Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 14
SUÐURNES 14 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARYFIRVÖLD í Grindavík taka vel í hugmynd einstaklinga sem hafa áhuga á að byggja yfir- byggða skíðabrekku í hlíðum fjalls- ins Þorbjarnar. Verið er að vinna að hagkvæmniathugun framkvæmdar- innar. Ætlunin er að höfða til ferða- fólks og skíðafólks. Sævar Geirsson, tæknifræðingur á Verkfræðistofunni Hamraborg, og Þorbjörn Tjörvi Stefánsson rekstr- arhagfræðingur hafa spurst fyrir um lóð í norðvesturhlíðum fjallsins Þorbjarnar til að byggja þar hús með skíðabrekku. Nálægð við ferðamannastað er talin æskileg Þorbjörn Tjörvi segir að áhuga- samir aðilar, annar erlendur og hinn innlendur, hafi komið inn á Verk- fræðistofuna Hamraborg og beðið um athugun á málinu. Hann segist hafa unnið áður með Sævari, eig- anda verkfræðistofunnar, og hafi tekið að sér að kanna rekstrarfor- sendur þessa verkefnis. Í bréfi þeirra sem lagt hefur verið fram í bæjarráði Grindavíkur kemur fram að niðurstöðu athugunarinnar sé að vænta í sumar og reynist hún já- kvæð muni umbjóðandi þeirra leggja fram formlega umsókn um lóð. Hugmyndirnar ganga út á það að byggja hús með þremur skíðabraut- um, aðalbrautin yrði tæplega 200 metrar í upphafi, með möguleika til lengingar um 50 metra, og 30 metra breið, auk 110 metra langrar æf- ingabrautar og 90 metra snjóbretta- svæðis, auk þjónustuhúss og bíla- stæða. Gert er ráð fyrir því að þarna verði vélframleiddur snjór og hon- um haldið við með þriggja gráðu frosti með sömu aðferðum og í frystiklefa. Þá verður komið fyrir skíðalyftu í húsinu. Byggingar- kostnaður er áætlaður um 400 millj- ónir kr. Hugmyndin er að ferðafólk jafnt og keppnisfólk geti farið þarna á skíði alla daga ársins. Þorbjörn Tjörvi segir að ýmsir staðir hafi komið til athugunar, meðal annars í höfuðborginni. Æskilegt hafi verið talið að byggja slíkt hús í fjallshlíð, til þess að unnt væri að ná nauðsynlegum halla í brautirnar án þess að vera með háar súlur, og nærri fjölsóttum ferða- mannastað til að auka líkur á að- sókn. Því hafi verið staldrað við Grindavík og haft samband við bæj- aryfirvöld. Þorbjörn Tjörvi tekur fram að framhaldið ráðist af niður- stöðum hagkvæmniathugunar. Hann lætur þess getið að málið hafi verið kynnt fyrir forystumönnum í íþróttahreyfingunni. Ómar Jónsson, formaður bæjar- ráðs Grindavíkur, segir að hug- myndin sé að koma þessari aðstöðu upp í suðvesturhlíðum Þorbjarnar, vestan við nýja veginn sem liggur frá Grindavík um Lágafell og að Bláa lóninu. Þetta sé um það bil miðja vegu milli Grindavíkur og Bláa lónsins. Á sama svæði sé áformað að skipuleggja sumarhúsa- og smáhýsabyggð. Svæðið telst til varnarsvæða en þar sem varnarliðið á Keflavíkurflugvelli er hætt að nota það hefur Grindavíkurbær nú ákveðið að leita formlega eftir því við varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins að landinu verði skil- að og að Grindavíkurbær fái að ráð- stafa því. Spennandi verkefni Ómar segir að verkefnið sé mjög spennandi og ef það yrði að veru- leika myndi það styrkja ferðaþjón- ustuna sem bæjaryfirvöld legðu áherslu á að byggja upp. „Ferðafólk getur þá komið með skíðagallann og sundskýluna, baðað sig í Bláa lón- inu, farið á skíði, skoðað saltfisksýn- inguna og notið annarrar þjónustu sem hér er boðið upp á,“ segir Ómar. Hann telur að vilji sé fyrir því í bæjarstjórn Grindavíkur að styðja við bakið á verkefninu með því að láta aðstandendum þess í té lóð fyrir húsin. Bæjaryfirvöld taka vel í erindi tveggja ráðgjafa Vilja gera yfirbyggða skíðabrekku í Þorbirni Grindavík HITAVEITA Suðurnesja hf. og Orkuveita Reykjavíkur hafa fengið rannsóknarleyfi vegna jarðhitans í Brennisteinsfjöllum en hvorugt fyr- irtækið fær forgang að nýtingu þeirrar orku sem rannsóknir kunna að leiða í ljós að sé vinnanleg. Brennisteinsfjöll eru norðaustan Krýsuvíkur, við eða á sýslumörkum Gullbringusýslu og Árnessýslu. Hitaveita Suðurnesja óskaði eftir því skriflega við iðnaðarráðuneytið fyrir rúmum tveimur árum að fá rann- sóknarleyfi á háhitasvæðinu þar og var í því efni nokkrum mánuðum á undan Orkuveitu Reykjavíkur. Er- indið hefur verið ítrekað nokkrum sinnum og hefur Hitaveitan nú feng- ið svar, að því er fram kemur í Fréttaveitunni, fréttabréfi fyrirtæk- isins. Samkvæmt því fær Hitaveita Suðurnesja rannsóknarleyfi, ásamt Orkuveitu Reykjavíkur, en hvorugt fyrirtækið fær forgang að nýtingu. Hugsanleg tengsl Albert Albertsson, aðstoðarfor- stjóri Hitaveitunnar, segir að Hita- veitan eigi samstarf við Hafnarfjarð- arbæ, Garðabæ og Bessastaðahrepp um rannsóknir á Trölladyngjusvæð- inu og við Hafnarfjarðarbæ um Krýsuvíkursvæðið. Háhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggi ekki langt frá þessum svæðum og þótt margir telji að á þeim séu sjálfstæð jarð- hitakerfi sýni reynslan að ekki sé hægt að fullyrða hvort tengst séu milli þeirra og hversu neðarlega nema með rannsóknum og vinnslu. Slíkt hafi til dæmis komið í ljós varð- andi Svartsengi og Eldvörp, svæði sem fyrirfram hafi verið talin hafa sjálfstæð jarðhitakerfi. Segir Albert að Hitaveitan og umrædd sveitar- félög telji því eðlilegt að rannsóknir og nýting þessarra þriggja svæða séu sem mest á hendi eins aðila, hver svo sem hann sé. Í bréfi ráðuneytisins er vakin at- hygli á því að umsækjendur geti sameinast um beiðni um að fá fyr- irheit um forgang að nýtingarleyfi og að ráðuneytið tæki slíka beiðni til sjálfstæðrar skoðunar. Albert segist skilja þessi orð þannig að verið sé að hvetja orkuveiturnar tvær til að sameinast um að sækja um nýting- arleyfi og segir að slík afgreiðsla hljóti að vekja furðu. Orkuveita Reykjavíkur er að bora á Hellisheiði en Albert telur að það svæði sé svo langt í burtu að mun minni líkur séu á tengslum þess við Brennisteinsfjallasvæðið. Í þessu sambandi getur hann þess að Hita- veita Suðurnesja hafi á sínum tíma afþakkað boð um jarðhitaréttindi á spildum á Hellisheiði, vegna hættu á að þau tengdust svæðum Orkuveitu Reykjavíkur. Fram kemur hjá Júlíusi Jónssyni, forstjóra Hitaveitunnar, í fréttabréf- inu, að næstu vikur verði notaðar til að kanna hvernig bregðast eigi við því vonlaust sé að tveir aðskildir að- ilar verji hundruðum milljóna til rannsókna á sama svæðinu án þess að hafa vilyrði fyrir því að jákvæðar niðurstöður leiði til nýtingarleyfis. Ekki vilyrði um forgang að nýtingu Brennisteinsfjöll ÍBÚAR við Gónhól í Njarðvík hafa óskað eftir því að gatan Bolafótur verði lögð bundnu slitlagi og ýmsar aðrar lagfær- ingar gerðar á nánasta um- hverfi þeirra. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur falið bæjarstjóra verkefnið. Tuttugu íbúar við Gónhól og tveir við Holtsgötu skrifa undir bréf til bæjarins þar sem gerð- ar eru athugasemdir við nán- asta umhverfi þeirra og óskað úrbóta. Þar er meðal annars farið fram á að lagt verði bund- ið slitlag á Bolafót. Fram kem- ur að rykmökk leggur af göt- unni yfir hús fólksins og smýgur um allt og ekki þýðir að reyna að hengja út þvott. Telur fólkið einnig nauðsynlegt að hindra hraðakstur um götuna og ýmsar akstursæfingar sem þar eru stundaðar til að draga úr slysahættu vegna þess að börn séu oft að leik á svæðinu. Tré með sláttuvörn Íbúarnir biðja um að göngu- stígur frá Bolafæti og upp á Gónhól verði lagfærður og ræktaðar upp aspir á norðan- verðum hólnum, þar sem áður hafi verið 3–4 metra há tré, en tekið fram að í þetta sinn þurfi þau að vera með sláttuvörn. Gerðar eru athugasemdir við fleiri atriði, til dæmis varðandi breytingar á útsýni yfir Bolafót og rekstur gáma-, palla- og kamargeymslu með tilheyrandi umferð allan sólarhringinn. Að síðustu taka íbúarnir upp sígilt umræðuefni Njarðvík- inga með því að vekja athygli á flugi yfir Njarðvík, segja að oft og tíðum sé flogið þar yfir að nauðsynjalausu. Íbúar við Gónhól kvarta til bæjarins Vilja bund- ið slitlag á Bolafót NjarðvíkHÚSNÆÐISFÉLAGIÐ Búmenn af- henti í gær sex íbúðir til fé- lagsmanna sinna í Garði. Er þar með flutt í tíu Búmannaíbúðir í Garðinum og átján á Suðurnesjum í heild og annar eins fjöldi eða fleiri er í byggingu eða á undirbúnings- stigi. Húsnæðisfélagið Búmenn er með öfluga deild á Suðurnesjum, er deildin sú næstfjölmennasta á land- inu. Ásgeir Hjálmarsson, formaður deildarinnar, segir að fyrir tveimur árum hafi verið ákveðið að byggja tíu íbúðir í Garði, fjórar hafi verið afhentar fyrir tæpu ári og sex til viðbótar við Kríuland í gær. Ásgeir segir að félagið stefni að því að byggja tíu íbúðir til viðbótar í sama hverfi. Verktakinn hafi nú þegar steypt upp fjórar en frekari fram- kvæmdir bíði eftir lánsloforði Íbúðalánasjóðs. Þá er hugmyndin að byggja þjónusturými fyrir hverf- ið, með sama fyrirkomulagi, í sam- vinnu við Gerðahrepp. Þorgrímur Stefánsson, byggingastjóri Bú- manna, segir að fólkið eldist með húsunum og því sé eðlilegt að huga að þjónustu fyrir það. Þar gæti orð- ið lágmarksaðstaða í upphafi en þjónustan síðan aukist eftir þörfum fólksins í hverfinu. Byggt í Sandgerði, Grindavík og Vogum Búmenn eru búnir að afhenda átta íbúðir í Sandgerði og hafa fengið lánsloforð fyrir fjórum til viðbótar. Fjórar íbúðir eru í bygg- ingu í Grindavík og verða þær af- hentar eigendum í haust og verið er að byggja fjórar í viðbót á staðnum þótt lánsloforð Íbúðalánasjóðs hafi enn ekki fengist. Í Vogum hefur fengist lánsloforð fyrir tíu íbúðum og verða þær auglýstar í haust, að sögn Daníels Hafsteinssonar fram- kvæmdastjóra Búmanna. Eins og er eru engin áform um byggingu húsa fyrir Búmenn í Reykjanesbæ, lang- stærsta sveitarfélaginu á Suður- nesjum. Búmenn er húsnæðisfélag fyrir fólk yfir fimmtugt. Félagsmenn kaupa sér búseturétt í íbúðunum með kaupum á ýmist 10% eða 35% byggingarkostnaðar. Afganginn lánar Íbúðalánasjóður Búmönnum. Íbúarnir greiða síðan rekstrar- kostnað og húsaleigu sem sam- svarar vöxtum og afborgunum af lánum Íbúðalánasjóðs með jöfnum mánaðarlegum afborgunum til Bú- manna. Þeir sem kaupa sér búseturétt eru margir að minnka við sig hús- næði en hluti fólksins er einnig að láta drauminn loksins rætast, að komast í gott húsnæði, að því er Þorgrímur segir. Öll hús Búmanna eru með góðu aðgengi, fáum þrösk- uldum og breiðum dyrum, svo fólk á að geta búið lengi í þeim. Með þeim íbúðum sem Búmenn afhentu í Garðinum í gær eru 128 Búmanna- íbúðir í notkun á landinu öllu. Ekki áhugi í Reykjanesbæ Ásgeir segir að ekki sé lát á ásókn fólks að komast í íbúðir hjá Búmönnum í Garði og segir hann mikilvægt að halda áfram upp- byggingunni. „Það er svo gott að eiga heima hér og húsin eru vönd- uð,“ segir hann spurður um ástæð- una fyrir því og bætir því við að fjarlægðirnar skipti minna máli en áður. Fólk geti búið í Garðinum og unnið hvar sem er á Suðurnesjum. Nefnir hann að í tvær íbúðirnar sem afhentar voru í gær hafi flutt fólk sem lengi hafi verið búsett í Keflavík. Margir félagsmenn Búmanna eru búsettir í Reykjanesbæ en þar eru ekki áform um uppbyggingu. Segja forsvarsmenn félagsins nauðsyn- legt að bæjaryfirvöld á hverjum stað séu velviljuð uppbyggingu af þessu tagi, meðal annars þurfi fé- lagið að eiga kost á lóðum á góðum stöðum. Mikill áhugi hafi komið fram hjá stjórnendum minni sveit- arfélaganna á Suðurnesjum að bjóða þennan valkost á stöðunum og því hafi verið ráðist í verkefni þar. Minni áhugi hafi reynst vera hjá yfirvöldum í Reykjanesbæ og því hafi félagið dregið sig í hlé þar þótt margir áhugasamir fé- lagsmenn í Búmönnum séu búsettir þar. Bragi Guðmundsson bygg- ingameistari í Garði hefur byggt öll húsin fyrir Búmenn í Garði. Íbúð- irnar eru í parhúsum sem eru fullfrágengin að innan jafnt sem utan. Húsnæðisfélagið Búmenn afhendir sex fjölskyldum nýtt húsnæði Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Við athöfn í bílskúr eins hússins afhenti Bragi Guðmundsson byggingameistari eigendum nýju Búmannaíbúð- anna í Garði blómvendi frá fyrirtækinu og öllum iðnaðarmönnunum sem komu að byggingu húsanna. Ekkert lát á ásókn í íbúðir Garður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.