Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FULLTRÚAR stjórnarflokkanna
og stjórnarandstöðu í efnahags- og-
viðskiptanefnd eru sammála um að
ekki hafi staðið til að afhenda stofn-
fjárfestum meira af eigin fé spari-
sjóðs en sem nemur verðbættu stofn-
framlagi. Hinn pólitíski vilji hafi
verið nokkuð skýr hvað þetta snerti.
Og þeir draga einnig í efa að yfir-
tökutilboð hóps stofnfjáreigenda fái
staðist lög. Reynist það hins vegar
vera lögmætt kunni að vera nauð-
synlegt að gera breytingar á lögun-
um þegar Alþingi kemur saman í
haust, þ.e. skerpa á hinum pólitíska
vilja í tæknilegri útfærslu, svo vísað
sé til ummæla fulltrúa Framsóknar-
flokksins.
Fulltrúi Samfylkingarinnar segir
gallann á núverandi fyrirkomulagi
sparisjóðanna vera tvenns konar,
annars vegar veik eiginfjárstaða og
ekki síður hitt að fámennur hópur
stofnfjárfesta hafi vald yfir gífurlegu
fjármagni sem hann er ekki nema að
litlu leyti eigandi að.
Eiga ekki eignarréttarlegt til-
kall til eigin fjár sparisjóðanna
Vilhjálmur Egilssson, einn fjög-
urra fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og
formaður efnahags- og viðskipta-
nefndar, segist í sjálfu sér ekkert
hafa við það að athuga ef Búnaðar-
bankinn og SPRON myndu taka
ákvörðun um að sameinast. Menn
verði auðvitað að vega og meta slíkt á
viðskiptalegum forsendum.
„Hins vegar var hugmyndafræðin
sem lá að baki þessari breytingu á
sparisjóði í hlutafélag sú að stofn-
fjáreigendur ættu ekki eignarréttar-
legt tilkall til eigin fjár sparisjóðanna
umfram það sem stofnféð er, þ.e. að
eignarréttur þeirra takmarkaðist við
stofnfé og að þetta eignarréttarlega
tilkall stofnfjáreigendanna breyttist
ekki við þessa formbreytingu. Þetta
atriði var lagt til grundvallar þegar
lögin um breytingu á sparisjóðum í
hlutafélög voru samþykkt á Alþingi.
Út frá þessum forsendum sýnist mér
þessi þáttur ekki ganga upp.
En ef stofnfjáreigendur hefðu til
að mynda ákveðið það sjálfir að sam-
einast Búnaðarbankanum þá hefði
ekkert verið við því að segja.“
Tilboðið á skjön við
hinn pólitíska vilja
Hjálmar Árnason, annar fulltrúi
Framsóknarflokks í viðskipta- og
efnahagsnefnd, segir að vilji löggjaf-
ans hafi verið nokkuð ljós, þ.e. að við-
halda grunnhugsuninni með spari-
sjóði. Sá vilji hafi verið og sé nokkuð
ljós.
„Hvort lagatextinn sjálfur,“ held-
ur Hjálmar áfram, „hafi verið eitt-
hvað óskýr skal ég ekki segja til um.
Það er svona tæknileg útfærsla. En
ég vil leggja áherslu á hinn pólitíska
vilja í málinu og yfirtökutilboðið í
SPRON er nokkuð á skjön við þann
vilja.“
Hjálmar segist þó skilja hvað vaki
fyrir mönnum, þ.e. að styrkja sig í
harðri og síharðnandi samkeppni á
fjármálamarkaðinum. Það breyti þó
ekki þeirri staðreynd að það hafi ver-
ið vilji Alþingis að halda í þá hugsjón
sem búið hafi að baki sparisjóðunum.
„Og út frá þeirri forsendu má
kannski segja að ég hafi nokkrar efa-
semdir og það hlýtur að verða eitt af
fyrstu verkum þingsins þegar það
kemur saman að skerpa á þessum
vilja sínum í tæknilegri útfærslu.“
Hjálmar segir að á málinu sé einn-
ig annar flötur, þ.e. að ef menn ætli
að fara þessa leið, sem nú blasi við og
hann hafi ákveðnar efasemdir um, þá
væri eðlilegra að fara með það á al-
mennan markað og gefa fleiri kost á
að taka þátt. „Það teldi ég eðlilegri
viðskiptamáta að því gefnu að menn
ætli að fara þessa leið sem ég ítreka
að ég hef verulegar efasemdir um,“
segir Hjálmar.
Skynsamlegt að fjölga
nýjum stofnfjáreigendum
Jóhanna Sigurðardóttir, annar
fulltrúi Samfylkingar í nefndinni,
segir að sér sýnist yfirtökutilboðið
vera alveg á skjön við lögin og til-
gang þeirra. Hún segir að það liggi
alveg fyrir að stofnfjáreigendur geti
aðeins gert tilkall til verðbætts eigin
stofnframlags. „Gallinn á núverandi
fyrirkomulagi sjóðanna er veik eig-
infjárstaða og að fámennur hópur
stofnfjárfesta hefur vald yfir gífur-
legu fjármagni sem hann er ekki
nema að litlu leyti eigandi að. Það er
stóri gallinn á þessu. Þess vegna er
t.d. ástæða til þess að taka undir að
takmarka þarf atkvæðamagn sem
stofnfjárfestar geta farið með við t.d.
5% en ekki nálægt 90% eins og gert
er ráð fyrir í tillögu stjórnar SPRON
en við það geri ég athugasemd.“
Jóhanna segir að þegar málið hafi
verið rætt á Alþingi í fyrra hafi það
verið skoðun Samfylkingarinnar að
það ætti að gefa möguleika á að
fjölga nýjum stofnfjáreigendum og
opna hóp stofnfjáreigenda í tiltekinn
tíma fyrir almenning áður en spari-
sjóði væri breytt í hlutafélag. Breyt-
ingartillaga sem miðaði að þessu hafi
hins vegar verið felld.
„Það sem nú er að gerast er valda-
brölt í bankaheiminum sem mér
finnst að birtist með afar ógeðfelld-
um hætti þar sem verið er að gefa
stofnfjárfestum eignir sem þeir eiga
ekki tilkall til og geta ekki gert kröf-
ur í. Mér finnst það vægast sagt
óeðlilegt að fimm stofnfjáreigendur
fari í það að fá aðra stofnfjáreigend-
ur með gylliboðum til þess að færa
Búnaðarbankanum SPRON á silfur-
fati. Ef svona yfirtaka er heimil, sem
ég dreg í efa, er það auðvitað mark-
aðurinn sem á að ráða þar ferðinni og
þá kæmi á daginn hvort Búnaðar-
bankinn er að reyna eignast SPRON
á undirverði.“
Verið að hlunnfara samfélögin
sem standa að sparisjóðunum
Ögmundur Jónasson, fulltrúi
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs í efnahags- og viðskipta-
nefnd, segist vera mjög gagnrýninn
á yfirtökutilboð Búnaðarbankans og
raunar gagnrýninn á þessa breyt-
ingu á rekstrar- og skipulagsformi
sparisjóðanna. „Það er hætt við því
að það gerist að þeir verði settir í
eins konar brask þar sem svokölluð-
um stofnfjáreigendum verða færðar
háar peningaupphæðir á silfurfati á
kostnað þeirra samfélaga sem spari-
sjóðirnir eru sprottnir upp úr. Það
eru fyrst og fremst þessi samfélög
sem verið er að hlunnfara með þes-
um breytingum.“
Aðspurður segir Ögmundur að sér
þyki ljóst að það þurfi að taka laga-
setninguna alla til endurskoðunar,
skjóta því á frest að hlutafjárvæða
sparisjóðina því niðurstaðan af því
gæti verið sú sem menn standa nú
frammi fyrir. Undir því yfirskyni að
verið sé að standa vörð um einhvers
konar sanngirniskröfur stofnfjár-
festa er verið að auðvelda þeim að
raka fyrirhafnarlaust til sín fjár-
magni sem þeir eiga ekkert í.“
Ögmundur minnir á að vinstri-
grænir hafi haft um þetta mál bæði
miklar efasemdir og varnaðarorð á
sínum tíma og þingmenn VG því set-
ið hjá við atkvæðagreiðsluna um
breytingar á lögunum. „Núna þegar
það kemur í ljós að þær efasemdir
eru á rökum reistar þá þarf að taka
þessi mál til endurskoðunar.“
Fulltrúar í efnahags- og viðskiptanefnd um yfirtökutilboð í SPRON
Pólitískur
vilji löggjaf-
ans var ljós
Morgunblaðið/Brynjar
Jóhanna
Sigurðardóttir
Ögmundur
Jónasson
Vilhjálmur
Egilssson
Hjálmar
Árnason
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá hópi stofn-
fjáreigenda þeim Sveini Valfells,
Pétri H. Blöndal, Ingimar Jóhanns-
syni, Gunnari A. Jóhannssyni og
Gunnlaugi M. Sigmundssyni „vegna
vísvitandi rangfærslna“, eins og það
er orðað:
„Komið hefur fram að SPRON og
Kaupþing keyptu meirihluta stofn-
fjár í Sparisjóði Súðavíkur og Spari-
sjóði Önundarfjarðar á fjórföldu
gengi í fyrra. Samkvæmt upplýsing-
um frá Sparisjóði Vestfirðinga í
fréttum Sjónvarps í gær, 27. 6. 2002,
var stofnféð selt á nafnvirði en eign-
arhluti sparisjóðsins í félögum met-
inn sérstaklega og fyrir það fékk
stofnfjáreigandinn greitt skv. sam-
komulagi. Fram kom einnig að heild-
arupphæðin hafi verið milli 70 og 80
milljónir króna sem er margfalt yf-
irverð stofnfjár.
Af þessum upplýsingum má ráða
að forsvarsmenn SPRON, sem
keppst hafa við að halda því fram að
um sé að ræða ólögmæta aðgerð,
hafi sjálfir farið sambærilega leið.
Eini munurinn er greiðslumáti yfir-
verðsins, sem í þessu tilviki var
greitt með betri vaxtakjörum til
stofnfjáreiganda og með því að
greiða sérstaklega fyrir eignarhluti í
félögum.
Viðbrögð stjórnenda SPRON við
tillögum okkar hljóta að vekja stofn-
fjáreigendur og starfsmenn SPRON
til alvarlegrar umhugsunar um hvaða
hagsmunum stjórnendur SPRON
þjóni.
1. Stjórnendur SPRON eru ekki
að þjóna hagsmunum almenns
starfsfólks, þar sem búið er að
tryggja starfsöryggi þess við mögu-
lega sameiningu. Ljóst er að þeir
starfsmenn sem eru fylgjandi okkar
leið geta ekki komið fram og sagt
hug sinn, þar sem þeir óttast um
starfsöryggi sitt vegna þrýstings frá
núverandi stjórnendum SPRON.
2. Stjórnendur SPRON þjóna ekki
hagsmunum stofnfjáreigenda með
því að koma í veg fyrir að þeir fái
fjórfalt hærra verð á stofnfé sitt.
Þess má geta að sumir þeirra stofn-
fjáreigenda sem eiga í viðskiptum
við SPRON hafa skýrt svo frá að
þeir telji það geta haft óheppileg
áhrif á viðskipti sín við sparisjóðinn
að láta uppi afstöðu sína til málsins.
3. Stjórnendur SPRON eru ekki
að þjóna hugsjón sparisjóðanna um
stuðning við menningar- og líknar-
mál, en framgangur þeirrar hug-
sjónar hefur verið tryggður með
samkomulagi okkar við Búnaðar-
bankann. Samkomulagið tryggir að
þessu hlutverki sparisjóðanna verði
sinnt af afli með 3,7 milljarða króna
lýðræðislega stýrðum sjóði sem út-
hlutaði 200-300 milljónum króna til
menningar- og líknarmála á ári
hverju.
Einu sjáanlegu hagsmunirnir sem
eftir standa eru hagsmunir stjórn-
enda SPRON af því að tryggja sér,
með ranglátri hlutafjárvæðingu, yf-
irráð yfir sjálfseignarstofnun sem
þeir geta beitt í valdabrölti sínu á
fjármálamarkaði. Þess má geta í
þessu samhengi að Guðmundur
Hauksson sparisjóðsstjóri er for-
maður stjórnar Kaupþings og situr
þar í skjóli hlutafjáreignar SPRON.“
Yfirlýsing frá hópi
stofnfjáreigenda vegna
vísvitandi rangfærslnaMORGUNBLAÐINU hefur boristeftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Stein-
ari Gunnlaugssyni hrl., lögmanni
fimm stofnfjáreigenda í SPRON:
„Fyrirsvarsmenn Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis hafa í um-
ræðunum undanfarna daga staðhæft,
að ráðagerð fimm stofnfjáreigenda
um málefni SPRON og samningur
þeirra við Búnaðarbankann feli það í
sér að bankinn yfirtaki sparisjóðinn á
tvo milljarða króna, en heildarvirði
hans hafi verið metið á 4,2 milljarða.
Þessar staðhæfingar eru rangar.
Milljarðarnir tveir verða greiddir fyrir
hluti stofnfjáreigendanna í sparisjóðn-
um, en nafnverð þeirra er um 500 millj-
ónir. Restin af matsverðinu, 3,7 mill-
jarðar, mun standa eftir í sjálfseignar-
stofnun og verða varið þar til menn-
ingar- og líknarmála, eins og lögin um
viðskiptabanka og sparisjóði kveða á
um. Í viðskiptunum við Búnaðar-
bankann er því í reynd miðað við heild-
arverð að fjárhæð kr. 5,7 milljarðar
króna. Við kaupin á hluta stofnfjáreig-
enda í sparisjóðnum verður ekki króna
tekin út úr sparisjóðnum sjálfum.
Þegar á það var bent, að stjórnar-
formaður sparisjóðsins hefði farið með
rangt mál um þetta, greip hann til þess
ráðs að senda frá sér yfirlýsingu. Þar
tilgreindi hann ummæli, sem Pétur
Blöndal hafði viðhaft, og taldi þau
styðja staðhæfingar sínar um, að til
stæði að ná fé út úr sparisjóðnum til að
standa undir greiðslu kaupverðsins til
stofnfjáreigendanna. Ummæli Péturs
voru á þá leið að ekki væri „hægt að
borga hærra verð fyrir þennan hlut
stofnfjáreigendanna nema fara að
beita einhverjum undarlegum aðferð-
um til að svelta fjármagnið út úr þess-
ari sjálfseignarstofnun“.
Allir sjá, að ummæli Péturs lutu að
því, að ekki væri unnt að greiða
meira en tvo milljarða króna fyrir
hlut stofnfjáreigendanna, nema seil-
ast í eigið fé sparisjóðsins. Forsend-
an fyrir ummælum hans er sú, að það
sé mönnum óheimilt að gera. Þess
vegna geti kaupverðið til stofnfjár-
eigendanna ekki orðið hærra en raun
ber vitni. Hann var með orðum sín-
um í reynd að leggja sérstaka
áherslu á að óheimilt væri að snerta
eigið fé sparisjóðsins í viðskiptum
með fé stofnfjáreigendanna.
Það er hrein óskammfeilni að til-
greina þessi ummæli Péturs því til
stuðnings, að hann og félagar hans
hyggist taka til sín þetta fé. Sá sem þarf
að seilast svona langt í málflutningi sín-
um hefur ekki góðan málstað.“
Langt seilst
Yfirlýsing frá lögmanni fimm
stofnfjáreigenda