Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 1
KENÝAMAÐUR gengur framhjá skolpi og rusli í fátækrahverfi í grennd við Nairóbí. Yfirlýsingum leiðtoga átta helstu iðnríkja heims um aðstoð við ríki Afríku hefur ver- ið misjafnlega tekið í álfunni. Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, og leið- togar þeirra ríkja, sem standa að NEPAD, nýrri samstarfsáætlun um framþróun í Afríku, hafa fagnað henni en margir baráttumenn gegn fátækt í álfunni segja, að loforð ríku þjóðanna muni litlu breyta. „Við erum allir mjög ánægðir með samþykkt G8-fundarins,“ sagði Mbeki en ríkin, sem standa að NE- PAD, heita óspilltum stjórnar- háttum og heilbrigðri efnahags- stjórn gegn auknum stuðningi ríku þjóðanna. Allt annað hljóð var í fulltrúum á „Fundi hinna fátæku“ í Malí en hann var ekki sóttur af frammámönnum, heldur af ýmsum baráttumönnum gegn fátækt og misrétti. Þar tóku menn þannig til orða, að fjöllin hefðu tekið jóðsótt og fæðst lítil mús. Samþykkt G8-fundarins breytti engu um meginvandann, sem væri hinar miklu skuldir ríkjanna. Gagnrýndu þeir leiðtoga Afríkuríkjanna fyrir að fagna því, sem ekkert væri. Mwesigwa Rukutana, aðstoðar- fjármálaráðherra Úganda, sagði í gær, að G8-ríkin hefðu getað hjálp- að Afríkuríkjunum og öðrum þriðja- heimsríkjum svo um munaði með því að opna markaði sína fyrir þeim og draga úr eða hætta niðurgreiðslum. „Ef ríku þjóðirnar hættu niður- greiðslum, gætum við staðið á eigin fótum og líka greitt skuldirnar,“ sagði Rukutana. Reuters Blendin viðbrögð í Afríku 150. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 29. JÚNÍ 2002 BANDARÍSKA fyrirtækið Xerox tilkynnti í gær að það hefði ýkt tekjur sínar af sölu ljósritunarvéla um 1,9 milljarða dollara á síðustu fimm árum. Þessi tíðindi ollu nokkr- um titringi meðal fjárfesta þar sem þau komu í kjölfar frétta um bók- haldssvik nokkurra bandarískra stórfyrirtækja. Gengi hlutabréfa í Xerox lækkaði um 25% í kauphöll- inni í New York í gær en málið hafði lítil áhrif á hlutabréfamarkaðina. Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,3% og Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,4%. Xerox þurfti að yfirfara og lag- færa reikningsskil sín samkvæmt samkomulagi við bandaríska fjár- málaeftirlitið, SEC, sem sagði í apríl að fyrirtækið hefði ýkt hagnað sinn fyrir skatta um 1,5 milljarða dollara með óviðeigandi aðferðum við reikn- ingsskil áranna 1997-2000. Xerox féllst þá á að greiða 10 milljónir dollara í sekt án þess að viðurkenna að um bókhaldssvik hefði verið að ræða. Lagfæringarnar á reikningsskil- unum ná til síðasta árs, auk tíma- bilsins sem athugasemdir fjármála- eftirlitsins náðu til. Í nýja fjárhagsuppgjörinu minnka tekjurn- ar sem bókfærðar voru á árunum 1997, 1998 og 1999 en tekjur áranna 2000-2001 aukast miðað við fyrri reikningsskil. „Erfiðum kafla í sögu fyrirtæk- isins er nú lokið,“ sagði Anne M. Mulcahy, aðalframkvæmdastjóri Xerox. „Og við erum staðráðin í því að tryggja eins heiðarleg reiknings- skil og kostur er.“ KPMG stendur við endurskoðun sína Xerox sagði að alls hefði hagn- aðurinn fyrir skatta á fimm ára tímabilinu verið minnkaðar um 1,4 milljarða dollara miðað við fyrri reikningsskil. Eigið fé fyrirtækisins hefði verið fært niður um 1,3 millj- arða dollara. Tekjur áranna 1997- 2001 voru minnkaðar um 2% í 91 milljarð dollara. Fyrirtækið ýkti tekjur af tækja- sölu um 6,4 milljarða dollara á tíma- bilinu. Vantaldar tekjur af þjónustu og leigu og fjármagnstekjur vega hins vegar upp á móti þessu, en þær námu 5,1 milljarði dollara. 600 millj- óna dollara tekjur af leigusamning- um, sem gerðir voru fyrir 1997, voru einnig ranglega taldar með í reikn- ingsskilum áranna 1997-2001. Endurskoðunarfyrirtækið KPMG, sem endurskoðaði bókhald Xerox á umræddu tímabili, kvaðst í gær standa við endurskoðun sína, sagði leiðréttingarnar undarlegar og stangast á við reikningsskilaregl- ur. Fyrirtækið Pricewaterhouse- Coopers tók við endurskoðun Xerox af KPMG í fyrra. Bandaríska fyrirtækið Xerox lagfærir reikningsskil sín Ýkti tekjurnar um 1,9 milljarða dollara Stamford. AP, AFP. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu lækkar um 25% ARGENTÍNSKI knattspyrnusnill- ingurinn Diego Maradona gengur framhjá ljósmyndurum við komu hans til Narita-flugvallar í Tókýó í gær, en hann fór til Japans til að vera viðstaddur úrslitaleik heims- meistaramótsins í knattspyrnu á morgun. Japanir hugðust meina honum um vegabréfsáritun vegna þess að hann hefur verið dæmdur fyrir neyslu kókaíns en ákváðu að lokum að hleypa honum á leikinn vegna þeirrar virðingar sem hann nýtur meðal knattspyrnumanna. Reuters Maradona hleypt á úr- slitaleikinn UM 14.000 konur deyja af völd- um heimilisofbeldis í Rússlandi á ári hverju, að sögn Valentínu Petrenko, formanns félags- málanefndar efri deildar rúss- neska þingsins, í gær. Petrenko sagði á ráðstefnu á vegum þingdeildarinnar og Evrópuráðsins um stöðu rúss- neskra kvenna að 70% þeirra hefðu orðið fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sinna eða skyld- menna. Þriðjungur þeirra búi við viðvarandi heimilisofbeldi. Þingmaðurinn segir að 65% kvenna í Rússlandi búi við mjög slæman fjárhag, séu annað- hvort án atvinnu eða með mjög lág laun. Konur fái almennt miklu lægri laun en karlar fyrir sömu störf og þau dugi vart fyrir nauðþurftum. Þúsundir kvenna barðar til ólífis Moskvu. AFP. Sprengingar í Hebron Heima- stjórnar- bygging eyðilögð Hebron. AFP. ÍSRAELSHER lagði meginhluta að- alskrifstofu palestínsku heimastjórn- arinnar í Hebron á Vesturbakkanum í rúst í gærkvöldi. Talið var að fimmtán til tuttugu herskáir Palestínumenn hefðu verið í felum í byggingunni. Að sögn útvarps hersins sprengdi hann hluta byggingarinnar í loft upp og jarðýtur fjarlægðu síðan brakið til að hermenn gætu leitað að Palestínu- mönnunum eða líkum þeirra. Herinn staðfesti að hann hefði beitt sprengjum en sagði ekkert um hvort Palestínumenn hefðu fundist í rúst- unum. „Eftir að við kölluðum án árangurs og skipuðum þeim að koma út sprengdi verkfræðingasveit okkar hluta byggingarinnar,“ sagði tals- maður hersins. Sjónarvottar sögðu að kviknað hefði í byggingunni eftir sprenging- arnar. Hleypt var af byssum og þyrl- ur sveimuðu yfir byggingunni. Fyrr um kvöldið höfðu ísraelskir hermenn ráðist inn í bygginguna til að reyna að flæma Palestínumennina út. Talið er að mennirnir séu í Fatah- hreyfingu Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, og hafi leitað þar skjóls á þriðjudag þegar herinn réðst inn í borgina. Fyrrverandi palestínskur ráð- herra, Talal Sadr, fór inn í bygging- una fyrr í gær til að reyna að semja við Palestínumennina en kvaðst ekki hafa fundið neinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.