Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 29
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 29 Í sumar starfa og dvelja á Ís-landi um það bil hundrað ung-menni frá Norðurlöndunum ávegum Nordjobb. Einn frá Álandseyjum, einn Grænlendingur, níu Norðmenn, tíu Danir, 34 Svíar og 42 Finnar. Flest starfa þau um tvo til þrjá mánuði hér, t.d. í bönkum, póst- húsum eða á sjúkrahúsum, bónda- bæjum eða við ýmiskonar útistörf. Markmiðið með Nordjobb er að styrkja norræna samvinnu og að ný kynslóð fái að kynnast frændþjóðun- um og styrkja skilning sinn á nor- rænni tungu. Lítil hætta er á að ung- mennunum í Nordjobb leiðist því jafnframt vinnunni er boðið upp á tómstundastarf og nokkur námskeið. Áhersla er lögð á að þátttakendur kynnist íbúum og menningu landsins og myndi framtíðarsamband við það. Tungumálanámskeið Nordjobb á að stuðla að aukinni tungumálakunnáttu þátttakenda, og verða þátttakendur að geta gert sig skiljanlega á einu af skandinavísku tungumálunum: dönsku, norsku eða sænsku. Þekkingar á öðrum norður- landamálum, íslensku, færeysku, grænlensku og finnsku, er ekki kraf- ist. Nordjobb stendur að auki fyrir stuttum tungumálanámskeiðum um sumarið. Liðna helgi var tveggja daga námskeið í íslensku á vegum Nordjobb haldið í Hagaskóla og voru 53 á því, Sigríður Nanna Heimisdótt- ir (Sigga Nanna) hannaði námskeiðið og kenndi það. Hún er umsjónar- og dönskukennari í Vesturbæjarskóla í Reykjavík. Námskeiðið er fyrst og fremst byggt upp í kringum hugmyndina um hagnýta íslensku. „Veraldarvefur“, hvað er það, spyr Sigga Nanna hópinn. Vissulega und- arlegt orð, en einn nemandi segir: „Internet“. Kennarinn fer yfir ým- iskonar hagnýt orð: „Eigum við að hittast?“ og eitthvað um að ferðast, versla og loks ber sund á góma. „Syndir þú oft?“ spyr hún einn, en þar sem margir Svíar eru í salnum er hlegið. Hvers vegna spyr hún um syndir hans? Íslendingar ætla svo margt Næst eru sett upp dæmi um hvernig maður bjargi sér í matvöru- verslun, hvað árangursríkt sé að segja við kjötborðið og hvað ávext- irnir heita. Námskeiðið hófst snemma á laug- ardeginum þar sem nemendur kynntu sig og gerðu nokkrar talæf- ingar. Þeir fengu svo örstutt íslenskt menningar- og sögulegt yfirlit. „Íslensku orðin eru ekki framandi nema fyrir Finna og Grænlendinga sem hér eru,“ segir Sigga Nanna, „en það er mikilvægt að æfa notkun á t.d. sögninni ætla.“ Íslendingar ætla svo margt, þeir ætla í bíó, í mat, í bæinn eða hvaðeina annað og því er hagnýtt að kunna notkun sagnarinnar. Á námskeiðinu eru helstu þættir íslenskrar mál- fræði kynntir. Einn kaflinn fjallar svo um kveðj- ur og almenna kurteisi: „Hvernig hefur þú það?“ „Bara gott, en þú?“ „Hvað má bjóða þér?“ „Ég ætla að fá … “. Og þannig hélt námskeiðið áfram með það markmið að bæta orðaforða nemenda og hjálpa þeim til að bjarga sér í íslensku samfélagi. Blaðamaður spjallaði við nokkra nemendur og virtust þeir vera ánægðir og framburður þeirra var oft mjög góður. Einnig var lærdóm- urinn strax kominn í notkun í mat- arhléum. Á námskeiðinu var einnig farið í ýmsa tal- og hlutverkaleiki og spil, og því lauk með ratleik um Reykja- vík og eftir hann var hist á kaffihúsi til að kveðjast og heiðra sigurvegar- ana í ratleiknum. Nordjobb á Íslandi Nordjobb virðist vera áhrifarík starfsemi. Virpi Jokinen er verkefn- isstjóri Nordjobb á Íslandi, og segir hún að Norrænu félögin í hverju landi fyrir sig sjái um að útvega vinnu og húsnæði, aðstoða vinnuveit- endur við ráðningu starfsmanna og sjá um tómstundadagskrána auk þess að leysa ýmis praktísk atriði. Nordjobb er rekið með styrk frá Norrænu ráðherranefndinni, en fær að auki styrki frá vinnuveitendunum, ýmsum sjóðum og stofnunum. Norræna félagið á Íslandi var stofnað árið 1922, og er markmið fé- lagsins að efla norrænt samstarf, einkum í félags-, menningar- og um- hverfismálum, og að miðla þekkingu um norræna menningu og tengja fólk og lönd. Í Norræna félaginu starfa 27 deildir um allt land, þar á meðal sérstök ungmennadeild, en meðlimir hennar eru margir fyrrver- andi Nordjobbarar. NORDJOBB/ Markmiðið með Nordjobb er að styrkja norræna samvinnu og að ný kynslóð fái að kynnast frænd- þjóðunum og styrkja skilning sinn á norrænni tungu. Um liðna helgi sat Gunnar Hersveinn námskeið í hagnýtri íslensku sem Sigríður Nanna Heimisdóttir hannaði og kenndi. Á það mættu einnig 53 nordjobbarar. Að bjarga sér á íslensku  U.þ.b. hundrað ungmenni starfa hér í sumar á vegum Nordjobb.  Um liðna helgi sátu mörg þeirra hagnýtt íslenskunámskeið. „Hvernig hefur þú það?“ „Ágætt, takk fyrir, en þú“ Ýmsar óvæntar hliðar orðanna geta skotið upp kollinum í íslensku. TENGLAR .............................................. www.nordjobb.net nordjobb@norden.is guhe@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Hugmyndin með námskeiðinu er að nemendur verði óhræddir við að nota íslenskuna til að bjarga sér. Sigríður Nanna kennari. NORDJOBB er verkefni sem Norrænu félögin á öllum Norð- urlöndum standa fyrir. Nordjobb gefur norrænum ungmennum á aldrinum 18–25 ára kost á sumarstarfi í öðru norrænu landi. Nordjobb-verkefnið hefur verið starfrækt frá árinu 1985. Árlega halda hátt í 200 íslensk ungmenni til starfa á Norður- löndum og ríflega 100 norræn ungmenni fá vinnu á Íslandi. Á Íslandi eru nordjobbarar að vinna á ýmsum vinnustöðum, t.d. við garðyrkju, á heimilum fyrir aldraða, sjúkrahúsum, í bönkum og á sveitabæjum. Nordjobb starfar á eftirfar- andi hátt:  Vinnuveitandinn lætur vita hvernig starfskrafti hann óskar eftir.  Nordjobb finnur hentuga umsækjendur og býður um- sækjanda starfið í samráði við vinnuveitanda. Nordjobb sér um samskiptin við umsækj- endur.  Nordjobb útvegar húsnæði.  Nordjobb tekur á móti nord- jobbaranum og er honum innan handar allt sumarið.  Nordjobb hjálpar til við að sækja um íslenska kennitölu og skattkort.  Nordjobb fylgir nordjobb- aranum til vinnu fyrsta vinnu- daginn.  Nordjobb býður nordjobb- aranum og öðrum sem hafa áhuga á upp á tómstunda- dagskrá sem felur í sér m.a. ódýrar ferðir, skemmtikvöld o.m.fl.  Að ráða nordjobbara í vinnu er eins og að ráða Íslending í vinnu.  Það er engin þörf á atvinnu- leyfi.  Laun, gjöld og hlunnindi eru reiknuð eins og hjá Íslend- ingum.  Nordjobbarar reynast vera áhugasamt og duglegt fólk í vinnu.  Margir vinnuveitendur leita til Nordjobb sumar eftir sumar.  Letterstedtska Föreningen starfar að því að stuðla að sam- vinnu milli Norðurlanda í list- um, vísindum og iðnaði. Félagið er meðal annars með sjóð, úr honum er úthlutað í nor- ræn málefni og einnig gefur fé- lagið út Nordisk Tidskrift. Það hefur aðsetur í Stokkhólmi í Sví- þjóð og heimasíðan er www.letterstedtska.org . Nordjobb N O N N I O G M A N N I | Y D D A / s ia .i s N M 0 6 7 2 3NÝJAR VÖRUR: Powerstretch jakki Verð 8.990 kr. Flísvesti Verð 6.490 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.