Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 31 STJÓRNVÖLD geta ekki lengur horft framhjá vaxandi fátækt á Íslandi. Skemmst er að minnast að forsætis- ráðherra neitaði beiðni minni undir lok síðasta þings um að ræða á Al- þingi aðgerðir og við- brögð stjórnvalda gegn fátækt. Á þeim tíma hafði kirkjan, mæðra- styrksnefnd og fé- lagsþjónusta í Reykja- vík þó upplýst að fjöldi þeirra sem þurfa að leita sér fjárhagsað- stoðar eða matargjafa hafi vaxið um 20–30% sl. 12 mánuði. Stjórnarskrárbundinn réttur fótum troðinn Á síðustu dögum hafa svo enn kom- ið fram upplýsingar sem staðfesta mikla aukningu á fjölda fátækra og þeirra sem glíma við mikla fjárhags- erfiðleika. Mæðrastyrksnefnd upp- lýsti að fjöldi þeirra sem leita sér að- stoðar og matargjafa væri 40% meiri á þessu ári en í fyrra. Fram hefur komið hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík að auka þurfi fjármagn vegna fjárhagsaðstoðar um 150 millj- ónir á þessu ári, en þeim hefur fjölgað um 26% milli fyrstu þriggja mánaða ársins 2001 og 2002 sem leita sér þar aðstoðar. Það er auðvitað illa komið fyrir einni ríkustu þjóð heims þegar fátækt og oft fullvinnandi fólk þarf í vaxandi mæli að sækja sér mat- argjafir til líknarsam- taka til að svelta ekki. Í þessum hópi er fjöldi ör- yrkja og aldraðra, ein- stæðir foreldrar, ein- stæðingar og barnmargar fátækar fjölskyldur. Fram kom nýlega að mæðrastyrks- nefnd stendur fyrir vikulegum úthlutunum á matargjöfum þar sem húsið fyllist af fólki sem nær ekki endum saman og á hvorki fyrir brauði, mjólk né salti í grautinn. Þangað fer fólk ekki fyrr en í algjörri neyð. Fram hefur komið að stöðugt fjölgi í þeim hópi fólks sem hefur ekki efni á að leita til læknis eða leysa út lyfin sín. M.a. sagði formaður Eflingar ný- lega að það væri orðið áberandi að læknar vísi fólki til sérfræðinga eða í rannsóknir, en það skili sér ekki þangað. Svo langt hefur verið gengið, að fólki sem ekki á fyrir lyfjum né mat, eins og margir þeirra sem lifa þurfa af lífeyri almannatrygginga eða sambærilegum tekjum, er gert að greiða skatt til samfélagsins, sem samsvarar mánaðarlífeyrisgreiðslum þeirra. Þetta eru lýsandi dæmi um hvernig þjóðfélagið bregst skyldum sínum við fátækt fólk og hvernig öryggiskerfið í velferðarmálum Íslendinga er brost- ið. Ekki síst sýnir þetta þó hvernig ráðamenn fótum troða stjórnarskrár- bundinn rétt þeirra til aðstoðar sem höllum fæti standa. Greiðsluerfiðleikar og vanskil Athyglisvert er líka að í nýlegri könnun á vegum nokkurra verkalýðs- félaga kemur fram að 30% aðspurðra telja að fjárhagsstaða sín sé lakari en fyrir þremur árum vegna verðhækk- ana á vöru og þjónustu. Það kemur heim og saman við neyð fólks sem birtist okkur í vaxandi greiðsluerfið- leikalánum og vanskilum heimila við innlánsstofnanir sem aukist hafa úr 13 milljörðum í 22 milljarða á sl. ári sem er um 70% aukning. 53% aukning var líka á árangurslausum fjárnám- um sem voru 3.000 á sl. ári. Því miður er veruleg hætta á að það sé að fjölga í hópi fólks sem ræður ekki við mikinn fjárhagsvanda. Iðu- lega blasir ekkert annað við en gjald- þrot. Leigumarkaðurinn og breytt húsnæðiskerfið er fátæku fólkið líka ofviða. Oft er líka um að ræða að fólk lendir í miklum greiðsluerfiðleikum vegna tímabundinna vandamála, veikinda eða atvinnumissis, því ekk- ert má útaf bregða til að endar nái saman. Við slíkar aðstæður vinda fjárhagserfiðleikar, vanskil og oft lög- fræðikostnaður ótrúlega hratt uppá sig og fólk missir eigur sínar á stutt- um tíma. Mjög takmörkuð úrræði eru hér á landi til að bregðast við slíkum vandamálum. Sú staðreynd hefur m.a. fjölgað mikið í þeim hópi sem lendir í fjötrum fátæktar. Hvað er til ráða? Fyrir liggur norræn úttekt sem sýnir að útgjöld hér á landi til félags- og heilbrigðismála aldraðra og ör- yrkja sé lang lægst á Íslandi. Sama gildir um útgjöld vegna barna og barnafjölskyldna, jafnvel þó börn undir 18 ára aldri séu hlutfallslega miklu fleiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum, en skertar barna- bætur á liðnum árum hafa komið mjög illa við margar fjölskyldur með lágar og meðaltekjur. Ísland er ein fárra þjóða innan OECD sem tekju- tengja barnabætur. Brýnt er nú þegar að greina helstu orsakir og afleiðingar fátæktar á Ís- landi bæði félagslegar og fjárhagsleg- ar. Á grundvelli þess þarf að fara fram heildarendurskoðun á öryggis- netinu í velferðarkerfinu bæði hjá ríki og sveitarfélögum með það að mark- miði að verja fólk fyrir því að lenda í fjötrum fátæktar og að eiga hvorki húsaskjól né fyrir allra brýnustu nauðþurftum frá degi til dags. Í fram- haldi af því þarf að koma á afkomu- tryggingu sem dugar til brýnustu framfærslu fyrir lífeyrisþega og aðra sem höllum fæti standa. Þessar tekjur verði skattlausar og afnema á skatt af fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Afkomutryggingin verður að byggja á samræmdum neyslustaðli um fram- færslukostnað heimila eftir fjöl- skyldugerð sem verði leiðbeinandi fyrir stjórnvöld við ýmsar ákvarðanir er lúta að fjárhæðum bóta og styrkja í velferðarkerfinu. Fyrir fólk í miklum greiðsluerfið- leikum þarf að breyta lögum um gjaldþrotaskipti og koma á sérstakri greiðsluaðlögun ætlaðri þeim sem ár- angurslaust hafa reynt ráðgjöf og að- stoð við að leysa úr greiðsluerfiðleik- um sínum og ekkert blasir við annað en viðvarandi erfiðleikar eða gjald- þrot. Greiðsluaðlögun gefur fólki möguleika á að vinna sig út úr fjár- hagserfiðleikum án þess að missa eig- ur sínar og húsnæði í gjaldþrot. Einn- ig þarf að ráðast í sérstakt átak í uppbyggingu leiguíbúða með það að markmiði að allir sem þurfa á því að halda eigi kost á leiguíbúð á viðráð- anlegum kjörum. Lokaorð Ekki er nokkur vafi á því að lang stærsti hluti þjóðarinnar vill að hér sé stjórnað af meiri réttsýni og jöfnuði. Því miður hefur stjórn ráðamanna á undanförnum árum einkennst af því að samhjálp og réttsýni er á undan- haldi, en það er örugglega þvert á vilja þjóðarinnar. Það er forgangs- verkefni í þjóðfélaginu að treysta á nýjan leik öryggisnet velferðarkerf- isins, þannig að hægt sé að losa fólk úr fjötrum fátæktar sem verður sífellt meira sýnileg í þjóðfélaginu. Fjötrar fátæktar Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður. Fátækt Brýnt er nú þegar að greina helstu orsakir og afleiðingar fátæktar á Íslandi, segir Jóhanna Sigurðardóttir, bæði fé- lagslegar og fjárhags- legar, en treysta þarf á nýjan leik öryggisnet velferðarkerfisins. SAMKVÆMT nýjum Evrópu- staðli í þolhönnun húsa, sem taka mun gildi hér á landi samkvæmt ákvæðum EES-samningsins, verða almennt gerðar of miklar kröfur til nýbygginga hvað álag af völdum jarðskjálfta snertir, óháð jarð- skjálftahættu á við- komandi svæðum. Staðallinn mun því al- mennt valda hærri byggingarkostnaði, í stað þess að þjóna þeim mikilvægu ör- yggishagsmunum sem í húfi eru. Byggingarstaðla- ráð skilgreinir þjóðarskjölin Umræddur Evrópustaðall er þannig úr garði gerður, að þótt að- altexti hans sé sá sami á milli landa, skilgreina svokölluð þjóðar- skjöl náttúruálag í einstökum lönd- um. Þannig er eitt þjóðarskjal fyr- ir vindálag, annað fyrir snjóálag, þriðja fyrir jarðskjálftaálag og það fjórða fyrir grundun húsa á svæð- um með virkum jarðskjálfta- sprungum. Það kemur síðan í hlut byggingaryfirvalda hvers lands, eða þess sem svarar til bygging- arstaðlaráðs hér á landi, að skil- greina innihald þjóðarskjalanna. Mikilvægar rannsóknar- niðurstöður hunsaðar Rannsóknamiðstöð Háskóla Ís- lands í jarðskjálftaverkfræði hefur reiknað út breytileika jarðskjálfta- álags eftir landssvæðum. Því mið- ur hefur byggingarstaðlaráð kosið að líta framhjá þessum niðurstöð- um í afgreiðslu sinni á íslensku þjóðarstöðlunum, þrátt fyrir ítrek- aðar athugasemdir Verkfræði- stofnunar HÍ. Þótt seint verði of varlega farið þegar öryggi okkar gagn- vart vályndum nátt- úruöflum á í hlut, verður að gera þá kröfu að húsbygging- arstaðlar séu í takt við þann raunveru- leika sem þeim er ætl- að að þjóna. Að öðrum kosti er verr af stað farið en heima setið. Offjárfestingar Eyðingarmáttur jarðskjálfta eða álag er mest næst upptök- um þeirra og af þeim sökum ber að að auka álagskröfur þolhönnunarstaðlaeftir því sem nær upptökunum dregur. Nýjustu rannsóknir Verkfræði- stofnunar hafa leitt í ljós, að í nú- verandi mynd sinni gerir staðallinn of miklar álagskröfur utan hættu- svæða, sem hefur í för með sér verulega aukinn kostnað af völdum járns og steinsteypu á stórum landssvæðum, þar á meðal höfuð- borgarsvæðinu öllu. Þá gerir staðallinn ráð fyrir of litlum álagskröfum á skilgreindum hættusvæðum, með þeim afleiðing- um að húsbyggingar þar munu ekki uppfylla eðlilegar öryggis- kröfur. Alþjóðleg athygli Álagsrannsóknir Rannsóknar- miðstöðvar HÍ í jarðskjálftaverk- fræði hafa vakið alþjóðlega athygli. Á grundvelli þeirra hafa m.a. þrír prófessorar við Háskólann gert nýtt jarðskjálftakort af höfuðborg- arsvæðinu sem kynnt verður á al- þjóðlegri ráðstefnu í Lundúnum í september nk. Það skýtur óneit- anlega skökku við, að aðrar þjóðir skuli sýna þessum rannsóknum jafnmikinn áhuga og raun ber vitni, á sama tíma og byggingar- staðlaráð hunsar niðurstöður þeirra við afgreiðslu sína á nýjum Evrópustöðlum í þolhönnun. ÍST 13 úreltur? Sökum þess hve umfangsmikil áhrif umræddir staðlar munu hafa m.a. fyrir öryggi húsa á jarð- skjálftasvæðum og kostnaðarþróun húsbygginga utan slíkra svæða, er afstaða byggingarstaðlaráðs ill- skiljanleg. Ástæðan kann að vera sú, að nokkur umræða hefur verið um hvort álagskröfur gildandi staðals ÍST 13 (íslenskur staðall nr. 13) séu nægilegar. Sú umræða hefur m.a. leitt til þess að bygging- arstaðlaráð hefur ásamt bygging- arfulltrúum þrýst á um að stuðst sé við það jarðskjálftaálag sem gert er ráð fyrir í nýja Evrópu- staðlinum í stað ÍST 13, þótt heim- ild til þess sé ekki fyrir hendi í byggingarreglugerð. Má hvorki vera of né van Eins og áður segir hafa nýjar rannsóknir leitt óyggjandi í ljós að jarðskjálftaálag nýja Evrópustað- alsins er búið alvarlegum ágöllum, þar sem það er of hátt utan hættu- svæða jarðskjálfta en of lágt innan slíkra hættusvæða. Við þetta má síðan bæta að álagsforsendur ÍST 13 eru mun nær lagi en álags- forsendur nýja Evrópustaðalsins. Af tvennu illu er því mun skyn- samlegra að stuðst verði áfram við ÍST 13. Aðferðafræðin, sem ís- lenski staðallinn byggist á, er á hinn bóginn úrelt. Af þessum sök- um er afar mikilvægt, að íslensku þjóðarskjölin verði leiðrétt, svo að þolhönnunarstaðlar hér á landi uppfylli eðlilegar öryggiskröfur gagnvart jarðskjálftum, án þess að meirihluti húsbyggjenda þurfi að standa undir óþarfa kostnaðar- hækkunum. Þolhönnun og þjóðarskjöl Jónas Elíasson Hús Eyðingarmáttur jarðskjálfta, segir Jónas Elíasson, er mestur næst upptökum þeirra. Höfundur er prófessor og skilaði séráliti í stýrihópi um staðlamál. ÞAÐ er skemmst af að segja að mjög hefur miðað í þá átt að auka afþreyingu ferða- manna hér á landi. Fyr- ir framtak einstaklinga og með eðlilegum stuðningi hins opinbera hefur verið unnið að þessum málum á und- anförnum árum. Öllum má vera ljóst, sé litið yfir tiltekið tímabil, að nú er boðið upp á langt um fjölbreyttari af- þreyingu en áður. Við eigum þess kost í ríkari mæli en áður að kynn- ast töfrum Íslands, náttúrunni, sög- unni og menningunni, með allt öðr- um hætti. Það er vissulega vel. Um þetta má nefna ótal dæmi um allt land, sem vakið hafa verðskuld- aða athygli. Allt er þetta liður í því að efla mikilvæga atvinnugrein, ferða- þjónustuna. En hinu má heldur ekki gleyma, að þetta eru menningar- verkefni, verkefni sem hafa gildi í sjálfu sér og munu því verða til efl- ingar menningarstarfsemi í landinu öllu. Tvö athyglisverð dæmi Um síðustu helgi átti ég þess kost að líta augum tvö góð dæmi um upp- byggingu í menningartengdri ferða- þjónustu, sem einmitt sameinar þetta sem hér hefur verið nefnt; eflingu ferðaþjónustu og rækt- un menningararfsins, í sem bestum skilningi þess orðs. Er annars vegar um að ræða byggðasögu- sýningu sem opnuð hef- ur verið í Dalbæ á Snæ- fjallaströnd og kallast Horfin býli og huldar vættir í Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum hinum fornu. Hins veg- ar er það opnun á sauð- fjársetri í Sævangi í Strandasýslu, þar sem komið hefur verið upp merkilegri sýningu um sauðfjárbú- skap, handverksbúð og kaffistofu. Nýr aflvaki Enginn vafi er á því að þessar sýn- ingar munu vekja athygli á merkum þætti í sögu okkar. Annars vegar sögu merkilegrar byggðar og hins vegar sýning um lifandi atvinnugrein og þýðingu hennar í nútíð og fortíð fyrir land og þjóð. Það eykur gildi slíkra verkefna þegar þau eru sam- tvinnuð ferðaþjónustunni. Þannig verða þær til eflingar nýjum atvinnu- háttum og glæða byggðirnar auknu lífi. Reynslan hefur sýnt okkur að at- vinnustarfsemi af þessum toga er mikilvæg víða um land og þýðing hennar fer vaxandi. Enginn vafi er á því að einmitt tengsl ferðaþjónustu, sögu og menningar okkar geta orðið nýr aflvaki í þessum þætti atvinnu- lífs okkar. Ekki síst úti um landið. Þess vegna er full ástæða til þess að vekja athygli á athyglisverðum nýj- ungum á þessu sviði, sem bætast við fjölþætta starfsemi sem þegar fer fram á þessu sviði og geta orðið til hvatningar víðar. Menningar- arfurinn eflir atvinnustarfsemi Einar K. Guðfinnsson Menning Enginn vafi er á því, segir Einar K. Guð- finnsson, að þessar sýn- ingar munu vekja at- hygli á merkum þætti í sögu okkar. Höfundur er alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs. UNDRA-THAILANDSFERÐ 18. sept. Sími 56 20 400 - Tækifæri Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.