Morgunblaðið - 29.06.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 29.06.2002, Síða 16
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í NÓGU var að snúast á fimmtu- daginn er allar vörur í versluninni Kjarval á Eyrarbakka voru seldar á hálfvirði vegna þess að versl- uninni verður lokað í dag, laug- ardaginn 29. júní, fyrir fullt og allt. Það var því heldur betur handa- gangur í öskjunni, eins og þar stendur, og mikið verslað. Með lokuninni er brotið blað í sögu verslunar á Eyrarbakka. Allt útlit er fyrir að engin nýlenduvöru- verslun verði á staðnum, aðeins söluskáli Olís, sem hefur takmark- aða möguleika til þess að bæta þar úr. Þar mun þó framvegis verða hægt að fá brauð og mjólkurvörur og einhverjar fleiri nauðsynjar heimilanna.Morgunblaðið/Óskar Magnússon Síðasti söludagur Eyrarbakki INNRITUN nýnema úr grunnskóla í Fjölbrautaskóla Suðurlands lauk þriðjudaginn 11. júní og hafa nafna- listar verið sendir til Landsbankans á Selfossi en hann sér um að inn- heimta innritunargjöldin, endurinn- ritunargjöldin og efnisgjöldin fyrir skólann. Aðsókn að skólanum er meiri en nokkru sinni; 858 fá tilboð um skóla- vist en 10 er synjað vegna slakrar ástundunar og lélegs námsárangurs. Á sama tíma í fyrra fengu 825 tilboð um skólavist en endanlegur fjöldi á haustönn reyndist þá vera 789 nem- endur. Því eru líkur til þess að það met verði slegið nú í ár. Metaðsókn að Fjöl- brautaskóla Suðurlands Selfoss UMSÓKNARFRESTUR um stöðu bæjarstjóra í Sveitarfé- laginu Ölfusi er útrunninn og sóttu alls 40 um stöðuna, þar af aðeins ein kona. Hjörleifur Brynj- ólfsson oddviti sagði að verið væri að skoða umsóknirnar og væri PriceWaterhouse Coopers bæjar- stjórn til aðstoðar. Hér fara á eftir nöfn umsækj- enda: Ágúst Kr. Björnsson, Arnar Freyr Ólafsson, Árni Þór Hilm- arsson, Ásmundur Helgi Stein- dórsson, Atli Már Ingólfsson, Bergþór Ólafsson, Bjarki Már Karlsson, Brynjar Sindri Sigurðs- son, Dofri J. Þórðarsson, Eyþór Björnsson, Gísli Rúnar Gíslason, Guðmundur Rúnar Svavarsson, Gunnar Jón Yngvason, Gunnólfur Lárusson, Hálfdán Kristjánsson, Halldór Jónsson, Hilmar Þór Haf- steinsson, Ingvar Ásgeirsson, Jón Ragnar Björnsson, Jónas Egils- son, Jónas Skúlason, Jónína Kristjánsdóttir, Lúðvík Börkur Jónsson, Magnús Hlynur Hreið- arsson, Magnús Kristján Háv- arðarson, Ólafur Áki Ragnarsson, Páll Brynjarsson, Pétur Björns- son, Ragnar Jörundsson, Sighvat- ur Blöndahl, Sigurður Gunnlaugs- son, Sigurjón Aðalsteinsson, Snorri Ásmundsson, Snorri Finn- laugsson, Stefán Arngrímsson, Steindór Sigurðsson, Steinn Kárason, Tryggvi Árnason, Valdi- mar O. Hermannsson, Þór Örn Jónsson. Sveitarfélagið Ölfus 40 sóttu um stöðu bæjarstjóra Þorlákshöfn HIN árlega Jónsmessuhátíð var haldin á Eyrarbakka í fjórða sinn sl. laugardag. Veður var sérlega gott og fólk dreif að hvaðanæva til þess að taka þátt í gleðinni. Boðið var upp á göngur og leiki, sýningar á kirkjunni og söfnunum. Handverksmarkaður var að Stað um miðjan daginn og málverka- og leirlistarsýning í Óð- inshúsi. Um kvöldið var síðan samvera við Jónsmessubálið þar sem skáldið Sjón flutti pistil dagsins en síðan tók við almennur söngur og vikivakaspor var stigið í hring umhverfis bálið. Hljómsveit hátíðarinnar lék undir. Morgunblaðið/Óskar Magnússon Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka Eyrarbakki „ÞAÐ er alveg á hreinu að salan eykst um helming yfir sumartímann frá júní til ágústloka. Fólk hreinlega dettur inn af götuni þar sem við er- um hér við aðalgötuna,“ sagði Jón Birgir Kristjánsson, veitingamaður á Hróa hetti við Austurveginn á Sel- fossi. Hann hefur rekið staðinn í 5 ár ásamt fjölskyldu og meðeigendum. „Það er fínt að gera núna yfir sum- artímann þegar fólk er á ferðinni og svo koma helgarnar þegar allt verð- ur yfirfullt og líf er í tuskunum. Við afgreiðum hér bæði á veitingastaðn- um og sendum heim. Fólki finnst gott að geta bara sest niður og fengið þjónustu. Þeir sem koma hingað til okkar og á aðra pizzustaði vita að það er hægt að ganga að því vísu að allir í fjölskyldunni geta fengið það sem þeir vilja, úrvalið í pizzunum er breitt,“ sagði Jón Birgir og lagði áherslu á að fólki fyndist gott að hægja á og gefa sér tíma á Selfossi. „Svo er alltaf mikið að gera í heim- sendingunum, það er eins og fólk hafi komist upp á lagið með að nýta sér pizzuna og finnist gott að geta fengið hana senda heim, það breytist ekkert, hún hefur greinilega sér- stöðu.“ Hjá Hróa hetti er lumað á óvænt- um rétti sem fólk rennir ekki grun í þegar það kemur á staðinn en það er lambasteik sem sérstök áhersla er lögð á. „Steikin er sérstaklega löguð hjá kjötvinnslunni Krás hér á Sel- fossi og kemur til okkar í sérpökk- uðum skömmtum, krydduð og tilbú- in á pönnuna. Okkur finnst sérstaklega skemmtilegt að hafa þennan rétt á boðstólum hér í land- búnaðarbænum og við fáum hingað sömu viðskiptavinina aftur og aftur sem vilja fá lambasteikina sína eins og þeim þykir hún best. En auðvitað erum við líka bestir í pizzum eins og slagorð okkar segir til um og send- um heim til fólks eins langt og augað eygir,“ sagði Jón Birgir. Pizzusalan vex um helming yfir sum- artímann Selfoss Morgunblaðið/Sig. Jóns. Jón Birgir Kristjánsson veit- ingamaður á Hróa hetti á Sel- fossi með pizzukassa tilbúna fyr- ir heimsendingarnar. yfir þessu: „Þetta er bara svona smá- vegis, maður verður víst að gera þetta,“ segir hann hógværðin upp- máluð. Svo er það lífsfyllingin „Jú, jú, menn koma hér við til að spyrja frétta af veiðiskap og til að segja fréttir. Ég fæ því mikið af fréttum og er óspar á að segja frá enda er það hluti af þessu ævintýri að selja veiðivörur enda flýgur fljótt fiskisagan. Út úr þessu öllu saman kemur svo lífsfyllingin með því að VERSLUNIN Veiðisport á Selfossi heldur upp á 15 ára starfsafmæli um um þessar mundir. „Ég fann það sem veiðimaður að það var þörf fyrir þessa þjónustu við veiðimenn sem hefur orðið raunin. Þetta var áhuga- mál og ævintýri sem byrjaði sem hnýtingarklúbbur,“ sagði Ágúst Mortenz verslunar- og veiðimaður á Selfossi. „Það koma til mín veiðimenn á öll- um aldri og allir eiga það sammerkt að vera að veiða á vatnasvæði Ölfus- ár. Menn af höfuðborgarsvæðinu vita að hér er til flest sem þá vantar og þeim finnst gott að koma hér við í rólegheitin. Annars er ég miðjumað- ur bæði hvað búnað og verð snertir,“ sagði Ágúst. Veiðileyfi og sögur á takteinum Ágúst, eða Gústi Mort sem er nafnið sem allir veiðimenn kannast við, annast sölu á veiðileyfum og þekkir flest svæðin eins og handar- bakið á sér. Það er því nauðsynlegt að koma við hjá honum vilji menn vita um réttu fluguna eða hvar sá stóri gaf sig í þessari eða hinni ánni. Í tilefni af afmælinu býður þessi gróni veiðimaður upp á afslátt af ýmsum vörum og veit sem er að það höfðar til veiðimanna að gefa von um eitthvað óvænt í tilefni tímamótanna. Eins og sönnum Flóamanni sæmir þá er hann ekkert að hrópa á torgum það hafa myndast góð tengsl við marga menn,“ sagði Ágúst Mortenz sem er einn þeirra manna á Selfossi sem halda uppi rótgrónum áhuga á stangaveiði og er mikill áhugamaður um að viðhalda grónum veiðistöðum í Ölfusá á vesturbakkanum, innan- bæjar á Selfossi. Til þess að efla áhugann og í tilefni tímamótanna býður hann upp á flugukastæfingar og kennslu á tjald- svæðinu við Engjaveg á Selfossi 2., 3. og 4. júlí klukkan 20, kennslugjald er 1.000 krónur. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ágúst við afgreiðslu umkringdur veiðimönnum í Veiðisporti. Veiðifréttirnar eru hluti af ævintýrinu Selfoss

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.