Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 49 Með örfáum orðum minnumst við Jóhanns Guðmundssonar mágs okkar, eða Jóa hennar Siggu, eins og hann var oftast kallaður í fjölskyldunni. Jói var fremur hæglátur, stundum jafnvel dulur, en hafði þó ákveðnar skoðanir á flestum hlutum. Hann var hjálpsamur, sístarfandi og einstakt snyrtimenni sem glöggt má sjá í öllu sem hann kom nærri. Mörgum stundum eyddu Jói og Sigga í að fegra og snyrta við sumar- bústaðinn við Krókatjörn, en sá stað- ur var honum sérstaklega kær. Jói var mikill útivistarmaður og náttúruunnandi og höfðu þau Sigga unun af að ferðast um landið. Þótti þá sjálfsagt að faðir okkar væri með í för, en þeir náðu afar vel saman. Þessar ferðir eru föður okkar dýr- mætur sjóður minninga og fyrir það viljum við sérstaklega þakka. Jói var góður félagi og jafnan var stutt í glensið hjá honum. Hann var mikill Gaflari og fengum við systurn- ar hér á mölinni t.d. gjarnan að heyra hversu heppnar við vorum að komast til Hafnarfjarðar þegar árnar fyrir austan voru brúaðar. JÓHANN GUÐMUNDSSON ✝ Jóhann Guð-mundsson fædd- ist í Hafnarfirði 28. september 1944. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut 19. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaða- kirkju 27. júní. Engan grunaði að svo skyndilegur endir yrði bundinn á samveru- stundirnar. Missir systur okkar er mikill og biðjum við góðan Guð að styrkja hana í sorginni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Við og fjölskyldur okkar vottum öllum aðstandendum innilegustu samúð. Ljúf minning lifir. Erna, Ragna, Bjarni og Jóna. Í dag kveðjum við góðan vin og fé- laga, Hafnfirðinginn Jóhann Guð- mundsson. Við höfum þekkst í tæpa þrjá áratugi, allt frá því að Jóhann vann hjá Guðbjarti Jónssyni í Hafn- arprenti, en hann lést fyrr á þessu ári. Í fjölmarga vetur spiluðum við viku- lega saman fótbolta í KR-heimilinu, en þar þótti Jóa gott að vera, þrátt fyrir að vera eitilharður og sannur Haukamaður. Jóhann var einstaklega dagfars- prúður maður og vandvirkur verk- maður. Ávallt var gaman að hitta Jóa, enda var hann ætíð í góðu skapi, var jákvæður í garð allra og hafði ein- staklega fallegt bros. Okkur setti hljóða þegar fregnin barst um andlát hans, en hann hafði ekkert spilað undanfarnar vikur vegna smáeymsla í baki, þannig að við hlökkuðum til að hitta hann á hausti komanda, enda var Jóhann laginn og góður fótboltamaður sem gaman var að leika með. Jóhann var mikill reglumaður og okkur fannst hann mjög vel á sig kominn líkamlega og hann hreyfði sig á við 20 árum yngri menn. Jóhann skilur eftir sig stórt skarð í vinahópnum eftir áratuga samveru, en minningin um frábæran félaga lif- ir. Við sendum ættingjum og aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. F.h. fótboltahópsins, Sófus og Hilmar. Mig langar að minnast hans Jóa frænda í örfáum orðum. Jói var miklu meira en bara frændi, hann var líka góður vinur minn. Það sem fyrst kemur upp í hugann er hversu góður hann var og hversu vel hann reyndist þeim sem stóðu honum nærri. Þrátt fyrir aldursmun tókst snemma með okkur traust vinátta sem ég bý æv- inlega að. Á þessum árum áttum við Jói okkur sameiginlegt áhugamál sem við stunduðum af mikilli ástríðu. Ég var ekki hár í loftinu þegar hann bauð mér í fyrsta sinn með sér á völl- inn, en það var aldrei eins og hann færi með mig á leiki, við fórum saman og mér leið eins og fullorðnum manni. Ég er lánsamur að eiga svo margar góðar minningar um Jóa. Evrópuferðin er einhver ánægju- legasti tími sem ég hef nokkru sinni upplifað og þó að við höfum sést sjaldnar í seinni tíð, þá var alltaf jafn gott að hitta Jóa. Hann fylgdist ætíð af áhuga með því sem ég tók mér fyr- ir hendur og fannst réttilega eins og hann ætti alltaf svolítið í mér. Ég á eftir að sakna hans mikið og stund- irnar sem við áttum saman eru mér mjög mikils virði. Óttar Freyr. Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Er ekki bikarinn, sem geymir vín þitt, brenndur í eldi smiðjunnar? Og var ekki hljóðpípan, sem mildar skap þitt, holuð inn- an með hnífum? Skoðaðu hug þinn vel, þeg- ar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Sum ykkar segja: „Í heimi hér er meira af gleði en sorg,“ og aðrir segja: „Nei, sorg- irnar eru fleiri.“ En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt milli gleði og sorgar. Jafnvægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum. Þegar sál þín vegur gull sitt og silfur á metaskálum, hlýtur gleðin og sorgin að koma og fara. (Úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran.) Elsku Jóhanna, Guðmundur, Sigga og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna ykkar mikla missis. Jóa frænda þökkum við samfylgd- ina, minningarnar okkar eru margar og góðar. Vilborg, Elva og fjölskyldur. ✝ Þórína Sveins-dóttir fæddist á Kóreksstöðum í Hjaltastaðarþinghá 2. ágúst 1909. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Austurlands á Egilsstöðum 21. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Jónsdóttir frá Freys- hólum og Sveinn Björnsson bóndi á Kóreksstöðum. Al- systkini Þórínu voru sex, Guðrún Björg, Björn, Ester og Einar, sem öll eru látin og tveir bræður sem dóu í bernsku, Friðþjófur og Friðjón. Seinni maður Guðrúnar var Pétur Pétursson, póstur í Njarðvík. Þau áttu fimm börn. Tvö þeirra eru látin, þau Hulda og Eiður, en á lífi eru Hjalti, Ásthildur og Brynjarr. Þórína giftist Birni Gutt- ormssyni bónda á Ketilsstöðum í Hjaltastaðarþinghá árið 1932. Þau bjuggu þar til ársins 1974 er þau fluttu til Egilsstaða. Börn þeirra eru; a) Sigur- laug, gift Páli Pét- urssyni. Þau eiga tvö börn. b) Sveinn var kvæntur Dag- nýju Pálsdóttur, skilin. Þau eiga tvö börn. c) Guð- rún Ljósbrá, gift Hallgrími Bergssyni. Þau eiga þrjá syni. Langömmubörn Þórínu eru fjór- tán. Útför Þórínu var gerð frá Eg- ilsstaðakirkju 1. júní. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. En alnýjum degi fær þú aldrei kynnst. Í lind reynslunnar fellur ljós hverrar stundar og birtist þar slungið blikandi speglun alls þess er áður var. (Hannes Pétursson.) Elsku amma, nú ertu farin yfir í annan heim eftir langa ævi. Minn- ingar um góða og glaða ömmu rifj- ast upp. Fyrstu minningar okkar eru tengdar þér og afa á Ketilsstöð- um. Þar áttum við barnabörnin ófá- ar gleðistundir við leik og störf með ykkur. Ferðir í fjósið, hænsnahúsið, garðinn sem þú ræktaðir, upp á brúsapallinn og at í hlöðunni. Ekki má heldur gleyma gullabúinu sem við áttum ofan við skálann og vað- ferðir yfir Selfljótið sem alltaf var beðið eftir að komast í. Ferðir í Willys-jeppanum hans afa voru einnig vel þegnar. Eftir að þið fluttuð til Egilsstaða voruð þið fyrst í stað búsett á neðri hæð húss foreldra okkar og voru því hæg heimatökin fyrir okkur og kíkja í heimsókn og fá gott í gogg- inn hjá ömmu. Aldrei var manni í kot vísað, þvílíkar voru traktering- arnar og helst á ömmu að skilja að holdafar ættingjanna væri aldrei nógu gott. Gjarnan var gripið í spil eða teflt og oft slegið á létta strengi. Amma var alltaf til í að taka þátt í smá spaugi og ófá eru gullkornin sem hrutu af vörum hennar. Þannig minnumst við hennar helst, hlæj- andi með spaugyrði á vörum. Elsku amma, þakka þér fyrir all- ar góðu samverustundirnar sem við áttum með þér. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Guðbjörg og Guttormur. Þá er hún elsku Þórína mín farin frá okkur, 92 ára. Mig langar að minnast afasystur minnar í örfáum orðum. Ég á margar minningar um góðar samverustundir með Þórínu frá því þau hjónin hún og Björn bjuggu í blokkinni í Útgarði, Ár- skógunum og Lagarásnum. Þessi heimili voru alltaf einstaklega snyrtileg og andrúmsloftið fullt af hlýju og væntumþykju. Hún var mjög gestrisin og á meðan hún mögulega gat bakaði hún til að eiga með kaffinu og alltaf var henni efst í huga þegar maður kom að heim- sækja hana hvort hún gæti ekki gef- ið eitthvað að borða. Það voru alltaf falleg blóm hjá Þórínu, hún hafði gífurlegan áhuga á garðrækt og hafði einstaklega fallegan garð þeg- ar þau Björn bjuggu á Ketilstöðum og það hefur eflaust verið eitt af mörgu sem hún saknaði þaðan. Þór- ína var góð manneskja, móðureðlið var sterkt í henni og umhyggja hennar var mikil gagnvart fjöl- skyldunni og þeim sem hún um- gekkst. Hún var dugleg og nú síðast um páskana þegar ég hitti hana gekk hún upp tröppur heima hjá dóttur sinni, það þótti mér vel af sér vikið af svo háaldraðri manneskju. Hún hélt húmornum alla tíð og var ótrúlega fljót að svara vel og skemmtilega fyrir sig. Eitt sinn var hún á gangi með hjúkrunarkonu, þar sem verið var að þjálfa hana. Hjúkrunarkonan spurði hvort hún gæti ekki tekið aðeins stærri skref en Þórína svaraði um hæl: „getur þú ekki tekið aðeins minni skref sjálf?“ Það var svo stutt í brosið og hlát- urinn. Ég er því þakklát að hafa fengið að kynnast Þórínu, svo minn- isstæðum karakter. Hún sagði við mig núna um páskana að ég væri mikið ljós, við urðum ásáttar um að ég væri unga ljósið og hún væri gamla ljósið. Nú er Þórína í stóra ljósinu. Með þakklæti, Herdís. ÞÓRÍNA SVEINSDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. RAÐAUGLÝSINGAR NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu 7, Seyðisfrði, sem hér segir á eftirfarandi eign: Austurvegur 3, Seyðisfirði, þingl. eig. Hótel Seyðisfjörður ehf., gerðar- beiðendur Kaupfélag Eyfirðinga, Sparisjóður Hafnarfjarðar, sýslu- maðurinn á Seyðisfirði og Tryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 3. júlí 2002 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 28. júní 2002. Nauðungarsala Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 4. júlí 2002, kl. 14.00, á eftir- töldum eignum: Skuggabjörg, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Sigríðar Jóhanns- dóttur, gerðarbeiðandi er Lífeyrissjóður Norðurlands. Vélaverkstæði, Ljótsstöðum, Sveitarfélaginu Skagafirði, talin eign Trausta Fjólmundarsonar, gerðarbeiðendur eru Verkfærasalan ehf., Bændasamtök Íslands og Sandblástur og málmhúðun. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 27. júní 2002. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA Ungbarnanudd Námskeið fyrir for- eldra ungbarna byrj- ar fimmtudaginn 4.7 kl. 13.00. Báðir for- eldrar velkomnir. Sérmenntaður kenn- ari með yfir 12 ára reynslu. Uppl. og innritun á Heilsusetri Þórgunnu, Skipholti 50c, símar 896 9653, 552 1850 og 562 4745. FÉLAGSLÍF Sunnudagur 30. júní. Klóarvegur milli Grafnings og Hveragerðis. Forn þjóð- leið. Afmælisganga. Munið stimpilinn. 12 km leið, 5—6 klst. ganga. Brottför frá BSÍ kl. 10.30, komið við í Mörkinni 6. Fararstjóri Björn Pálsson héraðs- skjalavörður í Hveragerði. Verð kr. 1.700/2.000. Miðvikudagur 3. júlí. Kvöldganga á Keili/Höskuld- arvellir — Spákonuvatn — Lækjarvellir. Brottför frá BSÍ kl. 19.30, komið við í Mörkinni 6. Nokkur sæti laus í sumar- leyfisferð til Grænlands g í Svarfaðardal. Munið fjölskylduferð í Þórs- mörk 5.—7. júlí. Leikir, grill, gönguferðir o.fl. Ganga yfir Fimmvörðuháls sömu helgi. Skráið ykkur tímanlega. www.fi.is og bls. 619 í textavarpi RUV. 30. júní Í kringum Hvalvatn Brottför frá BSÍ kl. 08:30. Verð kr. 1.700/1.900. Fararstjóri: Steinar Frímannsson. 3. júlí Trölladyngja (Útivistarræktin) Brottför á eigin bílum kl. 18:30 frá skrifstofu Útivistar. Ekkert þátttökugjald. 5.—7. júlí Fimmvörðuháls (næturganga) Brottför frá BSÍ kl. 17:00. Verð kr. 8.700/10.200 (í skála í Básum), kr. 8.200/9.700 (í tjaldi í Bás- um). Fararstjóri: Ingibjörg Ei- ríksdóttir. 5.—7. júlí Básar á Goðalandi Helgarferð í Bása. Brottför frá BSÍ kl. 17:00. Verð kr. 7.100/8.300 í skála, kr. 6.300/7.300 í tjaldi. 6.—7. júlí Norðurárdalur – Hvítársíða Brottför frá BSÍ kl. 8:30. Verð kr. 7.200/8.200. 6. júlí Eiríksjökull Brottför kl. 8:00 frá BSÍ. Verð kr. 4.100/4.700. Fararstjórar: Hall- grímur Kristinsson og Gunnar Hólm Hjálmarsson. 6.—7. júlí Fimmvörðuhálsganga Brottför frá BSÍ kl. 8:30. Verð kr. 7.700/9.200. 6.—10. júlí Hesteyri — Aðalvík Brottför frá Ísafirði kl. 9:00. Verð kr. 16.900/19.900. Fararstjóri: Guðmundur Gunnarsson. 7. júlí Esjuganga (E-5) Þverfellshorn og fram á Blikdalsbrúnir Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Verð kr. 1.500/1.700. Fararstjóri: Tómas Þ. Rögnvaldsson.  Sveinstindur — Skælingar Brottför frá BSÍ kl. 8:00. Verð kr. 19.400/22.600. Fararstjóri: Vignir Jónsson. UPPSELT. mbl.is ATVINNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.