Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.06.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 2002 35 Það er langur vegur frá þeim sem eftir erfiðan vinnudag koma heim og skella hakki á pönnu til að seðja sárasta hungrið til þeirra sem leggja á sig margra mánaða undirbún- ing við að elda mat til verð- launa. Við í fyrri flokknum látum okkur flest nægja það einfalda og fljótlega; – að minnsta kosti svona hversdags. Eina keppnin sem við leggjum á okkur er sú að finna út hvað það er sem er allra allra fljótlegast að verða ætilegt áð- ur en brestur á með sjónvarpsglápi. Hinir eru stöðugt að íhuga hvernig megi gera matinn bæði góðan og fallegan og eyða löngum stundum í æf- ingar, uppskriftalestur og spjall við kollegana. Þeir spá ekki bara í hráefnin og hvernig þau skulu meðhöndluð, heldur einnig útlitið, um- gjörðina og allt það sem gerir nautnina að borða góðan mat sem mesta og besta. Klúbbur matreiðslumeistara hefur verið starfandi á Íslandi í þrjátíu ár. Landslið þessara manna hefur með heiðri og sóma verið að bera hróður Íslands til annarra landa og annarra heimsálfa með snilld sinni í matargerð. Klúbb- urinn er fyrst og fremst vettvangur fagmanna í greininni fyrir faglega umræðu og matreiðslu og forseti hans er Gissur Guðmundsson matreiðslu- meistari, sem á og rekur veitingastaðinn Tvo fiska. „Klúbburinn varð til þegar þrír eða fjórir mat- reiðslumeistarar hittust eitt sinn á barnum í Naustinu og fengu þá hugmynd að stofna þenn- an klúbb. Þessir menn voru búnir að kynna sér vel það sem var að gerast í greininni á Norð- urlöndum, þar sem slíkir klúbbar voru alls stað- ar til, og þeir bara drifu í þessu. Það voru uppi miklar mótbárur, því sumir héldu að nú ætti að fara að stofna nýtt stéttarfélag, en klúbburinn er ekki stéttarfélag. Frá upphafi var hann fyrst og fremst áhugamannafélag matreiðslumeistara sem hafa gaman af því að hittast einu sinni í mánuði, setjast niður yfir kaffibolla eða góðum mat og ræða um fagið; hvað við getum gert betur og hvernig við getum stuðlað að aukinni þekk- ingu. Um 1975 var farið að tala um að stofna landslið í matreiðslu, en það var þó ekki fyrr en 1992 að við sendum í fyrsta sinn formlegt lands- lið á Ólympíuleikana í matreiðslu. Við vorum búnir að keppa eitthvað á Norðurlöndum fyrir þann tíma. Við höfum tekið þátt í Ólympíuleik- unum og í Heimsmeistarakeppninni alveg frá 1992. Við tökum þátt í næstu Heimsmeistara- keppni sem fram fer í Lúxemborg í nóvember. Keppnin í Kóreu á dögunum var undirbúnings- keppni fyrir Heimsmeistarakeppnina og sett á laggirnar kringum mjög stóra sýningu, þar sem þjóðum frá öllum heimsálfum var boðið að vera með, okkur þar á meðal. Við litum á þetta sem einstakt tækifæri til að fá æfingu fyrir Heims- meistarakeppnina. Kóreumenn studdu okkur með því að greiða fimm af níu fargjöldum okkar og við fengum mikinn stuðning frá fyrirtækjum hér heima. Árangurinn í Kóreu ýtir undir vænt- ingar okkar um góðan árangur í Heimsmeist- arakeppninni. Landsliðið er mjög samhentur hópur, sem hefur unnið saman frá því árið 2000 þegar hann fór fyrst á Ólympíuleikana. Þessi hópur stefnir að því að vera saman alveg fram yfir næstu Ólympíuleika í Þýskalandi 2004. Það hefur sýnt sig að æfingin skapar meistarann og það er góð liðsheild í þessu landsliði.“ Þeir sem vilja verða félagar í Klúbbi mat- reiðslumeistara þurfa að hafa lokið matreiðslu- námi og hafa unnið tvö ár eftir það undir hand- leiðslu matreiðslumeistara. Þá geta menn sótt um, en þurfa að hafa tvo meðmælendur. Gissur segir að nýjum klúbbfélögum fjölgi nú um 10 til 15 á ári, en eldri félögum fækki eins og gengur þegar menn skipta um störf, flytja eða láta af störfum. Klúbbur matreiðslumeistara hreppti Fjölmiðlabikarinn í ár frá ferðamálaráði, en Gissur segir það mikinn heiður – ekki bara fyrir klúbbfélaga heldur alla íslenska matreiðslu- meistara og sýni að þeir séu að kynna Ísland vel sem land og þjóð með matreiðslu sinni. „Ég hefði gjarnan viljað að fleiri fylgdu okkur eftir þegar við erum að keppa erlendis; fulltrúar stjórnvalda, fjölmiðla, fyrirtækja og fleiri, vegna þess að ég held að fólk átti sig ekki á þeim mögu- leikum sem við höfum til markaðssetningar á landi og þjóð. Þessa atburði sækir fólk frá öllum heiminum og fjölmiðlar eru þar á hverju strái. Bocuse d’Or-keppnin sem haldin er í Lyon í Frakklandi annað hvert ár er mjög vel sótt og þangað koma meira en fimm hundruð manns frá fjölmiðlum víðs vegar um heiminn. Sú keppni verður næst haldin í janúar 2003. Keppni af þessu tagi fær gífurlega mikla umfjöllun um all- an heim.“ Orðið klúbbur felur gjarnan í sér einhverja hugmynd um að hann sé ekki fyrir hvern sem er og að yfir honum hvíli jafnvel leynd. Gissur segir svo ekki vera um Klúbb matreiðslumeistara. Á fundum ræða menn saman um fagmálin, sýna hver öðrum nýjustu kúnstir og tæknibrellur í greininni. Það getur verið hvað sem er – hvernig eigi að opna ostrur eða búa til sushi – eða þeir mennta sig í sögunni bak við matinn og bjóða þá gjarnan til sín gestum. Gestirnir geta líka komið úr allt öðrum greinum; allt frá alþingismönnum til iðnrekenda í matvælaiðnaði, sem segja þá gjarnan frá nýjungum í mat og matreiðslumeist- ararnir geta þá líka sagt sitt álit á því sem þeir eru að gera. „Fundir klúbbsins eru þó fyrst og fremst haldnir til þess að sameina matreiðslumeistara og auka fagmennskuna í greininni. Þeir sem hafa þekkingu og metnað til að komast í klúbb- inn komast inn og við viljum auðvitað fá fólk sem er tilbúið til að leggja ýmislegt á sig, ekki endi- lega fyrir sjálft sig, heldur fyrir fagið í heild.“ Manni finnst óneitanlega gaman að heyra að ein stétt fólks skuli leggja jafn mikla rækt við fagmál sín og matreiðslumeistarar virðast gera og metnaður þeirra er greinilega mjög mikill. Árangurinn er líka eftir því; því eins og kunnugt er landaði liðið tvennum gullverðlaunum í Kóreu á dögunum, bæði fyrir kalt borð og heitt, en hef- ur þó einnig hreppt gullið fyrir heitt borð áður. Lýsingar Gissurar á því sem þar var eldað eru stórkostlegar og sennilega ekki fyrir hversdags- lega hakkbrasara að eiga við. „Í kalda borðinu voru sex ólíkir forréttir, sex ólíkir eftirréttir, fat fyrir tvo, fimm rétta græn- metisseðill, þriggja rétta máltíð úr heilsufæði, kjötfat fyrir sex og kjötfat fyrir átta, þrjár tert- ur, og tertusneiðar fyrir dómarana til að smakka. Það þarf að hjúpa kalda borðið allt með matarlími þegar það er tilbúið – og það er mikil kúnst – það þarf að gera þetta í nokkur skipti til að fá rétta gljáann á matinn og svo þarf þetta að geta staðið heilan dag án þess að það sjái á matn- um. Kalda borðið þarf að vera mikið augnayndi; þetta er kynning á landi og þjóð og við erum með sérvalda diska, látum hanna borðið, undirstöð- urnar undir diskana, lýsinguna og allt. Við erum oft með listaverk á borðinu, á síðustu Ólympíu- leikum var allt borðið skreytt með íslensku gleri. Undirbúningurinn er mjög mikill. Við byrjum oft á því að teikna matinn upp á blað til að átta okkur á litasamsetningum, því sem sett er á diskinn, hlutföllunum á diskinum, stærð og út- liti. Hugmyndavinnan er gríðarlega mikil. Heiti maturinn byggist svo á því að við þurfum að elda þriggja rétta hádegisverð fyrir 110 manns og maður veit ekki hvaða diskur fer til dómarans. Fólk getur komið og keypt þennan mat líka, þannig að hver diskur þarf að vera fullkominn. Það þarf svo ákveðinn stigafjölda til að komast í gullflokkinn, þannig að í raun geta fleiri lið feng- ið gullverðlaun. En þröskuldurinn að gullinu er mjög hár.“ Árangur landsliðs matreiðslumanna okkar í Kóreu hlýtur að teljast einstakur. Það má vera ljóst að meðal íslenskra matreiðslumeistara rík- ir mikill faglegur metnaður, en Gissur segir að íslenska þjóðin sé kröfuharður kúnni. Hann seg- ir að skólinn hér sé mjög góður og þannig séu það margir þættir sem stuðli að velgengni Ís- lendinga í þessu fagi. Hráefnið er líka það allra besta. Íslenskt lambakjöt og fiskmeti er það sem borið er á borð í keppni eins og í Kóreu og mest allt flutt héðan; meira að segja kartöflurnar. En hver keppni og hver sigur skilar ekki bara ánægju og árangri, því reynslan sjálf skapar meiri kunnáttu og því hljótum við að geta verið bjartsýn um árangur matreiðslumeistaranna okkar í Heimsmeistarakeppninni í haust. Fagmennska í öll mál FÓLK Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is GISSUR GUÐMUNDSSON matreiðslumeistari: „Við byrjum oft á því að teikna matinn upp á blað til að átta okkur á litasamsetningum, því sem sett er á diskinn, hlutföllunum á diskinum, stærð og útliti“ Morgunblaðið/Golli fta, en í uppi öll að fjölga Reykjavík og fækka ? arfsmenn gi við fé- þar sem æst eyrna- R er ekki uheimilda Hins veg- áðuneytið nnumála- ninu með að halda hefur það við að út- aklingum m vinnu- unurinn á og hefð- toð við að víðtækum ekki síst m,“ segir er farið a viðkom- síðan að u löng og eftir eðli aklingsins rkefnisins ðningi er lausn og ar fram á d. dagvist , að sögn Rúmur áratugur er liðinn síðan Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi tók að hagnýta sér vinnuaðferðir Atvinnu með stuðn- ingi (AMS) og varð fyrst til þess á Íslandi. Árangur aðferðarinnar lét ekki á sér standa og margir fatl- aðir einstaklingar fengu vinnu og stuðning við sitt hæfi á almennum vinnumarkaði. Nú fá 73 fatlaðir einstaklingar á vegum Svæðis- skrifstofu Reykjaness atvinnu með stuðningi, að sögn Ingibjarg- ar M. Ísaksdóttur, ráðgjafar- þroskaþjálfa hjá Svæðisskrifstof- unni. „Núna eru milli 20 og 30 manns á biðlista hjá okkur. Við gætum útvegað fleirum vinnu ef starfsmenn væru fleiri.“ Ingibjörg segir að það myndi líka þýða að stuðningur við þá sem fyrir eru yrði öflugri og hægt væri að fylgja hverjum og einum eftir í lengri tíma í senn. „Við erum tvær sem sinnum verkefninu í dag, samanlagt 1,25 stöðugildi.“ Ingibjörg segir að enn sem komið er sé verkefnið undir Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi en talað hafi verið um að það flyttist undir Vinnumála- stofnun. „Það hefur hins vegar ekkert gerst í þeim málum og því vitum við í raun ekki hvað nánasta framtíð ber í skauti sér. Það ligg- ur beinna við að öll atvinnumál, hvort sem þau varða fatlaða eða aðra, séu undir sama hatti. Við sjáum líka fyrir okkur að með þessum breytingum yrðu meiri fjármunir veittir í atvinnu með stuðningi og það væri þar með hægt að aðstoða fleiri.“ „Allir sem að verkefninu At- vinna með stuðningi koma eru ánægðir með árangurinn og vilja að því verði fundinn farsæll far- vegur,“ segir Þór Þórarinsson, skrifstofustjóri á fjölskylduskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins. „Það er ekki búið að taka ákvörð- un um hvar verkefnið eigi heima, en það á hins vegar ekki að hafa áhrif á það hvernig þessari þjón- ustu reiðir af. Atvinna með stuðn- ingi er mikill vaxtarbroddur og við þurfum að hlúa að verkefninu svo það gangi sem allra best fram.“ Þór segir að innan félagsmála- ráðuneytisins séu ákveðnar hug- myndir um framtíð verkefnisins og unnið sé að niðurstöðu þar um. „Við ætlum að horfa á verkefnið í stærra samhengi og reyna að tvinna marga þætti sem að því snúa markvisst saman,“ segir Þór. Þór segist eiga von á því að þegar AMS verði fundinn fastur farvegur innan kerfisins verði reynt með einhverjum leiðum að styrkja verkefnið enn frekar. Með hvaða hætti sé enn óvíst, en það sé einlægur vilji í ráðuneytinu til að standa vel að því. Þór segir erfitt að segja til um hvenær niðurstöðu sé að vænta um framtíðarstaðsetningu verk- efnisins. „Mun það væntanlega koma inn í starfsáætlun ráðuneyt- isins með haustinu og þá ættu lín- urnar að fara að skýrast.“ Þór segir enn óráðið hvort at- vinna með stuðningi fer að end- ingu undir Vinnumálastofnun Ís- lands. r vinnu hjá Atvinnu með stuðningi Morgunblaðið/Árni Sæberg von- það sit- er mjög g- verið ður segir Ai- sem m í rkefnið Aileen er r Átaks, a. ámi í 10. msum numark- nám, þjóð. að reka u og því ilja eingöngu um en n reynsla ég upp- nnþá hef verði sú ra ef fækka þarf starfsfólki.“ Aileen gekk í almennan grunnskóla en segir að með ár- unum hafi hún einangrast fé- lagslega, orðið fyrir einelti og sjálfsmynd hennar verið í mol- um. „Það var gott að fara til Svíþjóðar, þar var ég í námi fyr- ir fatlaða og kynntist yndislegri stuðningsfjölskyldu. Þar gleymdi ég vandamálunum.“ Aileen hefur misjafna reynslu af yfirmönnum í gegnum tíðina, segir að sumir hafi alls ekki ver- ið tilbúnir að hafa fatlaðan starfsmann í vinnu en aðrir hafi sýnt mikinn skilning og gert til hennar raunhæfar kröfur. „Það er mikilvægt fyrir fatlaða sem geta sinnt ákveðnum störfum, að komast út á almennan vinnu- markað,“ segir Aileen. „Það er alveg ótrúlegt að hvergi virðast vera til peningar til að setja í at- vinnu með stuðningi þó að ár- angurinn leyni sér ekki. Ég veit um fólk sem hefur beðið mjög lengi á biðlista og það er óþægi- leg tilfinning. Þá er nauðsynlegt ef fólk fær vinnu á vernduðum vinnustöðum að launin séu mannsæmandi, þau eru það eng- an veginn í dag.“ Aileen segist hafa verið smeyk þegar hún byrjaði fyrst að starfa í Hagkaupum fyrir þrem- ur mánuðum, en að nú sé hún mjög ánægð og segir að sér hafi verið mjög vel tekið. „Ég fæ að prófa mig áfram og finn að ég get treyst yfirmönnum mínum.“ Jákvæð áhrif og góð reynsla Áslaug Bjarnadóttir, svæðis- stjóri skódeildar í Hagkaupum í Kringlunni og yfirmaður Aileen- ar, segir að reynslan af að hafa fatlaðan starfsmann í vinnu sé mjög góð en Aileen sé annar fatlaði einstaklingurinn sem vinnur hjá henni. „Ég held að það hafi eingöngu haft jákvæð áhrif á starfsandann á vinnu- staðnum. Okkar reynsla er því mjög góð.“ að prófa mig áfram“ óttir fékk vinnu í gegnum Atvinnu með stuðningi sunna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.