Morgunblaðið - 29.06.2002, Page 40
MINNINGAR
40 LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Valgerður Briemfæddist á
Hrafnagili í Eyjafirði
16. júní 1914. Hún
lést í Reykjavík 13.
júní síðastliðinn. Val-
gerður var ein fjög-
urra uppkominna
dætra séra Þorsteins
Briem prófasts, al-
þingismanns og ráð-
herra, f. á Frosta-
stöðum í Skagafirði
1885, d. í Reykjavík
1949, og konu hans
Valgerðar Lárus-
dóttur söngkennara,
f. á Grund í Eskifirði 1885, d. á
Akranesi 1924. Seinni kona séra
Þorsteins var Emilía Oktavia Guð-
johnsen, f. á Vopnafirði 1886, d. í
Reykjavík 1967. Systur Valgerðar
voru Kirstín Valgerður, kennari og
húsfreyja í Reykjavík, f. 1911, d.
1994; Halldóra Valgerður, arkitekt
og deildarstjóri í Stokkhólmi, f.
1913, d. 1993; Guðrún Lára, upp-
eldisfræðingur í Osló, f. 1918, d.
1995; og Ólöf Ingibjörg, f. 1923, d.
sama ár. Valgerður giftist 1942
Bergi Guðmundi Pálssyni, deildar-
stjóra í fjármálaráðuneyti og síðar
í dóms– og kirkjumálaráðuneyti, f.
í Stykkishólmi 1914, d. í Reykjavík
1984. Bergur var sonur Páls Vídal-
þeirra er Bergur sem er í námi.
Sonur Þorsteins er Ólafur, húsa-
smiður og börn Ingibjargar frá
fyrra hjónabandi eru Nikulás, líf-
fræðingur og Kristín, viðskipta-
fræðingur. Barnabarnabörn Val-
gerðar eru átta talsins.
Valgerður ólst upp á Akranesi
þar sem Þorsteinn Briem var
prestur og síðar prófastur Borgar-
fjarðarhéraðs. Hún lauk kennara-
prófi frá Kennaraskólanum 1934,
hóf sama ár kennslu í myndmennt
við Austurbæjarskólann í Reykja-
vík og kenndi þar nær samfellt til
1959. 1933–1940 stundaði Valgerð-
ur nám í ýmsum listgreinum m.a. í
myndlist hjá Birni Björnssyni og
Þorvaldi Skúlasyni og í myndvefn-
aði hjá Vigdísi Kristjánsdóttur. Ár-
in 1945 til 1947 var hún nemandi í
myndlist og myndlistarkennslu við
Konstfack-skólann í Stokkhólmi.
Valgerður kenndi við Myndlista-
og handíðaskóla Íslands frá heim-
komu 1947 til 1972 og var stunda-
kennari við Kennaraskóla Íslands á
árunum frá 1963–1965 og 1967–
1968. Einnig kenndi hún hjá Heim-
ilisiðnaðarfélagi Íslands árin 1968–
1970. Myndlistarsköpun barna var
sérsvið Valgerðar. Hún fjallaði um
myndlist barna í útvarpi og í blöð-
um. Valgerður gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum, var skipuð próf-
dómari við Kennaraskóla Íslands
og víðar og skipuð í námskrár-
nefndir á vegum menntamálaráðu-
neytis.
Útför Valgerðar Briem hefur að
hennar ósk farið fram í kyrrþey.
íns Bjarnasonar sýslu-
manns í Stykkishólmi,
f. í Geitaskarði í
Langadal 1873, d. í
Reykjavík 1930, og
konu hans Margrétar
Árnadóttur, f. í Höfn-
um á Skaga 1884, d. í
Reykjavík 1985. Val-
gerður og Bergur
eignuðust þrjú börn:1)
Páll Ólafur, fram-
kvstj., maki Lilja
Magnúsdóttir, börn
þeirra eru Bergur,
kerfisfræðingur, maki
Sigurlaug Sigurjóns-
dóttir, arkitekt; Þóra Margrét, sál-
fræðingur, sambýlismaður Krist-
ján Guðmundsson, verkfræðingur;
Páll Ragnar, verslunarm., sam-
býliskona Sóley Lilja Brynjarsdótt-
ir; og Bjarni Þór, verslunarm. 2)
Valgerður, myndlistarkennari,
maki Arnmundur S. Backman, lög-
maður, d. 1998, börn þeirra eru
Valgerður Margrét, líffræðingur,
maki Jóhann Halldórsson, lögmað-
ur; Halldór Helgi, lögmaður, maki
Ragnheiður Kolviðsdóttir, mark-
aðsfulltrúi; og Margrét, landslags-
arkitekt, maki Birgir Hilmarsson,
hjúkrunarfræðingur; 3) Þorsteinn,
framkvstj., maki Ingibjörg Ásta
Pétursdóttir, veitingakona, sonur
Elsku amma Lalla. Mikið eigum
við systkinin fallegar minningar um
þig. Það var alltaf ævintýri að vera
hjá þér. Þú tókst á móti okkur á stiga-
pallinum með hendur til himins og
hrópaðir: „Velkomin ljósaljós“ eða
„Ertu komin augnayndi“. Við vorum
alltaf best og glæsilegust og þú spar-
aðir ekki lýsingarorðin. Þú mataðir
okkur á fróðleik um allt milli himins
og jarðar, varst óþrjótandi brunnur í
ættfræði, kvæðum og sögum. Alltaf
var tími til leikja og dundurs. Þau
hljóta að skipta þúsundum listaverk-
in sem við framleiddum hjá þér í
Lönguhlíðinni og þú geymdir þau öll,
dagsett. Þú vinkaðir endalaust í eld-
húsglugganum þegar við fórum og
hélst því örugglega áfram löngu eftir
að við vorum komin úr augsýn.
Alltaf fórst þú ótroðnar slóðir,
komst iðulega á óvart og varst
óhrædd við að vera þú sjálf. Litríkari
manneskju er varla hægt að finna. Þú
hlóst svo bjart og eftirminnilega að
lífinu, en ekki síður að sjálfri þér og
uppátækjum þínum. Ef við gáfum
þér gjafir var viðbúið að þær væru
óopnaðar mánuðum saman, af því að
þér fannst pakkinn svo fallegur. Ef-
laust hefur margur konfektmolinn
gránað við slíka meðferð.
Svarta skattholið með öllum leyni-
hólfunum, háværa standklukkan sem
þurfti að trekkja á hverjum degi,
stóri brúni kaffibollinn hans afa,
gömlu rimlagluggatjöldin, rauði legu-
bekkurinn, bókasafnið ykkar afa,
græna glerkúlan, gömlu bronskrón-
urnar í heklaða pokanum, norska tré-
kubbamekkanóið frá Gógó, míkadóið
og hin spilin. Þessi heimsmynd okkar
er nú horfin að þér genginni.
Þú varst há og tígulleg, með þitt
þykka, síða, gráa hár og ljómandi af
lífi. Þú varst okkar Snæfríður Ís-
landssól.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Takk fyrir allt sem þú hefur gefið
okkur. Það er veglegt veganesti.
Valgerður Margrét Backman,
Halldór Helgi Backman.
Nú kveð ég elsku ömmu Löllu
mína. Minningarnar um yndislega
ömmu og merka konu eru margar.
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að
alast upp nærri henni. Á fallegu
heimili þeirra afa í Lönguhlíðinni sát-
um við barnabörnin gjarnan með
ömmu við leik og spjall. Þar var
teiknað, vatnslitað og föndrað með
það sem fundið var til. Karfan með
trékubbunum stóð á gólfinu og var
sjálfsagður hluti af heimilinu. Það var
haldið í gönguferðir á „Klambrana“
og minnst á samnefndan bæ sem áð-
ur stóð á túninu. Þar var gróðurinn
kannaður, rætt um heima og geima
og litið inn á listina á Kjarvalsstöðum.
Við tíndum jafnvel gleymmérei og
pressuðum inní bók þegar heim var
komið og alltaf var jafn spennandi að
kíkja eftir nokkra daga og sjá þær
orðnar að skemmtilegu listaverki
sem lifði áfram.
Mér þótti aldrei skrítið þegar
amma beygði sig niður svo lítið bar á
til að taka lítið rusl upp af jörðinni.
Náttúran var jú svo falleg og fékk að
njóta sín. Baldursbrárnar og fíflarnir
til jafns við stjúpurnar og fjólurnar.
Jafnvel njólarnir gátu átt náð fyrir
hennar augum.
Á þennan hátt vakti hún athygli
mína á því fallega sem býr í svo
mörgu og hún bar virðingu fyrir hlut-
unum eins og þeir komu fyrir. Líkt og
minningin um Klambrana fengu
einnig munir liðinna tíma að vera og á
heimili þeirra afa fengum við krakk-
arnir að leika innan um og skoða ger-
semar sem okkur virtust leynast í
hverju horni. Þannig var einnig farið
með góða siði og hefðir. Amma kunni
líka aragrúa af vísum og þulum sem
hún fór stöku sinnum með fyrir okk-
ur að gamni sínu. Í staðinn sögðum
við brandara og amma hló hátt og
mikið. Oft klykkti hún út með hnyttn-
um tilsvörum.
Þegar við uxum úr grasi hélt
amma áfram að skipa stóran sess í lífi
okkar. Afi Bergur var látinn en
amma hélt uppi minningu hans á fal-
legan og látlausan hátt eins og henni
var einni lagið. Söguna af því er þau
hittust fyrst á dansleik á Hótel Borg
held ég mikið uppá og vart held ég að
glæsilegra par hafi stigið þar dans.
Svona kynntist ég með tímanum lífs-
hlaupi þeirra hjóna. Amma lærði ung
til kennara og starfaði við myndlist-
arkennslu barna um árabil. Einnig
nam hún myndlist, en ekki síst var
hún mikil listakona og trú sinni list
alla tíð.
Amma Lalla var næstyngst hinna
fjögurra uppkominna systra frá
Kirkjuhvoli á Akranesi. Allar voru
þær vel menntaðar, eignuðust sínar
fjölskyldur og áttu langa og farsæla
starfsferla. Mér er það ljóst að kynn-
in við þessar stórfenglegu konur voru
forréttindi. Að ömmu Löllu látinni
eru þær systur nú allar farnar.
Ég er innilega þakklát fyrir sam-
veruna og kveð með söknuði. Mér er
mikils virði að Kristján sambýlismað-
ur minn og Lara Valgerður dóttir
okkar náðu að kynnast henni og finna
hlýjuna og fegurðina í kringum hana
sem ég þekkti svo vel.
Elskuleg amma mín og afi eru
saman aftur eftir langan aðskilnað.
Ég sendi þér fingurkoss og veifa til
baka.
Þóra Margrét Pálsdóttir.
Eitt af fyrstu orðunum sem ég
lærði að segja var Ammala. Það var í
raun ekkert skrítið því amma Lalla
hafði þá og hefur alla tíð skipað stór-
an sess í mínu lífi, sem og í hjarta
mínu. Amma Lalla var ein af þeim
manneskjum sem ég gat ekki trúað
að gætu einhvern tímann dáið, enda
féllust mér gjörsamlega hendur þeg-
ar ég heyrði um andlát hennar. Ég
fór ósjálfrátt að hugsa um tímana
með ömmu Löllu í gegnum árin, þess-
ar ógleymanlegu minningar og
myndir sem koma upp í hugann. Td.
þegar ég sat í Lönguhlíðinni sem
barn og snarlaði frammi í eldhúsi á
meðan hún spurði frétta, lék mér að
trékubbunum, kúluspilinu, mekk-
anóinu, míkadóinu, teiknaði fjölda
mynda eða gerði bílaborg á munstr-
aða teppinu í stofunni. Alltaf tók hún
manni opnum örmum með setningum
eins og „Ó, ertu komin elskasta, með
yndisfögru augun þín“ eða „Nei, ertu
komin, ljósið mitt“. Málrómur hennar
og hlátur gáfu svo innilega til kynna
þá elsku og gleði sem í henni bjó og
kunni hún virkilega að láta manni líða
vel. Þegar maður svo kvaddi, stóð
hún alltaf lengi í eldhúsglugganum,
veifaði og gaf fingurkossa á eftir
manni, þar til maður var löngu kom-
inn úr augsýn.
Amma Lalla var dugleg að segja
okkur öllum sögur úr barnæsku sinni
og í raun um allt milli himins og jarð-
ar og það var yndislegt að sitja og
hlusta á hana segja frá. Hún var eng-
um lík, fór alltaf ótroðnar slóðir og ég
dáðist að þeim glæsileika sem yfir
henni bjó. Þegar ég rölti í bænum
með henni eða við kíktum á myndlist-
arsýningar, þá man ég hvað ég var
stolt að vera við hlið hennar.
Eftir að ég flutti til Danmerkur,
fyrir tæplega 8 árum, var amma dug-
leg að senda mér póstkort. Kortin
voru svo einkennandi fyrir hana,
nokkrar línur með Guðs blessunar-,
lukku-, og gleðiorðum, sem yljuðu
svo ótrúlega, sérstaklega af því ég
var svo fjarri.
Ég heimsótti ömmu Löllu í síðasta
skiptið síðastliðið sumar, áður en ég
hélt út til Danmerkur aftur. Ég ákvað
að fara ein svo ég gæti notið hverrar
mínútu með henni einni. Þessi ferð
var ógleymanleg. Við ræddum málin,
sungum saman og hlógum og þegar
ég kvaddi sagði hún „Ljósið mitt,
megi góður Guð vera með ykkur öll-
um“.
Ég gæti skrifað endalaust um
ömmu Löllu, en eitt er víst að ég mun
aldrei gleyma henni og er ég afar
þakklát fyrir að hafa átt svona ynd-
islega og jafnframt stórbrotna
ömmu. Hún tók þátt í mínu lífi, gladd-
ist þegar ég gladdist, huggaði mig í
sorgum og veitti mér ómælda ást og
umhyggju. Takk fyrir allt.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Hvíl í friði, elsku amma Lalla.
Margrét.
Konan, sem kenndi okkur fyrst, er
látin.
Konan, sem kenndi Erró myndlist,
og okkur minni spámönnunum, með
örvandi og eftirminnilegum hætti.
Síðan höfum við haft áhuga á mynd-
list.
Konan, sem kenndi okkur margt
annað. Síðan höfum við haft áhuga á
mörgu öðru.
Konan, sem var svo geislandi.
Aldrei bar þar skugga á.
Sagt er að kennarastéttin sé að
verða kvennastétt.
Ef allar konur í þeirri stétt væru
eins og Valgerður Briem hefði ég
ekki nokkrar áhyggjur af framtíð-
inni.
Jón Ögmundur Þormóðsson.
Ég kynntist Valgerði Briem þegar
ég kom til starfa í Austurbæjarskól-
anum haustið 1955. Hún hafði verið
myndlistarkennari þar frá því hún
lauk kennaraprófi 1934, var sem sé í
hópi þeirra framúrskarandi kennara
sem Sigurður Thorlacius skólastjóri
safnaði kringum sig. Aldrei get ég
nógsamlega þakkað forsjóninni þá
gæfu að fá að vinna með þessu fólki
og læra starfið af því.
Ég var fyrstu árin forfallakennari,
hafði í byrjun aðeins einn tíma fastan
á dag, þess vegna þurfti ég að hafa
mjög nána samvinnu við flesta kenn-
arana þegar ég þurfti að taka við
bekkjum þeirra í lengri eða skemmri
tíma. Valgerður var jafnframt teikni-
kennslunni umsjónarkennari eins
bekkjar, svo að ég kom stundum í
hennar bekk. Sumir eldri kennararn-
ir voru útásetningarsamir og ég var
lafhrædd að kenna fyrir þá, átti von á
rekistefnu á eftir. Aldrei sagði Val-
gerður styggðaryrði við mig. Hún
kom fram við mig af virðulegri kurt-
eisi og hlýju. Reyndar var það líkast
fríi að kenna nemendum hennar þótt
þeir væru yfir þrjátíu, að vísu var
þetta einn af bestu bekkjum skólans,
þá var börnunum raðað í bekki eftir
getu og fleiri í bestu bekkjunum. Val-
gerður kenndi í náttúrufræðistofunni
sem var rúmgóð og skemmtileg.
Kannski var hún ströng. Samt gat
ég ekki merkt það, en þvílíkur agi.
Góður agi er sama og vinnufriður.
Það hvíldi hátíðleg ró yfir börnunum,
þar sem þau grúfðu sig yfir verkefn-
in, og þegar einhver hafði lokið sínu
og tíminn ekki búinn tók hann hljóð-
lega upp úr púlti sínu aukaverkefni,
sem honum var kært, og sneri sér að
því. Mörg voru að skrifa valda kafla
úr biblíusögunum ellegar náttúru- og
landafræðibókunum og skreyta með
nákvæmum undurfínlegum myndum.
Valgerður mótaði nemendur sína
eins og listamenn. Þeir nálguðust við-
fangsefni sín með lotningu. Ég minn-
ist þessara tíma sem hátíðastunda.
Í Austurbæjarskólanum voru frá
upphafi sérhannaðar handmennta-
og raungreinastofur. Teiknistofan er
stór og björt með stórum teikniborð-
um, vöskum, hillum og skápum. Þar
var Valgerður í ríki sínu. Hún á snar-
an þátt í því hve myndlist hefur skip-
að veglegan sess í skólanum. Reynd-
ar hafði hún mótandi áhrif á mynd-
og handmenntakennslu á öllu land-
inu. Hún vann ötullega að því á breið-
um vettvangi að gera fólki ljóst mik-
ilvægi þessara námsgreina.
Á kennarastofunni sópaði að
henni. Hún var fögur kona og glæsi-
leg. Ævinlega fallega klædd, hafði
sinn stíl. Oft með áberandi skartgripi.
Hún stendur mér ljóslifandi fyrir
sjónum á miðju gólfi, klædd dökkum
vel sniðnum síðbuxum, með kaffibolla
í annarri hendi, gerir létta sveiflu
með hinni svo hringlar í dökku perl-
unum á festinni sem er vafið um úln-
liðinn. Hún er að stæla við vin sinn og
skólabróður úr kennaraskólanum,
Stefán Jónsson, sem hún kallar
Stebba. Þegar hún sest segi ég við
Stefán, sem sat hjá mér í kaffitím-
anum. „Hún er flott!“ „Flott, hún Val-
gerður,“ segir hann. „Þegar ég sá
hana í Kennaraskólanum trúði ég
ekki mínum eigin augum. Hef aldrei
séð fallegri stúlku.“ Skömmu seinna
kom yngsta kennslukonan í síðbux-
um í skólann, það var bylur. Jónas Jó-
steinsson yfirkennari kallaði hana inn
á skrifstofu, og benti henni á að kenn-
arar ættu að vera snyrtilega og sið-
samlega klæddir, konur í pilsi eða
kjól. Hún ætlaði að malda í móinn, en
Jónas sagði hneykslaður: „Ætlið þið
stelpurnar að jafna ykkur við hana
Valgerði?“ Ég sendi ástvinum Val-
gerðar innilegar samúðarkveðjur.
Vilborg Dagbjartsdóttir.
Góður kennari getur haft mikil
áhrif á nemendur sína með fram-
komu sinni, hugmyndaauðgi, þekk-
ingu og leiðsöguhæfileikum og þau
áhrif geta varað lengi, jafnvel ævina á
enda. Það er dýrmætt hverju barni
og ungmenni að hafa kennara sem
gefur því gott veganesti út í lífið. Slík-
um kennara er maður ævinlega þakk-
látur. Þannig var okkur án efa innan-
brjósts nokkrum bekkjarfélögum úr
Í-bekk í Austurbæjarskóla um miðja
tuttugustu öldina sem sátum í Dóm-
kirkjunni sl. föstudagsmorgun við
jarðarför Valgerðar Briem. Hún var
bekkjarkennarinn okkar í sex ár, frá
sjö ára aldri til tólf ára.
Með galopin augu og opinmynnt
höfum við án efa fylgst með verðandi
kennara okkar þegar við komum
fyrsta daginn í skólann haustið 1950
að byrja í 7 ára bekk. Þarna sveif
þessi glæsilega og tígulega kona um
stofuna, hávaxin, bein í baki, með sítt
dökkt og þykkt hárið bundið upp í
hnút og talnaband úr svörtum tré-
perlum sem glamraði í margvafið um
úlnliðinn. Fæst okkar hittum Val-
gerði neitt að ráði eftir að við útskrif-
uðumst úr 12 ára bekk, en þegar við
hittumst var gjarnan spurt hvort ein-
hver hefði fréttir af Valgerði og
þarna í kirkjunni tæpri hálfri öld síð-
ar stóð hún hugum okkur enn svo
nærri og gagntekin virðingu þökkuð-
um við henni leiðsögnina.
Ég held að fullyrða megi að Val-
gerður hafi verið mjög sérstakur
kennari og um margt öðruvísi en aðr-
ir kennarar á þessum tíma. Hún hafði
þekkingu, hugmyndaflug og þor til að
fara þær leiðir sem henni þóttu réttar
og bestar á hverjum tíma. Bakgrunn-
ur frá miklu menningar- og mennta-
heimili gaf henni sjálfstraustið sem
til þurfti. Hún var nýkomin frá fram-
haldsnámi í myndmenntakennslu í
Svíþjóð og þekkti því nýjustu
strauma í kennslumálum frá útlönd-
um. Og hún lét sér ekki nægja að vita
hvað þótti árangursríkast og best í
þeim efnum, heldur hafði líka áræði
til að breyta eftir þeim hugmyndum.
Valgerður lét okkur mikið vinna í
hópvinnu að þemabundnum verkefn-
um, en það eru einmitt kennsluhættir
sem nú þykja framsæknir og nútíma-
legir. Mörgum kennurum þykir slíkt
uppbrot á hefðbundinni bekkjar-
kennslu ekki árennilegt og telja sig
skorta ýmsar aðstæður til að fram-
kvæma það. Stundaskrá sem bútuð
er niður í 40 mínútna kennslustundir
þar sem hver grein hefur sína stund
hentar ekki svona kennslu. Því var
stundaskránni í Í-bekknum iðulega
kastað og verkefni sem hófst að
morgni stóð fram til hádegis, eða
hófst á hádegi þegar við vorum eftir
hádegi í tvísetnum skóla, og stóð
fram eftir degi, og ekkert verið að
hugsa um frímínúturnar sem helm-
ingur af 1.500 nemendum skólans fór
í á sama tíma. En svo var kannski
tekið hlé á allt öðrum tíma og þá
truflaði „bekkurinn hennar Valgerð-
ar“ að leik á skólalóðinni trúlega alla
hina. Við vissum að við vorum öðru-
vísi og nú minnir okkur að við höfum
verið stolt af því. Úr því Valgerður
leyfði sér að vera öðru vísi var það í
lagi! Öryggi kennarans fyllti okkur
sjálf öryggi.
Sköpunin hafði yfirhöndina í skóla-
stofunni. Oft var borðum raðað sam-
an eða gólfið notað til að geta teiknað,
málað eða límt klippimyndir á stóra
fleti til að skapa nýja heima og ef ekki
VALGERÐUR
BRIEM