafjárvæða SPRON í dag. En úr því sú leið tókst ekki, eigum við nóg af eignum sem létta á þessari eig- infjárstöðu til að við getum uppfyllt þau mörk sem við viljum ná. Eig- infjárhlutfallið er langt yfir lágmarki en við viljum standa við okkar eigin markmið,“ segir Guðmundur. Hann segir að salan á bréfunum í Kaup- þingi tengist deilum stjórnar og stjórnenda SPRON við hluta stofn- fjáreigenda ekkert að öðru leyti. SPRON selur hluta- bréf í Kaupþingi KAUPÞING spáir 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs milli júní og júlí en Búnaðarbanki Íslands og SPRON spá 0,2% hækkun. Stærstu einstöku þættir í hækkun vísitölunnar samkvæmt spá SPRON verða hækkanir á húsnæðislið, ferð- um og flutningum. Búnaðarbankinn gerir ráð fyrir óbreyttu húsnæðis- verði en áframhaldandi hækkun á verði á innlendri matvöru. Kaupþing gerir ráð fyrir að verð matvöru standi í stað en að húsnæðisliður vísitölunnar og bensínverð hækki. Hagstofa Íslands birtir nýja vísi- tölu neysluverðs 10. júlí. Spár fjármálafyrirtækja 0,2–0,3% hækkun á neysluverðsvísitölu VÞÍ verður Kauphöll Íslands HINN 1. júlí nk. tekur Verðbréfa- þing Íslands upp nafnið Kauphöll Ís- lands. Nafnbreytingin hinn 1. júlí mun sjást á heimasíðu, yfirlitum og öllum þeim stöðum sem við verður komið strax eftir helgi en viðskipta- vinir þingsins munu þó í einhverjum tilvikum verða varir við „Verðbréfa- þing“ í samskiptum við þingið fyrst um sinn eftir nafnbreytingu. Til að styrkja ímyndina Í tilkynningu frá VÞÍ eru fjöl- miðlar, kauphallaraðilar, upplýs- ingaveitur og aðrir markaðsaðilar vinsamlega beðnir um að taka heitið „Kauphöll Ísland“ í notkun frá og með næsta mánudegi og huga að breytingum sem gera þarf til að það megi takast. „Er það von þingsins að þessi breyting gangi áreynslulaust fyrir sig og að nýja heitið verði til þess að styrkja ímynd Kauphallarinnar í huga viðskiptavina og almennings,“ segir m.a. í tilkynningu frá Verð- bréfaþingi Íslands sem senn verður Kauphöll Íslands. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.