Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 16
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í NÓGU var að snúast á fimmtu- daginn er allar vörur í versluninni Kjarval á Eyrarbakka voru seldar á hálfvirði vegna þess að versl- uninni verður lokað í dag, laug- ardaginn 29. júní, fyrir fullt og allt. Það var því heldur betur handa- gangur í öskjunni, eins og þar stendur, og mikið verslað. Með lokuninni er brotið blað í sögu verslunar á Eyrarbakka. Allt útlit er fyrir að engin nýlenduvöru- verslun verði á staðnum, aðeins söluskáli Olís, sem hefur takmark- aða möguleika til þess að bæta þar úr. Þar mun þó framvegis verða hægt að fá brauð og mjólkurvörur og einhverjar fleiri nauðsynjar heimilanna.Morgunblaðið/Óskar Magnússon Síðasti söludagur Eyrarbakki INNRITUN nýnema úr grunnskóla í Fjölbrautaskóla Suðurlands lauk þriðjudaginn 11. júní og hafa nafna- listar verið sendir til Landsbankans á Selfossi en hann sér um að inn- heimta innritunargjöldin, endurinn- ritunargjöldin og efnisgjöldin fyrir skólann. Aðsókn að skólanum er meiri en nokkru sinni; 858 fá tilboð um skóla- vist en 10 er synjað vegna slakrar ástundunar og lélegs námsárangurs. Á sama tíma í fyrra fengu 825 tilboð um skólavist en endanlegur fjöldi á haustönn reyndist þá vera 789 nem- endur. Því eru líkur til þess að það met verði slegið nú í ár. Metaðsókn að Fjöl- brautaskóla Suðurlands Selfoss UMSÓKNARFRESTUR um stöðu bæjarstjóra í Sveitarfé- laginu Ölfusi er útrunninn og sóttu alls 40 um stöðuna, þar af aðeins ein kona. Hjörleifur Brynj- ólfsson oddviti sagði að verið væri að skoða umsóknirnar og væri PriceWaterhouse Coopers bæjar- stjórn til aðstoðar. Hér fara á eftir nöfn umsækj- enda: Ágúst Kr. Björnsson, Arnar Freyr Ólafsson, Árni Þór Hilm- arsson, Ásmundur Helgi Stein- dórsson, Atli Már Ingólfsson, Bergþór Ólafsson, Bjarki Már Karlsson, Brynjar Sindri Sigurðs- son, Dofri J. Þórðarsson, Eyþór Björnsson, Gísli Rúnar Gíslason, Guðmundur Rúnar Svavarsson, Gunnar Jón Yngvason, Gunnólfur Lárusson, Hálfdán Kristjánsson, Halldór Jónsson, Hilmar Þór Haf- steinsson, Ingvar Ásgeirsson, Jón Ragnar Björnsson, Jónas Egils- son, Jónas Skúlason, Jónína Kristjánsdóttir, Lúðvík Börkur Jónsson, Magnús Hlynur Hreið- arsson, Magnús Kristján Háv- arðarson, Ólafur Áki Ragnarsson, Páll Brynjarsson, Pétur Björns- son, Ragnar Jörundsson, Sighvat- ur Blöndahl, Sigurður Gunnlaugs- son, Sigurjón Aðalsteinsson, Snorri Ásmundsson, Snorri Finn- laugsson, Stefán Arngrímsson, Steindór Sigurðsson, Steinn Kárason, Tryggvi Árnason, Valdi- mar O. Hermannsson, Þór Örn Jónsson. Sveitarfélagið Ölfus 40 sóttu um stöðu bæjarstjóra Þorlákshöfn HIN árlega Jónsmessuhátíð var haldin á Eyrarbakka í fjórða sinn sl. laugardag. Veður var sérlega gott og fólk dreif að hvaðanæva til þess að taka þátt í gleðinni. Boðið var upp á göngur og leiki, sýningar á kirkjunni og söfnunum. Handverksmarkaður var að Stað um miðjan daginn og málverka- og leirlistarsýning í Óð- inshúsi. Um kvöldið var síðan samvera við Jónsmessubálið þar sem skáldið Sjón flutti pistil dagsins en síðan tók við almennur söngur og vikivakaspor var stigið í hring umhverfis bálið. Hljómsveit hátíðarinnar lék undir. Morgunblaðið/Óskar Magnússon Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka Eyrarbakki „ÞAÐ er alveg á hreinu að salan eykst um helming yfir sumartímann frá júní til ágústloka. Fólk hreinlega dettur inn af götuni þar sem við er- um hér við aðalgötuna,“ sagði Jón Birgir Kristjánsson, veitingamaður á Hróa hetti við Austurveginn á Sel- fossi. Hann hefur rekið staðinn í 5 ár ásamt fjölskyldu og meðeigendum. „Það er fínt að gera núna yfir sum- artímann þegar fólk er á ferðinni og svo koma helgarnar þegar allt verð- ur yfirfullt og líf er í tuskunum. Við afgreiðum hér bæði á veitingastaðn- um og sendum heim. Fólki finnst gott að geta bara sest niður og fengið þjónustu. Þeir sem koma hingað til okkar og á aðra pizzustaði vita að það er hægt að ganga að því vísu að allir í fjölskyldunni geta fengið það sem þeir vilja, úrvalið í pizzunum er breitt,“ sagði Jón Birgir og lagði áherslu á að fólki fyndist gott að hægja á og gefa sér tíma á Selfossi. „Svo er alltaf mikið að gera í heim- sendingunum, það er eins og fólk hafi komist upp á lagið með að nýta sér pizzuna og finnist gott að geta fengið hana senda heim, það breytist ekkert, hún hefur greinilega sér- stöðu.“ Hjá Hróa hetti er lumað á óvænt- um rétti sem fólk rennir ekki grun í þegar það kemur á staðinn en það er lambasteik sem sérstök áhersla er lögð á. „Steikin er sérstaklega löguð hjá kjötvinnslunni Krás hér á Sel- fossi og kemur til okkar í sérpökk- uðum skömmtum, krydduð og tilbú- in á pönnuna. Okkur finnst sérstaklega skemmtilegt að hafa þennan rétt á boðstólum hér í land- búnaðarbænum og við fáum hingað sömu viðskiptavinina aftur og aftur sem vilja fá lambasteikina sína eins og þeim þykir hún best. En auðvitað erum við líka bestir í pizzum eins og slagorð okkar segir til um og send- um heim til fólks eins langt og augað eygir,“ sagði Jón Birgir. Pizzusalan vex um helming yfir sum- artímann Selfoss Morgunblaðið/Sig. Jóns. Jón Birgir Kristjánsson veit- ingamaður á Hróa hetti á Sel- fossi með pizzukassa tilbúna fyr- ir heimsendingarnar. yfir þessu: „Þetta er bara svona smá- vegis, maður verður víst að gera þetta,“ segir hann hógværðin upp- máluð. Svo er það lífsfyllingin „Jú, jú, menn koma hér við til að spyrja frétta af veiðiskap og til að segja fréttir. Ég fæ því mikið af fréttum og er óspar á að segja frá enda er það hluti af þessu ævintýri að selja veiðivörur enda flýgur fljótt fiskisagan. Út úr þessu öllu saman kemur svo lífsfyllingin með því að VERSLUNIN Veiðisport á Selfossi heldur upp á 15 ára starfsafmæli um um þessar mundir. „Ég fann það sem veiðimaður að það var þörf fyrir þessa þjónustu við veiðimenn sem hefur orðið raunin. Þetta var áhuga- mál og ævintýri sem byrjaði sem hnýtingarklúbbur,“ sagði Ágúst Mortenz verslunar- og veiðimaður á Selfossi. „Það koma til mín veiðimenn á öll- um aldri og allir eiga það sammerkt að vera að veiða á vatnasvæði Ölfus- ár. Menn af höfuðborgarsvæðinu vita að hér er til flest sem þá vantar og þeim finnst gott að koma hér við í rólegheitin. Annars er ég miðjumað- ur bæði hvað búnað og verð snertir,“ sagði Ágúst. Veiðileyfi og sögur á takteinum Ágúst, eða Gústi Mort sem er nafnið sem allir veiðimenn kannast við, annast sölu á veiðileyfum og þekkir flest svæðin eins og handar- bakið á sér. Það er því nauðsynlegt að koma við hjá honum vilji menn vita um réttu fluguna eða hvar sá stóri gaf sig í þessari eða hinni ánni. Í tilefni af afmælinu býður þessi gróni veiðimaður upp á afslátt af ýmsum vörum og veit sem er að það höfðar til veiðimanna að gefa von um eitthvað óvænt í tilefni tímamótanna. Eins og sönnum Flóamanni sæmir þá er hann ekkert að hrópa á torgum það hafa myndast góð tengsl við marga menn,“ sagði Ágúst Mortenz sem er einn þeirra manna á Selfossi sem halda uppi rótgrónum áhuga á stangaveiði og er mikill áhugamaður um að viðhalda grónum veiðistöðum í Ölfusá á vesturbakkanum, innan- bæjar á Selfossi. Til þess að efla áhugann og í tilefni tímamótanna býður hann upp á flugukastæfingar og kennslu á tjald- svæðinu við Engjaveg á Selfossi 2., 3. og 4. júlí klukkan 20, kennslugjald er 1.000 krónur. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ágúst við afgreiðslu umkringdur veiðimönnum í Veiðisporti. Veiðifréttirnar eru hluti af ævintýrinu Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.