Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 45 ✝ Helgi Ívarssonfæddist í Vestur- Meðalholtum í Flóa 31. janúar 1926. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 21. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Ívar Helga- son, bóndi í Vestur- Meðalholtum, f. 9.2. 1889, d. 28.2. 1962, og kona hans Guðríð- ur Jónsdóttir, hús- freyja í Vestur-Með- alholtum, f. á Syðri Hömrum í Holtum 18.8. 1896, d. 14.5. 1974. Systkini Helga eru Jón, bóndi í Vestur- Meðalholtum, f. 17.2. 1924, Sig- urður bóndi, f. 8.2. 1927, d. 26.1. 1964, Sigríður, f. 23.3. 1928, d. 22. 4.1951, Helgi, bóndi í Hólum í Stokkseyrarhreppi, f. 2.6. 1929, Guðmundur Ívar, bílstjóri á Sel- fossi, f. 18.6. 1930, og Helga, húsmóðir í Reykjavík, f. 4.1. 1934. Helgi ólst upp að Vestur-Meðalholtum og vann við búið þar til hann sem ungur maður fer sem vinnumaður að Korpúlfsstöðum. Hann vann síðan ým- is störf, þ. á m. við pípulagnir á Sel- fossi. Hann tekur síðan við rekstri bús foreldra sinna í sam- vinnu við Jón bróður sinn þegar faðir hans deyr árið 1962. Saman ráku þeir Helgi og Jón Félagsbúið að Vestur-Meðalholtum fram að andláti Helga. Útför Helga verður gerð frá Gaulverjabæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Snöggt kvaddi vinur okkar, Helgi Ívarsson bóndi í Meðalholtum. Ég heimsótti þá bræður, Jón og Helga, fyrir skömmu og þá var hann á hnjánum að leggja parket 76 ára gamall. Útbjó og sagaði listana sjálf- ur. Sagði þá óþarflega dýra útúr búð. Þannig var Helgi. Aldursmunur á okkur er reyndar nálægt fjórum áratugum en það þvældist aldrei fyrir. Hann var sí- kvikur gagnvart umhverfinu, straumum og nútímanum. Vinsaði úr það sem gagnlegt gat talist til að létta störfin en sýtti hvorki né syrgði liðna tíð. Þannig einstakling- ur verður hluti af samfélagi hvers tíma og því í takt við það. Það er eflaust hægt að gengisfella orðið snillingur með ofnotkun líkt og margt annað. Þetta orð fékk Helgi þó stundum á sig og maður tók eftir hve hann var þekktur í bændasam- félaginu hér í héraðinu og víðar fyrir sinn búskap og snilli við beitingu þúsund þjala. Notaðar vélar þeirra seldust strax hvert á land sem var vegna góðs orðspors. Þeir eru enda í jafn góðu lagi á bænum nýr John Deere traktor og Deutz árgerð 1955. Þeir Jón bróðir hans, tveimur árum eldri, ráku saman til síðasta dags eitt af best reknu kúabúum landsins. Þar hjálpaðist allt að. Nýtni, sjálfs- bjargarviðleitni, útsjónarsemi, nægjusemi og ráðdeild en samt frá- leitt níska. Ekki hefði nú Helga líkað of mikil mærðarrulla. Hann var hóg- vær að hætti sannra Flóamanna en stundum stoltur af sínu og hafði yf- irleitt til þess öll efni. Sem brot af verkefnum ofan á bústörfin mætti nefna á löngum ferli vindmyllu sem dældi vatni inn í fjós fyrir daga rafmagns. Færiband til að skammta hey í blásara löngu áður en slíkt var flutt inn hérlendis. Sturtukerrur fyrir dráttarvélar áður en þær komu í fjöldafram- leiðslu. Fyrir utan ýmis verkfæri gegnum árin til að létta störfin allt frá borvélum til áhalds til að smeygja sér úr vinnustígvélum voru síðustu verkefni tengd rúllu- tækninni sem nú hefur tekið yfir í heyskap. Hann útbjó í hlöðuna úrvals að- stöðu með gasið, rafsuðuna og slípi- rokkinn að vopni. Afrúllari útbúinn úr gömlum heyhleðsluvagni sem tætir sundur rúlluna og setur á gjafavagn mætti þar nefna. Svona var Helgi. Það er í raun með ólíkindum hve þeir bræður hafa rekið mikið bú komnir á þennan aldur. Þeir hafa yf- irleitt framleitt langt yfir kvóta og heldur bætt í síðustu ár frekar en hitt. Innandyra er snyrtimennskan eins og kökubakstur hjá Helga var ekki vandamál. Margir og ekki síst við hér í Gaul- verjabæ höfum notið þess gegnum árin hve Helgi var bóngóður um hvers kyns viðvik og smíðar. Á sýn- ingartjaldi í Félagslundi brotnaði plaststykki sem fékkst ekki, en kost- aði meira en tjaldið sjálft ef það var pantað. Ég bar þetta undir Helga. Jú, hann renndi sérstaka rauf í stimpil úr Land Rover, þá var stykk- ið komið nákvæmlega eins, nema úr eðalstáli. Svona var Helgi. Hans hægláta fas var sérstakt en Helgi var ófeiminn og hitti marga, sá um útréttingar, átti alltaf nýja bíla og skrapp oft til Reykjavíkur. Bræðurnir brugðu sér stundum bæjarleið eftir slátt og heyrst hefur að þeir hafi komist austur að Jökuls- árlóni og langt vestur á land milli mála. Fyrir stuttu fór hann með okkur í hóp að skoða nýjustu fjós landsins og bútækni. Hann naut sín þar vel og mun örugglega fylgjast með nýj- ustu straumum að handan. Við sendum Jóni bróður hans og systkinum samúðarkveðjur. Valdimar Guðjónsson. Ég er víst að eldast og verð því að sætta mig við að samferðafólkið tín- ist burt eitt af öðru. Við hrökkvum samt alltaf við við fréttir af fráfalli hvers og eins. Helgi í Meðalholtum var einn af þessum föstu punktum tilverunnar. Lífsvit hans var einstakt, traust og raunsætt. Skoðun hans og umræða um menn og málefni var ekki fljót- færnisleg, skemmtilega fram sett og alltaf á betri veginn. Hann hlustaði líka, sem er stór þáttur í umræðunni og skemmtilegu samtali. Ég hafði oft gaman af að heyra þá frændur, Helga manninn minn og Helga í Meðalholtum, tala saman við eldhúsborðið hjá okkur um verkleg- ar nýjungar, vélar og tæki sem kom- ið hafa fram á sjónarsviðið. Hann var fljótur að sjá ágæti þeirra og taka í notkun. Stundum féll það ekki alveg að hans hugmyndum eða að- stæðum við búskapinn. Þá sagði Helgi stundum: „Mér líkar það nú ekki alveg.“ Þá var það ekkert mál hjá þeim bræðrum að breyta eða hagræða hlutunum. Helgi með sinni hæglátu kímni og varfærni í um- ræðunni tók alltaf eftir mínum inn- skotum, sem voru nú oft ekki eins rökföst og þeirra frænda. Hagleikur þeirra bræðra og smekkvísi var ótrúlegur. Helgi var nýbúinn að fara að Þorvaldseyri í skoðunarferð og sá þá gamla trakt- orinn sem þeir seldu þeim og sagði: „Ég held hann líti betur út núna heldur en þegar hann fór frá okkur.“ Við vitum vel að traktorinn leit vel út þegar hann fór frá þeim. Þetta segir mikið um manninn. Innanbæjar var hann liðtækur í eldamennsku, við bakstur og hvað- eina sem að húshaldi laut. Þá hafði hann ekki síður auga fyrir endurnýj- un og tísku hvers tíma, var t.d. nýbúinn að leggja parket á íbúðar- hæðinni. Á starfsævi sinni fékkst Helgi við fleira en búskap því á yngri árum vann hann í Laugardælum og á Korpúlfsstöðum. Á þessu æviskeiði fékkst hann við að mála pípulagnir á Selfossi en tók síðan við búskap í Vestur-Meðalholtum af foreldrum sínum ásamt Jóni bróður sínum. Þar naut sín hagleikur og verklagni þeirra bræðra með arðsömum og góðum búpeningi. Við hjónin kveðjum Helga með virðingu og þökk og hugsum til systkina hans. Helga Guðjónsdóttir. Sumarið er komið í Vestur-Með- alholtum. Tún og engi ilma af slægj- unum á búsældarlegri jörð sem rosknir bræður hafa með dugnaði sínum byggt upp. Annar bræðranna hefur skilað dagsverki sínu. Al- mættið hefur kallað hann til sín þann dag þegar sól er hæst á lofti. Við breysk mannanna börn höfum fátt um tímasetningu guðanna að segja. Bræðurnir í V-Meðalholtum, Helgi og Jón, hafa um allnokkurt skeið vistað hross okkar og má segja að leitun sé að öðru eins atlæti fyrir ungviðið í að komast. Ferðir okkar austur til bræðranna hafa verið margar. Aldrei sáum við verk falla úr hendi þeirra bræðra, ef ekki var verið að sinna hefðbundnum bú- störfum var á einhvern óskiljanleg- an hátt smíðað úr því sem til féll, svo eftir stóð völundarsmíð sem hver meistari mætti teljast fullsæmdur af. Mest um vert þótti manni karakt- erinn í verkinu sem bar vott um al- úð. Verkin sögðu svo margt um persónuleika Helga. Fyrir nokkrum dögum kíktum við í fjósið í V-Með- alholtum og sáum heyvagn sem þeir bræður höfðu smíðað fyrir 40 árum. Við gátum ekki leynt aðdáun okkar á þessum fornaldargrip enda var hann líkt og klipptur úr leikmynd ævintýrisins um Oliver Twist. Helgi hló lágt og sagði að svona vagn væri enginn vandi að smíða og tók til við að mæla gripinn á alla kanta. Ekki lét hann neitt þvælast fyrir sér við að skapa eitthvað nýtt til að létta þeim bræðrum bústörfin. Þar fóru saman hugur og hönd; allt frá heyvagnasmíð til uppfinninga ýmissa tóla og jafnvel kökubaksturs. Helgi bar með sér allt fas hins hæverska. Lágum rómi og nokkuð hásri röddu lét hann í ljós skoðun sína á ýmsum málum og fann ætíð á þeim skemmtilegt horn. Hann virt- ist fylgjast vel með pólitík í lands- málum og var þá skopskynið ekki langt undan. Góður bóndi er fallinn. Jafnframt er með honum gengin góð manneskja sem mun lifa í huga okk- ar. Um leið og við þökkum honum samverustundirnar, kveðjum við Helga Ívarsson þess fullviss að skaparinn hefur ætlað honum hlut- verk í öðrum unaðsreit. Blessuð sé minning hans. Magnús Guðmundsson, Þóra Ólafsdóttir. HELGI ÍVARSSON ✝ Ingólfur ÁrniSveinsson fædd- ist í Reykjavík 9. apríl 1947. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut hinn 16. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Lilja Árna- dóttir, f. 16. ágúst 1926, og Sveinn Unnsteinn Jónsson, látinn. Þau skildu. Fósturfaðir Ingólfs er Loftur Jóhanns- son, f. 13.12. 1923. Systkini Ingólfs eru: Jónína, Jóhann Bjarni, Gísl- unn og Heimir Sæberg. Eigin- kona hans er Svana Sigtryggs- dóttir, f. á Innri-Kleif í Breiðdal 28.5. 1953. Börn þeirra eru: 1) Ólafía Rósbjörg, f. 10.1. 1974, maki Jón Óskar Pétursson, son- ur þeirra: Viktor Ingi, f. 14. 3. 1999; 2) Unnsteinn Fannar, f. 2.9. 1975, maki Íris Dögg Guðmunds- dóttir, sonur henn- ar Karl Rúnar Arn- órsson; 3) Jón Loftur, f. 8.2. 1980; 4) Guðbjörg Lilja, f. 5.12. 1985. Ingólfur starfaði lengi sem sjómaður og sendibílstjóri en árið 1978 fluttist hann ásamt fjöl- skyldu sinni að Syðri-Kárastöðum í Vestur-Húnavatnssýslu og hófu hann og kona hans búskap þar. Jafnhliða bændastörfunum vann Ingólfur ýmis störf, m.a. var hann skólabílstjóri í tólf ár. Útför Ingólfs verður gerð frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sumir segja að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það er bara ekki alveg rétt því að við vissum hvað við áttum í pabba og því er enn sárara að hafa misst. Það er svo erfitt að koma öllu sem við viljum segja í orð. Það eru alveg ótal margar minningar sem við eig- um og erum svo þakklát fyrir það. Pabbi var heljarmenni með hjarta úr gulli. Hann sáði sínum gullmolum í hjarta okkar og það verður síðan okkar að koma þeim áfram til barna okkar, fæddra sem ófæddra. Minningin um góðan mann mun lifa í huga okkar og hjarta. Ólafía, Unnsteinn, Jón Loftur og Guðbjörg Lilja. Fyrir rúmum mánuði var ég staddur í Sviss er ég fékk þær fréttir að Ingólfur bróðir hefði greinst með krabbamein. Fegurð landsins fölnaði og hrollur fór um mig allan þrátt fyrir nærri þrjátíu stiga hita. Það dró ský fyrir sól í sálu minni þrátt fyrir glaðasólskin í kringum mig. Hugurinn var órór þrátt fyrir að verkefni mínu væri lokið og ég ætti frídag. Æskuminn- ingar rifjuðust upp, til dæmis þegar Ingólfur, stóri bróðir, kom heim og sagði okkur frá því sem á daga hans hafði drifið. Það var einnig ógleymanleg æskuminning þegar hann tók mig með sér norður á Kárastaði til ömmu sinnar sem þar bjó í gömlum bæ með torfþaki. Það var líkast því að maður væri kom- inn marga áratugi aftur í tímann. Ekki var síður ævintýri að fara með stóra bróður til sjós. Að kynn- ast netaveiðum með steinum, og flothringjum í stað blý- og flotteina varð mér skemmtileg lífsreynsla, sérstaklega löngu seinna þegar ég réð mig sjálfur á netabát. Árið 1972 kynntist Ingó dásam- legri konu, Svönu Sigtryggsdóttur, dugnaðarkonu sem allir dá og dýrka sem hana þekkja. Voru þau alla tíð ákaflega samhent og kær hvort öðru svo aðdáun vakti. Þau giftu sig sama dag og ég var fermd- ur árið 1973 og hefðu því átt þrjátíu ára brúðkaupsafmæli eftir ár. Stóð þá til að fara til sólarlanda til að halda upp á tímamótin og fimm- tugsafmæli Svönu en til útlanda höfðu þau ekki farið eftir að þau fóru að búa. Árið 1979 fluttu þau norður að Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi og hófu fjárbúskap. Þar urðu þau að byggja bæði íbúðarhús og fjárhús, einnig að rækta upp ný tún á gróð- urlitlum melum og vinna upp gömlu túnin. Bústofninn var lítill fyrstu árin, fá lömb sett í sláturhúsið á meðan verið var að koma upp góð- um fjárstofni í nýja fjárhúsið. Var því lítil innkoma, ekki skánaði útlit- ið þegar settur var kvóti á fram- leiðslu bænda á lambakjöti. Fengu þau mjög lítinn kvóta vegna þess að fyrstu búskaparár þeirra voru not- uð sem viðmiðun fyrir úthlutun kvóta. Þrátt fyrir það var ekki gef- ist upp heldur haldið áfram með bjartsýni að leiðarljósi. Þau hjónin unnu bæði mikið utan heimilis þótt börnin yrðu fjögur og amma Ingólfs væri líka hjá þeim í heimili. Þótt fjölskyldan væri stór voru alltaf allir velkomnir til þeirra hjóna bæði til skemmri og lengri dvalar. Á síðasta ári ákváðu þau að hætta fjárbúskap en þeim hafði tekist að rækta upp mjög góðan stofn. Var stóri bróðir verulega hreykinn þegar hann sagði mér að hann hefði verið með fjórða af- urðamesta fjárbú landsins. Nú ætl- uðu þau að fara að njóta lífsins með minni vinnu. Smíða átti sumarbú- stað á „draumalandi“ okkar systk- inanna í Grímsnesinu og vera meira með börnunum og afadrengnum Viktori Inga sem var Ingólfi ákaf- lega hjartfólginn. Ingólfur var alltaf mjög bjart- sýnn enda hefði honum ekki tekist að koma öllu því í framkvæmd sem hann gerði ef bjartsýni hefði ekki verið nægileg. Sem dæmi um bjart- sýni hans sagði hann við mig, tæpri viku áður en hann dó, að læknarnir hefðu sagt honum að einungis einn af hverjum fimm, sem greindust með þessa gerð af krabbameini, ef það væri komið þetta langt, næði því að lifa í eitt ár. „Þá trúi ég því að ég sé þessi eini af fimm,“ og fór svo að tala um annað. Því miður varð það ekki raunin. Ingólfi hrakaði mjög fljótt nokkrum dögum síðar og lést sextánda júní. Það er skelfilega erfið lífsreynsla að horfa upp á stóran og sterkan bróður falla í valinn fyrir þessum hræðilega sjúkdómi langt fyrir ald- ur fram. Maður spyr eins og marg- ir aðrir. Hvers vegna? Ég finn ekk- ert svar frekar en aðrir. Eftir stendur sár söknuður og samúð til fjölskyldunnar á Kárastöðum. Það sem hægt er að læra af svona dapurlegri lífreynslu er með- al annars að dauðinn getur komið fyrirvaralaust og enginn er óhultur. Hvernig eyðum við ævinni? Hver eru lífsviðhorfin? Hvaða minningar skiljum við eftir hjá þeim sem eftir lifa þegar okkar tími er liðinn? Ing- ólfur gerði það sem hann langaði til, það er að byggja sér bú og ger- ast bóndi. Í sveitinni undi hann við sitt bú og þar vildi hann vera. Að hlúa að lömbum og öllu sem stuðn- ing og hjálp þurfti var hans yndi og víst er að margir sakna Ingólfs sárt um ókomna tíð. Sendi ég því Svönu, Lóu, Jóni, Unnsteini, Jón Lofti og Guðbjörgu Lilju að ógleymdum afa- drengnum Viktori Inga mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Ef til vill á ljóð tengdamóður minnar, Ísólar Karlsdóttur, sem lést á sl. ári, við um snarpa baráttu þína við krabbameinið. Þó nú hvíli kistu í, hvítum vafin hjúpi. Upp mun rísa aftur ný, upp úr dauðans djúpi. Þá er liðin þrauta-tíð þá er hvíldin fengin. Þá er allt mitt enda stríð ævisporin gengin. Hve dýrlegt verður Drottinn þá, dauðans leyst úr böndum, og þér vera alltaf hjá, eilífðar á ströndum. Þá ævigatan enda hér og eymdir mínar þverra. Þá tekur þú á móti mér meistari minn og herra. (ÍK.) Þinn bróðir Heimir. INGÓLFUR Á. SVEINSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.